Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Tíu þúsund í bóka- kaup ekki óalgengt SKÓLAR eru nú hver af öðnim að hefja störf og má sjá bókaverslanir fullar út úr dyrum af nemendum í leit að námsgögnum sínum. Fram- haldsskólarnir voru settir í gær og eiga nemendur þeirra að mæta sam- kvæmt stundatöflu í dag, en grunnskólanemendur á fimmtudag- inn. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins brugðu sér í eina af bókaverslunum Reykjavíkur í gær þar sem heldur betur var hamagang- ur í öskjunni og starfsfólk hafði í nógu að snúast Af viðmælendum okkar að dæma, er ekki óalgengt að krónutalan 10.000 sé nefnd í sam- bandi við bókakaup framhaldsskóla- nemenda í ár. Vinkonurnar María Gunnars- dóttir og Helena Ólafsdóttir voru niðursokknar í bókalistum sinum er blaðamenn bar að. Þær sögðust báðar vera 16 ára og því væri þetta fyrsta árið í framhaldsskóla. „Jú, við erum svolítið kviðnar — höldum að stökkið úr grunnskóla í framhaldsskóla sé dálítið mikið í byrjun." María vann hjá Norðurstjörn- inni í Hafnarfirði í sumar og sagð- ist hún hafa þénað um 70.000 krónur á þeim tima. Helena var í bæjarvinnunni í Reykjvík og sagð- ist hafa haft um 20.000 krónur þá tvo mánuði sem hún vann. María mun setjast á skólabekk i Flens- borgarskóla og Helena í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. Þær stöllur gerðu ráð fyrir að hátt i 10.000 krónur færu hjá þeim í bókakaup í ár, því i fyrra eyddu þær u.þ.b. 6.000 krónum. Þær bættu því þó við að foreldrarnir yrðu þeim eflaust hjálplegir við fjármögnunina ef á þyrfti að halda. Ingi Fjalar, Egill Örn og Krist- ján eru allir i Landakotsskóla og sögðust eiga að byrja þar á fímmtudaginn. „Við erum að kaupa stílabækur, penna, blýanta, strokleður og annað nauðsynlegt viðvíkjandi skólagöngu. Við þurf- um engar aðrar bækur að kaupa því skólinn útvegar grunnskóla- krökkum þær. Við gerum ráð fyrir að eyða um 500 krónum hver i þessi kaup okkar. Aðspurðir um fjárhaginn sögð- ust þeir eiga nóg af peningum. Ingi Fjalar og Kristján báru út dagblöð í sumar og fengu 2.000 krónur á mánuði, en Egill var i vist við að passa 4 ára gamla syst- ur sína í sumar. Þeir sögðust allir ætla að reyna að vinna með skól- anum í vetur við t.d. útburð blaða. StöIIurnar Ragnheiður Gisla- dóttir og Jóhanna Marta Kristen- sen voru að fjárfesta í skólaritum í gær eins og svo margir aðrir. Þær sögðust vilja reyna að vinna fyrir sér eins mikið sjálfar eins og mögulegt væri. „Það er alltaf skemmtilegra að geta staðið á eig- in fótum í stað þess að þurfa að biðja mömmu og pabba um pen- inga.“ Jóhanna Marta fer á fyrsta ár í Iðnskólann í Reykjavík i al- mennt nám og síðan ætlar hún að reyna að komast inn í fóstruskól- ann næsta vetur. Hún vann á Landakoti i sumar og ætlar að reyna að fá sér aukavinnu með skólanum í vetur. Ragnheiður fer inn á annað árið í Kvennaskólanum í Reykjvík. Hún sagðist vera það heppin að þekkja fullt af fólki, sem ætti bækurnar sem hún þyrfti að not- ast við og gæti hún því fengið flestar lánaðar. „Ég vann í bakaríi i sumar og fékk um 20.000 krónur i mánaðarkaup með því að vinna alla daga auk helganna. 1 vetur hef ég hugsað mér að vinna með skólanum um helgar, helst i bak- aríinu, til að drýgja tekjurnar," sagði Ragnheiður. Helena Ólafsdóttir og María Gunnarsdóttir eru nú að stíga sín fyrstu skref í framhaldsskólum. Ingi Fjalar Magnússon, Egill örn Jónsson og Kristján Kristinsson bjugg- ust við að eyða u.þ.b. 500 krónum í stflabækur, penna, blýanta og aðrar nauðsynjar fyrir skólagönguna. Síðara uppboð á Sölva Bjamasyni BA í dag: Krafa Fiskveiða- sjóðs nemur 172 milljónum Vátryggingaverð skipsins 145,7 milljónir króna ANNAÐ og síðara uppboð á togaran- um Sölva Bjarnasyni BA fer fram hjá sýslumanni Barðastrandarsýslu í dag. Uppboðið fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs, sem á 172 milljónir króna inni hjá eigendum hans. Tog- arinn hefur að undanförnu verið gerður út frá Bíldudal og hafa heimamenn áhuga á því að eignast skipið að loknu uppboði, eða kaupa annað skip til að renna stoðum undir útgerð og fiskvinnslu á staðnum. Sölvi Bjarnason er vátryggður fyrir 145,7 milljónir króna, en krafa Fiskveiðasjóðs nemur 172 milljónum króna, þar af eru 58 milljónir í vanskilum. Lögveðs- kröfur í skipið nema um 2 milljón- um króna og ennfremur eiga Byggðasjóður og Landsbankinn kröfur á skipið. f dag verður ennfremur fyrsta uppboð á togar- anum Kolbeinsey ÞH að kröfu Fiskveiðasjóðs. Krafa sjóðsins nemur 265 milljónum króna, vá- tryggingaverðmæti er 176 milljón- ir króna og 93 milljónir eru í van- skilum við Fiskveiðasjóð. Annað og síðara uppboð á togaranum Sigurfara II SH fer fram síðar I þessum mánuði. Krafa Fiskveiða- sjóðs I það skip nemur 290 millj- ónum króna, þar af eru í vanskil- um 116 milljónir króna. Vátrygg- ingaverð skipsins er 187 milljónir. Loks verður annað og síðara upp- boð á skipinu Helga S. KE síðar í þessum mánuði. Krafa Fiskveið- asjóðs í það skip nemur 65 millj- ónum króna, þar af eru 28 í van- skilum. Vátryggingaverð skipsins er 61 milljón króna. Magnús Björnson, skrifstofu- stjóri Fiskvinnslunnar á Bíldudal, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirtækið og hreppurinn hefðu haldið undirbúningsstofnfund að fyrirtæki, sem tæki að sér rekstur og fiskvinnslu á staðnum. Stofn- fundur félagsins yrði síðan hald- inn á fimmtudag. Hann sagði væntanlegt fyrirtæki ekki myndu bjóða í togarann á uppboðinu í dag, en hugsanlega leita eftir kaupum á honum eftir að ljóst væri hver keypti það. Menn ein- skorðuðu sig þó ekki við þetta skip, þó það hefði reynzt vel þau tvö ár, sem fiskvinnslan hefði gert það út. Aðalatriðið væri að fá nýtt skip til að renna stoðum undir út- gerð og fiskvinnslu á staðnum. Hjá Fiskveiðasjóði fengust þær upplýsingar, að ráðgert væri að láta yfirfara skipið, yrði það slegið sjóðnum og auglýsa síðan til sölu. Það yrði svo selt þeim, sem hag- stæðast kauptilboð gerðu fyrir sjóðinn, svo fremi, sem það væri nógu gott að mati stjórnar hans. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.