Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 5 íshús Reykdals brennur ELDUR kom upp í gömlu verksUeé- is- og geymsluhúsi í Hafnarflrdi á sunnudagskvöldið. Slökkviliðið I Hafnarfirði kom á staðinn og gekk greiðlega að ráða niðurlögum elds- ins. Skemmdir urðu ekki miklar á húsinu og litlar sem engar á því sem þar var inni, en þar var meðal ann- ars geymdur bátur. Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðsins kl. 20.20 og var búið að slökkva hann um klukkutíma síðar, en vakt var við húsið til klukkan þrjú í nótt. Það var mað- ur sem hafði verið við vinnu sína í húsinu, en brugðið sér frá, sem varð eldsins var og lét slökkviliðið vita. Húsið er gamalt timburhús og stendur milli Lækjargötu og Reykjanesbrautar. í Hafnarfirði gengur það undir nafninu íshús Reykdals, en það hefur undanfar- in ár verið nýtt sem geymslu- og viðgerðarhúsnæði. Svartsengi: Vélstjórar samþykkja samningana STJÓRN- og trúnaðarmannaráð vél- stjórafélags Suðurnesja samþykkti á fundi í gærkveldi kjarasamninga við Hitaveitu Suðurnesju fyrir hönd fé- lagsmanna sinna. Samningar tókust hjá ríkissáttasemjara á ellefta tím- anum á laugardagskvöldið, en verk- fall vélstjóra átti að hefjast þá á mið- nætti. Til verkfallsins kom því ekki. Vélstjórarnir fengu 9%% hækkun frá 1. júní og fá síðan aðr- ar hækkanir sem samist hefur um á almennum launamarkaði. Vél- stjórarnir vildu að samningurinn væri afturvirkur til síðustu ára- móta, sem þeir segja vera til sam- ræmis við það sem umsamdist milli vélstjóra og Landsvirkjunar, en þeirri kröfu hafnaði stjórn Hitaveitunnar. Jón ólsen, hjá vélstjórafélagi Suðurnesja sagði að þeir hefðu orðið að hverfa frá þeirri kröfu sökum formgalla á kröfugerð. Samningurinn gildir til áramóta. Ennþá hefur ekkert þokast í samkomulagsátt í deilu iðnaðar- manna sem vinna í Áburðarverk- smiöjunni og viðsemjenda þeirra. Iðnaðarmenn hafa verið í verkfalli í mánuð. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari sagðist búast við að hann myndi boða til fundar í dag eða á morgun til að kanna hvort einhver samkomulags- grundvöllur væri nú fyrir hendi. Heimilið ’85: Um 20 þús. manns hafa séð sýninguna UM 20 þús. manns höfðu séð sýning- una „Heimilið ’85“ í gærkveldi er blm. hafði tal af Halldóri Guð- mundssyni, blaðafulltrúa Kaupstefn- unnar hf. Halldor sagði að aðsóknin fyrstu fimm sýningardagana hefði verið mjög góð og talsvert betri en á síðustu heimilissýningu. „Til að endar nái saman þurfum við að fá 40 til 50 þús. manns á sýninguna," sagði Halldór. „Ef aðsóknin næstu sex daga verður jafn góð og hún hefur verið fram að þessu, þá munum við vafalaust ná settu marki." Skömmu eftir að eldurinn kom upp. MorgunblaðiA/Júlfus Hinn eini og sanni stendur sem hæst aö FOSSHALSI (fyrir neöan Osta- og smjörsöluna, Árbæ, viö hliöina á nýju Mjólkurstöðinni). IjdlkurstöSin Öigeröin svo sem Vogue hf. — Karnabær hf. — Hummel hf. — Steinar hf. — Axel Ó. — Belgjagerðin hf. — Barnafata versl. Fell — Garbo — Viktoría — Yrsa. Dömufalnaður — Herrafatnaður — Unglingafatnaður — Barnafatnaður — Ungbarnafatnaður — Sportfatnaður — Vinnu- fatnaður Gífurlegt úrval af alls konar efnum og bútum — Sængurfatnaður Handklæði — Gardínuefni — Hljómplötur og kassettur í stórglæsilegu úrvali — Skór á alla fjölskylduna — Sportvörur í miklu úrvali — Snyrtivörur Skartgripir — Gjafavörur í sérflokki — Slæður — Hanskar. o.m.fl. o.m.fl. Video-horn fyrir börnin. Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur o.m.fl. laugardaga dagleg® 'r föstodaga Str*t>íi,'aena

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.