Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 7

Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 7
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 7 Ólafur Laufdal tekur Hótel Borg á leigu „Umtalsverdar breytingar á rekstrinum,“ segir Ólafur Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Borg 2—3 ár, m.a. hefur veitingasalnum verið gjörbreytt. Ólafur Laufdal veitingamaður fyrir framan Hótel Borg. ÓLAFUR Laufdal veitingamaður hefur tekið Hótel Borg á leigu til 10 ára frá 1. september sl. Ólafur mun áfram reka veitingastaðina Broadway og Hollywood og leigan á Hótel Borg mun ekki breyta neitt áformum Ólafs um að reisa hótel við Ármúla í Reykjavík á næstu 3-4 árum. „Þessi hugmynd um að ég tæki Hótel Borg á leigu er nýlega til- komin," sagði ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eigendur hótelsins, Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon höfðu sam- band við mig og ámálguðu þetta, en þeir höfðu hug á að snúa sér alfarið að öðrum rekstri sem þeir hafa verið með, tívolíinu í Hvera- gerði og fleiru. Mér þótti hug- myndin strax spennandi, því ég hef alla tíð haft sterkar taugar til Borgarinnar. Ég byrjaði að vinna þar sem piccolo 13 ára gamall hjá Jóhannesi Jósefssyni og í fram- haldi af því lærði ég þar til þjóns. Fyrstu sporin mín í veitinga- mennskunni eru því stigin á Hótel Borg.“ Gengið var frá samningum um leiguna aðfaranótt sl. sunnudags og að morgni þess dags tók Ólafur við rekstri Hótel Borgar. „Það hafa verið gerðar miklar endur- bætur og breytingar á hótelinu sl. 2-3 ár, bæði á herbergjum, sölum, eldhúsi og gestamóttöku. Þessum breytingum er lokið. Ég mun á næstunni einbeita mér að breyt- ingum á rekstrinum, en þær verða umtalsverðar þótt of snemmt sé fyrir mig að segja á þessu stigi í hverju þær verða fólgnar. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að ég get á ýmsum sviðum samræmt reksturinn öðrum fyrirtækjum sem ég rek, Broadway og Holly- wood, t.d. hvað varðar innkaup, vinnslu á mat, birgðavörzlu, þjón- ustu og fleira," sagði Ólafur. Dansleikir verða haldnir um helgar á Hótel Borg eins og verið hefur og mun ólafur því standa fyrir dansleikjahaldi á þremur stöðum í borginni. Aðspurður sagði Ólafur að áætlanir hans um byggingu 70 herbergja hótels við Ármúla með sal sem tekur 1100 manns í sæti, væru óbreyttar. Byrjað væri að grafa grunn hót- elsins og hann stefndi að því að ljúka smíði hótelsins á næstu 3-4 árum. „Ég hef mikla trú á íslandi sem ferðamanna- og ráðstefnu- landi og því held ég ótrauður inn á þetta rekstrarsvið. Það er greini- leg vöntun á hótelum hér í Reykja- vík,“ sagði Ólafur. Hótel Borg var tekin í notkun árið 1930. Hótelið reisti Jóhannes Jósefsson glímukappi. Árið 1959 keyptu fjórir einstaklingar hótelið og varð Pétur Daníelsson hótel- stjóri. Núverandi eigendur keyptu hótelið fyrir rúmum tveimur árum og hafa þeir gert miklar endur- bætur á húsnæðinu, endurnýjað það hátt og lágt. Þeir ráku hótelið sjálfir en hótelstjóri er Sigurður Gíslason. Herbergi í hótelinu eru 46 og þar eru tveir veizlusalir, tvær vínstúkur og turnherbergi, sem leigt er út til minni funda og samkvæma. Er ekki kominn tími til aö þú fáir þér \/iA KinAi im hí»r tvflPir I fJðmyteini' Viö bjóöumþértvær tegundiraf . stjörnukortum. Meöbáöumfylgir ^ skriflegurtexti. Persónukort Lýsir persónuleika þínum, m.a.: grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vin- áttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi- leika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. 1 Framtíðarkort: ♦ £ Hvað geríst næstu tólff mánudi? Framtíöarkortiö segir frá hverjum mánuöi, bendir á jákvæöa möguleika og varasama þætti. Hjálpar þér aö vinna meö líf þitt á uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til athafna. Viö segjum aö stjörnuspeki sé stórkostleg og eitt þaö gagnlegasta tæki sem manninum stendur til boöa, leiöi til sjálfsþekkingar, mannþekkingar og almennt til auk- ins skilnings manna á meöal. Stjömuspeki er góö fyrir einstaklinga og t.d. hjón, foreldra og fyrir þá sem standa á tímamótum o.s.frv. „Er nokkuö aö marka þetta?“ segja margir. Þeir sem hafa fengiö kort segja: „Þaö er hreint furöulegt hvernig stjörnukortiö lýsir mér! “ „ Er st jörnuspeki ekki bara tóm vitleysa og plat?“ segja sumir. Einn sagöi: „Þegar ég skoöa stjörnukort þeirra sem mér líkar ekki vel viö, hverfur andúöin og ég skil þá betur!“ Athugaöu máliö og dæmdu fyrir sjálfan þig! KÍKTU VIÐ Á LAUGAVEG 66, EÐA HRINGDU í SÍMA 10377 OG PANTAÐU KORT! Ef bæöi kortin eru gerö samtímis er 20% afsláttur. Einnig 20% f jölskyiduafsláttur. NÁMSKEIO í STJÖRNUSPEKI! Bjóöum einnig sérstakan einkatíma, þar sem kort þitt er túlkaö af Gunnlaugi Guö- mundssyni stjörnuspekingi. 16. september. Þriggja vikna námskeiö, tvö kvöld í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Á skemmtilegu námskeiöi kynnum viö undirstööuatriöi í stjörnuspeki og túlkum kort þitt og annarra þátttakenda. Túlkunin er itarleg lýsing á persónuleika þínum, komið er m.a. inn á lífsorku, grunntón, tilfinningar, hugsun, ást og samskipti, starfsorku, fas og framkomu. Þessir þættir eru síöan dregnir saman í heilsteypta persónulýsingu. Áhersla er einnig lögö á hæfiieika og þá sem hugsanlega hafa verið bældir niöur í persónuleikanum. 6. október. Þriggja mánaöa námskeiö, kl. 16—18.45 á hverj- um sunnudegi, alls tólf skipti fram til 22. desember. Á þessu námskeiöi f jöllum viö um sömu hluti og á því fyrra en fariö er ítarlegar i hvern þátt. Fariö er dýpra í undirstööuat- riðin og í kort þitt og annarra þátttakenda. Þér er einnig kennt aö lesa úr stjörnukorti, m.a. meö þvi aö gerö eru stjörnukort fyrir ættingja þína og vini. Þetta er einstakt tækifæri til aö læra stjörnuspeki í gegnum skemmtilega umræðu með áhugasömufólki. ST JuRNUSRI EKI %DSTOOÍ Laugavegi 66, aími 10377.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.