Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Einn af fegurstu görðum á Akranesi 1985, Esjubraut 35. Eigendur eru hjónin Sigrún Ólafsdóttir og Sigvaldi Loftsson. Akranes: Viðurkenningar fyrir fegurstu garða AkraneNÍ, 29. ágúst. FEGRUNARNEFND Akraness hefur úthlutað verðlaunum og viðurkenn- ingum fyrir fegurstu lóðir við íbúð- arhús og fyrirUeki á Akranesi 1985. Þrjár íbúðarlóðir hlutu viður- kenningu og voru það Esjubraut 35, eign hjónanna Sigrúnar Ólafsdótt- ur og Sigvalda Loftssonar, Vestur- gata 80, eign hjónanna Ingveldar Asmundsdóttur og Ólafs Árnason- ar og Heiðargerði 10, eign hjón- anna Emmu Reindal og Guðna Eyjólfssonar. Málningarþjónustan hf. fékk viðurkenningu fyrir fegrun og snyrtimennsku við fyrirtæki sitt. Oddgeir Árnason garðyrkjustjóri á Ákranesi sagði að áhugi bæj- arbúa fyrir snyrtingu og fegrun umhverfisins hefði stóraukist á undanförnum árum. Jafnframt hefðu bæjaryfirvöld á Akranesi aldrei veitt meiru fjármagni til fegrunar og snyrtingar kaupstað- arins og aldrei hefði verið eins mik- ið gróðursett af trjáplöntum í bæn- um og nú í sumar. Oddgeir sagði að nú væri unnið að því að koma upp plöntusafni af trjá- og runnategundum á einum stað í gróðrarstöð bæjarins. Allar plönturnar verða merktar og gert aðgengilegt fyrir fólk til að kynna sér hvað best á við á hverjum stað í bænum. „Eg tel þetta vera geysi- lega þýðingarmikið fyrir framtíð- ina,“ sagði Oddgeir Árnason garð- yrkjustjóri að lokum. JG NYTT FRA MITSUBISHI! Í986 árgerðirnar verða kynntar í byrjun september: Þá sýnum viö: —LANCER— — LANCER STATION — — TREDIA 4WD - ALDRIF - — COLT — — GALANT — — PAJERO - BENSÍN/TURBO DIESEL — — PAJERO SUPERWAGON - BENSÍN/TURBO DIESEL - — L 300 4WD - SENDIBÍLL/MINI BUS — — L 300 - SENDIBÍLL/MINI BUS — — L 200 - PALLBÍLL ■ BENSÍN/DIESEL - BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST, ERU FRÁ MITSUBISHI. — 50 ára reynsla í faginu — Samkv. skýrslu Hagstofu íslands [hIheklahf Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Vestmannaeyjar: Listamenn skreyta veggi fisk- vinnslustöðvarinnar Vestmannaeyjum, 29. ájfúst. GÓÐVIÐRIÐ, sem ríkt hefur hér í allt sumar, hefur virkað hvetjandi á bæjarbúa til að snyrta og fegra hús sín og lendur og satt að segja hefur bærinn tekið umtalsverðum stakka- skiptum til hins betra. Húseigendur hafa verið ötulir við að mála hús sín og rækta garða af alúð og eigendur fyrirtækja hafa ekki látið sitt eftir liggja í fegrunarátaki Vestmanney- inga. Áfram hefur verið unniö að malbikun gatna og eru nú velflestar götur bæjarins malbikaðar. Flokkur manna hefur í allt sumar unnið að fegrun og snyrtingu opinna svæða í bænum. Sérstaka athygli hefur vakið framtak stóru fiskvinnslufyrir- tækjanna sem öll hafa málað hús sin hátt og lágt í sumar og auk þess hafa nokkur þeirra fengið listamenn úr Eyjum til þess að skreyta veggi þeirra með lista- verkum. Þetta framtak er mjög lofsvert og er það samdóma álit fólks að sérlega vel hafi til tekist og af þessum verkum sé hinn mesti bæjarsómi. Fyrir nokkrum árum var það til siðs hér i bæ að Ein af myndum Guðgeirs Matthíassonar á mjölgeymslu FES. T.v. er gamla Geirseyrin, þá „hróin“, uppsátur gömlu árabátanna, Edinborgarbryggjan og gamla Hraðfrystistöðin. Fínir drættir Myndbönd Árni Þórarinsson Enn bætast við hnýsilegar myndir frá Ö.Á.-myndböndum úr bresku nýbylgjunni. Á kvikmyndahátíðinni í fyrra vakti talsverða athygli myndin The Draughtsman’s Contract eða Samningur dráttlistarmanns- ins (1982) eftir einn sérstæðasta kvikmyndagerðarmann Breta, Peter Greenaway, og þeir sem misstu af henni þá geta nú skoðað hana á myndbandi. Það er vel þess virði. Samningur dráttlistarmannsins er einhver undirfurðulegasta mynd um allt og ekkert sem ég hef séð. Herra Neville, ungur og myndarlegur dráttlistarmaður (Anthony Higgins) gerir sumarið 1649 samning við hefð- armæðgur tvær á miklu sveita- setri, frú Herbert (Janet Suz- man) og frú Talman (Anne Lou- ise Lambert) um gera tólf teikningar á tólf dögum af land- areigninni. Jafnframt eru í samningnum ákvæði um gagn- kvæma kynferðislega greiða- semi, því báðar eru frúrnar leið- ar á loftmiklum eiginmönnum sínum. Unir dráttlistarmaður- inn ungi sér vel framan af enda margt um fína drætti í um- hverfi sem yndisþokka kvenn- anna. En fyrr en varir fer ým- islegt torkennilegt að flækjast inn á myndflötinn hjá lista- manninum og hann sjálfur upp- götvar að hann er peð í óræðu tafli með völd og tilfinningar sem tekur háskalega stefnu þegar herra Herbert snýr heim úr ferðalagi, — liðið lík. I þá morðgátu og fleiri gátur myndarinnar — til dæmis inn- komu lifandi myndastyttu — fæ Anthony Higgins sem dráttlistar- maður með viðsjárverðan samn- ing. ég satt að segja engan botn. En þessar gátur eru svo skemmti- lega fram settar og listilega spunnar að Samningur drátt- listarmannsins heldur athygli áhorfenda óskertri allt til skringilegra en rökréttra lykta. Greenaway leggur persónum sínum safaríkan bókmennta- legan texta í munn sem leikar- arnir kjamsa á með velþóknun, en það er hin myndræna stíl- færsla sem umfram allt gefur Samningi dráttlistarmannsins gildi. Hinir grænu og glóandi litir í fagurlega lýstri töku- vinnslu Curtis Clark, uppstill- ingar leikstjórans, sem minna á kvikmyndamálverk, spaugsam- ur og munúðarfullur þokki í lýs- ingunni á uppstríluðu en undir- förulu mannlífi sveitaaðalsins, tilkomumiklir búningar og tón- list Michael Nymans, — þetta eru góð spil í heillandi kvik- myndaþraut. Stjörnugjöf: Samningur dráttlist- armannsins ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.