Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 18

Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 §agan af unga litla. Ungi iitli hitti hænu mömmu. Þá sagði Ungi iitli: „Himinninn er að hrynja, hæna mamma.“ Þá sagði hæna mamma: „Hví heldur þú það, Ungi litli?‘ Þá sagði Ungi litli: Á sýningunni Heimilið 85 í Laugardals- höllinni kynnir ÍSFUGL enn eina nýjung, KJÚLLETTUR úr kjúklingakjöti, raspaðar, kryddaðar og tilbúnar á 10 mín. Komið og reynið þessa frábæru nýjung. ísfugl fremstur fugfa Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 Ályktun landsþings Landssambands framsóknarkvenna: Kona veröi f 1. eða 2. sæti hvers framboðslista Framsóknarflokksins Landsþing Landssambands fram- sóknarkvenna var haldið aö Laugar- vatni helgina 31. ágúst til 1. septera- ber. Þar var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Kona skal vera í 1. eða 2. sæti hvers framboðslista Framsóknar- flokksins í komandi sveitarstjórn- ar- og alþingiskosningum. Við uppröðun í önnur sæti framboðs- listanna minnum við á þann yfir- lýsta vilja Landsambands fram- sóknarkvenna að stjórnir, nefndir, ráð og listar á vegum flokksins verði að helmingi skipuð konum." í fréttatilkynningu frá lands- þinginu segir m.a. að þingið fagni þeim mikilvæga áfanga sem náðst hafi í jafnréttisátt innan Fram- sóknarflokksins með stóraukinni þátttöku kvenna í störfum hans. Nú þegar hafi ýmis af markmiðum Húsavíkursamþykktarinnar náðst, en áfram verði haldið á sömu braut. Á næstu tveimur árum verði gengið til sveitar- stjórnar- og alþingiskosninga og í tilefni af því hafi ofangreind álykt- un verið samþykkt. Á landsfundinum var kosinn formaður og fulltrúar í fram- kvæmdastjórn og landsstjórn sem hér segir: Formaöur. Unnur Stefánadóttir. Framkvæmdastjórn. Drífa Sigfúsdóttir, Guðrún Jó- hannsdóttir, Inga Þyri Kjartans- dóttir, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir. Varamenn í framkvæmdastjórn: Ragnheiður Sigurgrímsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þrúður Helgadóttir. Landsstjórn. Guðlaug Björnsdóttir, Dalvík, Halldóra Jónsdóttir, Siglufirði, Magdalena Sigurðardóttir, ísa- firði, Ingibjörg Pálmadóttir, Akra- nesi, Sigríður Magnúsdóttir, Þykkvabæ, Þórdís Bergsdóttir, Seyðisfirði. jíVSíí ■ Ekkja Picassos og Kjarvalsstaðir Athugasemd frá Hannesi Davídssyni Föstudaginn 23. ágúst sl. hringdi til mín blaðamaður hjá DV og vildi fá álit mitt á bréfi sem stjórn Kjarvalsstaða hefði borist frá Listahátið með kröfu um- boðsmanns ekkju Picasso um að loft á Kjarvalsstöðum yrði falið eða því breytt á einhvern veg. Ég sagðist ekkert hafa um málið að segja þar sem mér væru málsatvik ókunn. Blaðamaðurinn sagði heimildarmann sinn formann hús- stjórnar Kjarvalsstaða, Einar Há- konarson, og ég mætti treysta því er hann segði. Laugardaginn 24. ágúst kom svo stór fyrirsögn á baksíðu DV. „Ekkja Picassos vill breyta Kjar- valsstöðum". í fréttinni sem byggð er á viðtali við Einar Hákonarson, er sagt, „annaðhvort verði loft sýningarsalanna falið eða breytt á einhvern veg. Ella geti ekki af Picasso-sýningunni orðið." Sama dag hringdi í mig blaðamaður hjá Morgunblaðinu og benti mér á samstofna frétt á baksíðu Morg- unblaðsins, þó öllu hógværari. Þar er sagt, að umboðsmaður Picasso- sýningarinnar Gilbert Haas hafi ritað framkvæmdastjóra Lista- hátíðar bréf þar sem þess er óskað, „að reynt verði að fela loftið eða því breytt með einhverjum hætti." Einnig hann hafði formann hús- stjórnar Einar Hákonarson sem heimildarmann. Ég gat engu svar- að þessu heldur á þeim tíma. Ég hafði þá aðeins mánuði áður lesið það í báðum þessum blöðum, að Jacqueline Picasso litist vel á Kjarvalsstaði, eða eins og hún svaraði blaðamanni Morgunblaðs- ins aðspurð um hvernig henni lit- ist á aðstæður: „Salarkynnin eru mjög góð. Sérstaklega er ég hrifin af austursal Kjarvalsstaða.“ Þetta var aðalfrétt á baksíðu Morgun- blaðsins þann 28. júlí sl. Fyrirsögn fréttarinnar var, „Líst vel á Kjarvalsstaði“ tilfært innan til- vitnunarmerkja. Svo var einnig um fyrrgreindu ummælin. í DV 29. júlí sl. var frétt um komu Jacqueline Picasso og mögu- leika á að hafa sýningu hér á verk- um Picasso og segir þar: „en Jacqueline valdi sýningunni stað í Kjarvalssal Kjarvalsstaða. Mun hún velja verkin sjálf og stjórna uppsetningu þeirra." Ékkert neikvætt orð haft eftir henni um Kjarvalsstaði. Hún hafði skoðað Listasafn ríkisins og Kjarvalsstaði og tekið sína ákvörðun. Mér þótti því fregn laugardagsblaðanna nokkuð „Hvergi í þessu bréfi er sjáanlegt að dr. Haas hafi sett fram „ósk um að reynt verði að fela loftið á Kjarvalsstöðum eða því breytt með ein- hverjum hætti“ eins og segir í bréfi Listahátíðar til stjórnar Kjarvals- staða og dagsett er 20. ágúst sl.“ furðuleg og ekki í samræmi við ummæli Jacqueline Picasso. Ég vissi að vísu að Einar Há- konarson hafði beitt sér mjög í því áhugamáli sínu að umturna Kjarvalsstöðum, allt frá því að hann komst í hússtjórnina, að hann vildi rífa birtuskermana „loftin" niður og breyta einhverju einhvern veginn og að hann hafði að lokum fengið leiktjaldamálar- ann Steinþór Sigurðsson í þetta. Athugun mín leiddi í ljós, að hús- stjórnin hafði tímasett niðurrif loftanna á næsta ári enda þótt fjárveiting væri ekki fyrir fram- kvæmdinni á fjárhagsáætlun borgarinnar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 9 milljónir. Gat verið eitthvert samband þarna á milli? Athugandi eru um- mæli Einars Hákonarsonar, sem höfð voru eftir í DV fréttinni: „Það voru uppi áætlanir um að breyta loftinu snemma á næsta ári en þessi ósk ekkju Picasso flýt- ir væntanlega fyrir." Ég varð að kanna málið. Ekki gat ég trúað því að frú Jacqueline Picasso hefði talað sér svona þvert um geð þegar hún lýsti ánægiu sinni með Kjarvalssalinn. Ég snéri mér bréflega til fram- kvæmdastjóra Listahátíðar 26. ág- úst sl. og fór fram á að fá afrit af öllum bréfum er þetta mál varð- aði. Framkvæmdastjórinn varð góðfúslega við beiðni minni og kvað dr. Gilbert Haas hafa skrifað tvö bréf og fékk ég ljósrit af þeim að því leyti er Kjarvalsstaði varð- ar. Framkvæmdastjóri Listahá- tíðar lýsti því yfir við mig, að um önnur bréf væri ekki að ræða og benti mér á að bréf það sem um væri getið í fréttunum væri seinna -Míele^ 10% kynningarafsláttur meðan á sýningunni stendur Þessar heimsþekktu vestur-þýsku hágæða vélar eru kynntar á sýningunni „Heimilið 85“ í Laugardalshöll Veldu Míele annað er málamiðlun JÓHANN ÓLAFSSON & C0 43 Sundaborg -104 Reykjavík - Sími 82644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.