Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
21
Jóhannes Helgi
skrárstjóra Ríkisútvarpsins og
hefur nánast alræðisvald um efni
sem flutt er í útvarpið.
Maðurinn lifir sem sé og hrær-
ist í andrúmslofti bókmennta —
og hefur gert það frá því hann
man eftir sér.
IV
Ég hef að sönnu ekki úr miklu
að moða úr þýðingu Gunnars,
samanlagt nemur það sosum ein-
um fjórða úr síðu, sem Jóhann
Hjálmarsson miðlaði lesendum
Morgunblaðsins, það mun vera
u.þ.b. einn þúsundasti hluti bókar-
innar, ef að líkum lætur, en það
brotabrot úr broti nægir mér fylli-
lega.
Ég reiði fram 1. dæmi:
„Aftur á móti er það þáttur í hinni
sögulegu og pólitísku hefð sem bind-
ur Þýskaland og Ítalíu saman."
Ég spyr: Var einhver að tala um
snæri. Ætli hér sé um að ræða
þær pólitísku og sögulegu hefðir
stök samfélagsgerð hafði mótað
Skota allt fram undir miðja 18.
öld. Eftir uppreisnina 1745 jukust
áhrif Englendinga og afskipti
þeirra voru öll í þá átt að afnema
forna samfélagsgerð í Skotlandi,
afleggja „clan“-formið og koma á
samfélagsháttum eins og þeir
tíðkuðust á Englandi. Johnsons
skrifaði: „Við komum of seint til
þess að sjá það sem við bjuggumst
við að sjá.“ En þrátt fyrir það
náðu þeir félagar því að skynja
forna hrörnandi samfélagshætti
og því höfðu þeir frá mörgu ein-
kennilegu að segja.
Það var m.a. þessi áhugi á frum-
stæðum samfélagsháttum, ein-
angruðum byggðum og sérstæðum
náttúrufyrirbrigðum, sem var
hvatinn til ferðalaga erlendra
manna og þá ekki síst Englend-
inga hingað til lands á siðari hluta
18. aldar og á 19. öld.
Johnson var ekki ginkeyptur
fyrir þeim „framförum” I samfé-
lagsháttum sem Englendingar og
skoskir stuðningsmenn þeirra
stóðu fyrir. Hann taldi sig sjá
fyrir endalok sérstæðs heims, þeg-
ar hjarðmennskan laut í lægra
haldi fyrir leigumála jarða að
enskum hætti.
í frásögnum Johnsons frá Skot-
landi kemur fram andúð hans á
fordild og skrípishætti „framfara-
sinna“ og minna þessar frásagnir
ekki lítið á satírur Juvenals, enda
hafði sá höfundur mjög mikil
áhrif á Johnson, eins og kemur
m.a. fram í „London" eftir hann
sem hefur að fyrirmynd „Megalo-
polis“ úr fjórðu bók satíra Juven-
als.
Rit Boswells er einnig lýsing á
ferðalaginu og einnig lýsing á
viðbrögðum Johnsons við því sem
hann sá og athugaði á þessu ferða-
lagi. Hann virðist samkvæmt frá-
sögn Boswells hafa haft einstaka
athyglisgáfu, sá margt sem aðrir
tóku ekki eftir og skildi og útlist-
aði venjur og siði frá sjónarmiði
íbúanna oft betur en þeir sjálfir.
Þessi ferðasaga Boswells er ágæt-
ur inngangur að ævisögunni
sjálfri og e.t.v. hefði hún ekki ver-
ið skrifuð ef þeir hefðu ekki farið
þessa ferð.
Báðar þessar bækur eru mjög
skemmtilegar og það skemmtileg-
asta er Samuel Johnson.
Johnson’s Journey to the West-
ern Islands og Scotland kom í
fyrstu út 1775 og Boswell’s Journ-
al of a Tour to the Hebrides with
Samuel Johnson kom út 1786.
sem Þýskaland á sammerkt með
Ítalíu?
2. dæmi:
„Með hvaða rétti má líta á ögranir
Þjóðverja og Japana og yfirgang
þeirra í Evrópu og Austurlöndum
sem þátt í styrjöld?“
Ætli hér sé átt við lið í stríðs-
rekstri?
3. dæmi:
„Hvernig var háttað sambandinu
milli hinnar innri samfélagsþróunar
og alþjóðastjórnmála um skeið
kreppu og styrjaldar?
Hvurslags flúr er þetta. Leyfist
manni að spyrja hvort hér sé átt
við tengsl samfélagsþróunar og al-
þjóðastjórnmála á árum kreppu
og styrjaldar?
4. dæmi:
Hefur kannski verið lögð of rík
áhersla á efnahagskreppu milli-
stríðsáranna svo að það sé látið
skyggja á þá framfarasókn stór-
felldra fjöldahreyfinga sem þá átti
sér stað?
Maður gæti freistast til að
halda að hér sé átt við að efna-
hagskreppa millistríðsáranna hafi
byrgt mönnum sýn á fjölda-
hreyfingar sem í deiglunni voru á
sama tíma?
5. dæmi:
„Er hægt að tala um hrun Evr-
ópu á sama tíma og evrópsk menn-
ing hélt áfram að ryðja sér til
rúms um heim allan og hin tvö
nýju risaveldi, Bandaríkin og Sov-
étríkin, áttu bæði þátt í menning-
arsamfélagi Evrópu?“
Kannski hér sé átt við að risa-
veldin, Bandaríkin og Sovétríkin,
hafi lagt sinn skerf af mörkum til
Evrópumenningarinnar? Eða
kannski átt hlutdeild í henni.
6. dæmi:
„í báðum löndum (Þýskalandi og
Ítalíu, innskot JH) efldist þjóðern-
isstefna af þeim aðstæðum að þau
voru ný ríki sem höfðu myndað þjóð-
ernislega heild aðeins tveim kyn-
slóðum fyrr.
Leyfist manni að álykta sem svo
að í þessum löndum hafi þjóðern-
isstefna átt fjöldafylgi að fagna
vegna þess að þau voru ný ríki í
þeim skilningi að þau höfðu mynd-
að þjóðernislega heild aðeins
tveim kynslóðum fyrr?
7. dæmi:
„Þau (Þýskaland og Ítalía, inn-
skot JH) féllust ekki á þá stöðu sem
þau böfðu fengið við friðarsamninga
eftir heimsstyrjöldina fyrri svo að
þar var frjór jarðvegur fyrir heiftar-
leg heimsveldissinnuð vígorð.
Maður gæti látið sér detta í hug
að þessi ríki hafi ekki unað þeim
þröngu kostum sem þeim voru sett
við Versalasamningana og jarð-
vegur fyrir vígorð þessvegna verið
frjór.
8. dæmi:
„Sálgreiningin sem Sigmund
Freud lagði grundvöll að um alda-
mótin stuðlaði að því að skapa nýjan
mannskilning.**
Fækkið orðum, skerpið hugsun-
ina, kennir prófessor Líndal. Það
hafa fleiri gert, fyrir daufum eyr-
um, því miður. En hér er hægt að
beita tölfræði. Sparnaðurinn yrði
umtalsverður ef senda ætti hugs-
unina í skeyti og hægt væri að
fækka orðum. Orðin eru sextán
hjá Gunnari. Tólf nægja — og
þokunni léttir, þessi: Sigmund
Freud lagði með sálgreiningu
sinni um aldamótin grundvöllinn
að nýjum mannskilningi.
Obbinn af kenningum Freuds
hefur raunar reynst þrugl, eins og
marga hefur grunað lengi, en
Gunnar getur ekki gert að því. Og
þá er komið að blóðflutningunum
og níunda dæmi, þau eru þá orðin
nálega jafnmörg og boðorðin.
„Við árás Þjóðverja f júní 1941
kom ný blóðgjöf til andspyrnuhreyf-
ingarinnar frá Moskvu.
Skyldi Rauði krossinn hafa ann-
ast þessa blóðflutninga? En ég vil
ekki vera ósanngjarn. Gunnar er
bundinn samlíkingu höfundar, en
vandalaust var að koma henni bet-
ur fyrir í setningunni. Það er að
vefjast fyrir mér hvort blóðgjöfin
eða andspyrnuhreyfingin hafi
komið frá Moskvu. Kannski barst
frá Moskvu blóðgjöf til hreyf-
ingarinnar. Einu má þó slá föstu:
árásin hefur án efa aukið and-
spyrnuhreyfingunni baráttuþrek.
Og þá er það línan að gerast
þátttakendur ... Ja, Drottinn
minn.
10. dæmi:
„Það var lína til kommúnista-
flokka að gerast þátttakendur í bar-
áttunni við Þýskaland og vinna með
hverjum sem vildi.”
Ojæja. Ég held bara að ég leiði
„línuna“ hjá mér, en ætli efni
hennar hafi verið það að kommún-
istaflokkar skyldu skera upp herör
gegn Þýskalandi og stuðla að falli
þess með hverjum þeim sam-
starfsaðila sem byðist? Það er
hreint ekki fráleitt að láta sér
detta það í hug.
V
Mér er tjáð að bindin í Sögu
mannkyns séu hvert hátt í þrjú
hundruð síður að blaðsíðutali.
Daglegt mál í Ríkisútvarpinu gæti
samkvæmt því haft úr nægu að
moða í næstu þúsund þætti.
Það mætti kannski benda Gunn-
ari Stefánssyni á að hæg eru
heimatökin. Hann þarf ekki nema
í lyftuna á fjórðu hæð Ríkisút-
varpsins og þrýsta á hnapp til að
ná fundi málfarsráðunautar
stofnunarinnar, Árna Böðvarsson-
ar, þótt ekki sé sá eldheiti brúð-
gumi íslenskunnar óskeikull, svo
sem dæmin sanna. En snjall engu
að síður. Á heimavelli þarf Gunn-
ar ekki einu sinni að styðja á
hnapp, hann er kvæntur mætri
konu af ætt míns gamla skóla-
stjóra, Jónasar frá Hriflu, og
kippir í kynið; hún er svo mikil
bókmenntamanneskja að hún á
sæti með Kristjáni Karlssyni í
virðulegri nefnd sem heitir á
gullaldarmáli Fréttabréfs
Rithöfundasambands íslands:
Nágrannabókmenntanefnd Ráð-
herranefndar Norðurlanda.
VI
Ég færi offari ef ég héldi því
fram að þýðing Gunnars væri al-
vond. Hann íslenskar til dæmis
óaðfinnanlega bókarheitið Fra
krig til krig: Stríð á stríð ofan. En
gamanlaust: Gunnar hefur vissu-
lega nokkrar málsbætur. Að ís-
lenska bækur er skammarlega
launað starf og tjónið sem af því
hefur hlotist málfarslega verður
aldrei bætt. Og það gerist á rík-
asta skeiði þjóðarinnar. Hneisuna
má rekja beint til tregðu stjórn-
valda að aflétta söluskatti af bók-
um. Það er búið að margvara þau
við.
Ósanngjarnt er að gera þá kröfu
til manna sem annast þýðingar, að
þeir sniðgangi með öllu þá stað-
reynd, að því meiri vinnu sem þeir
leggi í verk sitt, þeim mun minna
beri þeir úr býtum að tiltölu. Hin
ýtrasta og ómennska krafa sem
margir atvinnurithöfundar gera
til sjálfra sín í bókmenntalegu til-
liti á minnsta málsvæði í heimi
leiðir ósjaldan til gjaldþrots, eins
og dæmin sanna. Það eru til miklu
hroðvirkari þýðendur er Gunnar
Stefánsson, og trúlega hefur hann
í vissum skilningi fært stærri
persónulegri fórn með vinnu-
brögðum sínum en nokkur annar
magister í íslenskum fræðum.
Hann á það sammerkt með öðrum
ríkisstarfsmönnum að geta ekki
lifað af laununum fyrir aðalstarf-
ið og kýs að láta tímaþröngina
bitna á aukagetunni, þeirri list
sem hann hefur vígt líf sitt, þótt
hann megi gerst vita, að hand-
vömmin muni loða við nafn hans
næstu þrjú hundruð árin. Sá per-
sónulegi harmleikur breytir þó
engu um að mér blöskrar sú til-
hugsun að nú kunni enn einu önd-
vegisverkinu sem bera skal á borð
fyrir íslendinga að verða spillt í
þeim mæli að það ónýtist þjóðinni,
verki sem hefur alla burði til að
skírskota til ungra og aldinna út
öldina og því mikið í húfi að text-
inn bili ekki að þessu sinni.
Jóhann Hjálmarsson lætur að
því liggja að Gunnar Stefánsson,
sænskmenntaður maðurinn, það
ég best veit, þekki ekki sænska
orðið „stuga“. Það er svo alvarleg
aðdróttun að ég treysti mér ekki
til að blanda mér í það mál.
Jóhann lýkur umsögn sinni á
eftirfarandi setningu, og hefur
margur maðurinn verið talinn
húmoristi fyrir minna: Þýðing
Gunnars Stefánssonar er vönduð.
Oppheim 19. ágúst ’85.
Höíundur er riíhöfundur.