Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 23

Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 23 öeóti'ffatfparMMuf'm f KENWOOD C« Byrjar útgáfu bóka fyrir almennan mark- að jafnt sem skóla NÝLEGA komu út fjórar bækur frá Iðnskólaútgáfunni og er sú fimmta væntanleg á markaðinn í september. Bækur þessar eru ætlaðar til kennslu jafnframt því sem þær eru ætlaðar almennum markaði. Bæk- urnar eru: Ritgerðir eftir þá Hjálmar Árnason og Baldur Sigurðsson, Kjalnesinga saga sem Jón Böðvars- son bjó til prentunar, Gísla saga Súrssonar, sem Jóhanna Sveinsdótt- ir bjó til prentunar, Áfengi eftir Hrafn Pálsson og i vinnslu er Nú- tímasaga Ásgeirs Ásgeirssonar. Atli Rafn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Iðnskólaútgáfunn- ar, sagði á blaðamannafundi er haldinn var til kynningar bókum þessum, að útgáfan hefði til þessa reynt að þjóna aðeins iðnfræðslu- skólum, en nú væri jafnframt ætl- unin að fara út á hinn almenna markað. „Upphaflega var Iðn- skólaútgáfan stofnuð, 1950, vegna þess að aðrar bókaútgáfur fengust sjaldan til að prenta skólaefni vegna fyrirsjáanlegs taps á slíkri prentun. Með tilkomu fjölbrauta- skólanna hefur starfsemin aukist nokkuð og nú er ætlunin að fara að gefa út bækur einnig fyrir hinn almenna bókamarkað. Upplag fyrir iðnfræðsluna hefur verið allt frá 50 eintökum upp í 500.“ Ingvar Ásmundsson, Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík er formað- ur Sambands Iðnfræðsluskóla. Sambandið er eigandi útgáfunnar og rekur hana, en það mynda 12 skólar: þrír iönskólar, Vélskólinn og fjölbrautaskólar. Hrafn Pálsson, höfundur bókar- innar Áfengi, sagði á fundinum að hann hefði leitast við að skrifa bók sína í léttum dúr og sem hlut- lausast. „Mikið er um frumupplýs- ingar um áfengi. Bókin getur verið handbók fyrir kennara sem vilja ræða um áfengismá! við nemendur sína jafnt og fyrir hinn almenna borgara sem vill gera upp hug sinn.“ Árni Elfar myndskreytti. Hjálmar Árnason, annar höf- undur Ritgerða, sagði að lengi hefði vantað námsefni til kennslu ritsmíða. „Bókin fjallar um frá- gang ritgerða, uppbyggingu á at- vinnuumsóknum og bréfum. Síðari hluti bókarinnar er um gerð heim- ildaritgerða." Jón Böðvarsson bjó Kjalnesinga sögu undir prentun og er hún fyrsta skólaútgáfa, sem út kemur af sögunni. Verkefni og orðskýr- ingar eru í bókinni auk korts af sögusviði hennar. Haukur Hall- dórsson myndskreytti. Gísla saga Súrssonar kom út í skólaútgáfu og sá Jóhanna Sveinsdóttir um það verk. í for- mála gerir útgefandi grein fyrir sögunni, en hún sagði á fundinum að hún forðaðist að taka ein- (iregna afstöðu til bókmennta- verka, en reyndi heldur að varpa Á myndinni eru frá vinstri: Atli Rafn Kristinsson, framkvæmdastjóri Iðn- skólaútgáfunnar, Hjálmar Árnason, annar höfundur Ritgerða, Ásgeir Ás- geirsson, höfundur Nútímasögu, Jón Böðvarsson, sem bjó Kjalnesingasögu undir prentun, Jóhanna Sveinsdóttir, sem bjó Gísla Sögu Súrssonar undir prentun, og lengst til hægri er Haukur Halldórsson, teiknari. Iðnskólaútgáfan: ýmsum spurningum til lesenda. Orðskýringar og verkefni eru í bókinni auk goðfræðilegrar nafn- askrár í sambandi við vísur sög- unnar. Myndir eru eftir Hauk Halldórsson. Ásgeir Ásgeirsson, höfundur Nútímasögu, sagði bók sína fjalla um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram til miðs áttunda áratugar. „Þessi tími var tími örlagaríkra atburða er mótuðu gang heimsmála og hversdagslíf jarðarbúa. Sérstak- lega er fjallað um stjórnmál og hagsögu en sneitt er hjá land- fræðilegri niðurbútun efnisins. Fjallað er um velmektarár Banda- ríkjanna í alþjóðamálum, drottn- unarskeið dollarans í alþjóðahag- kerfinu, vinslit og samkeppni risa- veldanna og vígbúnaðarkapp- hlaupið er henni fylgdi. Einnig er komið inn á góðærið mikla sem ríkti, á Vesturlöndum á sama tíma og efnahagsvandi þróunarland- anna varð sífellt erfiðari. Síðar er gert ráð fyrir að bókin verði aukin svo hún taki til tímabilsins 1914—1984,“ sagði Ásgeir. UMBOÐSMENN KENWOOD UM LAND ALLT: ÓTRÚLEGA JL-HÚSIÐ, Hringbraut 121, Reykjavík RAFHA HF., Austurveri, Reykjavik RAFÞJÓNUSTA SIGURD., Skagabraut 6, Akranesi HÚSPRÝÐI, Borgarnesi HÚSIÐ, Stykkishólmi VERSLUN EINARS STEFÁNSSONAR, Búðardal KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Skriðulandi, Dalasýslu PÓLLINN HF„ ísafirði VERSLUN EINARS GUÐFINNSSONAR, Bolungarvík VERSLUN SIGURÐAR PÁLMASONAR, Hvammstanga KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki RAFSJÁ HF„ Sauðárkróki KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Akureyri GRÍMUR OG ÁRNI, Húsavík VERSLUN SVEINS GUÐMUNDSSONAR, Egilsstöðum ENNCO SF„ Neskaupstað MOSFELL, Hellu KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi RADtÓ- OG SJÓNVARPSÞJÓNUSTAN, Selfossi KJARNI, Vestmannaeyjum RAFVÖRUR, Þorlákshöfn VERSLUNIN BÁRA, Grindavík STAPAFELL HF„ Keflavík HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKIAHF LAUGAVEGI170 • 172 SÍMAR 11687 - 21240 Kr. 16.000 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar TVEGGJA DYRA KÆLI' OG FRYSTISKAPAR Samt. stærð: 260 I. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun. Fullkomin viðgeröa- og varahlutaþjónusta. P ; —. mmm Heimilis- og raftækjadeild. HEKLA HF LAUGAVEG1170 • 172 SÍMAR 11687 ■ 21240 ± THORN LÁGT VERD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.