Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
Sænsku þingkosningarnar:
Jafnaðarmanna-
flokkurinn virð-
ist halda velli
Stokkhómi, SvíþjM, 2. sepL AP.
Jafnaðarmannaflokkur Olof
Palmcs, forsætisráðherra Svfþjóð-
Flakið af
Titanic fundið
Parw, Z september. AP.
FLAK farþegaskipsins Titanic er
fundið samkvæmt tilkjnningu,
sem franska hafrannsóknastofn-
unin (IFREMER) gaf út í dag.
Sagði þar, að fransk-bandarískur
könnunarleiðangur hefði fundið
flakið á 4000 metra dýpi um 900
km fyrir utan strönd Nýfundna-
lands.
í tilkynningunni var fullyrt,
að þetta væri örugglega flakið
af Titanic. Hefði tekist að
sannreyna þetta með fullkomn-
um og flóknum tæknibúnaði.
Skipið sökk 14. apríl 1912 eftir
að það hafði rekizt á borgarís-
jaka. Með því fórust 1.513
manns.
ar, virðist líklegur til að halda velli
í þingkosningunum sem verða
hinn 15. september nk., sam-
kvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar er sænska dagblaðið
Dagens Nyheter gekst fyrir um
helgina.
Skoðanakönnunin, sem náði til
515 kjósenda, bendir til að jafnað-
armenn og hinn smái kommún-
istaflokkur Svíþjóðar, sem styður
jafnaðarmenn á þinginu, fái sam-
anlagt 49,9 prósent atkvæða, en 47
prósent komi I hlut stjórnarand-
stöðunnar, sem er undir forystu
hægri manna. Samkvæmt könn-
uninni hlýtur jafnaðarmanna-
flokkur Palmes 44,4 prósent at-
kvæða, heldur minna en flokkur-
inn hlaut I síðustu kosningum.
Hægri flokkurinn, undir forystu
Ulf Adelshon fengi hins vegar 25,2
prósent atkvæða og bætti við sig
fylgi frá síðustu kosningum, en
kommúnistaflokkurinn stæði I
stað með 5,5 prósent atkvæða.
Sovétríkin:
Þekktur leikari flú-
inn til Bandaríkjanna
New York, 30. áffúst. AF.
SOVÉSKUR kvikmyndaleikari, Oleg Vidov, hefur beðið um pólitískt hæli í
Bandaríkjunum og er nú á leið til vesturstrandarinnar í leit að atvinnu, að sögn
talsmanns alþjóðlegu hjálparstofnunar flóttamanna í Bandaríkjunum.
Leikarinn hafði samband við væri ekki ólíklegt að hann reyndi
stofnunina í gær, en hann hafði áð-
ur fengið vegabréfsáritun sem
flóttamaður hjá sendiráði Banda-
ríkjanna í Róm. Talsmaður hjálp-
arstofnunarinnar sagði að Vidov
væri þekktur í Sovétríkjunum fyrir
leik sinn i kvikmyndum og þar sem
hann væri á leið til Kaliforníu,
að halda áfram á sömu braut þar.
Vidov er sagður njóta mestra vin-
scalda hjá yngri kynslóðinni í Sov-
étríkjunum og hefur leikið í fjölda
kvikmynda og komið oft fram í
skemmtiþáttum sovéska sjónvarps-
ins.
Sautján morð á Græn-
landi á síðasta ári
Nnuk, 2. æptember. Frá frétUriUra Morgun blnðsins, NJ. Bruun.
NYLEGA er komin út skýrsla yfir
afbrot í Færeyjum og Grænlandi á
síðasta ári. Þar kemur fram, að af-
brot eru fimm sinnum tíðari á Græn-
landi en í Færeyjum. íbúafjöldinn er
þó mjög svipaður. f Færeyjum búa
rúmlega 45.000 manns, en á Græn-
landi eru íbúarnir um 52.000.
Sautján morð voru framin á
Grænlandi á síðasta ári, en þar við
bætast 29 morðtilraunir. I Fær-
eyjum var hins vegar einn maður
drepinn í fyrra.
Alls fékk lögreglan á Grænlandi
til meðferðar 6.456 hegningarlaga-
brot á síðasta ári. í Færeyjum
voru þau 1.358.
Fangar verjast handtöku á þaki fangelsisins í Spike-eyju eftir að þeir gerðu uppreisn á sunnudag. AP/simamynd
Fangauppreisnin í Spike-eyju:
Afsagnar dómsmálaráð-
herra írlands krafist
('ork, írlandi, 2. september. AP.
FANGAVÖRÐUM fangelsisins á Spike-eyju á írlandi hefur nú tekist að bæla
niður uppreisnina sem fangarnir efndu til á sunnudag með þeim afleiðingum
að þriðjungur fangelsisins var lagður í rúst.
120 fangar voru í fangelsinu, en
eftir rósturnar eru aðeins fimmtíu
fangaklefar nothæfir. Eru því
hafnir flutningar á föngum til
annarra fangelsa á írlandi.
Uppreisnin hófst snemma
sunnudags, er um 70 fangar, sumir
vopnaðir hökum og heykvíslum,
brutu sér leið út úr svefnskálum
fangelsisins. Fangarnir sátu um
þá sex fangaverði sem voru á vakt,
kveiktu í byggingum og rifu aðrar
niður.
Helstu skemmdarverkunum
linnti fjórum tímum síðar, þegar
lið lögreglu og hermanna kom á
vettvang til að bæla niður ham-
farir fanganna.
Aftur á móti höfðu um 40 fang-
ar komið sér fyrir uppi á húsþaki
og gátu varist handtöku fram á
nótt.
Uppþotið hefur vakið miklar
deilur á írlandi. Formaður stétt-
arfélags fangelsisstarfsmanna
sagði að starfsmenn væru of fáir í
fangelsinu og fangar of margir.
Patrick McAvoy, ritari félags-
ins, sagði að uppþotið hefði verið
fyrirsjáanlegt. A Spike-eyju væru
hvorki aðstæður, mannafli eða
peningar til að halda uppi vörslu á
slíkum rummungum sem eru á
eyjunni.
Tom Hoare, formaður stéttarfé-
lags fangelsisstarfsmanna, fór í
dag fram á afsögn Michaels Noon-
ans, dómsmálaráðherra, og benti á
að hann hefði átt fund með ráð-
herranum í síðustu viku til að
Stjúpsonur Sakharovs
enn í hungurverkfalli
— óttast að Sakharov sé látinn
Wishington, Bnndaríkjunum, 2. sept-
ember. AP.
STJÚPSONUR andófsmannsins Andrei Sakharov óttast að sovésk yflr-
völd haldi dauða Sakharovs leyndum og heldur áfram liungurverkfalli
er hann hóf á laugardag til að þrýsta á sovésk stjómvöld að þau leyfi
honum að sjá foreldra sína. „Eg er hreint örvinglaður yflr aðstæðum
foreldra minna og krefst þess að fá að sjá þau,“ segir Alexey Semyonov,
sonur síðari konu Sakharovs, Yelenu Bonner.
Semyonov hefur komið fyrir
stól nokkrum húslengdum frá
sovéska sendiráðinu og segist
munu halda áfram hungurverk-
falli sínu eins lengi og það komi
að gagni. Þar sem hann og systir
hans, Tatiana Yankelevich, hafa
ekkert heyrt frá móður sinni í
tvo mánuði, segir hann að það
augljóst að sovésk yfirvöld hafi
tekið þá ákvörðun að útiloka allt
samband þeirra við foreldra sína,
og það þýði að örlög þeirra gætu
verið ráðin á hverri stundu.
Semyonov óttast að sovésk yfir-
völd séu hugsanlega að leyna
dauða Sakharovs, og ef til vill
móður sinnar einnig, til að varpa
ekki skugga á fyrirhugaðan fund
Ronald Reagans Bandarlkjafor-
seta og Mikhail Gorbachevs leið-
toga Sovétríkjanna í nóvember.
Semyonov segist hafa fengið
tvö póstkort frá móður sinni
snemma í júlímánuði. Þar var í
engu vikið að ástandi Sakharovs
sem vekur ótta um að hann sé
látinn. Síðan hafa sovésk yfir-
völd sent frá sér myndband sem
sýnir Sakharov hjónin á spítaia
í Gorkí, en þangað voru þau gerð
útlæg árið 1980. Á myndbandinu
ræðir læknir nokkra sjúkdóma
sem Sakharov er sagður þjást
af. Semyonov telur að þetta sé
sett á svið af Sovétmönnum til
að þannig líti út ef eitthvað komi
fyrir, sé það ekki þeirra sök.
Hann segist hafa áhyggjur af
heilsu Sakharovs. í bréfi frá
konu Sakharovs sem barst fyrir
ári sagði að hann hefði fengið
hjartaslag meðan hann var í
hungurverkfalli. Hungurverk-
fallið var misheppnuð tilraun
Sakharovs til að fá yfirvöld í
Sovétríkjunum til að leyfa konu
sinni að leita læknishjálpar á
Vesturlöndum.
Gengið
London, 2. sept. AP.
GENGI dollarans hækkaði mjög
í dag gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um og er ástæðan sú bjartsýni,
sem nú ríkir aftur í bandarísku
efnahagslífl. Gull hækkaði einnig
í verði.
Þegar gjaldeyrismarkaðir
lokuðu í dag fengust 1,3817
dollarar fyrir pundið á móti
1,3908 á föstudag. Pundið
hækkaði hins vegar í verði
gagnvart öðrum gjaldmiðlum I
Evrópu. Gengi dollarans var í
kvöld þetta: 2,8335 v-þýsk mörk
(2,8060), 2,3340 svissneskir
frankar (2,2950), 8,6575 fransk-
ir frankar (8,5375), 3,1870 hol-
lensk gyllini (3,1440), 1.893,00
ítalskar lírur (1.873,00), 1,3715
kanadískir dollarar (1,3643).
í Tókýó fengust í kvöld 238,50
yen fyrir dollarann en 237,10 á
föstudag. Venjulega lækkar
gullverðið þegar dollarinn stíg-
ur en vegna ástandsins í Suð-
ur-Afríku hefur það heldur
hækkað, úr 333,50 dollarar úns-
an í 335,00 dollara.
ræða mannþröng í írskum fang-
elsum.
Fangelsið á Spike-eyju var tekið
í notkun fyrir fimm mánuðum til
þess að létta á fangelsum á megin-
landinu. Þar eru hýstir fangar
sem sitja allt að átta ára fangels-
isdóm.
Fyrir 50 árum var fangelsið not-
að til að hýsa hryðjuverkamenn úr
írska lýðveldishernum og fékk þá
viðurnefnið „Alcatraz írlands".
Enginn sat í fangelsinu nú fyrir
hryðjuverk.
Irsk yfirvöld halda fram að
fangarnir hafi skipulagt uppþotið
gaumgæfilega til að fá stjórnina
til að flytja sig í önnur fangelsi og
loka fangelsinu á Spike-eyju.
En Noonan segir að ekki sé
áformað að loka fangelsinu. Meg-
inbyggingin var gjöreyðilögð og
verður hún nú endurreist eftir
nýjum teikningum.
Ráðherrann sagði að sakarupp-
gjöf væri nú úr sögunni fyrir þá
sem tóku þátt í uppreisninni og
þeir fengju ekki að sitja í því fang-
elsi sem þeir óskuðu sjálfir.
Þegar uppþotið stóð sem hæst
fóru fangarnir um alla eyna og
hentu skeytum og grjóti að lög-
reglu og herliði sem gerði tilraun-
ir til landgöngu.
Sjö fjölskyldur eru búsettar á
eynni og leituðu þær skjóls í
steyptum kofa í hafnargarðinum.
Fangarnir skipuðu þeim út úr kof-
anum og lögðu eld að honum.
í dögun mátti sjá eldbjarma af
meginlandinu og aðalbygging
fangelsisins ásamt svefnskálanum
lágu í rúst.
Að sögn yfirvaida slaðaðist eng-
inn fanganna og eini lögreglumað-
urinn sem meiddist hlaut smá-
vægilegar skrámur af bensín-
sprengju.
Hiibner vann Miles
Tilburg, 2. september. AP.
ROBERT HUBNER vann Tony Miles í flmmtu umferð Interpolis-skák móts-
ins í Hollandi. Jafntefli gerðu þeir Ljubomir Ljubojevic og Victor Korchnoi,
en skákir þeirra Dzins og Romanishins, Polugaevskys og Timmans fóru í
bið. Eftir flmm umferðir eru þeir Dzin og Ljubojevic efstir með 2*/z vinning
og biðskák, en Hiibner er í þriðja sæti með 2Vi vinning.
Skák þeirra Korchnois og Pol-
ugaevskys vakti mesta athygli í
fjórðu umferðinni, sem tefld var á
sunnudag. Sá síðarnefndi, sem
stýrði svörtu mönnunum, beitti
fyrir sig drottningarindverskri
vörn og reyndi að tefla til jafntefl-
is. Korchnoi aftur á móti, sem
teflt hefur óteljandi sinnum við
„Polu“ og oftast borið sigurorð af
honum, tókst að brjóta niður
varnarvegg svarts og þegar skákin
fór í bið í 41. leik var Korchnoi
með peð yfir og talinn hafa miklar
vinningslíkur. Skákin verður tefld
áfram á miðvikudag.
Þeir Dzin og Miles sömdu jafn-
tefli eftir stutta skák í þessari um-
ferð. Þá varð einnig jafntefli í
skák þeirra Timmans og Húbners.
Mikið tímahrak háði báðum
skákmeisturunum og sömdu þeir
jafntefli í 41. leik.