Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 35
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
35
Fyrsta Seat-
bifreiðin
afhent
Fyrir skömmu var fyrsti Seat-
bíllinn afhentur hjá fyrirtækinu
Töggur hf. Seat er framleiddur á
Spáni og er seldur hjá öllum
SAAB-umboðum á Norðurlöndum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
hjónin Magneu Ingvarsdóttur og
Gísla Ólafsson, Efstasundi 45, sem
keyptu fyrsta Seat-inn. Þess má
geta að þetta er tíundi bíllinn sem
þau kaupa hjá umboðinu.
Heilsugæsla Hafnarfjarðar
hlýtur aðgerðasmásjá að gjöf
FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbn-
um Eldborg í Hafnarfirði af-
hentu föstudaginn 23. ágúst
Heilsugæslu Hafnarfjarðar að-
gerðarsmásjá að gjöf. Tækið er
af tegundinni Zeiss og er notað
við greiningu á eyrnabólgum eða
öðrum sjúkdómum í eyrum og
nefi. Aðeins örfáar heilsugæslu-
stöðvar á landinu eiga tæki af
þessari gerð ennþá. A myndinni
sem tekin var við afhendingu að-
gerðarsmásjárinnar eru, talið
frá vinstri: Einar Ingi Hall-
dórsson bæjarstjóri, Sigurður
Jónsson Kiwanisklúbbnum Eld-
borg, Jóhann Ág. Sigurðsson
héraðslæknir, Tryggvi Þór Jóns-
son Kiwanisklúbbnum Eldborg,
Grímur Jónsson heilsugæslu-
læknir, Jón Bjarni Þorsteinsson
heimilislæknir og Guðmundur
H. Einarsson framkvæmda-
stjóri.
Nordvarme verði öflugt
tákn um norræna samvinnu
mati höfum við ekki enn getað
nýtt hana að fullu því það tekur
sinn tíma að innleiða slíka þekk-
ingu."
Þar sem forsetaembætti sam-
bandsins fluttist hingað til lands
þá fylgir skrifstofa sambandsins
einnig en síðastliðin þrjú ár hefur
hún verið staðsett í Finnlandi.
Jafnframt því verður Gunnar
ólafsson verkfræðingur aðalrit-
ari sambandsins en hann er
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra hitaveitna. „Til að koma í
veg fyrir allan misskilning þá
flytjast Finnarnir sem unnu fyrir
Nordvarme ekki hingað til lands
heldur verður skrifstofan rekin
með skrifstofu Sambands ís-
lenskra hitaveitna.
Það er stutt síðan ég tók við
starfinu þannig að ég hef ekki
enn gert mér grein fyrir umfangi
þess. Vonandi iofaði ég þó ekki
upp í ermina á mér þegar ég
sagðist vilja færa Nordvarme
einu skrefi nær því að verða öfl-
ugt tákn fyrir norræna samvinnu
og við munum alla vega reyna
okkar besta.
Það er einnig ljóst að ég hefði
ekki þegið embættið ef Islend-
ingar hefðu ekkert að kynna ná-
grönnum sínum. Nú er vaxandi
áhugi fyrir því að íslendingar
kynni þá vatna- og jarðfræði er
varmaframleiðsla byggir á hér á
landi og auknar rannsóknir á því
sviði, sér í lagi þar sem heitt vatn
hefur fundist í Svíþjóð."
Wilhelm sagði að næsta verk-
efni hans sem forseta yrði að
hafa yfirumsjón með tveggja
daga ráðstefnu um hitaveitu-
rekstur sem haldin verður í Hels-
ingfors í maí á næsta ári. Þar
verður jafnframt haldin sýning á
ýmsum búnaði tengdum hita-
veitu.
— segir Wilhelm Steindórsson nýkjör-
inn forseti norrænna hitaveitna
NÝLEGA VAR haldinn hér á landi formannafundur Nordvarme og á honum
var Wilhelm Steindórsson hitaveitustjóri á Akureyri kosinn forseti sam-
bandsins.
„Nordvarme er samband nor-
rænna hitaveitna en í hverju
landi hafa hitaveiturnar einnig
með sér sambönd, þannig að í
raun réttri er hér um að ræða
samband sambandanna," sagði
Wilhelm í samtali við Morgun-
blaðið.
„Hlutverk þess er að miðla
reynslu og þekkingu milli land-
anna og gefa norrænum hitaveit-
um kost á að fylgjast með hvað er
að gerast á hverjum stað. Jafn-
framt hefur sambandið milli-
göngu um að skipa nefndir full-
trúa, er leysa úr ýmsum málum,
tæknilegum sem fjárhagslegum,
er varða hitaveiturnar sem heild.
Sem dæmi má nefna að nú er
vaxandi vilji og áhugi fyrir að
staðla í auknum mæli hitaveitu-
efni og búnað er því tengist til að
Morjfunblaðið/Árni Sæberg
samræma þau kerfi sem notuð
eru á Norðurlöndum."
Eins og fyrr greinir funduðu
formenn sambanda norænna
hitaveitna í síðustu viku en slíkir
fundir eru haldnir tvisvar á ári
en þess á milli hittast fram-
kvæmdastjórar sambandanna.
„Á formannafundinum að þessu
sinni var aðallega fjallað um
nokkuð sem unnið hefur verið að
síðastliðna sex mánuði. Það er
um sameiginlega stefnumótun
Norðurlandanna í lögum og laga-
setningu er tengjast hitaveitu-
málum og hugsanlegan þátt
Nordvarme í því.
Vitaskuld er ekki sjálfgefið að
sömu lög gangi alls staðar en af
gefnu tilefni vil ég minna á að
hitaveiturekstur Islendinga á
margt sameiginlegt þeim rekstri
sem stundaður er í æ ríkari mæli
á hinum Norðurlöndunum. Þetta
á við um flutning varmans, dreif-
ingu, gjaldtöku, þjónustu við
neytendur og sölumál almennt þó
varmaframleiðslan sem slík sé
ólík því sem annars staðar gerist.
Af þessu er ljóst að sameiginleg-
ur lagagrunnur gæti komið sér
vel fyrir íslenskan hitaveitu-
rekstur þar sem nágrannar okkar
byggja á meiri reynslu og rann-
sóknum í hitaveitumálum en við.“
Wilhelm sagði jafnframt að á
þeim fjórum árum sem íslenskar
hitaveitur hefðu verið aðilar að
Nordvarme hefði þeim verið
miðlað ríkulega af reynslu og
þekkingu hinna landanna líkt og
fram hefði komið á fundum ís-
lenska sambandsins. „Að mínu
*
4T
i.