Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 35 Fyrsta Seat- bifreiðin afhent Fyrir skömmu var fyrsti Seat- bíllinn afhentur hjá fyrirtækinu Töggur hf. Seat er framleiddur á Spáni og er seldur hjá öllum SAAB-umboðum á Norðurlöndum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hjónin Magneu Ingvarsdóttur og Gísla Ólafsson, Efstasundi 45, sem keyptu fyrsta Seat-inn. Þess má geta að þetta er tíundi bíllinn sem þau kaupa hjá umboðinu. Heilsugæsla Hafnarfjarðar hlýtur aðgerðasmásjá að gjöf FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbn- um Eldborg í Hafnarfirði af- hentu föstudaginn 23. ágúst Heilsugæslu Hafnarfjarðar að- gerðarsmásjá að gjöf. Tækið er af tegundinni Zeiss og er notað við greiningu á eyrnabólgum eða öðrum sjúkdómum í eyrum og nefi. Aðeins örfáar heilsugæslu- stöðvar á landinu eiga tæki af þessari gerð ennþá. A myndinni sem tekin var við afhendingu að- gerðarsmásjárinnar eru, talið frá vinstri: Einar Ingi Hall- dórsson bæjarstjóri, Sigurður Jónsson Kiwanisklúbbnum Eld- borg, Jóhann Ág. Sigurðsson héraðslæknir, Tryggvi Þór Jóns- son Kiwanisklúbbnum Eldborg, Grímur Jónsson heilsugæslu- læknir, Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og Guðmundur H. Einarsson framkvæmda- stjóri. Nordvarme verði öflugt tákn um norræna samvinnu mati höfum við ekki enn getað nýtt hana að fullu því það tekur sinn tíma að innleiða slíka þekk- ingu." Þar sem forsetaembætti sam- bandsins fluttist hingað til lands þá fylgir skrifstofa sambandsins einnig en síðastliðin þrjú ár hefur hún verið staðsett í Finnlandi. Jafnframt því verður Gunnar ólafsson verkfræðingur aðalrit- ari sambandsins en hann er framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra hitaveitna. „Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá flytjast Finnarnir sem unnu fyrir Nordvarme ekki hingað til lands heldur verður skrifstofan rekin með skrifstofu Sambands ís- lenskra hitaveitna. Það er stutt síðan ég tók við starfinu þannig að ég hef ekki enn gert mér grein fyrir umfangi þess. Vonandi iofaði ég þó ekki upp í ermina á mér þegar ég sagðist vilja færa Nordvarme einu skrefi nær því að verða öfl- ugt tákn fyrir norræna samvinnu og við munum alla vega reyna okkar besta. Það er einnig ljóst að ég hefði ekki þegið embættið ef Islend- ingar hefðu ekkert að kynna ná- grönnum sínum. Nú er vaxandi áhugi fyrir því að íslendingar kynni þá vatna- og jarðfræði er varmaframleiðsla byggir á hér á landi og auknar rannsóknir á því sviði, sér í lagi þar sem heitt vatn hefur fundist í Svíþjóð." Wilhelm sagði að næsta verk- efni hans sem forseta yrði að hafa yfirumsjón með tveggja daga ráðstefnu um hitaveitu- rekstur sem haldin verður í Hels- ingfors í maí á næsta ári. Þar verður jafnframt haldin sýning á ýmsum búnaði tengdum hita- veitu. — segir Wilhelm Steindórsson nýkjör- inn forseti norrænna hitaveitna NÝLEGA VAR haldinn hér á landi formannafundur Nordvarme og á honum var Wilhelm Steindórsson hitaveitustjóri á Akureyri kosinn forseti sam- bandsins. „Nordvarme er samband nor- rænna hitaveitna en í hverju landi hafa hitaveiturnar einnig með sér sambönd, þannig að í raun réttri er hér um að ræða samband sambandanna," sagði Wilhelm í samtali við Morgun- blaðið. „Hlutverk þess er að miðla reynslu og þekkingu milli land- anna og gefa norrænum hitaveit- um kost á að fylgjast með hvað er að gerast á hverjum stað. Jafn- framt hefur sambandið milli- göngu um að skipa nefndir full- trúa, er leysa úr ýmsum málum, tæknilegum sem fjárhagslegum, er varða hitaveiturnar sem heild. Sem dæmi má nefna að nú er vaxandi vilji og áhugi fyrir að staðla í auknum mæli hitaveitu- efni og búnað er því tengist til að Morjfunblaðið/Árni Sæberg samræma þau kerfi sem notuð eru á Norðurlöndum." Eins og fyrr greinir funduðu formenn sambanda norænna hitaveitna í síðustu viku en slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári en þess á milli hittast fram- kvæmdastjórar sambandanna. „Á formannafundinum að þessu sinni var aðallega fjallað um nokkuð sem unnið hefur verið að síðastliðna sex mánuði. Það er um sameiginlega stefnumótun Norðurlandanna í lögum og laga- setningu er tengjast hitaveitu- málum og hugsanlegan þátt Nordvarme í því. Vitaskuld er ekki sjálfgefið að sömu lög gangi alls staðar en af gefnu tilefni vil ég minna á að hitaveiturekstur Islendinga á margt sameiginlegt þeim rekstri sem stundaður er í æ ríkari mæli á hinum Norðurlöndunum. Þetta á við um flutning varmans, dreif- ingu, gjaldtöku, þjónustu við neytendur og sölumál almennt þó varmaframleiðslan sem slík sé ólík því sem annars staðar gerist. Af þessu er ljóst að sameiginleg- ur lagagrunnur gæti komið sér vel fyrir íslenskan hitaveitu- rekstur þar sem nágrannar okkar byggja á meiri reynslu og rann- sóknum í hitaveitumálum en við.“ Wilhelm sagði jafnframt að á þeim fjórum árum sem íslenskar hitaveitur hefðu verið aðilar að Nordvarme hefði þeim verið miðlað ríkulega af reynslu og þekkingu hinna landanna líkt og fram hefði komið á fundum ís- lenska sambandsins. „Að mínu * 4T i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.