Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 45
að allir vildu vera öðrum góðir. Samúð hennar og umhyggja var einlæg og hreint ekki yfirborðsleg heldur samgróin persónuleikan- um. Nú þegar hún er horfin frá okkur finnur maður að söknuðurinn og umhugsunin um hana flytur með sér blæ góðleika og hvetur til þess að reynast meðbræðrunum vel. Lúlla frænka mín var yngsta barn húsvarðarhjónanna í Safna- húsinu við Hverfisgötu, Þuríðar Bjarnadóttur og Helga Árnasonar, hún var eftirlæti fjögurra systkina sinna. Heimilið var þekkt fyrir umhirðu og reglusemi og börnin alin upp í guðsótta og góðum sið- um. Áð loknum barnaskóla var hún sett til náms í Verslunarskól- anum og í framhaldi af honum til frekara skólanáms í Þýskalandi. Störf hennar voru mjög í þágu föður hennar, sem var einn helsti kortaútgefandi hér á landi fyrsta þriðjung þessarar aldar og átti hún heimili hjá foreldrum sínum þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Pálssyni, verslun- armanni fyrir rúmlega 49 árum. Fyrsta minning mín um þessa indælu frænku mína er frá því ég var á fjórða ári, að hún sýndi mér inn í herbergi sitt, en þá mun hún hafa verið um tvítugt. Það er eins og ég finni enn þann ilm og skynji þann blæ sem mætti mér þegar ég leit þetta ljósa herbergi hinnar ungu og smekkvísu stúlku, sem mér var svo nákomin. Ég átti heima á 1. hæð en hún á þeirri 3ju. Ekki man ég eftir ferðinni á milli hæða eða hvort ég kom boð- inn eða óboðinn, en viðtökur og viðmótið var hlýtt og gott og eitt- hvað svo indælt, en það er eins og engin breyting yrði á því þessi 53 ár, sem síðan eru liðin. Umhyggja hennar og hjarta- hlýja kom best fram þegar hún var návistum við þá sem henni fannst eiga erfitt í lífinu og skilningur hennar var einkar næmur þegar hún sá kvöl í hjarta vina sinna. Sjálf hafði hún gengið í gegnum þungan reynsluskóla, misst elstu dóttur sína fjögurra ára og son sem átti fáa lífdaga og þann dag, sem dóttirin var jörðuð, voru þau hjónin barnlaus. Síðar fæddust þeim sonur og tvær dætur, góð og elskuleg börn, og barnabörn urðu var ég tíður gestur á heimili þeirra, einkum meðan þau bjuggu á Smáragötu. Var kunnugur þeim báðum hjónum frá barnæsku. Mér þykir vænt um minningu þeirra beggja, en nú eru þau bæði horfin af sjónarsviðinu. Ásgerður lést 1976 og var það mikið áfall fyrir vin minn Sigurð. Sigurður var dul- ur maður, einhver sá dulasti sem ég hefi kynnst. En ég átti þó greið- ari aðgang að honum en margir aðrir. Hins vegar var hann líka tryggur og líknsamur þeim sem með þurftu. Um það voru aldrei höfð nein orð. Sigurður var heilsuhraustur en lét þess eitt sinn getið við mig að sjónin væri ekki eins góð og hann óskaði. En umskiptin geta stund- um verið snögg því eftir fárra daga spítalavist í sl. mánuði var hann allur. Af börnum Hannesar Hafstein eru þrjár dætur á lífi: Ástríður, f. 1893, ekkja Þórarins Kristjáns- sonar hafnarstjóra; Þórunn, f. 1895 ekkja Rgnars Kvaran prests og landkvnnis og Elín, f. 1900, ekkja Ásgeirs Þorsteinssonar verkfræðings. Ásgerður og Sigurður eignuðust tvo syni, Hannes sendiherra hjá SÞ í Genf og Sigurð hæstaréttar- lögmann í Reykjavík. Þeir eru báðir kvæntir og eiga fjögur börn hvor. Barnabörnin voru því orðin átta. Sigurður Hafstein var fágætur maður, en eðlislæg háttvísi hans er orðin fágæt í hversdagslífi nú- tímans. Hans er saknað af þeim sem nokkur kynni höfðu af hon- um. Systrum hans, sonum og fjöl- skyldum þeirra, votta ég dýpstu samúð mína. Kristján B.G. Jónsson MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 45 afa sínum og ömmu til mikillar gleði. Styrk og traust sótti frænka mín til Drottins, það var henni eðlilegt því móðir hennar sat við rúmstokk barna sinna og kenndi þeim vers og bænir. Sá uppeldisþáttur var síst vanræktur. Löngum man ég eftir ömmu minni raulandi vers og syngjandi sálma við störf sín og þegar það kom fyrir að maður svaf hjá ömmu og afa var þess gætt að drengurinn færi með vers- in sín áður en hann sofnaði og svo var það áreiðanlega einnig í bernsku frænku minnar, allt bar vott um það. Nú er hún kvödd, ævistarf henn- ar á enda. Margir munu sakna hennar, ástvinirnir mest, eigin- maður, börn, barnabörn og tengda- börn. Sanna huggun er ekki að fá nema í trausti til fyrirheita Guðs. Þau eru okkur gefin í yfirfljótan- legri náð hans og miskunn. Eins og faðirinn aumkar sig yfir sitt barnið sjúka, svo vill Guð einnig annast þig og að þér í miskunn hjúka. Hún finnur ekkert hryggðarstríð, hörmung né mæðu neina, í friði skoðar ætíð blíð ásjónu Drottins hreina. H.P. Innilegar samúðarkveðjur til ástvinanna allra. S.H.H. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arnnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntudansaífyrstasinn. . Kahlil Gibran) Jarðvist Lúllu frænku er lokið. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Minning hennar lifir um ókomna framtíð. Elsku Maggi, Helgi Þór, Ella og Svsta Ykkur og fjölskyldu ykkar sendi ég innilegar samúðarkveðj- Guð blessi Lúllu frænku. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en þaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem. Kveðja, Stína Veiga. Askriftiws'nninn cr 83033 NUERGULUD TÆKIFÆRI! AÐ EIGNAST TECHNICS HUOMTÆKI A SERSTOKU TILBOÐSVERÐI FJÓRAR fullkomnar samstæöur meö öllu í fallegum skáp, meö litaðri glerhurð og loki. System z-120 .32.500 stgr. System z-100 (mynd). 36.900 stgr. System z-200 .46.900 stgr. System z-300 . 53.900 stgr. Útborgun frá kr. 5.000.- ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VEUA VANDAÐ. 'JAPIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.