Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 51 Hundurinn bjargaði lífi kornabarns Shefferhundurinn Inka varð fyrir skömmu vel þekktur utan „fjölskyldu" sinnar. Eig- andinn, Camelo Giordanetta í Hagen í Vestur-Þýskalandi, seg- ir Inka vinalegan og tryggan hund, sem þó verði æði við- skotaillur geri sig einhver lík- legan til að angra heimilisfólkið. Öllum leyfir tíkin þó að koma á heimili Camelo, en enginn fær að fara þaðan út aftur nema húsráðendur hafi lagt blessun sína yfir gestinn, það fékk inn- brotsþjófur eitt sinn að reyna. En það er síðasta afrek Inka sem Giordanetta-fjölskyldan er hreyknust af. Eitt sinn er hund- urinn gekk með húsbónda sínum um kvöld vildi hann ekki halda áfram en gelti viðstöðulaust og vildi komast að ruslagámi er stóð undir húsveggnum og linnti bókstaflega ekki látum fyrr en þangað kom, setti þá framlappir sínar á brúnina og smágelti. Þegar Camelo leit ofan í gáminn var honum öllum lokið, því ofan í miðri ruslahrúgunni lá ofursmátt kornabarn, kviknakið en vafið inn í plastpoka. Aðeins skörp heyrn Inka hafði getað numið kjökur barnsins. Camelo hringdi á augabragði á sjúkrabíl og lögreglu sem fluttu barnið í spítala. Sögðu læknarn- ir að vart hefði mátt muna Við ruslagáminn þar sem barnið fannst, Inka og eigandinn, Camelo Giordan- ella. nema mínútu að barnið frysi ekki í hel eða kafnaði. „Við vitum ekki,“ segir Cam- elo, „hvaða ógæfa eða skelfing liggur að baki þessum viðburði, en við erum óendanlega glöð yfir að hafa getað bjargað litlu stúlkunni sem nú er fóstruð á góðum stað í besta yfirlæti. Og öll hyllum við og þökkum Inka sem bjargaði mannslífi." Höfundur ísfólksins Margit er drottning meðal höf- unda skemmtibókmennta i Noregi. „ísfólkið" hennar, raðbækur sem verða a.m.k. 40 að sögn hennar sjálfrar, hefur nú verið þýtt á mörg tungumál og selt í milljónum ein- taka. Þetta eru ævintýri með spennu, ástum og yfirnáttúrulegum viðburðum og segist Margit sækja efni og innblástur í áhrif frá náttúr- unni, undarlegum viðburðum og ævintýrum í Noregi, einkum í Valdr- es. Hún segist annars hafa byrjað að skrifa fyrir 20 árum af einskærri hendingu, þegar hún var í fjárþröng, sendi þá inn ræningjasögu, sem var birt umsvifalaust, og síðan hefur boltinn runnið og peningarnir streymt inn. Og þegar getum er að því leitt hvaðan listaeðlið sé komið, viður- kennir Margit að orðrómurinn eigi við rök að styðjast er telur hana son- ardóttur skáldsins Björnsterne Björnson. Margit við bækur sfnar um ísfólkið sem hérlendis eru orðnar nokkrum kunnar. Margit Sandemo COSPER Innilegustu hjartans þakkir sendi ég öllum- sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu þann 6. ágúst sl. meö heimsóknum, gjöfum, heilla- skeytum og símtölum. GuÖ blessi ykkur öll. Snorri Stefánsson, Hlíðarhúsi Sigiufirði. Byrjendanámskeið í Karate % Námskeið fyrir byrjendur í Goju Ryu Karate Do eru aö hefjast. Karate er skemmtileg íþrótt, afbragös líkamsþjálf- un og ein fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á jafnt fyrir konur sem karla á öllum aldri. Sérstakir barnaflokkar fyrir 9—12 ára. Innritun og upplýsingar aö Ármúla 36, III hæö (gengið inn Selmúlamegin) og í síma 35025 vikuna 2.-7. sept. milli kl. 19 og 21 fyrir byrjendur. Eldri félagar ath. að æfingar hefjast 2. september. Ingo De Jong sensei er væntanlegur í október. HIT AMÆLING A- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miðstöðin getur tekiö viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius -i-200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegir. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst- um, lestum, sjó og fleira. Sötu»rCaa[u;®iuio’ mvkjavik, icilano Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.