Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
© 1985 Universal Press Syndicate ________________1“H
„ Ég fór rne£> ejnkunnaspjaldiá mitt!
'mnrömmijn,op peir t^ndu puí."
^4sí er...
... ad bída ein-
mana eftir aö
hann hrimji.
TM Reo U.S. Pal. Otf.—all rights reserved
«1985 Los Angeles Times Syndicate
Vegna hvers sat ég tíu þús-
und krónum. — Ég var
bara þyrstur!
HÖGNI HREKKVÍSI
Strxtóunnandi segir enga ástxðu til að skipta um lit á strxtisvögnum Reykjavíkurborgar og að þeir, sem beri því við
að þeim þyki erfitt að sjá vagnana í umferðinni vegna þess að grxni liturinn sé ógreinilegur, eigi ekkert erindi út í
umferðina.
Rangfærslur varaformanns SVR
Strxtóunnandi skrifar:
í Mbl. þ. 13/8 sl. er haft eftir
Júlíusi Hafstein, varaformanni
stjórnar Strætisvagna Reykjavík-
urborgar, að fyrirhugað sé að
skipta um lit á vögnum SVR og að
búið sé að gera samning um kaup
á 20 vögnum af Scania-gerð, sem
komi til landsins i lok ársins, aðal-
lega vegna þess að sumir vagnar
SVR séu orðnir yfir 20 ára gamlir
og þarfnist endurnýjunar. Vegna
þessara ummæla verður að gera
svofellda athugasemd.
1 Um ástæður litaskiptingar er
gefin í sama viðtali sú skýring að
sá litur sem er á vögnunum núna
geri það að verkum að vagnarnir
sjáist ekki nógu vel. Önnur eins
fjarstæða hefur varla sést á prenti
í Morgunblaðinu í langan tíma, að
menn menn sjái ekki orðið stræt-
isvagnana vegna daufs litar. Séu
þeir vegfarendur til í umferðinni,
sem ekki koma auga á strætis-
vagnana eiga þeir ekki erindi út í
umferðina, eða hvað finnst
mönnum? Ennfremur er þess get-
ið i umræddu viðtali að ástæða sé
til að skipta um lit á strætis-
vögnum á nokkurra ára fresti,
hvers vegna kemur ekki fram.
Hins vegar er þess getið að sá guli
litur sem gerð hefur verið tilraun
með sé notaður af Dönum. Af því
tilefni vildi ég minna á að Danir
hafa notast við sinn lit áratugum
saman og hafa ekki talið ástæðu
til að vera að hringla með liti á
vögnunum.
Þá er nú ástæða til að skoða
hvað kosti að skipta um lit á
40—50 strætisvögnum. Bifreiða-
eigendur vita að meðalverð á
sprautun á bil er um 40 þúsund
krónur, hvað ætli kosti þá að
sprauta eitt stykki strætisvagn?
Varla minna. Augljóst er að lita-
skipting á vögnunum hlýtur til
samans að kosta minnsta kosti
nokkrar milljónir, og hverjir eiga
svo að borga brúsann? Jú, ætli það
verði ekki útsvarsgreiðendur í
Reykjavík.
Það sem er kjarni málsins er að
ekki hefur komið fram nein raun-
veruleg og marktxk ástxda fyrir
því að skipta um lit á vögnum SVR
og því engin ástæða til að vera að
skipta um lit.
Litur er alltaf smekksatriði og
endalaust hægt að deila um slíkt.
En af því að Júlíus Hafstein
nefndi að viðbrögð fólks hefðu
verið góð er upplagt að það komi
hér fram að bréfritari er ekki al-
sæll með hinn meinta nýja lit.
ólíkt væri nú skárra ef vagnarnir
væru rauðir eins og vagnar Lund-
únaborgar eru. Sá litur er raunar
orðinn alþjóðlegur litur strætis-
vagna. Talandi um strætisvagna
Lundúna, þá hefur nú ekki verið
talin þörf á litaskiptingu á þeim
vettvangi áratugum saman. Menn
virðast vera búnir að gleyma
hvers vegna var skipt um lit á
vögnum SVR árið 1968, en það var
vegna breytinga yfir í hægri um-
ferð og þá þurfti að kaupa nýja
vagna og breyta öllum eldri.
Sprautun allra vagna var þá nauð-
synleg og litarbreyting hafði ekki
neinn teljandi kostnað í för með
sér.
2 Júlíus Hafstein nefnir það að
sumir vagna SVR séu orðnir yfir
20 ára gamlir og því sé endurnýj-
un nauðsynleg. Vegna þessara um-
mæla er rétt að minna á eftirfar-
andi staðreyndir: Árið 1968 þegar
skipt var yfir í hægri umferð voru
keyptir 30 nýir vagnar og 20 eldri
vögnum breytt. Árið 1970 og 1971
voru keyptir 10 nýir vagnar og á
árunum 1973 til 1976 voru keyptir
20—25 nýir vagnar. Á árinu 1980
hófst stórfelld endurnýjun vagna
og frá þvi ári fram til þessa dags
hafa komið 30 nýir vagnar á göt-
una. Vagnafloti SVR í dag er því
30 vagnar af árgerð 1985—1980,
flestir af árgerðum 1982 og 1983,
20—25 vagnar af árgerðum 1976—
1973 og nálega 20 vagnar af árgerð
1968, samtals 70—75 vagnar. öll-
um vögnum eldri en 1968 hefur
verið lagt eða þeir seldir. Á síð-
astliðnum 17 árum hefur því vögn-
um fjölgað um meira en 30% og
enginn vagn er eldri en 17 ára.
Tæplega helmingur þess vagna-
flota sem notaður er í reglulegum
akstri er þvi sem næst nýr.
Það er því í fyrsta lagi rangt hjá
varaformanni stjórnar SVR að
sumir vagnar séu eldri en 20 ára. í
öðru lagi má ráða af ummælum
hans að vagnafloti SVR sé óeðli-
lega gamall, það er ekki rétt, því á
undanförnum 5 árum hefur veru-
lega endurnýjun átt sér stað, og
jafnvel álitamál hvort ekki hafi
verið nóg að gert að sinni.
3. Júlíus Hafstein nefnir það að
gerður hafi verið samningur um
kaup á 20 nýjum vögnum sem
komi til landsins síðla þessa árs.
Um þetta hefur ekkert heyrst áður
og verður manni því á að spyrja
hvort þessi kaup hafi ekki komið á
borð borgarstjórnar og hvort út-
boð hafi farið fram um kaup á
vögnum þessum. Einnig vekur það
athygli í fréttinni að vagnarnir
munu koma sprautaðir til lands-
ins og því er manni spurn, er sú
stefna að láta byggja yfir stræt-
isvagna hér á landi fyrir bí? Ef
svo er hvers vegna? Tuttugu nýir
strætisvagnar kosta varla mikið
undir 100 milljónum og hverjir
skyldu nú borga þann brúsa? Auð-
vitað engir aðrir en útsvarsgreið-
endur í borginni.
Grundvallaratriði í þessu er
auðvitað það hvort þörf sé á að
kaupa þennan viðbótarvagnaflota.
Miðað við þær forsendur sem Júli-
us Hafstein gefur sér og hraktar
hafa verið í lið 2 hér að framan er
engin þörf á að kaupa þessa við-
bótarvagna.
Þessir hringdu . . .
Billjón = tíu í tólfta veldi
Egill Sigurðsson hringdi:
Ég sá auglýsta einhverja
íþróttaskó í Morgunblaðinu um
daginn. Þar var sagt að margar
billjónir para hefðu selst af þess-
um skóm. Mér finnst það nú held-
ur há tala, því mér reiknast til að
ein billjón sé 10 í tólfta veldi eða
einn með tólf núllum fyrir aftan.
Hlýtur þetta ekki að vera einhver
vitleysa, eða er ekki öllum ljóst
hvað orðið billjón þýðir?
Svo var annað. I föstudagsblað-
inu í dag er talað um Látrabjarg. t
greininni er sagt að það sé austan
við Rauðasand. Þetta er vitleysa.
Ég er fæddur og uppalinn á Snæ-
fellsnesinu og veit vel að Látra-
bjarg er vestan Rauðasands.
MeÖ eða án hlera?
Jón Kjartansson hringdi:
Ég las í Velvakanda á fimmtu-
daginn var að Sölvi Pálsson hefði
hringt og kvartað yfir því að í
spurningaþættinum Tylftarþraut
hefði Hjörtur Pálsson spurt um
veiðarfæri nokkurt á röngum for-
sendum. Átti Hjörtur að hafa
spurt um dragnót og sagt að hún
væri notuð með hlerum. Nú vill
svo til að ég heyrði þáttinn sjálfur