Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 207. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Honduras og Nicaragua: Hörð átök á landamæmnum Tefpicigalpa, Hondufas, 14. september. AP. TIL HARÐRA átaka kom í gær, Töstudag, á landamærum Honduras og Nicar- agua eftir aö hermenn sandinista höfðu gert árásir á varðstöð í Honduras. Hondurasmenn svöruðu fyrir sig og réðust orrustuvélar þeirra á herstöðvar sandinista og var ein þyrla af sovéskri gerð skotin niður. f tilkynningu honduríska hersins sagði, að hermenn sandinista í Nic- aragua hefðu fyrr um daginn ráðist inn yfir landamærin, gert árás á eina varðstöð honduríska hersins og vegið einn mann. Hefði árásinni verið svarað með því að senda orrustuvélar til árása á herstöðvar sandinista og ein þyrla þeirra skot- in niður. Var sagt, að honduríski herinn væri nú við öllu búinn og að 2.000 manna liðsauki hefði verið sendur að landamærunum. Sendi- herra Honduras í Nicaragua hefur verið kallaður heim vegna þessa at- burðar og þingið hvatt til skyndi- fundar í dag. Miguel d’Escoto, utan- ríkisráðherra Nicaragua, vildi ekk- ert um átökin segja. Nicaragua er mesta herveldi í Mið-Ameríku með rúmlega 100.000 manns undir vopnum en í hondur- íska hernum eru 21.000 menn. Utanríkisráðherra Contadora- ríkjanna, Kólombíu, Venezúela, Mexikó og Panama, hafa nú lagt síðustu hönd á tillögur um frið í Mið-Ameríku og segja þeir, að á næstu 45 dögum muni koma í ljós hvort þjóðirnar í þessum heims- hluta geta búið saman í friði. Til- lögurnar sjálfar hafa þó ekki verið birtar enn. Velheppnuð tilraun með geimvopn: Eldflaug splundraði gömlum gervihnetti Washington, 14. september. AP. Bandaríkjamenn gerðu í dag árang- ursríka tilraun með vopn, sem granda á gervihnöttum. Kveðst Ronald Reag- an, Bandaríkjaforseti, reiðubúinn að Bretar skýra frá gagn- njósnum Gordievskis London, 14. september. AP. OLEG A. GORDIEVSKI njósnaði fyrir Vesturveldin í a.m.k. 15 ár áður en hann bað um pólitískt hæli á Bretlandi, að sögn brezkra blaða. Að sögn The Times gekk Gordievski til liðs við vestrænar leyniþjónustur er hann starfaði í sovézka sendiráðinu í Kaup- mannahöfn og hefur unnið fyrir þær síðan, að sögn blaðsins, sem ber heimildir úr brezka stjórnar- ráðinu og leyniþjónustunni fyrir frétt sinni. Þá segir Daily Telegraph að Gordievski, sem var yfirmaður njósna KGB í Bretlandi frá 1982, hafi starfað fyrir brezku leyni- þjónustuna allt frá því hann var sendur til starfa í Danmörku 1966, á vegum þeirrar deildar KGB, sem fæst við njósnir í Norðurlöndunum og Bretlandi. Deila spratt upp milli Dana og Breta er danski dómsmálaráð- herrann, Erik Ninn-Hansen, ljóstraði upp um gagnnjósnir Gordievskis. Að sögn brezku blaðanna gera uppljóstranir ráð- herrans Rússum auðvelt að áætla með mikilli nákvæmni það tjón, sem Gordievski vann KGB. hefja alvarlegar samningaviðræður við Sovétmenn um vígbúnaðartakmörkun. í tilrauninni var gervihnetti á braut 555 km yfir jörðu grandað með eldflaug, sem skotið var frá F-15-orrustuþotu. Hæfði flaugin hnöttinn yfir Kyrrahafi og splundr- aði honum. Hnötturinn var úr sér genginn vísindahnöttur lofthers Bandaríkjanna. Reagan kveðst reiðubúinn að reyna raunhæfa afvopnunarsamn- inga, er samningamenn stórveld- anna hittast að nýju í Genf í næstu viku. Raunhæfar tillögur frá Sovét- mönnum gætu komið skriði á við- ræðurnar. Hann segir Bandaríkja- menn hafa lagt fram tillögur um fækkun kjarnavopna, en Sovétmenn hafi haldið að sér höndum og ekki sýnt mikinn samningsvilja. Á LEIÐ ÍSKÓLANN Morpunblaðið/Friðþjófur Helgaaon Svíar ganga að kjörborðinu í dag: Ríkisforsjá eða aukið frelsi borgaranna höfuðmálin Stokkhólmi, 14. aeptember. AP. Á MORGUN, sunnudag, ganga Svíar að kjörborðinu í kosningum, sem allt bendir til, að verði mjög tvísýnar og spennandi. Síðustu skoðanakannanir gefa til kynna, að vinstriflokkarnir, jafnaðarmenn og kommúnistar, hafi örlítið meira fylgi en borgaraflokkarnir en munurinn er svo lítill, að hann telst vart marktækur. í gærkvöldi tókust leiðtogar flokkanna á í sjónvarpi og þóttu standa sig misjafnlega. í sjónvarpsviðureigninni beind- ust allra augu að forystumönnum stærstu flokkanna, Olof Palme, leiðtoga jafnaðarmanna, og Ulf Adelsohn, leiðtoga Hægriflokks- ins, en það var þó Bengt Wester- berg, leiðtogi Frjálslynda þjóðar- flokksins, sem stal senunni og stóð sig best að flestra áliti. Þykir frammistaða hans hafa aukið sig- urlíkur borgaraflokkanna. Adel- sohn gerði harða hríð að jafnaðar- mönnum og sagði stefnu þeirra fela í sér meiri skattheimtu og minna frelsi borgaranna auk þess sem þeir væru reiðubúnir til að treysta á stuðning kommúnista- flokksins, flokks, sem andvígur væri grundvallarréttindum frjáls- ra manna. Palme svaraði fyrir sig og sagði, að borgaraflokkarnir töl- uðu mikið um frelsi en þá ættu þeir við frelsi hinna ríku og sterku. Sakaði hann borgaraflokk- ana um að vilja afnema velferð- arkerfið. Bengt Westerberg tók undir orð Adelsohns og þótti málflutningur hans bera af. í könnun, sem SIFO-stofnunin gerði fyrir dag- blaðiö Expressen eftir útsending- una, kom fram, að 79% áhorfenda töldu hann hafa staðið sig vel eða mjög vel. Adelsohn og Palme fengu þann dóm hjá 60% áhorf- enda. Jafnaðarmenn hafa nú 166 sæti á þingi, Ríkisdeginum, og njóta stuðnings 20 þingmanna kommún- ista. Borgaraflokkarnir hafa sam- tals 163, Hægriflokkurinn 86, Miðflokkurinn 56 og Frjálslyndi þjóðarflokkurinn 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.