Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Blanche McCrary Boyd ræðir hér viö kvikmyndaleikarann og handritahöfundinn Sam Shephard, sem margir telja einmitt eitt besta núlifandi leikritaskáld Bandaríkjanna SHEPHARD HINN SANNI FULLTRÚI VESTURSINS Sam Shepard var að útskýra hvers vegna hann hefði ekki viljað vera forsíðuefni vikuritsins News- week. „Mér finnst það kjánalegt að vera forsíðuefni. Þú þarft ekki að leggja lykkju á leið þína til að allir kynnist andliti þínu.“ Hann var klæddur Sam Shepard- -einkennisbúningi sínum: upplituð- um gallabuxum, slitnum stígvélum, leðurbelti með stórri sylgju, og kúr- ekaskyrtu. Kúrekahattur hans hékk á stólbaki. Andlitið sem hann kærir sig ekki um að kynna er mjóslegið, há kinnbein og brún augu, sem eru aðeins skásett. Hárið er farið að þynnast í kollvikunum. Þott hann teljist ekki beinlínis lag- legur, er hrjúfur giæsileiki hans hrífandi. Frægð Jessicu, segir hann, fylgja ærin vandamál. Þegar þau fara ak- andi þvert yfir Bandaríkin, er ágætt að vera í Mið-vesturríkjun- um. Þar geta þau farið inn á án- ingastaði flutningabíTstjóranna án þess að vekja athygli. En strax og þau eru komin til Colorado í nánd við Denver, byrjar það. „Gengil- beinurnar, fjárans eldhúsliðið, koma til að fá eiginhandaráritanir — svo við höldum okkur aðallega við áningastaði flutningabílstjór- anna í Nebraska og Kansas. Þar líður okkur vel.“ Hann brosir svo sést í brúna, brotna framtönn. Á myndum er hann venjulega þungur á brún og í kvikmyndum sér sjaldan í tennur hans, en i um- gengni er Sam Shepard hláturmild- ur, þótt augu hans virðist eitthvað kuldaleg. Við vorum að snæða mexikansk- ar flatkökur í Staab House, friðsæl- um veitingasal í einu af betri hótel- um Santa Fe, þar sem engri fram- leiðslustúlku dytti í hug að ónáða Sam eða Jessicu. Morgninum höfð- um við aðallega varið við að tala inn á hljóðband, og það kom mér á óvart þegar hann þáði boð um að koma út til hádegisverðar. Ástæðan kom fljótlega í ljós. „Hún er hér einhverstaðar. Hún á að vera hér í veitingasalnum, því það er einnig verið að taka viðtal við hana.“ Hann teygði úr hálsinum til að sjá inn á smá upphækkun í salnum. „Þarna er hún.“ Ég sneri mér við og kom auga á Jessicu Lange, með hárið litað rautt vegna sjónvarpsupptöku á Cat On A Hot Tin Roof fyrir Showtime/PBS. Hún var á kafi í samræðum. Hún var með fjögurra ára dóttur sína, Shuru, í kjöltunni. Sam stóð upp veifandi og kallaði „Ungfrú Lange! Ungfrú Lange!“ Það má vera að Sam Shepard sé bezti núlifandi leikritahöfundur Bandaríkjanna og aðsópsmikill kvikmyndaleikari, en fyrst og fremst tekur maður eftir því að hann er ástfanginn. I samtölum er hann sívitnandi í Jessicu Lange, samband þeirra og áhrifa hennar á líf hans. Þau hittust árið 1981 við töku myndarinnar Frances, og hefur samband þeirra staðið síðan með einstaka hléum. Fyrir einu ári keyptu þau búgarð skammt frá Santa Fe, og fluttu þau og Shura þangað saman. Þau völdu Santa Fe vegna þess að Sam er hrifinn af auðninni, faðir hans bjó þarna, og þetta er góður staður til að vera með hesta. Hann og Jessica stunda hestamennsku: Sam keppir í kúr- ekaíþróttum, rodeo og hefur nýver- ið snúið sér að póló; Jessica stundar hindrunarstökk. Þau hafa lokið við að leika saman aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd sem nefnist Country, en þar er Jess- ica einnig annar tveggja framleið- enda. Sam og Jessica fara með hlutverk Gilberts og Jewell Ivy, rómantískra bændahjóna, sem voru ástfangin hvort af öðru í fram- haldsskóla, og fórnuðu meira að segja hvoru öðru mey- og svein- dómnum. Jewell erfði landið, Gil- bert ræktaði það, þau eignuðust þrjú fyrirmyndar börn, fóru alltaf með bænir fyrir matinn, sóttu kirkju á sunnudögum, og allt var með miklum blóma þar til náttúru- öflin og yfirvöldin í Bandaríkjun- um tóku höndum saman um að neyða Ivy og fjölskylduna og alla nágranna þeirra til að stofna til óviðráðanlegra skulda. Samband Sams við Jessicu hefur einnig sinn rómantíska blæ. Hann lék í Country „fyrir hana“. Við vor- um nýfarin að búa saman, og hún hafði svo mikinn áhuga á þessu. Maðurinn sem neitaði Newsweek féllst á þetta viðtal vegna þess að Jessica vildi koma fram kynningu á myndinni. Hann er ekki sannfærð- ur um að svona kynning hafi ein- hverja þýðingu („Annaðhvort er myndin góð eða hún er það ekki“) en „ég geri það fyrir hana“. (Eftir heimsókn mína féllst Sam á að láta mynda sig með Jessicu fyrir tízku- þátt í Vanity Fair, trúlega einnig „fyrir hana“.) Sem féll vel inn í hlutverk sitt í Country. Hann ólst upp á búgarði í Kaliforníu þar sem avókadórækt var stunduð, var félagi í landbúnað- arsamtökum ungmenna í mennta- skóla, og þetta eina ár sem hann var í háskóla lagði hann aðal- áherzlu á landbúnaðarnám. Hann vill helst ekki taka að sér hlutverk sem honum finnst hann ekki falla inn í, og allra sízt þegar Jessica á í hlut. Næsta kvikmynd hennar verð- ur um Patsý Cline. „Hún vildi fá mig í eitt hlutverkið, einn þessara náunga sem er svo ruglaðgr að hann misþyrmir henni; hún er písl- arvotturinn og allt það. Mér fannst ég ekki geta gert þetta.“ William Witliff er höfundur Country, og var einnig framleið- andi í samvinnu við Jesssicu. Þegar myndatakan hófst var Witliff auk þessa leikstjórinn, en þegar mynda- takan hafði staðið i hálfan mánuð var hann leystur undan leikstjóra- starfinu. „Jessica," segir Sam, „var engan veginn ánægö með það sem skrifað var í blöðin. Og þar með var sá draumur búinn, skilurðu? Hún ætti að vera leikstjóri. Hún hefur mjög gott auga.“ Myndatakan var komin í ógöngur og vinna stöðvuð á upptökustaðnum í Waterloo í Iowa. Þá kom til sög- unnar Richard Pearce, sem hafði stjórnað Heartland, kvikmynd um innflytjendur í Montana í byrjun aldarinnar. „Stundum," sagði Sam og varð grunsamlega líkur blaða- fulltrúa í máli, „þegar allt er á öðr- um endanum, og einhver birtist sem lætur eins og hann viti hvað hann sé að gera, er það einmitt það sem vantar. Allt fer á fulla ferð. Dick stóð sig frábærlega með því að koma og bjarga málunum." Shura hafði ráfað yfir að borðinu okkar. Hún var eins og engill á svip draumabarn með glóandi gullið hár, með hreina og fallega andlíts- drætti. Hún var í hvítum kjól og hélt á hafmeyjarbrúðu, sem var með sítt, grænt hár. Faðir Shuru er Mikhail Baryshnikov. „Sæl Shura," sagði Sam blíðlega, „ertu búin að borða hádegismat?" Hún kinkaði kolli og klifraði upp í kjöltu hans. Hann slökkti í sígar- ettunni, og ræddi við Shuru um hesta. Ætlaði hún að koma á póló- völlinn eftir hádegiö? Hann er með stórar hrjúfar hendur sem hann beitir mjúklega, eins og áezt á þvf hvernig hann tekur á venjulegum hlutum — kaffibollanum sínum og Old Gold-sfgarettunum, sem hann er alltaf að kveikja í. Shura hafði fljótlega fengið nóg og sneri aftur til móður sinnar. Sam virtist eitthvað utan við sig. Eftir að hafa gert ráðstafanir til að við hittumst morguninn eftir, af- sakaði hann sig, gekk yfir að borði Jessicu, kyssti hana, og rendi fingr- unum um hár hennar. Ég forðast venjulega frægt fólk af því ég er svo auðblekkt. En mig langaði til að hitta Sam Shepard. Leikrit hans eru stórkostlega upp- byggð, fábrotin, réttsýn, og full af frumlegu málfari; sögur hans og ljóð eru vel frambærileg; og eins og margir aðrir hef ég séð í honum ímynd yfirvegunarinnar. Hann bjó í eitt ár með rokk- skáldkonunni Patti Smith, lék á trommur með hljómsveitinni Holy Modal Rouders á sjöunda áratugn- um, og fór í sýningarferð með Bob Dylan víða um land með Rolling Thunder Revue. Sam kom fyrst fram sem leikari í kvikmynd Dyl- ans Renaldo and Clara. Hann getur drukkið stíft, snarað naut, og komið þér til að vikna með skrifum sínum. I samanburði við karlmannlega framkomu hans sýnist Norman Mailer aðeins maður, sem reynir að sýnast. Atburðarásin á sköpunarferli Sams Shephard er líkust skáldsögu. Þegar hann var nítján ára var fyrsta leikrit hans, Cowboys, svið- sett í New York. Síðan þá hefur hann unnið ein Pulitzer-verðlaun og tíu Obie-verðlaun (fyrir leikrit sviðsett utan Broadway), og samið fjörutíu leikrit. Tvær sögu- og Ijóðabækur hafa birzt eftir hann, Hawk Moon og Motel Chronicles, og verið er að gefa út tvær pappírskilj- ur með úrvali leikrita hans. Hann skrifaði kvikmyndahandritið að Paris Texas, mynd Wim Wenders sem var kjörin bezta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes i fyrra, og hefur leikið í sjö kvik- myndum, þeirra á meðal í Days of Heaven, Resurrection, Raggedy Man og í The Right Stuff. Fyrir leik sinn The Right Stuff var hann til- nefndur til Oskarsverðlauna sem leikari í aukahlutverki. Sam tekst að láta þetta sýnast hreina tilviljun, óhjákvæmilega af- leiðingu hæfileika og heilinda, en ekki framagirni. Hann segist ekki meta verðlaunin ýkja mikils, og áhugi hans á leikhúsinu er tak- markaður. Árið 1971 sagði hann: „Ég vil ekki vera leikritahöfundur, ég vil vera rokk og roll-stjarna ... Ég hóf að semja leikrit af því ég hafði ekkert annað að gera.“ Ástæðan fyrir því að hann er nú að skrifa enn eitt leikrit er sú að „ég virðist ekki geta hætt. Ég vildi geta losnað við þetta í eitt skipti fyrir öll. Ég vonast til að geta skrifað eitthvað markvert, skilur þú, kveðjuverk og að ég þurfi ekki að halda áfram, eða ég geti breytt til, yfir í eitthvað annað, eins og skáldsögur." Hann leí í ljós enn meiri efasemdir varðandi kvik- myndaleikinn, er er engu að síður að leika í nýrri mynd með Richard Brooks um fjárhættuspilara. Og sagt er að John Huston ætli að gera bófamynd, svo ef til vill... Efasemdir hans um stöðu sina sem listamanns virðast engin upp- gerð. Eins og Strindberg, sem hann dáir, er Sam á reiki i tilfinninga- legum ógöngum, og hann reynir að leysa vanda sinn í persónunum sem hann skapar. í leikriti sínu True West dró hann upp mjög snjalla mynd til að kanna andstæðurnar í því að vera kúreki og rithöfundur. Tveir bræður — annar grófur, drykkfelldur þjófur, hinn hófsamur handritahöfundur fyrir kúreka- myndir — eiga í hörkulegri inn- byrðis samkeppni, sýna að þeir eiga margt sameiginlegt, og reyna að drepa hvor annan í lokin. Leikritið gefur enga lausn á vandanum. I Motel Chronicles lýsir Sam andstæðunum í eðli sínu í fallegum kafla um kné látinnar frænku sinnar. Hann talar þar frá sjónar- hóli ungs drengs: Hnén á henni rugluðu mig allt- af... Ég lagðist að hnjám hennar ... Hvernig þau hvítnuðu yfir bein- ið þegar ég krosslagði fæturna og gráu silkisokkarnir þrengdu að hnjánum. Fæturnir á henni voru hinsvegar fráhrindandi. Litlu húð- fellingarnar sem kreistust upp úr skóm hennar ... Það var þessi þversögn milli fótanna og hnjánna sem fékk mig til að skilja þversagn- irnar í sjálfum mér. Hlutverkin sem hann fer með í kvikmyndum endurspegla hans eig- in hörkutól-með-hjarta-persónu. „Kvikmyndir veita þér þann munað að fá að vera nokkurn veginn þú sjálfur fyrir framan tökuvélarnar.“ í The Right Stuff fór hann með hlutverk Chuck Yeagers, reynslu- flugmannsins kunna, og honum tókst að lýsa án orða þrá Yeagers og þeim vonbrigðum sem hann hlýt- ur að hafa orðið fyrir þegar hann var settur út úr geimferðatilraun- unum. Það var sérlega athyglisvert að Sam skyldi taka að sér hlutverk Yeagers, því með einni undantekn- ingu hefur Sam neitað að stíga upp í flugvél síðan árið 1967. „Mér er hreinlega illa við ... þetta er svo ópersónulegt, að klifra upp í svona vélbúnað þar sem þú hefur ekki hugmynd um hver ..." Hann hélt útskýringum sínum áfram, forðað- ist að nefna orðið „hræðsla", en lagði áherzlu á hve gaman hann hefði af ökuferðum. Eina flugferðin sem hann hefur farið nýlega var með Yeager sjálfum. „Við fórum í loftið í þessu litla kríli, sem hann hafði dregið með krók út úr flug- skýlinu." Sam hefur ekki mikið álit á sjálf- um sér sem leikara. „Ég kemst upp með þetta. Þetta er nánast tóm blekking.” Stundum virðist hann hálf vandræðalegur í kvikmyndum — „Það er vandræðalegt að vera að leika“ — en hann hefur mjög sterkan persónuleika. I hópsenum beinast allra augu að honum. Eins og flestar stórstjörnur hef- ur hann neitað mörgum hlutverk- um. Varðandi Urban Cowboy segir hann: „Þeir fleygðu í mig grein úr Esquire um Gilley og sögðu: „Við ætlum að gera kvikmynd um þetta.“ Þeir voru að tala um að ég léki hlutverkið, og mér fannst það ekki hæfa mér. Hvern langar til að ríða vélvæddu nauti? Ég hef setið alvöru naut og þau eru engin leik- föng. Ég fékk ekki séð hvernig þetta gæti orðið skemmtileg mynd.“ Hann dáist að starfi Jessicu, og í Country reyndi hann að taka sjálf- an sig alvarlega. „Jessica er alveg óhrædd við tilfinningar sfnar. Hún er ekkert hrædd við að fara inn á svið sem öðrum mundi flökra við. Ég hef ekki þetta hugrekki sem leikari. Ég get hert upp hugann sem rithöfundur, en þetta er öðru- vísi fyrir leikara. Hvort unnt er að öðlast kjarkinn með aukinni æfingu veit ég ekki.“ Hann gerir mikið úr mismunin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.