Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Hvað er svona
merkilegt við
Suður-Afríku?
Frá óeirðum í Höfðaborg í fyrri mínuði.
Spurningin, sem er yfirskrift þess-
arar greinar, kann að þykja nokkuð
kaldhæðnisleg í Ijósi þeirra tíðinda
frá Suður-Afríku, sem við höfum
fengið í fjölmiðlum nú að undan-
förnu. Samt held ég að full ástæða
sé til að bera hana fram og hreyfa
efasemdum við þeim ofstækisfulla
og óyfirvegaða málflutningi, sem
mjög hefur borið á í umræðunni um
málefni Suður-Afríku.
Apartheid, kynþáttaaðskilnað-
arstefnan, sem stjórnvöld í Suður-
Afríku fylgja, er ógeðfelld og við,
sem erum svo lánsöm að búa við
lýðréttindi, eigum ekki að hika við
að fordæma hana. Apartheid stríð-
ir gegn grundvallarhugmyndum
okkar um frelsi og jafnan rétt allra
manna. Hún byggir á kenningu um
áskapað ójafnræði kynþátta, sem
er tómur heilaspuni grillufangara.
Svartir menn eru sannarlega ekki
heimskari eða latari en hvítir
menn, eins og formælendur apart-
heid halda fram. Meirihluti svert-
ingja býr að vísu við verri efnaleg
kjör en meirihluti hvítra manna,
en til þess liggja ástæður, sem eru
andlegu og líkamlegu atgervi
þeirra allsendis óviðkomandi og
menn geta aflað sér upplýsinga um
með lestri góðra sögubóka og svo-
lítilli íhugun.
Apartheid-stefnan, sem minni-
hlutastjórn hvítra manna í Suður-
Afríku fylgir, felur í sér, að meiri-
hluti íbúa landsins, sem eru svert-
ingjar, eru sviptir öllum möguleik-
um tii pólitískra áhrifa. Þeir ráða
engu um stjórn landsins, atvinnu-
möguleikar þeirra eru skertir, svo
og ferðafrelsi, og til skamms tíma
voru strangar hömlur á samneyti
þeirra við fólk af öðrum kynþátt-
um. Andóf þeirra gegn þessu rang-
læti hefur miskunnariaust verið
brotið á bak aftur; svar lögreglu við
friðsamlegum mótmælum er oft
byssukúlur og fangelsanir. Póli-
tískir fangar geta átt von á því, að
sæta misþyrmingum og pyntingum
í fangelsum stjórnvalda; svo sem
dæmi blökkumannaleiðtogans
Steve Biko er til marks um.
Þessi lýsing á ástandinu er þvi
miður engar ýkjur. Það getum við
t.d. lesið í erlendum fréttum og
fréttaskýringum hér í blaðinu og
séð á sjónvarpsskjánum heima í
stofu. En ástandið i Suður-Afríku
er heldur ekkert einsdæmi og svo
öfugsnúin er nú þessi veröld, sem
við lifum i, að fjölmargir svertingj-
ar hafa flust til Suður-Afríku frá
ríkjum, þar sem kynbræður þeirra
fara með völd. Þeim finnst þeir
hafa meira frelsi og búa við betri
lífskjör undir hvítri minnihluta-
stjórn, en svartri meirihlutastjórn.
Ég nefni þetta ekki til að réttlæta
apartheid, heldur til að sýna í
skýru ljósi hver vandi okkur er á
höndum, sem viljum skera upp her-
ör gegn hvers kyns mannréttinda-
brotum hvar sem er í heiminum og
fylgja utanríkisstefnu, sem er siðuð
og sjálfri sér samkvæm. Ég full-
yrði, að í afstöðu ýmissa þeirra,
sem atkvæðamiklir hafa verið I
umræðu um málefni Suður-Afríku
hér á landi síðustu daga (s.s. skrif-
finna Þjóðviljans), er ekki heil brú.
Þar er á ferðinni tvískinnungur og
óheilindi, sem vekja ber athygli á.
Tvöfalt siðgæði er nefnilega alls
ekkert siðgæði; það er einfaldlega
siðleysi.
„Apartheid" í svörtu Afríku
Hugtakið „apartheid" (sem
merkir aðskilnaður) er, eins og
þegar er fram komið, haft um kyn-
þáttaaðskilnaðarstefnu stjórnar
hvíta minnihlutans í Suður-Afríku.
Það má hins vegar færa að því rök,
að þetta hugtak geti eins tekið til
þeirrar stefnu, sem fylgt er í öðrum
ríkjum Afríku. „Apartheid" í
svörtu Afríku birtist auðvitað ekki
í aðskilnaði svartra manna og
hvítra, heldur svertingja innbyrðis.
Þar er annars vegar yfirstétt (her
og menntamenn) og hins vegar al-
þýða (bændafólk) og sé litið til
réttinda og lífskjara þessara
tveggja hópa eiga þeir ekkert sam-
eiginlegt. Yfirstéttin hefur völdin í
sínum höndum og heldur alþýðu
miskunnarlaust niðri. Hún neytir
munaðarvara á sama tíma og al-
menningur hefur vart til hnífs og
skeiðar eða sveltur beinlfnis.
(Muna menn ekki viskíveisluna,
sem marxistastjórnin í Éþíópiu
efndi til í fyrra, þegar hungur-
sneyðin í landinu stóð sem hæst?
Kamerún, eitt fátækasta riki Afr-
íku, er níundi stærsti innflytjandi
kampavíns í veröldinni. Hverjum
skyldi það vín ætlað?)
„Apartheid" í svörtu Afríku
kemur líka fram ■ mismunun, sem
ólíkir ættflokkar er hin ýmsu ríki
álfunnar byggja, búa við. Úganda
hefur mjög verið í sviðsljósi fjöl-
miðla um skeið vegna valdaráns
herforingja þar. Minna hefur hins
vegar verið gert úr þeim upplýsing-
um, að á fimm ára stjórnartímabili
Miltons Obote, fráfarandi forseta,
kunna 300 þúsund manns að hafa
verið vegin f ættflokkaofsóknum
stjórnarinnar. Svipaðar tölur um
hryðjuverk stjórnvalda hafa verið
nefndar um árin þar á undan, þeg-
ar Idi Amín sat að völdum. Samt
hafa þeir báðir verið hylltir með
langvinnu lófataki á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, en
stjórnvöld i Suður-Afriku for-
dæmd. Hvers vegna? Og svo dæmi
sé tekið, sem íslendingum ætti að
vera sérstakt umhugsunarefni, þá
er grimmd stjórnarinnar í Pretoríu
hreint barnagaman miðað við þau
fólskuverk, sem stjórnvöld í Níg-
eríu hafa unnið á þegnum sínum.
Eða hafa menn kannski gleymt
Biafra-stríðinu? Nígería er samt
talið mikilvægt viðskiptaland og
enginn hefur, hvorki fyrr né sfðar,
kvatt sér hljóðs til að láta í Ijós
andúð á skreiðarsölu þangað. Sama
gildir um viðskipti okkar við öll
önnur ríki í svörtu Afríku.
1 fæstum orðum sagt: í Suður-
Afríku búa 18 milljónir svartra
manna, sem eru undirokaðir. Þeir
eiga skilið stuðning okkar og
óskipta samúð. 1 svörtu Afríku búa
400 milljónir manna og meirihluti
þeirra er undirokaður. Á þetta fólk
ekki líka skilið samúð okkar og
stuðning?
„Svartir listar“
og viöskiptaþvinganir
Dagblaðið Þjóðviljinn og ýmsir
róttækir vinstrimenn hafa undan-
farna daga verið að hvetja til þess,
að tslendingar sýni í verki andúð
sína á kynþáttakúguninni í Suður-
Afríku. Lagt er til, að við rjúfum
viðskiptasamband við Suður-
Afríku, og ef það næst ekki fram,
að almenningur hætti að kaupa
vörur, sem fluttar eru inn þaðan.
Svonefnd „Æskulýðsfylking Al-
þýðubandalagsins“ hefur jafnvel
gert lista yfir suður-afrískar vörur,
sem fluttar eru hingað til lands, og
ungmenni úr samtökum þessum
hafa staðið fyrir utan verslanir í
Reykjavík og afhent þá með eftir-
farandi hvatningarorðum: „Sýnum
baráttu hins kúgaða meirihluta
stuðning í verki, með því að hætta
að kaupa þessar vörur.“ Ennfremur
hafa Þjóðviljamenn og skoðana-
bræður þeirra hvatt til þess, að ís-
lendingar hætti öllum íþrótta-
samskiptum við Suður-Áfríku-
menn og refsi erlendum lista-
mönnum (s.s. Cliff Richard) fyrir
að koma þar fram, með þvi t.d. að
sýna ekki sjónvarpsþætti þeirra
hér á landi. Tillaga um slíkt sýn-
ingarbann á Cliff Richard var bor-
in upp í útvarpsráði í fyrri viku, en
felld með naumum meirihluta.
Hvað á að segja um svona hug-
myndir? Ég held, aö þær sem hér
eru nefndar séu allar út í hött og
einskis virði. Af hverju er t.d. frek-
ar ástæða til að hætta að kaupa
niðursoðna ávexti frá Suður-
Afríku, en selja skreið til Nígeríu?
Eða, svo farið sé yfir í aðra heims-
Um apartheid í
Sudur-Afríku og
svörtu AfríkUy
tvískinnung
vinstri manna og
utanríkisstefnu
lýðrœÖisríkja.
álfu; hvernig hafa menn, sem geta
ekki neytt ávaxta frá Suður-
Afríku, geð í sér til að knýja bif-
reiðar sínar með eldsneyti frá Sov-
étríkjunum? Af hverju voru Þjóð-
viljamenn áfjáðir í, að íslendingar
sæktu ólympíuleikana í Moskvu á
sínum tíma? Vilja þeir ekki nota
íþróttir í stjórnmálabaráttu? Er
kommúnistastjórnin í Sovétríkjun-
um kannski betri i einhverjum
skilningi en apartheid-stjórnin í
Suður-Afríku? Forvitnilegt væri að
fá þann mun útlistaðan af Árna
Bergmann og lærisveinum hans.
Og af hverju í ósköpunum á að
banna Islendingum að njóta tón-
listar Cliffs Richard fyrir það eitt
að hann hélt tónleika í riki, sem
virðir ekki mannréttindi? Hafa
ekki margir íslenskir listamenn
gert hið sama? Hafa ekki margir
listamenn, sem eru félagar í Al-
þýðubandalaginu, skemmt alræðis-
stjórnum? (Þjóðviljinn segir, að
Sameinuðu þjóðirnar hafi sett
saman „svartan lista“ yfir þá lista-
menn, sem skemmt hafa í Suður-
Afríku. Hverjir skyldu vera höf-
undar hans? Að sjálfsögðu erind-
rekar svörtu einræðisherranna í
Afríku og fulltrúar kommúnist-
astjórnanna. Halda menn, að virð-
ing fyrir mannréttindum ráði gerð-
um þeirra?)
Ástæðan fyrir því, að ég hafna
refsitillögum vinstri manna ætti
nú að liggja í augum uppi. Utanrík-
isstefna, sem einkennist af
siðferðilegum tvískinnungi, er
ómerkileg og ósæmileg. Við lifum I
heimi þar sem aðeins örfáar þjóðir
njóta frelsis, lýðræðis og almennra
mannréttinda. Við komumst ekki
hjá því að hafa margvísleg sam-
skipti við hin ríkin, sem ekki njóta
þessara gæða. Það gildir jafnt um
Suður-Afríku sem Sovétríkin, Níg-
eríu sem Kína, og svo framvegis.
Margir lesenda vita kannski að
höfundur þessarar greinar er mik-
ill andstæðingur Sovétstjórnarinn-
ar og hefur varað sterklega við yf-
irgangi hennar á alþjóðavettvangi.
Samt hvarflar það ekki að mér að
leggja til að íslendingar hætti að
selja Sovétmönnum fisk og kaupa
af þeim olíu. Ég tel að vísu, að við
verðum að gæta þess að verða þeim
ekki of háðir um viðskipti, en tel
fráleitt að slíta þeim f eitt skipti
fyrir öll. Hið sama ætti almennt og
yfirleitt að gilda um önnur ríki,
sem við höfum hag af að eiga við-
skipti við, óháð stjórnarfarinu sem
þar er hverju sinni. Þar er Suður-
Afríka auðvitað ekki undanskilin.
Ákveðni og festa
lýðræöisríkja
Ég bið lesendur, að veita orðalagi
mínu hér að ofan sérstaka athygli.
„Almennt og yfirleitt," sagði ég, og
það merkir að þær aðstæður kunna
vissulega að koma upp, að lýðræð-
isríki taki sig saman um beinar
þvingunaraðgerðir til að knýja
eitthvert alræðis- eða einræðisríki
til að virða mannréttindi þegna
sinna. Auðvitað eiga lýðræðisríkin
ætíð að halda uppi vægðarlausri
gagnrýni á mannréttindabrot
(óháð viðskiptahagsmunum sín-
um), en ef þau ætla að taka eitt riki
fyrir og stuðla að æskilegum breyt-
ingum þar verður það „dæmi“ að
vera hugsað til enda. Ég held að
refsiaðgerðirnar, sem íslenskir
vinstrimenn og ýmsir stjórnmála-
m^nn erlendis, vilja beita Suður-
Afríku séu ekki af þessu tagi. Þær
eru vanhugsaðar og sumar þeirra
gætu líkiega leitt til meiri hörm-
unga í landinu en þar eru nú.
Sagan hefur leitt I ljós, að al-
mennar efnahagslegar refsiaðgerð-
ir gegn rikjum bera ekki árangur.
Þær bitna sjaldnast á valdhöfun-
um, en ætíð á saklausum þegnum
þeirra. Ef Vesturlönd hætta öllum