Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Háskóli Islands: Morgunblaöið/RAX Guðríöur Krístinsdóttir flugfreyja hjá Arnarflugi að störfum um borð f flugvél Arnarflugs sem flutti 250 pflagríma frá Jeddah til Algeirsborgar síðastliðinn sunnudag. Arnarflug flytur rúmlega 13.000 pílagríma í ár Pílagrímaflugi Arnarflugs til og frá Jeddah í Saudi-Arabíu lýkur þann 18. september nk., en þá hef- ur félagið flutt samtals 12.600 pfla- gríma í 50 ferðum á u.þ.b. 40 dög- um. Fyrri hluti pílagrímaflugsins hófst 1. ágúst sl. og stóð til 19. ágúst. Þá var gert hlé á ferðun- um á meðan Haj-hátíðin stóð yf- ir í Mekka. Flutningur á píla- grímunum aftur til baka hófst síðan 1. september og stendur yfir til 18. september eins og áð- ur sagði. Árlega fara um 700.000 píla- grímar í gegnum sérstaka píla- grímaflugstöð sem byggð var í Jeddah fyrir nokkrum árum. Arnarflug hóf í vor samstarf um leiguflug fyrir flugfélögin Air Algerie, Egypt Air og Saudia Air. Félagið rekur skrifstofu í Jeddah sem hefur yfirumsjón með verkefninu og að sögn Stef- áns Halldórssonar starfsmanns Arnarflugs í Jeddah voru starfsmenn félagsins i þessu verkefni um 300 frá 25 þjóðlönd- um þegar mest var. Arnarflug tók átta DC-8-flug- vélar á leigu víða að úr heimin- um. Vélarnar eru notaðar bæði í almennt farþegaflug, ptla- grímaflug og til vöruflutninga. í siðustu viku var einni flugvél- inni skilað, þar sem verkefnum fyrir Saudia-flugfélagið fer nú að fækka. Það sama er aö segja um önnur verkefni. Ein flugvélin verður þó áfram í vöruflutning- um fyrir Saudia fram á næsta sumar. Nú eru viðræður í gangi um áframhaldandi samstarf Arnar- flugs við áðurnefnd flugfélög. Rekstur heilsugæslustöðv- ar við Drápuhlíð boðinn út „ÞAÐ hefur lengi verið áhugi á því að reyna annað rekstrarform á heilsugæslu en hingað til hefur tíðk- ast,“ sagði Katrín Fjeldsted, formað- ur heilbrigðisráðs, í samtali við Morgunblaðið. í fyrradag samþykkti heilbrigðisráð að bjóða út rekstur fyrírhugaðrar heilsugæslustöðvar við Drápuhlíð í Reykjavík að fengnu leyfi heilbrígðisráðherra. Jafnframt var samþykkt tillaga sem lögð var fram um auglýsingu þar sem heil- brigðisráð auglýsir eftir heimilis- læknum og öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum er hefðu áhuga á að taka að sér rekstur heilsugæslustöðvar- innar. Tillaga minnihlutans í ráðinu um að ríkið auglýsti eftir læknum og hjúkrunarfræðingum var felld. Katrín sagði að hér yrði um takmarkað form á einkarekstri að ræða. „Þeir sem taka að sér rekst- urinn bera einhverja fjárhagslega ábyrgð, en fjármagn kemur aðal- lega frá opinberum aðilum, ekki í DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp .......... 6 Dagbók ................... 8 Fasteignir ........... 10—21 Leiðari ................. 34 Reykjavíkurbréf ...... 34—35 Myndasögur ........... 37—38 Peningamarkaður ......... 36 Raðauglýsingar ....... 46—53 íþróttir ............. 62—63 Fólk í fréttum ....42B—43B Dans/bíó/leikhús .. 44B/47B Velvakandi ......... 48B/49B frá sjúklingunum. Þeir sem taka að sér reksturinn munu hafa úr einhverri upphæð að spila og það er þá þeim í hag að reksturinn sé sem hagkvæmastur. Aðalatriðið er að staðið verði að þessu á sóma- samlegan hátt faglega." Heilsugæslustöðin við Drápu- hlíð á að þjóna Hlíðahverfi sem telur nú um 4.300 íbúa og markast af Miklubraut að norðan, Flugvall- arbraut að vestan og Kringlumýr- arbraut að austan. „Á síðasta ári skipaði heilbrigð- SALA Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi, dótt- urfyrirtækis SH, fyrstu átta mánuði ársins var 43,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Mest aukning varð í sölu verksmiðjuframleiddrar vöru eða 76%. ólafur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði i samtali við Morgunblaðið, að þessi aukna sala bvgeðist mikið á auknum isráðherra nefnd sem kannaði reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór-Reykja- víkursvæðinu,“ sagði Katrín. „Nefndin skilaði áliti í sumar en skýrslan sjálf fór auðvitað til ráð- herra og það er hans og formanns nefndarinnar að ákveða hverjir hafa aðgang að henni. Á fundinum í fyrradag komu upp raddir um að þessi skýrsla yrði lögð fram þar. En ég lagði ekki fram skýrsl- una, þar sem ég hafði ekki heimild til þess. Ef svo væri stæði ekki á afla heima og aukinni vinnslu á markaðinn í Bretlandi. Sagði hann framleiðsluna nánast selda jafnóðum. Salan fyrstu 8 mánuð- ina næmi 765 milljónum króna (13,9 milljónum punda) á móti 534 (9,7) á sama tíma í fyrra. Mestu munaði um verulega aukn- ingu í framleiddum vörum, sem að miklu leyti stafaði af því, að nýting verksmiðju fyrirtækisins og afköst væru mun meiri en í fyrra. mér að leggja hana fram. En ráð- herra verður að gefa heimild til þess“ sagði Katrín Fjeldsted að lokum. Nýr rektor settur í embætti Dr. Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor tekur við embætti rektors Háskóla Íslands við formlega athöfn í hátíðasal Háskóla íslands í dag. Athöfnin hefst með kveðju- ávarpi dr. Guðmundar Magnús- sonar fráfarandi rektors og eftir formlega afhendingu rektorsemb- ættis mun Sigmundur ræða stefnumið og viðfangsefni háskól- ans á næstu árum. Að því loknu verða kaffiveitingar í anddyri há- skólans í boði rektors. Sauðárkrókur: Steinullar- verksmiðjan vígð í dag Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki verður formlega vígð í dag, sunnudag. Athöfnin hefst klukkan 15.00 að viðstöddum iðnaðarráð- herra og fleiri gestum og sagt verður frá um aðdraganda og framtíð verksmiðjunnar. Sihanouk kemur í dag SIHANOUK prins, fyrrum þjóðhöfð- ingi í Kambódíu, kemur hingað til lands í dag. Prinsinn er væntanlegur til Keflavíkur um kl.15.00 í dag. Árdeg- is á morgun, mánudag, mun hann hitta að máli Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra, sem nú gegn- ir störfum utanríkisráðherra í fjar- veru Geirs Hallgrímssonar, sem er erlendis. Síðar um daginn ræðir hann við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Á þriðjudaginn boðar prinsinn til blaðamannafund- ar. Hann heldur af landi brott ár- degis á miðvikudag. Að sögn Þorleifs Thorlacius prótókollstjóra í utanríkisráðuneyt- inu er Sihanouk hér í einkaheim- sókn að eigin frumkvæði. Er til- gangur hans að kynna sjónarmið sín til ástands mála í heimalandi sínu fyrir Islendingum. Hann heimsótti hin Norðurlöndin í sama skyni í fyrra, en gat þá ekki komið því við að heimsækja ísland. Morgunblaftift/Einar Palur Einar Öder Magnússon tamningamaður aðstoðar við að koma hestunum í stíurnar. Nýstárlegir hrossaflutningar FLUGLEIÐIR fluttu 7 hross til Kaupmannahafnar með Boeing 727-þotu á föstudagskvöldið. Hrossin voru flutt i sérsmíðuðum stíum sem Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir tók þátt í að hanna. Stíurnar gera það að verkum að nú er hægt að flytja hross jafnóð- um til útlanda með flugi og ekki þarf að safna saman mörgum hrossum til þess að flytja út með sérstakri fraktvél. Hrossin voru flutt út á vegum danska fyrirtækisins Samson Transport. Icelandic Freezing Plants Ltd.: Selt fyi •ir 765 milljón ir í ár Aukningin miðað við sama tímabil í fyrra 43,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.