Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADID, SUNN.UDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
45
Úr sýningu Shakespeare-flokksins á Hamlet, sem sýndur verður í sumar. Hér má sjá Roger Rees í hlutverki Hamlet
og vofuna, sem leikin er af Richard Easton.
Mest er ahsóknin á kvöldin og um helgar.
Gekk ekki að sýna
eingöngu listrænar
kvikmyndir
Fyrir utan þá tónlistar- og leik-
listarstarfsemi, sem þegar hefur
verið nefnd, eru í Barbican Center
3 kvikmyndahús. Hinu stærsta,
sem tekur 280 manns í sæti, var
upphaflega ætlað að þjóna nær
eingöngu listrænum kvikmyndum,
sem ekki höfða til fjöldans. Þetta
reyndist ekki vel og var aðsókn
dræm þannig að nú eru þar einnig
sýndar nýjar kvikmyndir er ná til
stærri hóps. Þá hefur salur 2 boðið
upp á sérstakar barnasýningar
sem hafa gefist vel.
Að sögn upplýsingafulltrúans
ganga kvikmyndasalirnir vel og
laða að fólk úr nágrenninu og
sagði hún það vera von stjórnenda
hússins að þessi hópur vendist á
að koma í Barbican Center þá
einnig á aðra viðburði, sem boðið
er þar upp á.
Býður upp á sér-
stakt barnabókasafn
í Barbican er einnig bókasafn.
Auk þess að vera eitt stærsta al-
menna útlánssafnið í London hef-
ur það að geyma sérstakan kjarna,
sem inniheldur bækur um menn-
ingu og listir, og kemur safnið frá
Guildhall-skólanum. Þá er þar
einnig kjarni bóka um verslun og
viðskipti, sem þjóna ágætlega
Gresham College, sem er verslun-
arskóli í næsta nágrenni. Einnig
er þar sérstakt barnabókasafn, hið
fyrsta sinnar tegundar í London.
Þá má geta þess að hægt er að fá
þar lánaðar hljómplötur og snæld-
ur.
Fjölbreyttar myndlist-
arsýningar
Myndlist af öllu tagi er gert
hátt undir höfði á þessu menning-
arsetri. Aðalsýningasalirnir eru
þrír, þar af einn salur ætlaður ein-
göngu fyrir höggmyndalist. Þess
utan eru sýningar í anddyri og
göngum. Einn af þessum þrem söl-
um er sérstaklega ætlaður högg-
myndalist.
Þegar blaðamaður var á ferð í
Barbican Center var þar nokkuð
viðamikil sýning á verkum Edvard
Munch og á döfinni var meðal
annars sýning á verkum málara,
sem kenndir eru við hinn svokall-
aða „Newlyn-skóla“ í myndlist
(1880—1930). Er þetta fyrsta stóra
sýningin helguð honum í London.
En þeir sem eru af Newlyn-skól-
anum máluðu myndir í anda
raunsæisstefnunnar og höfðu að-
setur í borginni Newlyn á Corn-
wall-skaganum og varð borgin
fræg fyrir. Meðal listamanna sem
eiga verk á sýningunni eru Stan-
hope Forbes, H.S. Tuke og Frank
Bramley. Stendur sýningin yfir
frá 11. júlí til 1. september.
Af fleiri myndlistarviðburðum í
Barbican Center má nefna sýn-
ingu á málverkum listakonunnar
Gwen John, sem lést árið 1939. Er
hún álitin ein fremsta myndlist-
arkona Breta, enda þótt hún hafi
lifað og starfað í París iengst af.
Mun þessi sýning standa til 19.
september.
Þá verður á sama tíma sýning á
myndum eftir írska málarann
Roderic O’Connor (1860—1940).
Hann flutti einnig snemma á
listamannsævi sinni til Parísar og
var í slagtogi með Paul Gauguin.
En mestan hluta ævi sinnar bjó
O’Connor í Pont Aven á Brittaníu-
skaga.
Loks verður sýning á hefðbund-
inni japanskri myndlist, sem enn
hefur mikið gildi fyrir Japani.
Inniheldur sýningin verk eftir 50
japanska nútímalisiamenn, sem
enn vinna myndir í þessum anda.
Hafa myndirnar aldrei fyrr verið
sýndar á Vesturlöndum. Sýningin
mun standa frá 28. nóvember til
Svið Barbican Theatre, þar sem Royal Shakespeare Company hefur aðsetur sitt Sviðið hallar fram, svo áhorfendur
sjái betur hvað þar er að gerast.
19. janúar á næsta ári.
Ekki má gleyma viðamikilli
ljósmyndasýningu, sem spannar
þróun amerískrar ljósmyndagerð-
ar á árunum 1945—80 og lýsa þær
hinu mikla félagslega, pólitíska og
efnahagslega umróti, sem varð í
Bandaríkjunum á þessum árum.
Er sýning þessi tengd amerískri
hátíð, sem verður í Bretlandi á
þessu ári.
Veitingasalur meö suö-
rænum gróðri
í Barbican Center eru veitinga-
salir bæði úti og inni. Vert er að
minnast á einn þeirra, sem er á
efstu hæð, en þaðan er gengið inn
í mikinn og fallegan innigarð með
suðrænum gróðri.
5,5 milljónir manna
hafa komið í Barb-
ican Center
En hvernig hefur aðsóknin að
Barbican Center verið þessi 3 ár
síðan hún var opnuð? Við spurðum
upplýsingafulltrúann þessarar
spurningar. Sagði hún að fyrsta
árið hefði aðsókn verið mikil og
mætti meðal annars rekja það til
þess að þá var nýbúið að opna og
naut starfsemin því mikillar at-
hygli fjölmiðla. Annað árið hefði
gestafjöldi verið nokkru minni, en
á síðastliðnu ári hefði aðsóknin
aukist aftur. En samtals er talið
að um 5,5 milljónir manna hafi
sótt Barbican Center á þessum
þrem árum.
Sagði hún að flestir kæmu um
helgar, en þá kæmu um 10 þúsund
manns. Á kvöldin væri líka líflegt
er sýningar væru í gangi.
Við spurðum hvers konar fólk
kæmi einkum í Barbican Center?
Sagði fulltrúinn að leikhúsið og
tónleikana sækti tiltölulega fá-
mennur hópur menningarlega
sinnaðs fólks og hefðu forráða-
menn Barbican verið gagnrýndir
fyrir að miða starfsemina fremur
við þennan hóp. Einnig hefðu þeir
verið gagnrýndir fyrir að auglýsa
ekki nógu vel og mætti það ef til
vill til sanns vegar færa. Ennþá
væri verið að fikra sig áfram með
rekstutinn og alltaf væru þau að
læra eitthvað nýtt.
Textú
Hildur Einarsdóttir.
Þegar blaðamenn Morgunblaðsins litu inn var þar sýning á verkum Edvard
Munch.