Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRÍÐA PROPPÉ
Svavar fer einförum á meðan
óánægja flokksmanna magnast
— Af hinum „leiðinlega, ólýðræðislega og staðnaða kerfisflokki“ Alþýðubandalaginu og formanni þess
Framtíð án fjötra var yfirskrift landsfundar 1983, en svo kaldhæðnis-
legt sem það er, virðist formaðurinn hafa kosið að hneppa sjálfan
sig og flokk sinn í eigin fjötra - fjötra einangrunar og gamalla drauga.
Flokksmenn eru löngu saddir á sífelldri vöm forustumannanna á
fyrri gjörðum, neyðaráætlunum og álstríðum.
KRAUMANDI óánægja er meðal al-
þýðubandalagsmanna og beinast nú
öll spjót óánægjuaflanna að for-
manninum, Svavari Gestssyni, sem
farið hefur einforum. Deila menn
m.a. hart á Svavar fyrir einræði og
svo virðist sem hann hafi á skipuleg-
an hátt síðustu misserin bitið af sér
marga þá forustumenn flokksins,
sem áður áttu með honum gott sam-
starf. Framganga formannsins á
framkvæmdastjórnarfundi sl. mánu-
dag er talin gott dæmi um vinnu-
brögð hins einræna formanns, en
þar var tillögum hans, sem fundar-
menn segja að hafi verið illa eða alls
ekkert undirbúnar, hafnað og/eða
breytt. Þá er mönnum tíðrætt um
stefnuleysi flokksins og bágborna
frammistöðu í stjórnarandstöðu,
jafnt á landsmálavettvangi sem í
borgarstjórn. Framundan eru stórir
fundir innan Alþýöubandalagsins,
miðstjórnarfundur í október og
landsfundur í nóvember. Einn þing-
manna Alþýðubandalagsins segir, að
Svavar hafi látið að því liggja að
hann ætlaði sér ekki í framboð til
formanns á ný á landsfundinum, en
menn telja minnkandi líkur á því að
honum sé fært að gefa ekki kost á
sér vegna ríkjandi ástands. A slfkt
yrði iitið sem uppgjöf af hans hendi.
Þá eru og raddir sem segja það
flokknum lífsspursmál að fá nýjan
formann, sem unnið geti með
fiokksmönnum að því að rífa flokk-
inn upp úr þeirri ládeyðu sem hann
er kominn í.
„Flokkurinn er leiðinlegur, ólýð-
ræðislegur og staðnaður kerfis-
flokkur, sem fyrst og fremst eyðir
kröftum sínum í að verja það sem
er eða það sem var. Sá flokkanna
sem stendur einna dyggastan vörð
um kerfið eins og það er, bendir
ekki fram á veginn til nýrra
möguleika eða nýrra framtíðar-
vona. Hefur í augum flestra
brugðist því að berjast fyrir bætt-
um kjörum launafólks." Þessi
lesning úr skýrslu svonefndrar
mæðranefndar um stöðu Alþýðu-
bandalagsins, sem kom fyrir al-
menningssjónir i síðustu viku, er
dæmigerð fyrir álit mjög margra
alþýðubandalagsmanna á flokki
sínum. Vandi flokksins virðist því
tvíþættur, annars vegar for-
mannskreppan og hins vegar
stefnuleysið. Einn þingmanna
flokksins segir enda að sú stað-
reynd að ekki stefni í harðvítugar
kjaradeilur á komandi mánuðum
þýði að Alþýðubandalagið komi
vopnlaust á þingi i haust —
glæpnum hafi verið stolið af þeim
með kjarasamningunum.
Sterk öfl í gang
gegn Sigurjóni
Þó öll spjót séu á formanninum
þá er ekki síður óánægja með for-
ustusveitina í heild, sér í lagi
þingmenn og borgarstjórnarfull-
trúa. Kom m.a. fram í viðtölum
við flokksmenn, að þegar eru sterk
öfi farin að vinna gegn endurkjöri
Sigurjóns Péturssonar efsta
manns Alþýðubandalagsins i
borgarstjórn, en hann virðist eiga
litlum vinsældum að fagna hjá
mörgum fiokksmönnum. Forustu-
sveitinni er legið á hálsi fyrir
marga hluti, aðra en þá að hafa
brugðist launafólki, t.d. er hún
sögð hafa brugðist gersamlega í
andófi við nýju ratsjárstöðvarnar,
algjört stefnuleysi ríki f sjávar-
útvegsmálum og þingmönnum á
landsbyggðinni er núið þvi um
nasir að hafa brugðist því hlut-
verki að halda fjármagni í heima-
byggðum og stöðva fólksflótta til
höfuðborgarinnar.
Svavar og aðrir forustumenn
hafa lagt mikið upp úr því undan-
farið að Alþýðubandalagið sé
verkalýðsflokkur og byggi á
traustum samskiptum við verka-
lýðshreyfinguna. Með þetta í huga
hefur formaðurinn staðið klaufa-
lega að samskiptum við verka-
lýðsforingja fiokksins á stjórnar-
ferli sínum. Hvað eftir annað hef-
ur verið sparkað i helstu málsvara
fiokksins innan verkalýðshreyf-
ingarinnar af fiokksmönnum, án
sjáanlegra afskipta formannsins.
Lítur nú helst út fyrir að endan-
lega hafi verið skorið á samvinnu
þar í milli með kjöri hins nýja
verkalýðsmálaráðs flokksins, sem
að stærstum hluta er slitið úr
tengslum við gömlu foringjana.
Einn slíkur segir um Svavar, að
honum sé vorkunn og Alþýðu-
bandalagið sé undir hans stjórn
ekki svipur hjá sjón frá því sem
var þegar Lúðvík gegndi for-
mennsku. Lúðvík hafi látið allt
nöldur og óánægju lönd og leið og
haldið sínu striki. Svavar aftur á
móti taki þetta alltof nærri sér og
bregðist rangt við. Sá hinn sami
verkalýðsforingi segist telja bága
stöðu flokksins skiljanlega i ljósi
þess að núverandi ríkisstjórn sé
sterk. Hún hafi unnið allt öðru
vísi en flestar fyrri ríkisstjórnir,
beinskeyttar, og hafi tekist það
sem fyrri ríkisstjórnum hafi ekki
tekist, þrátt fyrir að þær hafi
reynt, þ.e. að ná fram breytingum
á launakjörum. Stjórnarandstað-
an sé veik og sundruð og því ekki
annað en eðlilegt að stærsti
stjórnarandstöðufiokkurinn fái
bágt fyrir.
Einræni formannsins stað-
fest í framkvæmdastjórn
Vinnubrögðum Svavars er rétti-
lega vel lýst með framgöngu hans
á framkvæmdastjórnarfundi
flokksins sl. mánudag, eins og
fiokksmönnum er tíðrætt um. Þar
endurspeglast ennfremur sam-
skiptaörðugleikar hans og Ólafs
Ragnars Grímssonar formanns
framkvæmdastjórnarinnar. ólaf-
ur var mjög náinn samstarfsmað-
ur Svavars allt fram að síðustu
áramótum en nú ræðast þeir varla
við. Á framkvæmdastjórnarfund-
inum var unnið að undirbúningi
miðstjórnarfundar í október nk.
þar sem ræða á m.a. stöðu flokks-
ins í ljósi mæðranefndarskýrsl-
unnar og utanríkismál. Svavar
gerði að tillögu sinni á fundinum,
að hann sjálfur hefði framsögu
um stöðu fiokksins. Guðrún
Helgadóttir kom þá með tillögu
um, að Rannveig Traustadóttir,
einn mæðranefndarfulltrúinn,
flytti ennfremur framsögu og var
sú tillaga studd af Ólafi. Helgi
Guðmundsson ritari fiokksins
gerði þá að tillögu sinni, að Ólafur
Ragnar flytti framsögu með Svav-
ari í stað Rannveigar, en Ólafur
sagði slíkt ekki koma til greina.
Svavar gerði einnig að tillögu
sinni á fundinum, að Ólafur Ragn-
ar, Guðrún Helgadóttir og Hjör-
leifur Guttormsson flyttu fram-
sögu á miðstjórnarfundinum um
utanrikismál. ólafur Ragnar af-
bað þátttöku í slíkum ræðufiutn-
ingi. Málum þessum var frestað til
framkvæmdastjórnarfundar nk.
mánudag og var fátt um kveðjur
milli formannsins og fram-
kvæmdastjórnarmanna er fundin-
um lauk.
Þá gerðist það ennfremur á
fundinum, að Ólafur Ragnar gerði
athugasemd við að Hjörleifur
Guttormsson fyrrum iðnaðarráð-
herra flytji ávarp á námstefnu
fiokksins um nýja sókn í atvinnu-
lífinu sem fram á að fara sunnu-
daginn 22. september nk. Sagðist
Ólafur telja nærveru Hjörleifs þar
setja „pólitíska slagsíðu" á nám-
stefnuna og krafðist upplýsinga
um hver tekið hefði ákvörðun um
þann ræðuflutning. Helgi Guð-
mundsson og össur Skarphéðins-
son, sem sæti áttu i undirbúnings-
nefnd námstefnunnar sögðu þá
ákvörðun ekki frá nefndinni
komna. Svavar svaraði engu fyrir-
spurn ólafs en Hjörleifur Gutt-
ormsson sagði í viðtali við undir-
ritaða, að hann muni flytja um-
rædda ræðu á námstefnunni að
ósk formannsins og framkvæmda-
stjóra flokksins, Einars Karls
Haraldssonar.
Hjörleifur dæmi-
gerður „gamall
staðnaður kerfískarl“
Hjörleifur virðist eiga undir
högg að sækja hjá mörgum flokks-
mönnum og er hann talinn bezta
dæmið um „gamla staðnaða kerf-
iskarla" í forustusveitinni, sem
eyði öllum tima sínum í að rétt-
læta gjörðir sínar f iðnaðarráð-
herratíð sinni i stað þess að lfta
fram á veginn og skapa aðlaðandi
stefnu. Viðmælendum er og tíð-
rætt um einræni fiokksformanns-
ins og einræðisleg vinnubrögð.