Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 23
frá dönskum framleióanda Leitió upplysinga um verÓ og afgreiÓslu iVerslunardeild 'Sambandsins Byggingavörur Holtagöröum - Simi 812 66 Svavar óskar félaga Vilborgu til hamingju með kjör hennar í stöðu varaformanns á lands- fundinum 1983. Hin aldna kempa og fyrrum óumdeildur foringi flokksins, Lúðvík Jóseps- son, var þungur á brún, þegar kjöri Vilborgar var lýst og hann ræddi lágum rómi við Baldur Óskarsson, lengst til vinstri á myndinni, á meðan formaðurinn minntist við varaformanninn. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI — 23 Tveir ökumenn stinga af eftir að hafa valdið tjóni TVEIR ökumenn stungu sf eftir að hafa misst vald á bifreiðum sínum og valdið tjóni. Annar ók á Ijósastaur og hafnaði bifreiðin að lokum á tveimur mannlausum bifreiðum. Bifreiðin var í óökufæru standi og hafði maðurinn sig á brott á tveimur jafnfljótum. Ekki hefur spurst til hans síðan. Hinn ökumaðurinn náð- ist skömmu síðar. Volkswagen-bifreið var ekið austur Laugalæk frá Sætúni. Ökumaðurinn missti vald á bifreið sinni, hafnaði á ljósastaur með þeim afleiðingum að tvær línur slitnuðu. Þaðan kastaðist bifreiðin á kyrrastæðar bifreiðir við Laug- arnesveg. Fólk heyrði mikla skruðninga og sá til mannsins þegar hann flýði. Hann hefur lík- lega eitthvað slasast, því framrúða bifreiðarinnar brotnaði og stýrið hafði gengið til. í hinu tilvikinu missti ökumaður stjórn á bifreið sinni við Sætún þegar hann hugðist beygja suður Kringlumýrarbraut. Bifreiðin fór upp á umferðareyju og hafnaði á svokölluðum öndunartúða Hita- veitu Reykjavíkur; túðar þessir eru leiddir upp á yfirborð jarðar frá neðanjarðardælum. Ökumaðurinn ók á brott en náðist skömmu síðar. fc æet fi.3aMaT*iaa .ei siudaq\mx'Jíí .aiaA.iavrjoaoM ---------------------------------------------MORGUNBLAÐIP, SUNNPPAOUR-lðrSEPTEMBEIÞ198S- - ~ -----------— ............ .........—■ ■ ' - .......... ' ........................-.......... Glaðhlakkaleg forustusveit fagnar kjöri sínu á landsfundinum 1983. Flokksmenn fmna m.a. að því að hvorki hafi heyrst né sést til þessar- ar forustu síðan, þ.e. annarra en félaga Svavars. Samskiptum hans og Ólafs Ragn- ars hefur verið lýst hér að ofan en Svavar er sagður hafa brugðist mjög harkalega við, þegar Ólafur Ragnar gaf opinberlegar yfirlýs- ingar í tilefni af niðurstöðum mæðranefndarinnar. Menn telja að Svavar leiti nú orðið sjaldan ráðgjafa. Ingi R. Helgason for- stjóri Brunabótafélags íslands og Guðmundur Hjartarson fyrrum seðlabankastjóri eru nefndir sem fyrrum dyggir ráðgjafar flokks- foringjanna og munu þeir hafa a veitt ráðherrum flokksins ómæld- an stuðning í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Talið er að þeir hafi smám saman dregið sig í hlé og einn viðmælandi segir, að ef Svavar leiti yfir höfuð ráðgjafar þá sé það helst til Sigurjóns Pét- urssonar. Eitt af því sem mæðranefnd- arskýrslan gerir að umræðuefni er ímynd flokksins út á við og segir í henni, að flokkurinn verði að breyta henni m.a. með því að fleiri komi fram fyrir hönd flokksins „en þungbúnir og ábúðarmiklir „gamlir“ karlar“, eins og það er orðað. Þá er og nefnt sem mis- heppnuð tilraun til að breyta þess- ari ímynd kjör tveggja kvenna í æðstu stjórn flokksins á síðasta landsfundi, þ.e. Vilborgar Harð- ardóttur í stöðu varaformanns og Margrétar Frímannsdóttur í stöðu gjaldkera, en að þær hafi ekki sést né heyrst síðan. Þetta er og nefnt sem dæmi um einræði flokksfor- mannsins, sagt er að hann gæti þess vandlega að sem minnst beri á þessu fólki út á við. Vandi Alþýðubandalagsins og Svavars Gestssonar virðist að framansögðu margþættur. Miðað við stöðu mála á hann erfitt með að draga sig í hlé á komandi landsfundi en sterk öfl innan flokksins vilja fá annan formann. Hefur nafn Ragnars Arnalds til dæmis verið nefnt sem hugsanleg- ur sáttaaðili, en tiltölulega frið- sælt virðist vera í kringum hann innan flokksins, sem ekki verður sagt um aðra sem tilnefndir hafa verið eins og til dæmis Ólaf Ragn- ar Grímsson. Líklegra er þó að Svavar verði endurkjörinn á kom- andi landsfundi og að samkomu- lag náist um beinskeyttari stefnu Alþýðubandalagsins, en þar með eru vandamálin ekki frá, þvi mikil „katlahreinsun“ virðist framund- an, eins og einn viðmælandi minn orðaði það. Vindasamt í kringum einfarann á toppnum Borgar- og sveitarstjórnakosn- ingar eru á komandi vori og menn þegar farnir að brýna kutana gegn Sigurjóni Péturssyni efsta manni á lista Alþýðubandalagsins. Sigur- jóni er margt fundið til foráttu og lýsti einn viðmælandi stöðu hans svo innan flokksins, að menn gleymi aldrei þeirri ímynd sem hann hefði gefið á forustumanni flokksins í borgarstjórn, þegar birst hefði mynd af honum í dagblaði við laxveiðar í Elliðaán- um með stóran digran vindil milli tannanna. Öll hans framganga væri í þeim sama stíl, lítt við hæfi að mati hins almenna flokks-. manns. Adda Bára Sigfúsdóttir hefur lýst því yfir að hún fari ekki fram á ný og flest bendir til að forval verði um röðun frambjóð- enda á listann. Auk Sigurjóns munu Guðrún Hallgrímsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson væntan- lega gefa kost á sér á ný. Þá hefur verið talið líklegt að Álfheiður Ingadóttir taki þátt í slagnum en samkvæmt heimildum undirrit- aðrar mun hún alls ekki ákveðin í því, telur nóg komið eftir átta ára afskipti af borgarmálefnum. Af öðrum nöfnum sem nefnd hafa verið sem hugsanlegir frambjóð- endur má tilgreina ritstjóra Þjóð- viljans, Össur Skarphéðinsson. í tilefni af hugsanlegu framboði Þjóðviljaritstjórans er eftirtekt- arvert að á meðan illdeilur hafa magnast innan Alþýðubandalags- ins og fylgið hrynur af flokknum virðist hinn nýi ritstjóri hafa treyst stöðu sína og ritstjórnar- stefnu, þó harðlega hafi verið deilt á hana af flokksmönnum og þá sérstaklega af borgarstjórnarlið- inu. Þó margir forustumanna Al- þýðubandalagsins, sem undirrituð ræddi við vegna stöðu flokksins, hafi orðað það svo, að allt þetta uppistand sé ekki annað en „stormur í vatnsglasi", eins og mjög margir kusu að kalla það — aðallega í fjölmiðlum má reikna með að það verði vindasamt og einmanalegt á toppnum í hrað- minnkandi Alþýðubandalagi á komandi mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.