Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
27
um á áhrifum þess að leika eða
skrifa. „Þú getur leyft þér meira
þegar þú ert að leika. Þú getur farið
inn í nýja einkatilveru, sem aldrei
fyrr hefur verið útskýrð með orð-
um. Þú ert ekki einu sinni viss um
að hún sé sýnileg. Það sem ég á við
er að þú getur haft áhyggjur af lík-
þornunum á tánum, en hvort áhorf-
endurnir taka eftir því er annað
mál. En þegar þú skrifar verður þú
að útskýra þetta. Lesendurnir
verða að sjá þetta. Tengslin eru
þarna svo gjörólík."
Síðdegis fór ég að horfa á Sam
leika póló. Póló-völlurinn var víð-
áttumikil græn flöt þakin vökvuðu
grasi þarna í miðri eyðimörkinni.
Þegar ég kom hafði einn leikmanna
dottið af baki, og margir aðrir safn-
azt saman hjá honum. Sam sat á
gæðingi sínum og beið þess að
leiknum yrði haldið áfram. Hann
virtist algjörlega áhyggjulaus, sitj-
andi í hnakknum, þótt það virtist
eitthvað ólíkt honum að vera með
hjálm á höfði og kylfu í hendi.
Pólóvöllurinn á lítið skylt við ródeó,
þar sem hann fellur betur inn í
myndina. „Póló er það skemmtileg-
asta sem ég geri á hestbaki," sagði
hann mér. Hann segir að það séu
fleiri en auðmenn sem leiki póló,
þótt hver þátttakandi verði að eiga
marga sérræktaða hesta.
Þegar ég kom sat Jessica uppi á
Mercdes-skutbílnum sínum og
fylgdist með honum.
Aður hafði Sam látið mig heyra
nokkrar gamaldags hugmyndir sín-
ar um listina. Hann trúir því að „til
þess að geta gert eitthvað mark-
vert, verðir þú að þjást. Það sem
kemur þjáningalaust er einskis
virði. Þetta er það sem ég hef verið
að reyna að gera — komast í að-
stöðu sem er ... é g vil ekki segja
vonlaus, en köld og ströng."
Pólóvöllurinn var hvorki kaldur
né strangur, og það er líf Sams
heldur ekki lengur. I leikhléi baðst
hann afsökunar á því hve lítil
harka væri í þessum æfingaleik.
„Aðallega er þetta til að þjálfa
hestana." Hann hafði svitnað mik-
ið, og náði sér í vatnssopa i Silver-
ado-flutningabílnum sínum. Að
svitna er ekki aö þjást og velgengni
þessa fertuga manns gerir honum æ
erfiöara að finna þjáninguna.
Verk Sam Shepards hafa alltaf
að einhverju leyti byggzt á ævi
hans sjálfs, atburðirnir í lífi hans
hráefnisforði sem hann vinnur úr
og raðar upp. Ef dæma má af skrif-
um hans hefur leiðin til sambúðar
með Jessicu ekki verið greið. Hann
er í eðli sínu fjölskyldumaður, mjög
tengdur foreldrum sínum og systr-
um, og hafði verið kvæntur leik-
KUaddur Sam Shephard-einkennisbúningi sínum, upplituðum gallafötum
Shephard í hlutverki Chuch Yeager (kvikmyndinni The Right Stuff.
konunni O-Lan Johnson í mörg ár
þegar hann kynntist Jessicu. Þótt
hann hafi hlaupizt frá konu sinni
og syninum Jesse Mojo stundum
áður (sérstaklega þegar hann fór að
búa með Patti Smith snemma á átt-
unda áratugnum), sneri hann jafn-
an heim aftur. Nú er Sam að tala
um að eignast börn með Jessicu
þegar gengið hefur verið frá skiln-
aðinum.
í Motel Chronicles birti hann eft-
irfarandi Ijóð sitt:
í've about seen
all the nose jobs
capped teeth
and silly-cone tits
I can handle
I’m heading back
to my natural woman
11/23/81
Los Angeles, Ca.
Ljóðið birtist við hliðina á mynd
af O—Lan. Dagsetningin bendir til
þess að það hafi verið ort um það
leyti sem sambandið við Jessicu var
nokkuð slitrótt, en þótt Jessica
haldi þvi óbreyttu sem náttúran gaf
henni, er hún engu að síður fulltrúi
draumóra og dýrðarljóma kvik-
myndaheimsins.
í Paris Texas koma fram áhyggj-
ur Sams vegna O-Lan. Aðalper-
sónan, Travis, virðist þjást af minn-
isleysi, en hefur aðeins orðið fyrir
miklu taugaáfalli, að því er Sam
segir. Travis finnur son sinn, sem
hefur búið hjá bróður hans, og
smám saman tekst honum að koma
samskiptum þeirra í eðlilegt horf.
Saman halda þeir fegðgar til Texas
til að leita að konu Travis, móður
drengsins. Þeir finna hana, en
Travis telur sig knúinn til að yfir-
gefa þau á ný.
í samtali sem birtist með blaða-
kynningu á Paris, Texas talar Sam
um þá hugmynd að til sé „ímyndað-
ur félagi og ímyndað líf, sem alltaf
eru að leysa raunveruleikann af
hólmi... 1 þessum samskiptum
karla og kvenna er alltaf tvennt
sem fer saman: Það er hugmyndin
um með hverjum ég er, og með
hverjum ég er raunverulega." Þegar
ég hlusta á hann hrósa hæfileikum
Jessicu og áhrifum, velti ég því
fyrir mér hvað hann ætti við með
„hugmyndinni um með hverjum ég
er“. í Jessicu virðist Sam hafa fund-
ið andlegan jafningja sinn. í bili að
minnsta kosti virðist draumheimur
hans hafa runnið saman við raun-
veruleikann.
I nýja leikritinu sem hann er að
semja fjallar hann um það „hvernig
ímyndunin er alltaf að rekast á
raunveruleikann. Þetta með ímynd--
unina hefur alltaf valdið mér erfið-
leikum. Það er svo auðvelt að týna
sjálfum sér í heimi... kraftsins."
Hvort Sam lýkur við að semja
nýja leikritið er ekki ljóst. Hann á
mikið af hálfunnum verkum. Hann
vildi gjarnan semja fleiri kvik-
myndahandrit, og hefur þegar
byrjað á nokkrum, en „það er svo
niðurdrepandi þegar þú ert hálfn-
aður og gerir þér ljóst að til að
koma þessu verki til vinnslu verður
þú að sitja fundi með þessum ...
fíflum. Þú neyðist til að sækja
þessa fáránlegu fundi aðeins til
þess aö útvega fé til framkvæmd-
Vinnan við Paris, Texas var
ánægjuleg. Sam þurfti ekki að
vinna með neinum nema Wim
Wenders leikstjóra, sem upphaf-
lega hafði viljað gera kvikmynd
byggða á Motel Chronicles. Wend-
ers hafði hugsað sér mjög lauslegan
evrópskan söguþráð byggðan á
smásögum og endurminningum
Sams. Sam þótti hugmyndin of
bókmenntaleg, og Wim féllst á það,
svo þeir settust niður við að skrifa
eitthvað „I anda Motel Chronicles,
en frásögnin fór fljótlega inn á allt
aðrar brautir." Sam og Wim hittust
daglega, fyrst í San Francisco, síðar
í Santa Fe, til að semja söguna.
Þetta tók hálft annað ár.
Sam vildi mjög gjarnan vera
leikstjóri í kvikmynd, en „það er
mjög erfitt á þessu skeiði ævi minn-
ar að verða að sanna getu mína. Ef
einhver vildi fá mér fé og segja mér
að gera kvikmynd upp á eigin spýt,-
ur og afskiptalaust, gerði ég það á
stundinni."
Við sitjum í Rose Room í La
Posada, sama hótelinu og við höf-
um snætt hádegisverð á daginn áð-
ur. Rose Room, sem er hluti af
barnum, átti að heita lokað, en
ráðamenn höfðu heimilað okkur
Sam að vera þar. Við drukkum kaffi
og horfðum út um stóran, hringlaga
glugga með rósrauðu steindu gleri.
í dag talaði Sam um föður sinn.
„Pabbi minn fórst hérna í marz.
Hann varð fyrir bíl. Hann var illa
haldin af áfengissýki. Svo ... a 111
er einhvern veginn ... o r ð i ð
breytt.“
Hann var stöðugt að kíkja út um
smærri hliðarglugga, eins og hann
væri að leita að einhverjum. Þrennt
gekk framhjá á bílastæðinu fyrir
framan.
„Það var mikil harka í þessu.
Hann var einhvernveginn að leita
að leið til lausnar, skilur þú? Þann-
ig fór hann.“
Drykkjusjúki og fráhverfi faðir-
inn er kunnugleg persóna úr leik-
ritum Sams, og í Motel Cronicles
kemur hann oft fyrir. Tilraunir
Sams til að lækna föður sinn voru
tilgangslausar, „hann notaði alla
peningana sem ég gaf honum fyrir
mat til að kaupa viskí.“ Áhrifa föð-
urins gætir jafnvel í Country. Per-
sónan sem Sam leikur drekkur mik-
ið til að mæta vandamálum sínum,
og liggur nærri að þessi drykkja
eyðileggi fjölskylduna.
Faðir Sams sá aðeins eitt leikrita
hans. Hann var þá svo drukkinn að
það þurfti þrjá menn til að koma
honum í leikhúsið, og hann hélt
uppi stöðugum samræðum við leik-
ararna meðan á sýningu stóð. Sam
skilur tilfinningar föður síns.
„Hann kannaðist við ýmis atriði úr
fjölskyldunni, svo hann þurfti að
standa upp og ræða málin. Ég var
ekki viðstaddur, en frétti að eftir að
sýningu lauk hafi einhver komizt
að því að þetta var pabbi minn, og
allir hafi klappað fyrir honum. Það
var honum mikilsvert."
Vandi getur fylgt erfðum, og
Sam eignaðist sín eigin drykkju- og
eiturlyfjavandamál. Á sjöunda ára-
tugnum ánetjaðist hann chrystal
methedríni, og fluttist árið 1971 til
Englands til að losa sig við þetta
amfetamín-afbrigði. En eftir að
hafa losnað úr viðjum lyfsins, á-
netjaðist hann öðrum vímugjafa.
„Ég fékk þessa undarlegu tilfinn-
ingu að tequila væri allra meina
bót.“ Eftir að hann kynntist Jessicu
er hann hættur að drekka óhóflega.
„Þetta hefur sannarlega verið
mjög sérstakt ár. Allir þeir karl-
menn sem mest áhrif hafa haft á líf
mitt eru annað hvort látnir eða
hafa orðið fyrir alvarlegum áföll-
um — eins og vinur minn Joe Cha-
ikin í New York, sem gekkst undir
þriðju hjarta-skurðaðgerðina, en
fékk svo hjartaslag. Allt þetta ár
hafa áföllin komið eins og á færi-
bandi í sambandi við dauða og al-
varlega sjúkdóma. Ég veit ekki al-
veg hvernig á að taka þessu.
„Ég held að aðallega sé um tvær
leiðir að ræða: Þú getur annað
hvort drepizt eins og hundur, eða
dáið eins og maður. Og ef þú drepzt
eins og hundur, verður þú aftur að
moldu. Allt þetta tal í Biblíunni er
alveg rétt. Af moldu og að moldu.
Ég lét brenna Hk föður mins, viss-
irðu það? Það var svo sem ekki
mikið eftir af honum. Svo gefa þeir
þér þennan kassa með öskunni i.
Kassinn er eins og hann standi í
sviðsljósinu á vissan hátt, af því
þetta er hann, en samt er þetta að-
eins lítill leðurkassi.
„Við létum grafa hann í kirkju-
garði uppgjafahermanna. Tvennt er
í sviðsljósinu við athöfnina, kassinn
og samanbrotinn fáni. Ég starði
allan tímann á kassann meðan ég
var að lesa upp. Ég var að lesa Ijóð-
in eftir Lorca, sem honum voru svo
kær. Svo lauk athöfninni og allir
stóðu upp — hún fór fram utan-
dyra, undir tjaldi, og allir héldu á
brott. Við vorum á leiðinni burt
þegar ég leit við og sá að kassinn og
fáninn voru enn þarna á borðinu.
Énginn var þar nálægur, svo mér
datt í hug hvort ætlazt væri til þess
að ég tæki kassann eða ... ég sneri
við og sótti kassann og ég.. h a n n
var svo þungur. Mér hafði ekki
dottið í hug að aska manns gæti
verið svo þung.
Ég sá þessa tvo smávöxnu Mexík-
ana sitjandi í grænum vörubíl með
skóflur á pallinum. Þeir voru að
bíða þess að allir færu svo þeir
gætu tekið kassann og stungið hon-
um ofan í holu. Svo ég setti kassann
aftur á borðið og fór. Ég beið hjá
bílnum mínum og fylgdist með því
þegar þeir fóru og sóttu hann. Það
var einkennileg tilfinning."
Allt í einu stökk Sam á fætur,
leit út um hliðargluggann og kall-
aði: „Sé þig rétt strax, elskan.”
Úti fyrir, á bílastæðinu, voru
Jessica og Shura. „Ég var að leita
að þér,“ sagði Jessica, og brosti til
hans.
„Ég er hérna."
Sam flýtti sér að taka vírnetið
frá glugganum.
„Hvað ertu að gera?“
„Komdu hingað og kysstu mig.“
Hann teygði sig langt út um glugg-
ann til að kyssa hana, í um það bil
fjörutíu og fimm sekúndur.