Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Minning:
Lára Pálsdóttir
Tengdamóðir mín, Lára Páls-
dóttir, andaðist að kvöldi hins 11.
september 1985 á 85. aldursári.
Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskapellu mánudaginn 16.
september.
Lára fæddist 20. febrúar 1901 að
Tungu I Fáskrúðsfirði, dóttir
hjónanna Elínborgar Stefánsdótt-
ur og Páls Þorsteinssonar, er þar
bjuggu. Var hún eitt af 14 börnum
þeirra hjóna. Lára ólst upp og
dvaldist að mestu í foreldrahúsum
þar til er hún giftist áriö 1927
Þorvaldi Þorsteinssyni skipstjóra
í Hrísey, þar sem þau hófu bú-
skap. En sambúð þeirra varð ekki
Iöng, því að Þorvaldur lést eftir
eins árs hjónaband, á brúðkaups-
degi þeirra, 21. mars. Þau höfðu
eignast eina dóttur, Þórdísi, sem
+
Móðursystir mín,
GUNNHILDUR ARNBJÖRNSDÓTTIR,
andaöist á Elliheimilinu Grund 9. september. Jarösett veröur frá
nýju kapellunni í Fossvogi miövikudaginn 18. september kl. 3 e.h.
F.h. aöstandenda,
Kristín Jónsdóttir.
t
Systirokkar,
HULDA HALLDÓRSDÓTTIR,
lóst hinn 9. þ.m. og veröur jarösungin frá nýju kapellunni í Fossvogi
þriöjudaginn 17. septemberkl. 10.30.
Blóm og kransar afbeönir.
Petrína Halldórsdóttir Kohlberg
Hafliði Halldórsson.
+
Móöirmín,
LÁRA PÁLSDÓTTIR
frá Tungu í Fáskrúösfirói,
veröur jarösett frá Fossvogskapellu mánudaginn 16. september kl.
16.30.
Pórdís Þorvaldsdóttir.
+
Maðurinn minn, faöir okkar, bróöir og tengdasonur,
ÞÓRARINN ÁG. FLYGENRING,
sem lóst 3. september, veröur jarösettur frá Bústaöakirkju mánu-
daginn 16. september kl. 13.30.
Sigríöur Valdimarsdóttir,
Ólöf Flygenring,
Valdímar Örn Flygenring,
Ólafur H. Flygenring, Kristján Flygenring,
Þórarinn Kampmann, Edda Flygenring,
Ólöf Ingvarsdóttir.
+
Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN SNÆBJÖRNSSON,
Háaleitisbraut 30,
veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 17. sept kl.
13.30
Ásgeróur Bjarnadóttir,
Bjarni Jónsson. Þuríöur Stefánsdóttir
Herdís Jónsdóttir, Stefán Rögnvaldsson
Snæbjörn Jónsson
og barnabörn.
+
VILHELW F. JÓNSSON
véletjóri,
Dalbraut 21, Reykjavík,
lés'. 4. september. Útförin hefur fariö fram kyrrþey aö ósk hins
látna.
Þá þökkum viö hjartanlega fyrir auösýnda samúö og vinarhug.
Sigríöur Snorradóttir
og allir aóstandendui.
i i —"1 ‘■"l 1
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum er sýndu okkur samúö og vinar-
hug viö andlái og útför
MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUF
frá Pálmarshúsi,
Stokkseyri.
Erla Þorkelsdóttír, Trausti Þorsteinsson,
Oddný Þorkelsdóttir, Sigursteinn Guómundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
var tæpra þriggja mánaða, er
Þorvaldur lést. Lára giftist ekki
aftur og eignaðist ekki fleiri börn.
Hún bjó nokkur ár í Hrísey, en
fluttist þá með dóttur sína til
Reykjavíkur og síðar Hafnarfjarð-
ar, þar sem hún var um fjölda ára
ráðskona hjá Gunnlaugi Krist-
mundssyni, sandgræðslustjóra og
kennara, og ólst Þórdís þar upp
hjá henni. Þær mæðgur fluttust
síðan til Reykjavíkur árið 1949, og
þar bjó Lára ætíð síðan. Fyrstu
árin bjó hún á heimili okkar Þór-
dísar og annaðist það að mestu
leyti, en síðar eignaðist hún sína
eigin íbúð í Eskihlíð 29 og bjó þar
í rúm tuttugu ár eða þar til er hún
fór á Elliheimilið Grund í Reykja-
vík í apríl sl. og þar lést hún eftir
skamma legu. I Reykjavík starfaði
hún árum saman að heimilishjálp
á vegum Reykjavíkurborgar og
ennfremur var hún lengi gæslu-
kona á Þjóðminjasafninu.
Dóttir Láru, Þórdís, bókasafns-
fræðingur, settur borgarbókavörð-
ur, giftist Jóni G. Hallgrímssyni,
lækni. Hafa þau eignast 5 börn og
eru 4 þeirra á lífi. Barnabarna-
börnin eru orðin 4.
Lára var ekki langskólagengin,
en henni var mjög vel ljóst gildi
góðrar menntunar og hvatti hún
fólk óspart til að afla sér hennar
ef tök voru á. Sjálf naut hún þeirr-
ar menntunar, sem í æsku hennar
var veitt í sveitum íslands og auk
þess gafst henni, þegar hún var
um tvítugt, kostur á að stunda
nám sem „óreglulegur" nemandi
við Flensborgarskóla í Hafnar-
firði. Einnig stundaði hún tónlist-
arnám um skeið. Eftir þetta var
hún farkennari á Fáskrúðsfirði
um tíma áður en hún gifti sig, og
kirkjuorganisti var hún um skeið.
Lára var fróðleiksfús með afbrigð-
um og las mikið, einkum bækur
um þjóðlegan fróðleik og ætt-
fræði. Hún var mjög minnug og
sagði vel frá. Nutu börn okkar þar
óspart af. Lára unni landi sínu og
þjóð og vildi hag íslands sem best-
an. Eins og áður var sagt var
henni mjög vel ljóst gildi góðrar
menntunar, bæði fyrir landið í
heild og hvern einstakling, og hún
studdi dóttur sína til náms með
ráöum og dáð. Samband þeirra
mæðgna var mjög náið og traust
og einkenndist af gagnkvæmri
virðingu og skilningi.
Láru féll sjaldan verk úr hendi
og hún var afar dugleg, að hverju
sem hún gekk. Hjálpsemi var ein-
kennandi í fari hennar og ég held
að ekki sé ofsagt, að hún hafi lifað
til að hjálpa öðrum, bæði með
beinum gjöfum, vinnu og hvers
konar hvatningu. Hún var sífellt
reiðubúin til að hjálpa okkur með-
an heilsa entist og óteljandi eru
þeir vinnudagar hennar, sem í
skaut okkar féllu, og urðu þeir oft
langir. Þeim lauk þó oftast með
því að Lára leit í bók eða greip í
handavinnu, en hún var bráð-
myndarleg í höndunum. Hún unni
mjög barnabörnum sínum og
gladdist yfir framgangi þeirra, og
síðar komu barnabarnabörnin,
sem áttu hug hennar. Aldrei
gleymdust afmælisdagar eða aðrir
merkisdagar. Allan búskap okkar
hjóna var Lára hjá okkur á stór-
hátíðum og tyllidögum, ef frá eru
talin þau ár, sem við bjuggum er-
lendis, en þangað heimsótti hún
okkur þó nokkrum sinnum. Hún
hafði yndi af að ferðast og fannst
hún fræðast mikið af því. Vorið
1984 fór hún ásamt Sigrúnu Láru,
yngsta barnabarni sínu, til að
heimsækja elsta barnabarn sitt,
Þorvald, og fjölskyldu hans, til
Ameríku og um hvítasunnuna á
þessu ári fór hún til Svíþjóðar í
sína fjórðu heimsókn til þess
lands.
Lára var mikill höfðingi heim
að sækja og miðlaði óspart af því
sem hún átti, og eitt hið síðasta,
sem hún gerði, var að sjá til þess,
að barnabörnin og barnabarna-
börnin fengju að njóta af jarð-
neskum eigum hennar. Skyldi eng-
inn fara skarður frá borði. Svona
var Lára. — Sjálf lifði hún fá-
brotnu lífi, en var sjálfri sér næg
og vildi það og henni var fjarri
skapi að láta hafa fyrir sér. Hún
lauk lífi sínu, trú þeirri hugsjón
sem hún sjálf hafði mótað: traust,
sjálfstæð og óháð öðrum.
Við kveðjum með söknuði ær-
lega, islenska konu, sem var öðr-
um til eftirbreytni. Megi hún hvíla
í friði.
Jón G. Hallgrímsson
Þórarinn Ág. Flygen-
ring — Minning
Fæddur 25. september 1932
Dáinn 3. september 1985
Þegar hjartfólginn vinur er
skyndilega kallaður yfir móðuna
miklu er erfitt að skilja tilgang
þess, þí vitað sé að slíkt bíði okkar
allra.
Hann Þórarinn frændi var alltaf
hlýr og góður við okkur, og sér-
staklega við börnin okkar, sem
hanri reyndist sem besti afi. Við
viljum þakka honum fyrir sam-
veruna hér á jörðu og megi hann
uppskera eins og hann sáði.
Elsku Didda, Lóló og Valdi, við
biðjum þess að ykkur verði sendur
styrkur og birta.
Addý, Bogga, Frikki,
Palli og börn.
Við skyndilegt fráfali vinar
okkar, Þórarins Flygenring, og að
hafa áttað sig á þeirri staðreynd,
er leitað á vit minninganna.
Eftir sólríkt sumar og ánægju-
legar samverustundir rifjast svo
margt upp, sem þakka þarf, sem
og öll hin fyrri ár.
Þau sterku einkenni, sem Þórar-
inn bar með sér, voru hógværð og
tillitsemi og fjölfróður var hann.
Okkur fannst hann lýsandi tákn
um séntilmann, enda naut hann
þess í starfi sínu, áralangri reynslu
á opinberum stöðum og við kennslu
í Hótel- og veitingaskóla fslands.
Þessara góðu eiginleika hans
fengum við notið í ríkum mæli.
Þegar sumri fór að halla, voru
okkur árlegu veiðiferðir farnar og
ánægja og hvfld frá hinu hvers-
dagslega látin ráða. Eins og sumri
hallar, hallar æfi hvers og eins
okkar, og við það erum við sátt.
Við kveðjum hann í dag með
virðingu og eftirsjá, þakklát fyrir
að njóta samferðar og vináttu hans
gegnum árin.
Diddu, Lóló, Valda og fjölskylu
þeirra séndum við dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum þeim styrks
gegn svo þungu áfalli.
Auður, Raggi.
Fríða, Gunni,
Lilla, Siggi
LEGSTEINAR 'i 1 i Birtíng afmœíis- og
MOSAÍK H.F. minningar-
Hamarshöfða 4 — Sirrm 8196G grema
ATHYGU ska vakir: á þvr, ar 1
afmælis- o>, minningargreina,
un fyrirvara. Þannij verður grein, setr birtaat á f miðviku- | dagsblaði, a< berast i síöastt. lagii ■ fyrir hadeg á mánudag og hlið- stæí' með greinai aðra daga í minningargreinurr skal hinr látnr ekk ávarpaður. Þess skat einnig getið, af marggefnu til-
Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veítum fúslega upplysingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina -
9fi S.HELGASON HF 81STEINSMIÐJA ■M SKEMMUVEGI 48 SlMi 76677 efni, að frumort Ijóð uir hinn látna eru ekki birt á minningar orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.