Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 námsmenn notið góðs af því. Að okkar mati mætti sexfalda Vís- indasjóð og veita öllum doktors- nemum sem eru komnir áleiðis í námi styrki, en ekki lán. Slíkt kerfi myndi létta byrðinni af Lánasjóðnum, minnka námsskuld- ir, jafna aðstöðumun námsgreina og verða nemendum hvati í námi,“ segir Magnús. „Ef námsmenn eru að hugsa um nám erlendis þá geta þeir víða leitað upplýsinga. Námsráðgjafar menntamálaráðuneytisins og Há- skóla íslands, Lánasjóðurinn, Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), sendiráðin og menningarstofnanir veita í ein- hverjum mæli upplýsingar um nám erlendis. Námsmenn verða að muna að leita upplýsinga í tíma ^ annars missa þeir af lestinni,“ segir Magnús og bendir á að ef einhver hyggur t.d. á nám við Ox- fordháskóla haustið 1986 þá rennur umsóknarfresturinn út 1. október næstkomandi. Umsóknar frestir Umsóknarfrestur vegna náms- lána erlendis er að jafnaði fyrsta júlí fyrir þá sem hefja nám 1. september. Fyrsta greiðslan er þá um og eftir 15. september. Námsmenn á fyrsta námsári fá hins vegar haustlán sín ekki greidd út fyrr en í janúar/febrúar næstkomandi og hefur náms- mönnum verið bent á almennar lánastofnanir þessa fyrstu mán- uði. „Lánasjóðurinn og málefni hans hafa iðulega verið í fréttum á undanförnum árum vegna fjár- hagsörðugleika. Gengis- og verð- lagsforsendur eru iðulega breyttar frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjölgun umsókna er meiri en fjárlög gera ráð fyrir og við erum þá búnir að úthluta um- fram greiðsluáætlanir. Þetta kem- ur mikið niður á þeirri þjónustu sem við viljum veita náms- mönnum og kemur alla jafna mun harðar niður á námsmönnum er- lendis en námsmönnum hér á landi. Hér á á landi eru meiri möguleikar fyrir námsmenn að bjarga sér um skamman tíma ef svona ástand skapast, en þetta getur oft orðið óþægileg bið. Hún verður að hluta til að skrifast á þessar almennu aðstæður, en svo er því ekki að neita að skrifstofu- báknið er seinvirkara en við vild- um hafa það,“ segir Magnús og bætir við: „Námsmenn erlendis þurfa oft að senda okkur hestburð af staðfestingum, enda umtals- verðar upphæðir sem námsmenn fá að láni. Á síðasta námsári var meðallán erlendis um 200.000 krónur. Við vonumst til að geta stytt afgreiðslutímann niður í einn mánuð með nýju tölvukerfi sem sett hefur verið upp í tengsl- um við Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Menntun er arösöm fjárfesting Aðspurður um hvort nám er- lendis væri skynsamleg fjárfest- ing sagði Magnús að hún væri það tvímælalaust. „Hins vegar mættu þeir sem hyggja á grunnnám er- lendis sem hægt er að stunda hér á landi hugsa sig tvisvar um áður en þeir halda utan, því hér á landi er ódýrara að lifa en víða erlend- is,“ segir Magnús. „Þegar stjórn- völd og atvinnurekendur eru að tala um eflingu nýrra atvinnu- greina svo sem fiskiræktar, tölvu-, líf- og upplýsingatækni þá væri tómt mál að tala um slíkt ef ekki nyti við þeirrar sérþekkingar sem námsmenn hafa aflað sér og eru nú að kynna sér erlendis. Á um- liðnum árum höfum við einnig orðið ríkari að allri menningu og listum, og er það ekki sist að þakka námsmönnum sem kynnt hafa sér hina ýmsu menningar- strauma erlendis. Það má því með sanni segja að vaxtarbroddur at- vinnu- og menningarlífs sé í menntun sem við sækjum erlend- is. Þó námsmenn sem hafa lesið heimspeki eða mannfræði erlendis geti ekki gengið að vísum störfum að námi loknu eru þeir reynslunni ríkari og hæfari til að taka að sér fjölbreytt störf,“ segir Magnús að lokum. Texti: Elísabet Jónasdóttír Kristín Helga Gunnarsdóttir og Helgi Geirharðsson. Hbl. Árni Sæberg. „Enduðum hjá mormónunum“ — segja Kristín Helga Gunnarsdóttir og Helgi Geirharðsson SAMAN ÆTLA þau til Utah í Bandaríkjunum, nánar tiltekið til Salt Lake City. Hún fer í nám í fjölmiðlafræðum, en hann ætlar í framhaldsnám í verkfræði, svokallaða iðnaðarverkfræði. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Helgi Geirharðsson heita þau. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík vorið 1983, en hann lauk sínu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund vorið 1980. Helgi kaus að taka sér árs frí frá skóla veturinn eftir stúdentspróf. Kristín hélt áleiðis til Spánar eftir stúd- entspróf og var þar einn vetur við spænskunám í Barcelona. „Ég vann sumarið á eftir sem fararstjóri hjá ferðaskrifstof- unni Úrval á Spánarströndum, en kom svo heim og kláraði spænskuna hér sem aukagrein í Háskóla íslands nú í vor. Ég hef svo unnið sem flugfreyja hjá Flugleiðum í sumar,“ segir Kristín. Hún segir að sökum þess að hún hafi „verið á þessu flakki“ á milli hafi hún lent að nokkru leyti fyrir utan hið hefðbundna kerfi Lánasjóðsins, en fái vonandi lán næstu tvö ár- in til að geta lokið BA-prófi í fjölmiðlafræðum frá Utah með spænskuna sem aukagrein. „Mér finnst fjölmiðlafræðin spenn- andi og ég ætla að reyna að velja kúrsana þannig að það blandist saman nám i blaðamennsku og því sem tengist útvarpi og sjón- varpi. Ég held að þessi menntun bjóði upp á ýmsa starfsmögu- leika," segir hún. Helgi hóf nám í vélaverkfræði í Háskóla íslands haustið 1981 og lauk því námi nú í vor. „Iðn- aðarverkfræði er beint framhald af vélaverkfræðinni. Ég hefði getað farið til Danmerkur í þetta nám, en ég hafði heyrt að maður gæti fengið hagnýtari menntun á skemmri tíma í Bandaríkjun- um. Svo er það þannig í Banda- ríkjunum að ef maður kemst inn í styrkjakerfið þar þá er það ódýrara fyrir þjóðfélagið að mennta okkur þar en í Evrópu," segir Helgi. En hvað er iðnaðar- verkfræði? „Þar eru margir þættir sem spila inn í, en það má kannski segja að þetta byggist að miklu leyti á stjórnunarfræði, þ.e. yfirstjórn á mannskap og búnaði og gerð framleiðsluáætl- ana. Hér á landi er ennþá nóg að gera fyrir menn með þessa menntun og ástæðan fyrir því að ég valdi þetta nám er kannski að þetta er 100% hagnýtt. Mér leiðist að vinna að einhverju sem ekki hefur hagnýtt gildi,“ segir Helgi. Þau sóttu um á nokkrum stöð- um í Bandaríkjunum, en þangað vildu þau bæði allra helst kom- ast. Kristínu fannst fjölmiðla- fræðin þar meira spennandi en annars staðar og bæði vildu þau helst komast á einhvern stað þar sem þau gætu líka stundað áhugamál sitt, skíðin. „Við byrj- uðum á því að fletta i gegnum landabréfabókina og horfðum bara á brúnu svæðin, grænu svæðin komu ekki til greina. Svo fórum við að leita að einhverjum heppilegum háskólum á þessum brúnu svæðum og enduðum hjá mormónunum í Utah,“ segja þau. Helgi hefur æft og keppt á skíðum fyrir Ármann og segist ætla að reyna að komast í skóla- liðið í Utah-háskólanum. Þau voru fyrir nokkru búin að fá jákvætt svar frá nokkrum há- skólum, en þeim þótti mest spennandi að komast til Utah ef hægt væri og létu sig hafa það að bíða fram á síðustu stundu eftir endanlegu svari þaðan. Það fengu þau ekki fyrr en núna í síðustu viku. „Þegar svarið loks- ins er komið virðist þetta allt ætla að ganga upp hjá okkur,“ segja þau hress. Helgi fékk boð um kennslustyrk, sem felur í sér niðurfellingu á hluta skólagjald- anna og laun þar að auki. Krist- ín greiðir hins vegar full skóla- gjöld enda er ekki mikið um styrki fyrir þá sem eru í BA- námi og sækja þau bæði um námslán. Þau hafa bæði verið á náms- lánum áður, Kristín undanfarin tvö ár, en Helgi undanfarin þrjú ár. „Ég get ekki annað en hrósað Lánasjóðnum, ég hef bara átt ánægjuleg samskipti við hann,“ segir Helgi og Kristín tekur und- ir, en segir að sín mál hafi kannski verið dálítið óvenjuleg þar sem hún hafi verið að þessu flakki. Mbl. Júlíus. Páll Þórhallsson sem hyggst leggja stund á heimspekinám í Heidelberg. Æ*s „Ég ákvað að svala útþránniu — segir Páll Þórhallsson PÁLL ÞÓRHALUSSON heitir Reykvíkingur sem um þessar mundir heldur til Heidelberg í Vestur-Þýskalandi í heimspeki- nám. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð vorið 1984 og byrjaði í læknisfræði sama haust. Hann komst ekki áfram í janúarprófunum og hefur síðan unnið í frystihúsi, við skógrækt og nú síðast í vegavinnu. „Ég geri mér engar sér- stakar grillur um framtíðar- starf, ég get hugsað mér að starfa við hvað sem er, nema ef vera skyldi tannlækning- ar,“ segir hann aðspurður um ástæður fyrir því að heimspekimenntunin varð fyrir valinu. „Heimspeki- menntunin kemur sér vel hvað sem ég tek mér fyrir hendur. Mér varð til dæmis oft hugsað til þess í frysti- húsinu í vor að það veitti ekki af að hafa eins og einn heimspeking þar,“ segir Páll. Hann heldur áfram: „Ég held það væri öllum til góðs, bæði starfsfólki og eigendum ef heimspekingur væri á launa- skrá sem bæri velferð fólks- ins fyrir brjósti. Það getur verið að verkafólkið kærði sig hins vegar ekkert um að fá heimspeking til starfa, ég hef að minnsta kosti orðið var við mikla fordóma í garð svokallaðra menntamanna meðal þess. Fólkinu í frysti- húsinu fannst þessar fyrir- ætlanir mínar heldur fánýt- ar. Heimspekingur er í þess augum hálfklikkaður sér- vitringur, einhverskonar nútíma sveitarómagi. Sú skoðun breytist ekki fyrr en menntun verður einhvers metin meðal alþýðu manna og hún á raunverulega kost á henni. Þar gæti einn heim- spekingur eða svo komið miklu til leiðar." Aðspurður um það hvers vegna hann hafi valið þann kostinn að fara til Þýska- lands frekar en taka heim- spekina við Háskóla íslands, segir Páll að hann hafi verið búinn að skrá sig í deildina hérna. Hann hafi vel getað hugsað sér að vera hér ef hann fengi ekki inni í Þýska- landi, en ákveðið að „svala útþránni" og halda utan úr því hann gæti það. En hvers vegna valdi hann Þýskaland? „Liggja ekki rætur evrópskr- ar hámenningar þar? — Við skulum segja að ég sé að vitja þeirra,“ segir hann. „Ég hafði þar að auki ekki fjár- hagslegt bolmagn til að fara til enskumælandi landa í nám þó mér væri það ekki fjarri skapi. Þar eru skóla- gjöldin svo há.“ Páll segist ekki þurfa að leita á náðir lánastofnana til að framfleyta sér fyrsta misserið þar sem hann sé bú- inn að vinna fyrir það mikl- um tekjum á árinu. „Ég fæ hinsvegar námslán frá ára- mótum og svo reikna ég með að geta unnið í fríunum, far- ið á sjóinn eða eitthvað í þá áttina," segir hann og ítrekar að lokum að hann hvetji alla sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi að meta námið ekki í beinhörðum peningum. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.