Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Á hvers manns dis 2* og fisk Morgunblaöiö/E.G. Þorvaldur Guðmundsson eigandi svínabúsins og Gunnar Andersen bússtjóri. Að eðlisfari eru svín þrifin eins og kettir. Svín eru aldrei svín nema svínahirðirinn sé svín — segir eigandi svínabúsins að Minni-Vatnsleysu Vogum, 13. september. „ÞAÐ gleður okkur að fá slíka viðurkenningu og við metum það mikils," sagði Þorvaldur Guð- mundsson eigandi Svínabúsins að Minni-Vatnsleysu í samtali við Morgunblaðið aðspurður hvað vsri efst í huga hans eftir að hafa fengið viðurkenninguna. Sfðar sagði Þorvaldur: „Ekki síst fyrir það að það sé tekið eftir þvi þegar verið er að gera góða hluti, því að svín eru að eðlisfari eins þrifin og kettir. Þá getum við ekki látið það spyrjast að við séum eftirbátar þeirra í þrifum og snyrtimennsku. Því betur sem við hlúum að dýrunum, því betri verður framleiðsla okkar hjá Ali og það kemur neytendum til góða.“ Fyrir tveimur árum fékk fyrir- tæki Þorvalds í Hafnarfirði, Síld og fiskur, viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og hreinlæti. „Það er unnið úr öllum afurðum frá búi okkar að Minni-Vatns- leysu, og þar gildir sama reglan, snyrtimennska, hreinlæti og gæði,“ sagði Þorvaldur Guð- mundsson. „Þá má ekki gleyma því að til að takist eins vel til og tekist hefur hjá okkur, að það er sérhæft fólk sem vinnur verk- in af alúð og samviskusemi." E.G. Nýi Hafnarfjarðarvegur- inn tilbúinn um ára- mótin 1986—1987 Engin áform um breikkun Reykjanesbrautar FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við nýja veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjaröar. Er unniö aö loka- kafla verksins, mílli Breiöholts og Vífilsstaða. Verður hann væntanlega tekinn í notkun í lok næsta árs eða snemma árs 1987. Að sögn Snæbjarnar Jónasson- ar vegamálastjóra er fjárveiting fyrir hendi á vegaáætlun til að ljúka þessari vegalagningu og hafa framkvæmdir gengið vel. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að vegurinn verði til- búinn öðru hvoru megin við ára- mótin 1986—1987, og myndi hann þá bæta úr brýnni þörf, þar sem núverandi vegur annaði engan veginn hinni rniklu umferð. Vegamálastjóri gat þess enn- fremur að nýlega hefðu verið opnuð tilboð í framkvæmdir við Reykjanesbraut í Ytri-Njarðvík, sem ætlað væri að koma í veg fyrir slys, sem hafa verið tíð á Reykjanesbraut á þeim slóðum. Hefðu þrjú tilboð borist, en þau hafi öll verið hærri en kostnaðar- áætlun og því hafi ekki enn verið gengið til samninga um verkið. Væri nú unnið að þeim málum og gætu framkvæmdir væntanlega hafist bráðlega. Aðspurður kvað vegamálastjóri ekki á aætlun að breikka Reykja- nesbrautina milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Væri það ekki talið aðkallandi, því aðrir vegir þar sem meiri umferð væri yrðu að ganga fyrir. Nefndi hann í því sambandi Vesturlandsveg í Mosfellssveit, en um hann aka um 6.000 bílar á dag, en um Reykjanesbraut aka um 4.000 bílar daglega. Ekki væri þó ákveðið enn með hvaða hætti yrði staðið að framkvæmdum við Vest- urlandsveginn. Réðist það meðal annars af því hver yrði niðurstaða úr könnun, sem væntanlega yrði gerð á næstunni í kjölfar þings- ályktunar, sem samþykkt var í vor um hugsanlega breytingu á legu vegarins frá Reykjavík upp á Kjalarnes. Almenn raforku- notkun tvöfaldast til ársins 2015 Ný orkuspá frá Orkuspárnefnd gerir ráö fyrir aö almenn raforkunotkun aukist um tæp 70%frá 1984 til aldamóta og tvöfaldist til loka spártímabilsins áriö 2015. Þessi spá gerir ráö fyrir tæplega 12 hundruð gígawattstunda lægri raforkunotkun en spáin frá 1981. Á þeim 10 árum sem nefndin hefur starfað hafa raforkuspár hennar stööugt farið lækkandi. Orkuspárnefnd er samstarfs- vettvangur um gerð orkuspáa milli nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnað- inum hér á landi. Nefndin hefur gefið út þrjár raforkuspár sem komu út ’77, ’78 og ’81. Samkvæmt nýju spánni vex almenn raforku- notkun um 4,2% á ári tímabilið 1984 til 1990, en um 2,7% á tíma- bilinu 1990 til 2000 og frá þeim tíma til 2015 er gert ráð fyrir að meðalaukningin verði 1,8% á ári. Síðustu áratugina hefur raforku- notkun vaxið hraðar en spáð er að hún geri á næstu árum. Vöxturinn hefur þó stöðugt farið minnkandi, áratuginn 1944 til 4955 var hann að meðaltali 10,4% á ári. Síðustu tíu árin hefur notkunin aftur á móti aukist um 6% að meðaltali á ári og síðustu fimm árin um 4,7% árlega. Frumkvöðlar að komu kútters Sigurfara hittast AkruesL IS. sentember. ^ Akranesi, 13. september. ÓLAFUR Guðmundsson frá Kefla- vík, umboösmaður í Færeyjum, átti sinn stóra þátt f því, að kútter Sigur- fari átti afturkvæmt til íslands og fékk þar varanlegan og viröulegan sess f byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Þar var hann, eftir gagn- gjörar viögerðir og endurbætur opnaöur til sýnis hinn 1. júní síðast- liðinn, svo sem alþjóö er kunnugt. Var þá um leið minnst 100 ára afmælis skipsins, þar eö það ár var öld liðin frá smíði þess í Englandi. Það var árið 1970, að séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi hóf fyrst máls á því, hve nauðsyn væri að reynt yrði að bjarga frá glötun einum hinna islensku kútt- era, sem á sínum tfma voru sendir til Færeyja, á meðan enn væru örfáir slfkir eftir ofan sjávar. Hafði hann þá snúið sér til áður- nefnds ólafs Guðmundssonar, sem tekið hafði málaleitan hans mjög vel og sýnt þessu máli mik- inn áhuga og skilning. Hóf hann þegar athuganir og varð Sigurfari, sem þá var stað- settur f Klakksvík, endanlega fyrir valinu. Var þá eigandi hans Urbanus Olsen, sem einnig hafði um árabil verið skipstjóri á hon- Kaupandi Sigurfara var Kiw- anisklúbburinn Þyrill á Akranesi, og gekk ólafur Guðmundsson frá kaupunum f umboði klúbbsins. Var aðalsbréfið undirritað 20. maí 1974. ólafur Gúðmundsson hefir verið á ferðinni hér heima á Ís- landi í sumar. Nú á dögunum brá hann sér upp á Akranes og heils- aði þar upp á hinn gamla kunn- ingja, kútter Sigurfara, f þeim nýja og glæsilega búningi, sem hann hefir hlotið. Þar voru einnig staddir séra Jon M. Guðjónsson og Gunnlaugur Haraldsson, um- sjónarmaður byggðasafnsins í Görðum. Lýsti ólafur mikilli hrifningu sinni yfir þeim gjörtæku umskipt- um, sem orðið hefðu á skipinu frá því það kvaddi Færeyjar vorið 1974 og yfir þeirri fornu reisn og fegurð, sem það nú hefði endur- heimt. Rifjaði hann eitt og annað upp frá þeim þriggja ára tfma sem tók að útvega kútterinn, gera hann sjóhæfan á sfðustu stundu og koma honum sfðan heim til íslands. En heimflutninginn ann- aðist mb. Sæberg Su 9 frá Eski- firði, eigendur Garðar Eðvaldsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Ólafur Guðmundsson umboðsmað- ur í Færeyjum við stýrið á kútter Sigurfara. Lagði ólafur áherslu á hinn drengilega þátt þeirra f hinum sögulega heimflutningi. Þá minntist Ólafur hinna miklu bréfaskrifta, sem áttu sér stað á milli hans og séra Jóns á fyrr- nefndu tímabili f sambandi við Frumkvöðlarnir takast í hendur við skipshlið. Sr. Jón M. Guðjónsson og Ólafur Guðmundsson. málefni kúttersins. Hafði hann meðferðis þykka möppu, sem inniheldur öll bréf séra Jóns og afrit af þeim bréfum, sem hann sendi, bæði til séra Jóns og einnig f sambandi við tilraunir til útveg- unar kúttersins. Er fyrsta bréfið dagsett 13. apríl 1971 en það síð- asta 31. ágúst 1974. Möppu þessa afhenti ólafur safnverði, Gunnlaugi Haralds- syni, til varðveislu i safninu. Þakkaði Gunnlaugur ólafi góða gjöf, sem hann kvað ómetanlega heimild um sögu Sigurfara sfð- ustu árin í Færeyjum og heim- flutning hans. Einnig þakkaði hann Olafi hans ómælda hlut f þeirri staðreynd, að Sigurfari væri nú staðsettur í Görðum sem veglegur safngripur þar. Kvað hann jafnvel stóra spurningu, hvort skipið hefði nokkru sinni átt afturkvæmt til íslands, ef drengilegt og fórnfúst liðsinni ólafs hefði ekki komið til. Að lokum sagði ólafur á áhrifa- ríkan og ógleymanlegan hátt frá því, þegar Klakksvíkingar þyrpt- ust niður á bryggju, þegar Sigur- farinn var dreginn burtu, til þess að kveðja þetta happafley, sem um hálfrar aldar skeið hafði verið svo nátengt lífi og starfi byggðar- lagsins þar. Þegar landfestar höfðu verið leystar, tóku allir karlmenn ofan höfuðföt sfn. Þannig stóð fólkið um langa hríð og horfði á eftir skipinu, sem nú sigldi í sfðasta sinn út fjörðinn, allt þar til það hvarf fyrir oddann. JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.