Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 59
59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Mynd þessi sýnir dreifíngu íslenskra námsmanna er fengu lánað hjá LÍN
til náms erlendis námsárin 1973-74 og 1984-85.
1000
----r™—.... -----
Urni»ij»<v)ur I9C3-04 Oílflog #fUr nám«gr«'n*9vlöurT> 4
ÉÍ'mÍÍilMKi1 ■ 1______________________________
HU Rjuc-Mj /takni 642 unuakj
□ Náttúruvltindi I66umj«kj
tl MjilDngítjnám 186umj»kj
S féiágjvUindi 440 umsakj
□ L'itr.ám, 436 umj*k,i
■ MugvUiMi 289 umj»kj
Norfturlðnd 1109 umjakj. Norður-Amjrtké 5ð4umj»fcj Onnur Iðod 466 ^nj»*j.
Skipting þeirra er fengu lánað hjá LIN til náms erlendis eftir námsgreinum
veturinn 1983-84.
að eiga rétt á þessari fyrir-
greiðslu.
Sérstaða sjóðsins
„Sérstaða Lánasjóðsins er nokk-
ur ef tekið er mið af öðrum sam-
bærilegum lánastofnunum í Evr-
ópu,“ segir Magnús. „Þetta felst
m.a. í því að við lánum fyrir fram-
færslukostnaði á hverjum stað
eins og við reiknum hann út sam-
kvæmt framfærsluvísitölum
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar, OECD. Þetta veitir náms-
mönnum mikið frelsi þegar þeir
fara að velta fyrir sér hvert þeir
vilja halda í nám. Við störfum
eins og norski lánasjóðurinn að
þessu leyti, en önnur lönd eru yfir-
leitt með annað kerfi þar sem ekki
er gert ráð fyrir jafn miklum
sveigjanleika í þessum efnum,"
heldur hann áfram.
Magnús segir að þessi sérstaða
sjóðsins felist einnig í því að hann
veiti námsmönnum ferðastyrki og
aukalán fyrir maka og börn vegna
ferða milli lögheimilis á íslandi og
námsstaðar. „Þessu ákvæði er
einnig ætlað að gera mönnum
kleift að geta tekið ákvarðanir um
námsland óháð ferðakostnaði,"
bætir Magnús við og segir að hins
vegar hafi orðið nokkur breyting á
greiðslum þessa ferðastyrks á síð-
astliðnu ári er námsmönnum var
gert skylt að sýna greiðslukvittan-
ir fyrir greiddu fari áður en þeir
fengju ferðastyrkinn útborgaðan.
Áður var það hins vegar þannig að
allir námsmenn erlendis fengu
þessa styrki einu sinni á vetri
hverjum, óháð því hvort þeir fóru
á milli eða ekki.
„íslenski lánasjóðurinn er einn-
ig sérstakur fyrir þær sakir að við
lánum jafnvel til náms í greinum
sem hægt er að Iæra hér á landi.
Þetta gera lánasjóðir námsmanna
í Skandinavíu almennt ekki. Þetta
hefur að mörgu leyti gefist vel og
hafa margir innan menntakerfis-
ins verið hrifnir af þessu frelsi,
t.d. forráðamenn skóla þar sem
fjöldi nemenda er takmarkaður
vegna of lítillar aðstöðu. Hins veg-
ar eru styrkir til vísindarann-
sókna afar fátæklegir hér á landi.
Víðast erlendis eru styrkjakerfi
sem aðstoða nemendur í fram-
haldsnámi. í Svíþjóð, Bandaríkj-
unum og víðar hafa íslenskir
Ljósm. Mbl RAX
HEIMSINS MESTA
ÚRVAL AF
Z00M
LJÓSRITUNAR-
VÉLUM
MINOLTA
KJARAN
ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK SÍMI83022
<=§oHúsnæðisstofnun ríkisins
BREYTTUR EIMDAGI UMSOKIMA
UM LÁJM
TIL BYGGINGAFRAMKVÆMDA ,
ÁÁRINU 1986
1. IMÓVEMBER
VERÐUR EIIMDAGI FRAA/IVEGIS
í STAÐ 1. FEBRÚAR | 1
Þess vegna þurfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986
að berast fyrir 1. nóvember nk.
Lán þau sem um ræðir eru þessi:
- Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum. I r
- Til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og
dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða.
- Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis.
- Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði.
- Til tækninýjunga í byggingariðnaði.
j
Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í
byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir
vegna væntanlegra kaupenda.
Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá
stofnuninni, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki
fokhelt fyrir 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega,
ella verða þær felldar úr gildi.
Reykjavík, 4. september 1985
Húsnæðisstofnun ríkisins
í