Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985
Islenskir atvinnumenn í handknattleik:
• Sigurður Sveinsson {búningi stórskotaliðsmanns í hernum eins og
þeir voru í gamla daga. Sigurður skoraöi 190 mörk í 1. deild í tyrra.
• Kristján Arason segir að lið sitt sá gott og ekkert annað en sigur í 2.
deild komi til greina.
„Vinnum Z deildina“
— segir Kristján Arason sem leikur meö Hameln
„ÉG ER mjög ánægður með allar
aðstæður hér hjá Hameln og kann
vel viö liðsmenn og er bjartsýnn
á góðan árangur í vetur. Það er
ekki spurning í okkar huga að það
eina sem kemur tii greina er að
sigra 2. deildina og aö fara upp í
þá fyrstu.
Okkur hefur gengiö vel í æfinga-
leikjum aö undanförnu og sigraö
nokkur liö sem leika í 1. deildinni,“
sagöi Kristján Arason.
„Annars hafa slæm bakmeiösii
háö mér aö undanförnu og ég hef
verið í meöferö hjá læknum. Ég fékk
í fyrradag sextán sprautur í bakið á
einu bretti. Já, sextán, þaö var
ekkert þægilegt get ég sagt þér.
En nú er ég aö veröa góöur og
losna vonandi viö meiösli í bráö. Ég
hef veriö í þýskutímum meö æfing-
unum en ætla ekki í háskóla strax
í framhaldsnám. Fer í staöinn aö
vinna viö aö markaössetja búöinga.
Nú, um áramótin kem ég heim og
tek þátt í undirbúningi landsliösins
fyrir heimsmeistarakeppnina.
Þaö er mikil breidd hér í hand-
boltanum og þaö finnst mér vera
mesti munurinn á liöunum hér og
heima á islandi. Við fáum erfiöa
mótherja í 2. deildinni. Lið eins og
Leverkusen, Nettelsted, Berg-
kamen koma til meö aö veita okkur
haröa keppni. En viö munum sigra,
taktu eftir,“ sagöi Kristján fullur
sjálfstrausts.
Handknaltielkur
l...............—
„Það verður erfitt að
bæta markametið“
— segir stórskyttan Sigurður Sveinsson
„Keppnistímabilið leggst vel í
mig. Lemgo-liöiö veröur sterkara
í vetur en í fyrra. Við höfum fengið
fimm nýja leikmenn og jafnframt
nýjan þjálfara sem hefur reynst
mjög vel og eru starfi sínu vaxinn.
Hvað sjálfan mig varðar þá er ég
kominn í góða æfingu og hef verið
laus viö öll meiðsl,“ sagði stór-
skyttan Siguröur Sveinsson.
„Við höfum veriö í æfingabúöum
aö undanförnu og æft þetta svona
tvisvar sinnum þrjá tíma á dag.
Fyrsti leikurinn veröur gegn E. Kiel
á heimavelli okkar og þaö er kom-
inn tími til aö vinna þá hér. Þaö
hefur aldrei skeö áður.“
Siguröur, nú skoraöir þú 190
mörk í deildinni í fyrra, hefur þú hug
á því aö reyna aö bæta það og reyna
máske viö markamet deildarinnar?
„Nei, ég held ekki. Þaö verður
mjög erfitt aö ná 190 mörkum aftur
í deildinni. Maöur er alltaf í strangri
gæslu í hverjum ieik og á ekki gott
með aö beita sór. Markametið á óg
ekki nokkra möguleika aö bæta,
þaöer212 mörk í 26 leikjum. Égvar
ánægöur meö 190 í fyrra í 26 leikj-
um.
Hvaö meö landsliðsundirbún-
inginn?
„Ég verö með í honum og vonast
til aö geta verið meö af fullum krafti
í heimsmeistarakeppninni í Sviss,“
sagöiSiguröur.
• Bjarni Guðmundsson leikur í 2. doild í V-Þýskalandi jafnframt því sem hann memur þar tölvufræöi. Hann
er einn leikreyndasti maöur íslenska landsliðsins í handknattleík
Veröum meö annan
fótinn í flugvélum
— segir Bjarni um undirbúning landsliösins
„ÉG SEGI bara allt hiö besta.
Okkur líöur vel hérna og ég hef
trú á að liðinu mínu, Weinne
Eckel, gangi vel í vetur,“ sagöi
Bjarni Guðmundsson, handknatt-
leiksmaöur í Þýskalandi, í samtali
við Morgunblaðið fyrir helgina.
„Ég reikna með aö þaö veröi þrjú
til fjögur lið sem munu berjast um
meistaratitilinn í 2. deildinni. Þaö
hefur veriö venjan undanfarin ár aö
þaö séu þrjú til fjögur liö í topp-
baráttunni og líklega veröur þaö
einnig svo núna. Þaö veröum viö,
Hameln, liö Kristjáns Arasonar, og
eitteöatvöönnurlið.“
„Ætli viö veröum ekki með annan
fótinn í flugvélum,“ sagöi Bjarni
þegar hann var spurður um undir-
búninginn fyrir heimsmeistara-
keppnina í handknattleik. „Ef viö
veröum meö í öllum undirbúningn-
um, eins og hann er settur fram
núna, þá má oröa þaö þannig aö
viö komum til meö aö búa í ferða-
töskum í vetur. Annars er þetta eilíft
vandamál þarna heima. Um leiö og
menn eru farnir aö geta eitthvaö
halda þeir út þar sem þeir fá greitt
fyrir aö vera í þessu. Þetta er svona
oröiö í fótboltanum og handboltan-
um og gæti oröiö svona í fleiri grein-
um áöuren langt um líöur.
Ég hef þá venju aö gera aöeins
samning til eins árs í senn og þetta
er þriöja áriö mitt hjá þessu liöi og
mér líöur mjög vel hérna. Ég er í
námi í sambandi viö tölvur og líkar
það vel og því er ég mjög ánægöur
meö allt hérna.
Okkar fyrsti leikur er heima gegn
Flensbúrg en þaö liö var á toppnum
í Bundesligunni fyrir um tíu árum
en er nú í 2. deildinni. Viö leikum
alla heimaleiki á svolítiö skrítnum
tíma, klukkan 10.30 á sunnudags-
morgnum. Þetta þætti örugglega
alveg út í hött heima á íslandi en viö
vorum meö leikina á föstudags-
kvöldum og þaö gaf ekki nógu góöa
raun og því var gripið til þessa ráös
og þaö hefur gefist alveg ágæt-
lega,“ sagöi Bjarni Guömundsson,
handknattleiksmaður hjá Weinne
Eckel.