Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 2

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Háskóli Islands: Morgunblaöið/RAX Guðríöur Krístinsdóttir flugfreyja hjá Arnarflugi að störfum um borð f flugvél Arnarflugs sem flutti 250 pflagríma frá Jeddah til Algeirsborgar síðastliðinn sunnudag. Arnarflug flytur rúmlega 13.000 pílagríma í ár Pílagrímaflugi Arnarflugs til og frá Jeddah í Saudi-Arabíu lýkur þann 18. september nk., en þá hef- ur félagið flutt samtals 12.600 pfla- gríma í 50 ferðum á u.þ.b. 40 dög- um. Fyrri hluti pílagrímaflugsins hófst 1. ágúst sl. og stóð til 19. ágúst. Þá var gert hlé á ferðun- um á meðan Haj-hátíðin stóð yf- ir í Mekka. Flutningur á píla- grímunum aftur til baka hófst síðan 1. september og stendur yfir til 18. september eins og áð- ur sagði. Árlega fara um 700.000 píla- grímar í gegnum sérstaka píla- grímaflugstöð sem byggð var í Jeddah fyrir nokkrum árum. Arnarflug hóf í vor samstarf um leiguflug fyrir flugfélögin Air Algerie, Egypt Air og Saudia Air. Félagið rekur skrifstofu í Jeddah sem hefur yfirumsjón með verkefninu og að sögn Stef- áns Halldórssonar starfsmanns Arnarflugs í Jeddah voru starfsmenn félagsins i þessu verkefni um 300 frá 25 þjóðlönd- um þegar mest var. Arnarflug tók átta DC-8-flug- vélar á leigu víða að úr heimin- um. Vélarnar eru notaðar bæði í almennt farþegaflug, ptla- grímaflug og til vöruflutninga. í siðustu viku var einni flugvél- inni skilað, þar sem verkefnum fyrir Saudia-flugfélagið fer nú að fækka. Það sama er aö segja um önnur verkefni. Ein flugvélin verður þó áfram í vöruflutning- um fyrir Saudia fram á næsta sumar. Nú eru viðræður í gangi um áframhaldandi samstarf Arnar- flugs við áðurnefnd flugfélög. Rekstur heilsugæslustöðv- ar við Drápuhlíð boðinn út „ÞAÐ hefur lengi verið áhugi á því að reyna annað rekstrarform á heilsugæslu en hingað til hefur tíðk- ast,“ sagði Katrín Fjeldsted, formað- ur heilbrigðisráðs, í samtali við Morgunblaðið. í fyrradag samþykkti heilbrigðisráð að bjóða út rekstur fyrírhugaðrar heilsugæslustöðvar við Drápuhlíð í Reykjavík að fengnu leyfi heilbrígðisráðherra. Jafnframt var samþykkt tillaga sem lögð var fram um auglýsingu þar sem heil- brigðisráð auglýsir eftir heimilis- læknum og öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum er hefðu áhuga á að taka að sér rekstur heilsugæslustöðvar- innar. Tillaga minnihlutans í ráðinu um að ríkið auglýsti eftir læknum og hjúkrunarfræðingum var felld. Katrín sagði að hér yrði um takmarkað form á einkarekstri að ræða. „Þeir sem taka að sér rekst- urinn bera einhverja fjárhagslega ábyrgð, en fjármagn kemur aðal- lega frá opinberum aðilum, ekki í DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp .......... 6 Dagbók ................... 8 Fasteignir ........... 10—21 Leiðari ................. 34 Reykjavíkurbréf ...... 34—35 Myndasögur ........... 37—38 Peningamarkaður ......... 36 Raðauglýsingar ....... 46—53 íþróttir ............. 62—63 Fólk í fréttum ....42B—43B Dans/bíó/leikhús .. 44B/47B Velvakandi ......... 48B/49B frá sjúklingunum. Þeir sem taka að sér reksturinn munu hafa úr einhverri upphæð að spila og það er þá þeim í hag að reksturinn sé sem hagkvæmastur. Aðalatriðið er að staðið verði að þessu á sóma- samlegan hátt faglega." Heilsugæslustöðin við Drápu- hlíð á að þjóna Hlíðahverfi sem telur nú um 4.300 íbúa og markast af Miklubraut að norðan, Flugvall- arbraut að vestan og Kringlumýr- arbraut að austan. „Á síðasta ári skipaði heilbrigð- SALA Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi, dótt- urfyrirtækis SH, fyrstu átta mánuði ársins var 43,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Mest aukning varð í sölu verksmiðjuframleiddrar vöru eða 76%. ólafur Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði i samtali við Morgunblaðið, að þessi aukna sala bvgeðist mikið á auknum isráðherra nefnd sem kannaði reynslu og kostnað af rekstri heilsugæslustöðva á Stór-Reykja- víkursvæðinu,“ sagði Katrín. „Nefndin skilaði áliti í sumar en skýrslan sjálf fór auðvitað til ráð- herra og það er hans og formanns nefndarinnar að ákveða hverjir hafa aðgang að henni. Á fundinum í fyrradag komu upp raddir um að þessi skýrsla yrði lögð fram þar. En ég lagði ekki fram skýrsl- una, þar sem ég hafði ekki heimild til þess. Ef svo væri stæði ekki á afla heima og aukinni vinnslu á markaðinn í Bretlandi. Sagði hann framleiðsluna nánast selda jafnóðum. Salan fyrstu 8 mánuð- ina næmi 765 milljónum króna (13,9 milljónum punda) á móti 534 (9,7) á sama tíma í fyrra. Mestu munaði um verulega aukn- ingu í framleiddum vörum, sem að miklu leyti stafaði af því, að nýting verksmiðju fyrirtækisins og afköst væru mun meiri en í fyrra. mér að leggja hana fram. En ráð- herra verður að gefa heimild til þess“ sagði Katrín Fjeldsted að lokum. Nýr rektor settur í embætti Dr. Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor tekur við embætti rektors Háskóla Íslands við formlega athöfn í hátíðasal Háskóla íslands í dag. Athöfnin hefst með kveðju- ávarpi dr. Guðmundar Magnús- sonar fráfarandi rektors og eftir formlega afhendingu rektorsemb- ættis mun Sigmundur ræða stefnumið og viðfangsefni háskól- ans á næstu árum. Að því loknu verða kaffiveitingar í anddyri há- skólans í boði rektors. Sauðárkrókur: Steinullar- verksmiðjan vígð í dag Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki verður formlega vígð í dag, sunnudag. Athöfnin hefst klukkan 15.00 að viðstöddum iðnaðarráð- herra og fleiri gestum og sagt verður frá um aðdraganda og framtíð verksmiðjunnar. Sihanouk kemur í dag SIHANOUK prins, fyrrum þjóðhöfð- ingi í Kambódíu, kemur hingað til lands í dag. Prinsinn er væntanlegur til Keflavíkur um kl.15.00 í dag. Árdeg- is á morgun, mánudag, mun hann hitta að máli Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra, sem nú gegn- ir störfum utanríkisráðherra í fjar- veru Geirs Hallgrímssonar, sem er erlendis. Síðar um daginn ræðir hann við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Á þriðjudaginn boðar prinsinn til blaðamannafund- ar. Hann heldur af landi brott ár- degis á miðvikudag. Að sögn Þorleifs Thorlacius prótókollstjóra í utanríkisráðuneyt- inu er Sihanouk hér í einkaheim- sókn að eigin frumkvæði. Er til- gangur hans að kynna sjónarmið sín til ástands mála í heimalandi sínu fyrir Islendingum. Hann heimsótti hin Norðurlöndin í sama skyni í fyrra, en gat þá ekki komið því við að heimsækja ísland. Morgunblaftift/Einar Palur Einar Öder Magnússon tamningamaður aðstoðar við að koma hestunum í stíurnar. Nýstárlegir hrossaflutningar FLUGLEIÐIR fluttu 7 hross til Kaupmannahafnar með Boeing 727-þotu á föstudagskvöldið. Hrossin voru flutt i sérsmíðuðum stíum sem Páll A. Pálsson yfir- dýralæknir tók þátt í að hanna. Stíurnar gera það að verkum að nú er hægt að flytja hross jafnóð- um til útlanda með flugi og ekki þarf að safna saman mörgum hrossum til þess að flytja út með sérstakri fraktvél. Hrossin voru flutt út á vegum danska fyrirtækisins Samson Transport. Icelandic Freezing Plants Ltd.: Selt fyi •ir 765 milljón ir í ár Aukningin miðað við sama tímabil í fyrra 43,5%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.