Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Flugslysið á Keflayíkurflugvelli: Vélin lenti í „kjöi- sogi“ Hercules- flutningavélar ORSÖK flugslyssins á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld var ókyrrð af völdum bandarískrar Hercules-herflutningavélar, sem fór í loftið skömmu áður en litla vélin, sem hrapaði skyndilega til jarðar, aö sögn Péturs Einarssonar flugmála- stjóra. Flugvélin er talin ónýt. „Þetta er vel þekkt flugeðlis- fræðilegt fyrirbæri," sagði Pétur í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Ókyrrðin hefur líklega staf- að frá vængendum flutningavélar- innar og litla vélin lent í þeirri ókyrrð með þeim afleiðingum, að hún lét ekki að stjórn og skall til jarðar. Cessnan fór í loftið á móti ferli stóru vélarinnar og hefur lent í því, sem líkja má við kjölsog eftir bát. Þetta eru tveir láréttir hvirfil- vindar, sem snúast hvor á móti öðrum og eru þeim mun verri eftir því sem vélin er stærri og hæg- fleygari." Flugmaður Cessna-vélarinnar, Einar Guðmundsson, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins að flugtakið hafi verið fullkom- lega eðlilegt og hann ekkert vitað fyrr en vélin fór allt í einu að snú- ast. „Það breytti engu þótt ég sneri stýrinu á móti, vélin fór eiginlega alveg á hvolf og fór svo með end- ann niður. Á leiðinni byrjuðu stjórntækin að virka aftur þannig að hún kom rétt niður á jörðina. Ef við hefðum verið um 100 fetum ofar hefðum við sloppið enda var ég farinn að sjá í sjóndeildar- hringinn," sagði Einar. Enginn meiddist þegar vélin skall í jörðina og sjálfur sagðist Einar ekki hafa fundið skellinn. „Ég hafði engan tíma til að verða hræddur - maður hafði um nóg annað að hugsa," sagði hann, „og ég efast um að þeir þrír, sem voru með mér í vélinni, hafi vitað hvað var að gerast fyrr en við vorum komnir niður. Þá var bara að drífa sig út úr brakinu. Slökkviliðið var komið á staðinn eftir örskamma stund enda munu þeir hafa fylgst með öllu saman hinum megin við brautina." Einar hafði ætlað að fljúga með mág sinn til Reykjavíkur og hafði boðið tveimur kunningjum sínum aðsitjaí. Malbikað í Garðinum: Fjárveiting ríkisins býður upp á slitlag á þrjátíu ára fresti GarAi 19. september. ÞESSA dagana er veriö að malbika aöalgötu bæjarins, Garðbraut, en það eru fyrirtækin Loftorka og Vörubfla- stöð Keflavíkur sem vinna verkið. Gamla slitlagiö var orðið mjög lúið svo ekki sé dýpra tekið í árinni og alveg óhjákvæmilegt að laga veginn eitthvað fyrir veturinn. Að malbikun lokinni stendur til að leggja olíumöl á Skagabraut en Skagabrautin tekur við af Garð- braut þar sem vegurinn skiptist til Sandgerðis og í út-Garðinn. Þessar tvær götur, Garðbraut og Skaga- braut, ásamt Gerðavegi eru svokall- aðir þjóðvegir í þéttbýli og tekur því ríkið þátt í kostnaðinum og á þessu ári fær Gerðahreppur 360 þúsund krónur frá ríkinu í þessu augnamiði, sem þýðir að sögn sveit- arstjórans Ellerts Eiríkssonar að Garðbúar geta búist við því að fá slitlag á þessa þjóðvegi á 30 ára fresti. Áætlað er að þessar fram- kvæmdir muni kosta sveitarfélagið 7-8 milljónir. Til gamans og saman- burðar má geta þess að Njarðvík- ingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af sínum þjóðvegum. Um þá sér ríkið algjörlega og mun vera á áætl- un að fegra í kringum þá fyrir einar 5 milljónir á þessu ári með gang- stéttarlagningu o.fl. Af öðrum fjárfrekum fram- kvæmdum hreppsins á þessu ári má nefna heilbrigðismál en á Garð- vangi hefir verið tekin upp lang- legudeild. Þá hefir einnig verið unnið í samvinnu við önnur sveitar- félög á Suðurnesjum að stækkun sjúkrahússins í Keflavík. Þá má einnig nefna knattspyrnuvöllinn og sundhöllina sem reyndar hefir lítið verið unnið við á þessu ári. Þó hefir verið unnin nokkur pappírsvinna og má geta þess að nýlega var samþykkt í hreppsnefndinni að steypa 16% x8 metra laug en þrennskonar iaugar komu til greina, dúkur, plast eða stein- steypa. Arnór. Starfsfólk Fógetans {Aðalstræti blandar bjórlíkið „á staðnum' MorgunbladiA/Júlíus Nokkuð hefur dreg- ið úr sölu bjórlíkis — eftir að „blöndun á staðnum“ var tekin upp SALA Á bjórlíki virðist hafa dregist nokkuð saman eftir að bann dóms- málaráðherra, Jóns Helgasonar, á framreiðslu fyrirframblandaðs öls tók gildi um síðustu helgi. Nú er bjórinn blandaður fyrir framan viðskiptavin- inn, svo ekkert á lengur að fara á milli mála hvað menn eru að leggja sér til munns. viðskiptavini, sem áður komu fyrst og fremst bjórsins vegna. „Nú velja bjórunnendur alveg eins að fara á skemmtistaðina," sagði Vignir og bætti við að með hverjum bjórunnanda sem þeir misstu fylgdu nokkrir kunningj- ar og vinir, sem ekki drykkju bjórlíki. Pétur Matthíasson þjónn á Gauki á Stöng sagði bjórlíkissöl- una á Gauknum hafa minnkað nokkuð. Nu veldi fólk frekar að drekka pilsner með matnum í hádeginu, en sterkt vín á kvöldin. „Hins vegar er ekki alveg að marka þetta, því áður en Jón Helgason kastaði stóru bomb- unni var salan á bjórlíkinu komin niður í nánast ekki neitt. Eftir að Jón kynnti hina nýju reglu- gerð sína stórjókst salan aftur, og síðustu helgina áður en bannið tók gildi var allt vitlaust að gera í bjórlíkinu," sagði Pétur. Morgunblaðið hafði samband við fimm ölstofur í gær, og hafði bjórlíkissalan minnkað hjá fjór- um þeirra, en staðið í stað hjá einni, að sögn framkvæmdastjór- anna. Töldu þeir þó að ekki væri komin nægilega mikil reynsla á nýja framreiðslumátann til að hægt væri með góðu móti að segja til um hvernig viðskipta- vinurinn aðlagaði sig hinni nýju „blöndun á staðnum". Helgin framundan myndi hins vegar gefa sterka vísbendingu um það. Vignir Jónasson framkvæmda- stjóri Hellisins sagði söluna hjá sér hafa dregist saman eftir að bannið tók gildi, og taldi ástæð- una þá að fólki fyndist „mesti sjarminn farinn af bjórdrykkj- unni, þegar mjöðurinn væri blandaöur fyrir framan nefið á kúnnanum". Hann sagði að bann ráðherrans hefði óneitanlega áhrif, því staðirnir misstu nú Svipað hljóð var í mönnum á Duus og Hrafninum, salan þar hefur dregist saman, en menn vildu þó ekki kveða upp dauða- dóm yfir miðinum strax, a.m.k. ekki fyrr en reynslan af þeirri helgi sem nú fer í hönd lægi fyrir. Jón Erlendsson framkvæmda- stjóri á Fógetanum taldi að sala bjórlíkisins væri svipuð og verið hefði, fólk setti það alls ekki fyrir sig að bjórinn væri blandaður eftir hendinni, og auk þess væri hann nú mun betri. Tiltölulega einfalt og fljótlegt er að blanda bjórlíkið á staðnum, að sögn þjóna. Aðeins tvö hand- tök. Fyrst er vínið mælt í könnu og pilsner síðan sprautað í úr krana. Misjafnt er hvaða áfeng- istegundir ölstofurnar nota í bjórlíkið, sumar nota eingöngu vodka eða kláravín, en aðrar blanda saman tveimur til þremur tegundum „að hætti hússins", enda skilja veitingahúsaeigendur nýju reglugerðina svo að leyfilegt sé að blanda víntegundum saman fyrirfram og hella síðan óáfengu öli út í þá blöndu. Fjarvera DV í upplagseftirliti Verzlunarráðs íslands: Enginn kannast við skýring- ar Frjálsrar fjölmiðlunar — segja talsmenn Verzlunarráösins og SÍA „Ég hef aldrei fengið neinar skýr- ingar, hvorki þessar né aðrar fri Frjálsri fjölmiðlun, um það hvers vegna DV er ekki með í upplagseft- irliti okkar, þar til ég las þessar skýringar Harðar í Morgunblaðinu í dag,“ sagði Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands, er blaðamaður Morgunblaðs- ins spurði hann álits á skýringum Harðar Einarssonar, framkvæmda- stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, um hvers vegna DV tekur ekki þátt í upplagseftirliti ráðsins. Hörður segir í samtali við Morgunblaðið í gær að DV hafi sett tvö skilyrði fyrir þátt- töku sinni, sem ekki hafi verið geng- ið að. Sagði Hörður að DV hefði vilj- að að auglýsingastofurnar sam- þykktu að greiða fyrir auglýsingar í samræmi við dreifingu blaða, og að auglýsingastofurnar greiði allan Eyjafjörður: Fékk 30 tunnur af síld — sfldveiði að öðru leyti dræm STEFÁN Stefansson sjómaður á Búa EA-100 frá Dalvík fékk fyrir nokkr- um dögum 30 tunnur af úrvalssfld í lagnet undan Látrum á utanverðum Eyjafirði. Að sögn Júlíusar Kristjánssonar fréttaritara Morgunblaðsins á Dalvík er þetta einsdæmi þar í sumar, því síldveiði hefur verið mjög treg á Eyjafirði og menn ekki fengið nema fáeinar tunnur í róðri að meðaltali. Sagði Júlíus að sumir sem stundað hefðu þessar veiðar að undanförnu væru nú hættir því af þessum sökum. Júlíus hafði eftir Stefáni að nóg virtist vera af síld á þessum slóðum en hún stæði djúpt og væri erfitt að ná henni í grunn lagnet. Stefán rær einn á báti sínum, Búa EA-100, sem er 10 tonn að stærð. kostnað við upplagseftirlitið. Árni sagði að þessar ábendingar og athugasemdir DV hefðu aldrei komið fram við undirbúninginn að framkvæmd eftirlitsins. Árni sagði að greiðslufyrirkomulagið fyrir upplagseftirlitið væri það að dagblöð greiddu Viooo af greiddum eintökum, auglýsingastofurnar greiddu ákveðna krónutölu, og tímaritin greiddu einnig eitt prómill. Sagði Árni að vissulega væri það möguleiki að endurskoða gjaldskrána fyrir þátttöku, með lækkun í huga, ef aðilum að eftir- litinu fjölgaði. „Það kannast enginn við að þessi skilyrði sem Hörður nefnir í Morgunblaðinu hafi nokkurn tíma verið sett,“ sgði Sólveig Ólafsdótt- ir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Sól- veig var spurð álits á þessum skil- yrðum Harðar og sagði hún þá^ „Hörður óskar í fyrsta lagi eftir því að auglýsingastofurnar skuldbindi sig til þess að greiða fyrir auglýsingar, samkvæmt út- breiðslu blaðanna. Það er einmitt þetta sem auglýsingastofurnar gjarnan vilja, að blöðin verðleggi auglýsingar sínar í samræmi við útbreiðslu þeirra. Til þess að hægt sé að sanna útbreiðslu þeirra var stofnað til upplagseftirlitsins." Sólveig sagði varðandi síðar- nefnda skilyrðið að auglýsinga- stofurnar greiddu kostnaðinn við framkvæmd upplagseftirlitsins, að SÍA tæki þátt í kostnaði við framkvæmd eftirlitsins, en hún sagðist ekki telja að það væri að öllu leyti eðlilegt, enda tíðkaðist slíkt ekki almennt. Hún benti á að ekki væri hægt að ímynda sér að almennur neytandi þyrfti að kosta til kannana sjálfur á því hvort hagstæðara væri að verzla við kaupmanninn á horninu eða ein- hvern annan. Kaupmaðurinn sjálfur yrði að geta fært sönnur á hagstætt verð vara sinna, og þá fengi hann viðskiptavini. Hið sama sagðist Sólveig telja að ætti að gilda um dagblöð og tímarit. Þau yrðu að færa sönnur á út- breiðslu sína, til þess að sýna að þau væru viðskiptanna virði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.