Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Opinber heimsókn forseta íslands til Hollands: Báðar þjóðirnar þekktu baráttuna við náttúruöflin — sagði Vigdís Finnbogadóttir í ávarpi í kvöldverðarboði Hollandsdrottningar Haag, 19. sejptember. Frá frétta- ritara Mbl., Onnu Bjarnadóttur. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, og fylgdarliö hennar sátu kvöldverðarboð í Konungshöllinni í Hol- landi í gærkvöldi í boði Beatrísar drottningar og Kláusar prins. Forseti þakk- aði drottningu heimboðið í stuttu ávarpi yfir borðum. Hún benti á að báðar þjóð- irnar þekktu baráttuna við náttúruöflin — íslending- arnir veðrið og eldfjöllin en Hollendingar við hafið og báðar neituðu þær að láta í minni pokann, heldur hefði okkur tekist að stöðva hraunfljót og þeim að vinna aftur og rækta land með hinum frægu sjógörðum. Beatrís Hollandsdrottn- ing beið forseta íslands og fylgdarliðs hennar á flug- vellinum í Rotterdam þegar vél Arnarflugs lenti alveg á réttum tíma, á slaginu kl. 12, að staðartíma á fimmtu- dag. Heiðursvörður var til staðar og kvenþjóðhöfðin- gjarnir tveir stóðu saman á rauðum palli meðan þjóð- söngur íslands var leikinn. Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra og annað fylgdarlið forseta var kynnt fyrir drottningu, og síðan var forseta ekið í Huif ten Dofdt-höllina rétt fyrir utan Haag þar sem hún býr en öðrum gestum á Prom- enade-hótelið. Veðrið í Hollandi var ekki nema rétt miðlungs gott en þó var þurrt. Forseti skoð- aði lyfjaverksmiðjuna Gist Drocader eftir hádegið en það er 25. stærsta iðnfyrir- tæki í Hollandi og framleið- ir meðal annars 20—25 pró- sent af öllu pensilíni í heim- inum. Þaðan var haldið til Denar Kas-gróðurhúsanna sem ná yfir 10 þúsund fer- metra svæði, og þar sem mikil rannsóknarstöð með ylrækt blóma fer fram. Gróðrar- og rannsóknar- stöðin er mjög hátækniþró- uð og aðeins sex manns starfa í henni þótt hún virð- ist mjög mikil umfangs. Dóttir rekstrarstjóra stöðv- arinnar færði Vigdísi vönd af gerberum þegar hún kom, en sú tegund blóma er einmitt ræktuð í gróður- húsunum. Beatrís Hollandsdrottning komuna til Hollands í gær. ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta við Flogið með Arnarflugi Haag, 19. sept Frá frétUriUra Morgun- sins, Önn Vigdís forseti í heimsókn í Gist Brocades lyfjaverksmiðjunni. Til hsgri á myndinni má sjá Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra en nær forstjóra Brocades-verksmiðjanna, Bresser. nnu Bjarnadóttur. ARNARFLUG fékk sérstakt leyfi til að lenda í London til þess að sækja forseta og fylgdarlið henn- ar og fljúga þeim til Rotterdam. Vélin var þéttskipuð farþegum sem höfðu verið varaðir við milli- lendingunum. Fremsti hluti vél- arinnar var frátekinn fyrir opinberu gestina og breytt í fyrsta klassa farþegarými. Boðið var upp á kampavín, bjór og snittur á leiðinni. Allir í vélinni fengu grænt spjald áritað af Guð- mundi Magnússyni yfirflug- stjóra, sem flaug Boeing 737-vél- inni til minningar um flug forset- ans. Þar segir: „Arnarflugi er heiður og ánægja af að flytja for- seta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Hollands." Viðræður Geirs við Broek utanríkisráðherra Hollands: Gaf fyrirheit um að kanna saltfisktollinn llu(. 19. wpt fri frétUriUra MorgunblaAsina Önnu Bjarnadóttur. Geir Haligrímsson, utanríkisráð- herra íslands, átti eins og hálfs tíma fund með van den Broek, utanríkisráðherra Hollands í Haag í dag. Broek sagði Geir að hann væri hlyntur frjálsum viðskiptum og þess vegna væri komið við veik- an punkt hjá honum þegar minnst er á 13 prósent toll Evrópubanda- lagsins á saltfiski. Hann gaf fyrir- heit um að kanna þennan toll, sem mun hafa áhrif á saltfiskviðskipti þegar Spánn og Portúgal ganga í bandalagið um næstu áramót með frjáls viðskipti í huga, en íslending- ar vilja að tollurinn verði afnuminn eða tollfrjálsi innflutningskvótinn stækkaður úr 25 þúsund tonnum. Geir gerði grein fyrir stefnu fslendinga í hvalveiðimálum og benti á að við förum eftir sam- þykktum alþjóða hvalveiðiráðs- ins í þeim efnum. Fyrir tilstilli Einars Benediktssonar sendi- herra, hafa Grænfriðungar hætt við mótmælin hér í Hollandi meðan á heimsókn forseta fs- lands stendur. Ráðherrarnir ræddu almennt um Atlantshafsbandalagið og fyrirhugaðan fund leiðtoga stór- veldanna. Þeir fóru sérstaklega yfir kafbátaleitarflug sem Hol- lendingar munu hefja frá íslandi í haust, þeir verða þar með eina vél og Bandaríkjamenn munu fækka sínum vélum um eina. Þeir ræddu einnig hluti sem komu fram á fundi, sem Einar Benediktsson sendiherra í Lon- don og Sverrir Haukur Gunn- laugsson í ráðuneytinu heima héldu með Hollendingum fyrir nokkru varðandi hernaðarlegt mat og stöðu mála á Norður— Atlantshafi. Svipaðir fundir hafa verið haldnir með Bretum og Norðmönnum. Broek skýrði Geir frá stöðunni í flugskeytamálum Hollendinga. Geir Hallgrímsson ræðir við utanríkisráðherra Hollands, Hans van de Broek. Stefna ríkisstjórnarinnar er óbreytt frá í fyrra en þá var ákveðið að taka við meðaldrægu eldflaugunum ef Sovétmenn hefðu enn fjölgað SS-20 eldflaug- um sínum. „Það leikur enginn vafi á að svo er,“ sagði Geir, „en utanríkisráðherra tjáði mér að umræðurnar hér væru komnar á stjórnarskrárlegan grundvöll." Flugskeytin verða undir banda- rískri stjórn og það er erfitt fyrir Hollendinga að sætta sig við það. Broek er nýkominn úr ferð nokkurra utanríkisráðherra Evrópubandalagsins til Suður- Afríku og var að koma úr umræð- um úr hollenska þinginu um þau mál þegar hann hitti Geir. Geir sagði að hann hefði verið ánægð- ur með þær en hann teldi eftir viðræður við fjölda manna í Suður-Afríku að einhverjar breytingar í jákvæða átt hlytu að eiga sér stað á næstu árum, meðal annars vegna þrýstings erlendis frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.