Morgunblaðið - 20.09.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.09.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 3 MatreiÖslumenn í álverinu: Boðað verkfall dæmt ólöglegt FÉLAGSDÓMUR komst í gær ad þeirri niðurstöðu, að boðað verkfall Félags matreiðslumanna í álverinu væri ólöglegt þar sem launaliðir samnings þess væru ekki lausir. Verkfallið var boðað þann 11. þessa mánaðar og átti að koma til framkvæmda á miðnætti aðfara- nætur laugardagsins 21. næstkom- andi. VSÍ fór með verkfallsboðun- ina fyrir Félagsdóm á þeim for- sendum að það væri ólöglegt, þar sem launaliðir samnings félagsins væru ekki lausir og þar af leiðandi ekki heimilt að fara í verkfall. þessi dómur hefur ennfremur áhril gagnvart félögum í verkakvenna- félaginu Framtíðinni, sem vinna hjá ÍSAL. Þessi félög höfnuðu breytingum á samningi sínum við ÍSAl fyrr í sumar, en launaliður samningsins losnar ekki þrátt fyrir það. Heilslátur kostar 158 kr. — kíló af dilkakjöti á 220 kr. FRÁ og með 19. september kostar kíló af 1. flokks dilkakjöti í heilum skrokkum, skipt að ósk kaupenda, 219,80 kr., kostaði áður 192,10, og hækkaði því um 14,5%. Dilkakjöt í úrvalsflokki kostar nú 226,90, 2. flokkur kostar 197,90 og 3. flokkur 177,20. Kindakjötið hækkaði á bilinu 14-16%. Slátur og innmatur hækkaði 6,7-6,8%. Heilslátur með sviðnum haus og 1 kg af mör kostar 158,20 kr, en 144,60 með ósviðnum haus. Lifur kostar nú 140,90 kr. hvert kíló, hjörtu og nýru 139 kr., mör 26,90 og sviðnir hausar 94,80 kr. Kílóið af nautgripakjöti í 1. verðflokki kostar nú 245,60 kr. í heilum og hálfum skrokkum, kost- aði áður 227,70 kr. 2. verðflokkur kostar nú 218,30 kr, kílóið og 3. flokkur 194,70 kr. Nautgripakjötið hækkaði um 7,9-8,l%. Alexander Stefánsson: Þingmannafrum- varp um stór- eignaskatt ekki verið rætt „NKI, það hefur ekkert verið rætt,“ sagði Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, er blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hann um þau um- mæli í forystugrein NT í gær, að ekki yrði hjá því komist „að ein- staka þingmenn leggi fram frumvarp um stóreignaskatt þegar Alþingi kemur saman þar sem tillögur þar að lútandi náðu ekki fram að ganga við gerð fjárlaga." Alexander sagði, að álagning stóreignaskatts væri á stefnuskrá framsóknarmanna, en ekki hefði tekist samkomulag um það mál milli stjórnarflokkanna og þvf væri það úr sögunni í sambandi við gerð fjárlaga. Alexander kvaðst ekki kannast við, að einstaka þingmenn í Fram- sóknarflokknum hefðu uppi áætl- anir um að flytja frumvarp um stóreignaskatt þegar þing kemur saman. Hann sagðist heldur ekki vita til þess, að það hefði sérstak- lega verið nefnt við þá framsókn- armenn, sem óánægðir voru með að þetta stefnuatriði náði ekki fram að ganga, að þeim væri frjálst að leggja fram frumvarp um stóreignaskatt f eigin nafni. Fullar verslanir % af góðum tækifærum!!! Kiúklingar Lambakjöl 3 stk. í poka af nýslátruðu 1/1 dUkar niðursagaðir AáAáZr pr-kg. Unghænur 138«* Lambalifur 98 «* 1QQ,°« y pr.kg. 1/1 dílkar frostnir 188 ft. í Mjóddinni Tilbúinn matur Grillaðir kjúklingar Glóðarsteikt lambalæri Steikt svínalæri Steikt svínasíða Nýft! ORLANDO kjúklingabitar 298X. SÉRIILBOÐ á VÍÐIS kjötvörum: Kindabjúgu vlÐ,s 195« Kjötbúðingur Lonioílíámb lamjbSpártur vfc ^95,00 348 ,00 pr.kg. 175 «* Svikinn Engin fyrirhöfn 1 QQ.00 , loou NýttáIslandi! c , , .... .. • Svinakotilettur 498“'., Aprica Bamavagninn með miklu möguleikana. Bamavagn og kerra í einu. * . „ . , x Leiðbeinandi á staðnum UrValS IlSKDOrO með spriklandi nýjum físki og spennandi tilbúnum réttum. Beikon niðursneitt, pörulaust ^QO,°0 ^t>rOpr.kg. Fyrir sælkerann: Nýtt hangið Kynnum nýslátrað lambakjöt í Mjóddínni: m te. Datotó 00.00 B_ö? " LuXUSkalll ^ appelsínusafí FRANSMANN Franskar l'A'S 700C'I.00líki,lAQ.«« 59 gr. ^ í Starmýri og Cheerios 2kg.'XA-80 JmL ^ J? hveitl Samlokubrauð Cola COla 56'5" AppelS(nur45 «« ■ kvnn.nga™ Cocoa Puffs Mjóddinni en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti. AUSTURSTRÆT117 —STARMÝRI 2 VÍÐIR, STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.