Morgunblaðið - 20.09.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.09.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 1. okt. Heinrich Heine 11. okf. Vessel 15. okt. Bakkafoss 29. okt. Vessel 12. nóv. NEW YORK Bakkafoss 30. sept. Heinrich Heine 9. okt. Vessel 14. okt. Bakkafoss 28. okt. Vessel 11. nóv. HALIFAX Bakkafoss 4. okt. Ðakkafoss 1. nóv. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 22. sept. Eyrarfoss 29. sept. Lagarfoss 1. okt. Álafoss 6. okt. Eyrarfoss 13. okt. FELIXSTOWE Álafoss 23. sept. Eyrarfoss 30. sept. Álafoss 7. okt. Eyrarfoss 14. okt. ANTWERPEN Álafoss 24. sept. Eyrarfoss 1. okt. Álafoss 8. okt. Eyrarfoss 15. okt. ROTTERDAM Álafoss 25. sept. Eyrarfoss 2. okt. Álafoss 9. okt. Eyrarfoss 16. okt. HAMBORG Álafoss 26. sept. Eyrarfoss 3. okt. Álafoss 10. okt. Eyrarfoss 17. okt. GARSTON Fjallfoss 7. okt. Fjallfoss 21. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 22. sept. Reykjafoss 29. sept. Skógafoss 6. okt, Reykjafoss 13. okt. KRISTIANSAND Skógafoss 23. sept. Reykjafoss 30. sept. Skógafoss 7. okt. Reykjafoss 14. okt. MOSS Skógafoss 24. sept. Reykjafoss 1. okt. Skógafoss 8. okt. Reykjafoss 15. okt. HORSENS Reykjafoss 4. okt. Reykjafoss 18. okt. GAUTABORG Skógafoss 25. sept. Reykjafoss 2. okt. Skógafoss 9. okt. Reykjafoss 16. okt. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 26. sept. Reykjafoss 3. okt. Skógafoss 10. okt. Reykjafoss 17. okt. HELSINGBORG Skógafoss 27. sept. Reykjafoss 3. okt. Skógafoss 11. okt. Reykjafoss 17. okt. HELSINKI Lagarfoss 3. akt. GDYNIA Lagarfoss 5. okt. ÞÓRSHÖFN Skógafoss 29. sept. Reykjafoss 6. okt. Skógafoss 13. okt. Reykjafoss 20. okt. Áætlun innanlands. Vikulega. Reykjavík, ísa- fjöröur, Akureyri. Hálfsmánaöarlega: Húsa- vík, Siglufjöröur, Sauöár- krókur, Patreksfjöröur og Reyöarfjörður. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 Ein mynda Piasarros, máluó 1908. Við eignuð- umst næstum því dýrmætt listaverkasafn Renoir átti þrjár myndir sem voru allar falar og þessa bronsstyttu af eiginkonu sinni og syni, sem seinna varð frægur kvikmyndaleikstjóri. fyrir 40 árum NÝLEGA var ákveöið að sýning á verkum Pablo Picasso yrði sett upp hér á landi næsta sumar á vegum Listahátíðar. Ekkja hans kom til landsins til að kanna aðstæöur og mun hún setja sýning- una upp. Engin frummynd er til eftir listamanninn hér á landi en nokkrar grafíkmyndir munu vera til eftir hann í eigu fslendinga að sögn Björns Th. Björnssonar, listfræðmgs. Litlu munaði þó að Islendingar eignuðust dýrmætt safn heimslistarinnar fyrir u.þ.b. 40 árum, en þegar til átti að taka kom þáverandi formaður félags íslenskra myndlistarmanna í veg fyrir kaupin. „Þegar ég var við nám í Iist- seinna stríðinu barst það út sögudeild Lundúnaháskóla í meðal kennara minna í október Baðstrandarmynd Picassos, sem hann málaði 1928—1929, en á því tíma- bili breyttust myndir hans úr hinu klassíska formi f myndir fullar af Iffi og hreyfingu. Sú breyting leiddi síðan til Guernicu, en það er eitt fræg- asta málverk Picassos, málað árið 1938. 1944 að komið væri mikið safn listaverka frægra listamanna til London frá Frakklandi," sagði Björn Th. Björnsson í samtali við Morgunblaðið. „Þá var nýbú- ið að gera innrás í Normandí og var Frakkland í sárum. Einka- söfn leystust upp og voru verkin flutt til Englands, en þar var miðstöð lista á þeim tíma. Stærsta listsölufyrirtæki í Eng- landi var Reid & Lefevre. Meðal þeirra mynda sem hægt var að fá til sölu voru t.d. eftir Pissaro, Renoir, Picasso, Monet, Matisse og aðra sambærilega menn. Verkin voru tæplega 30 talsins. Einn af skólafélögum mínum var ungverskur listaverkasafn- ari, barón Hatvany. Hann fékk áhuga á þessum verkum og fékk ég að fara með honum einn dag- inn til þessara frægu lista- verkasala, en verkin voru geymd í kjallara utan við borgina og höfðu flest komið úr safni Am- broise Vollard, sem var mikið fyrir verk „impressionista". Til stóð þá um veturinn að sýna verkin og selja. Ég sá strax að verðið á mynd- unum var hagstætt. Til dæmis átti myndin ísabrot eftir Monet að kosta 47.000 krónur þá. Pic- asso-myndin var á 7.800 krónur. ísabrot, mynd Monets, átti að kosta 47.000 krónur. Til samanburðar var styrkurinn okkar frá Menntamálaráði 3.000 krónur. Verðið fyrir allar mynd- irnar hefur verið u.þ.b. verð lítils einbýlishúss þá. Rétt fyrir jólin skrifaði ég Menntamálaráði íslands bréf um að verk þessi yrðu brátt föl til kaups og sendi með lista yfir verkin og verð. Ráðið sýndi áhuga og bað mig að útvega ljósmyndir sem ég og gerði. Þá- verandi sendiherra í London, Stefán Þorvarðarson, fylgdi málinu vel eftir og greiddi götu mína í að senda myndirnar heim með stjórnarpóstinum svo að ekki yrði skoðað í bréfin. Annars hefðu myndirnar sennilega aldr- ei komist til skila. Næst gerðist það að íslenska sendiráðinu í London barst bréf frá formanni Menntamálaráðs um að biðja fyrirtækið Reid & Lefevre um forkaupsrétt að myndunum. Með atbeina sendi- herrans féllst fyrirtækið á það. Þegar komið var fram í mars höfðu menntamála-, fjármála- og utanríkisráðuneytin lagt blessun sína á kaupin og virtist þetta því ætla að takast. Þá skrifaði menntamálaráð þáver- andi formanni félags islenskra myndlistarmanna bréf og bað um álit hans á listaverkakaup- unum. Formaðurinn svaraði bréfinu á þá leið að miklu nær væri að verja slíku fé til kaupa á íslenskum listaverkum og mælti hann þannig gegn kaupunum. Þetta eindregna svar for- mannsins varð til þess að hætt var við kaupin og man ég ennþá hversu þungum skrefum ég gekk til listaverkasalanna til að til- kynna þau tíðindi að ekkert væri að marka loforðið. Ég, 23 ára stráklingur, gat í sjálfu sér ekk- ert gert nema að halda mönnum volgum og vonað það besta. Þessi afstaða formanns FÍM var revndar á misskilningi byggð. A þessum árum áttu Is- lendingar verulegan gjaldeyris- sjóð í Bretlandi og var ætlunin að fjármagna kaupin með þeim peningum. Aldrei hafði staðið til að taka peningana af innkaupafé menntamálaráðs til kaupa á ís- lenskri list,“ sagði Björn Th. Björnsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.