Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Myndljóð Nú er mikið rætt um hina svokölluðu „frumkvöðla" í ís- lensku þjóðlífi. Þannig ræðir Þorkell Sigurlaugsson í hinu ágæta viðskiptablaði Morgun- blaðsins frá gærdeginum um þessa nýju manntegund, er hann lýsir meðal annars svo: Hann (frumkvöðullinn) er ekki tæki markaðarins heldur skapar mark- aðinn. Notfærir sér ekki tækifæri og auðlindir heldur býr þau einnig til. Hann býr til eftirspurn. Notar ekki bara tækni heldur býr hana til. Passar þessi lýsing ekki ágæt- lega við hann Thor Vilhjálmsson er tekur sig til og skeytir ljóðum úr eigin vasa við myndir Arnar Þorsteinssonar. Fær svo Kolbrúnu Jarlsdóttur og Karl Sigtryggsson til að „sjónfæra" ljóðin (Dæmigert f rumk vöðulsnýyrði ?) Þessa sjónfærslu hendinga Thors og mynda Arnar mátti svo sjá á skerminum nú á miðviku- dagskveld. Frumkvöðullinn Ég læt ljóð frumkvöðulsins liggja milli hluta, enda ekki ráð- inn til að fjalla um bókmennta- verk, en um hitt get ég borið að það var viss sjónrænn seiður yfir sjónfærslunni, svo ég grípi til frumkvöðlatungutaks. Ég get heldur ekki dæmt um það hvort frumkvöðullinn Thor hafi... skap- að hér markað og búið til eftir- spurn... en eitt er víst að hér eygjum við Islendingar nýja „út- rás“ fyrir skáldskap vorn og myndhugsun. Hver veit nema okkur takist að kynna bókmennta- verk vor með því að sjónfæra þau á þann veg að skonrokkarar al- heimsins, hafi af þvl nokkuð gagn og gaman, heima í sjónvarpsstofu. Höfum við raunar ekki þegar unn- ið nokkuð brautryðjendastarf að þessu leyti, þar sem er lýsing handrita vorra? Slík sjónfærsla hefir vafalaust átt þátt í að „markaðssetja" bókmenntir vorar á fyrri öldum. Og hver er raunar munurinn á lýsingarstarfi ís- lenskra myndlistarmanna á 14. öld og þeirra Arnar Þorsteinsson- ar, Kolbrúnar Jarlsdóttur og Karls Sigtryggssonar? Tæknin er önnur en markmiðið það sama að seiða úr textanum mynd. Og vissu- lega var vandi 14. aldar lýs- ingarmeistaranna, áþekkur vanda tuttugustualdarþremenninganna hjá íslenska sjónvarpinu, sum sé sá að myndmálið rímaði við rit- málið. Þar duga engin júdóbrögð, heldur verður að fara að öllu með gát, þannig að myndin vaxi af textanum og textinn af myndinni. Væri vissulega fagnaðarefni að fleiri skild í mynd flæddu til okkar úr imbakassanum til dæmis í lok dagskrár, slíkt þekkist erlendis. Hinir hógvœru. En ekki má gleyma „hinni þjóð- inni“ hinum hógværu í hópi lista- manna er lítt kunna við sig í ægi- björtu skini fjölmiðlanna og eru því nánast „eimaðir“ svo notað sé orðalag Orwells í 1984 en þar var þetta hugtak haft um þá er Stóri Bróðir lét hverfa af yfirborði jarð- ar. í morgunútvarpi rásar 1 síð- astliðinn miðvikudag flutti Sigrún Schneider svolitla smásögu er hún nefndi: Nú brosir nóttin. Þessi ágæta smásaga lýsti því er kona nokkur fór mitt í loftárásum bandamanna inni hús i auð- mannahverfi þýskrar borgar að slökkva á borðlampa er lýsti þar út um glugga sem stefnuviti. Þessi saga var ekki glíma við orðskrúð heldur hafði ég það á tilfinning- unni að höfundur hefði haft nokk- ur kynni af þeim hildarleik er þarna var lýst. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Njörður P. Njarðvík hefur lestur nýrrar síðdegissögu Gíslarnir þora hvorki að hreyfa legg né lið af ótta við glæpamennina sem krefjast milljón dala lausnargjalds. Walter Matthau hetjan í bíómynd kvöldsins í dag hefur Njörður P. Njarðvík lestur nýrrar síðdegissögu i útvarpinu og heitir hún „Á strönd- inni“ og er eftir breska höfundinn Nevil Shute. Nevil Shute fæddist á Bretlandi árið 1899 og lést árið 1960. Siðustu áratugi lífs síns bjó hann í Ástral- íu en það er einmitt þar sem sagan gerist. Njörður sagði að þegar sagan kom út árið 1958 hefði hún verið nokkurs konar framtíðarsýn og átt að gerast skömmu eftir að kjarnorkustríð hefði brot- ist út á norðurhveli jarðar. Á meðan bíður svo fólkið í Ástralíu eftir að helrykið berist til þess. ■i Áströlsk heim- jq ildamynd verð- — ur á dagskrá sjónvarpsins í kvöld um grasafræðinginn kunna sir Joseph Banks, en hann var meðal annars einn leiðangursmanna Cooks kapteins á sínum tíma er hann sigldi umhverfis jörðina. Banks var afkomandi vel stæðra jarðareigenda i Bretlandi. Hann hlaut menntun sína í mjög virt- um skólum, svo sem Eton og Harrow og siðan lá leið hans til Oxford til að afla sér enn frekari menntun- ar. Þar komst hann að þvi, sér til mikilla leið- Njörður P. Njarðvfk inda, að grasafræði var ekki kennd þar. Þá gerði hann sér lítið fyrir og réð til sin einkakennara í grasafræði frá Cam- bridge. Árið 1761 lést faðir hans og varð hann eini erfingi allra eigna hans. Hann ákvað því að taka þátt í rannsóknarleiðangri Cooks. í 'eiðangri sínum með Cook safnaði Banks 738 áður ókunnum plöntum sem síðan voru teiknaðar upp og málaðar af aðstoð- armönnum hans. Fyrir- ætlun Banks var að gefa út myndir af öllum þessum plönmtum en það auðnað- Njörður bætti því við að náttúrlega blandaðist inn í þetta allskyns samskipti fólks, ogþar á meðal ástar- samband. En á meðan fólkið bíður eftir að forlög þess ráðist berast ein- hvers konar torkennileg hljóðmerki að norðan. Atómknúinn kafbátur sem tilheyrir bandaríska sjóhernum er þarna til staðar og fara þeir sem á honum eru til að kanna hvaðan þessi hljóðmerki koma og hvort þar finnist líf af einhverju tagi. Bókin kom út hjá Al- menna bókafélaginu upp úr 1960. Sir Joseph Banks, grasa- fræðingurinn sem fyrstur varð til að kanna plöntur á meginlandi Ástralíu. ist honum ekki. Nú tvö hundruð árum síðar hafa þessar myndir loksins verið prentaðar og gefnar út í mjög dýrri og vandaðri útgáfu. ■i Ránið í neðan- }Q jarðarlestinni — nefnist bíó- mynd kvöldsins og fjallar hún um fjóra harðsvíraða glæpamenn sem ganga undir nöfnunum Brúnn, Blár, Grænn og Grár. Eins og allir afbrota- menn sem eru starfi sínu vaxnir hafa þeir áætlun. Áætlun sem er á allan hátt hin fífldjarfasta. Þeir ákveða að ræna einum vagni neðanjarðarlestar í New York-borg með öllum farþegum og krefjast lausnargjalds fyrir þá. Lausnargjaldið sem þeir fara fram á er ekki neitt smáræði, eða ein milljón dala, og hafa yfirvöld ekki nema eina klukkustund til að útvega allt það fé. Fái þeir ekki lausnargjaldið á réttum tíma hóta þeir að myrða gíslana hvern á fætur öðrum með mínútu millibili þar til þeir hafa fengið lausnarféð. Myndin er bandarísk frá árinu 1974 og er henni leikstýrt af Joseph Sarg- ent. Með aðalhlutverk fara þeir Walter Matthau, Robert Shaw og Martin Balsam. í kvikmynda- handbókum er myndinni hælt og fær hún í einni þeirra þrjár stjörnur af fjórum, sem þýðir að hún sé sérstaklega góð að mörgu leyti. Blómamyndir grasa- fræðingsins Banks r UTVARP J FÖSTUDAGUR 20. september 7.00 Veðurfreðnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Asdls Emils- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Bleiki togarinn" eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Guðrún Birna Hannesdóttir les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynnlng- ar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugreinar fregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. RÚVAK 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Addinsell. Milhaud og Lutoslawski. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „ A ströndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvlk byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 Míðdegistónleikar. a. Þrjú lög eftir Edvard Grieg viö leikritið „Pétur Gaut" eftir Henrik Ibsen. Hallé- hljómsveitin leikur: John Barbirolli stjórnar. b. Fiðlukorrsert I d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius. Zino Francescatti leikur með Fll- harmonlusveitinni I New York. Leonard Bernstein stjórnar. 15.15 Léttlög. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A sautjándu stundu. Umsjón: Hanna G. Sigurðar- dóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.30 Frá A til B. Létt spjall um umferöarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Guðvarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 19.15 A döfinni 19.25 Eg heiti Ellen (Jeg heter Ellen) Sænsk barnamynd um telpukorn sem fer I sendiferð fyrir mömmu slna. Þýðandi Baldur Sigurðsson. (Nordvis- ion — Sænska sjónvarpið) 19A0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Graffk I Höllinni Hljómsveitin Graflk leikur. Þátturinn var gerður á hljóm- leikum I Laugardalshðll 17. júní I sumar. Upptöku stjórn- aöi Rúnar Gunnarsson. 21.10 Blómamyndir Banks — Blómaskrúö Kyrrahafs- stranda (Banks Florilegium) Aströlsk heimildamynd. Arið 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Þilskipaútgerð á Norður- landi. Jón frá Pálmholti flytur sjöunda og slðasta þátt frá- sagnar sinnar. b. CJr Ijóðum Jóhannesar úr Kötlum. Gyöa Ragnarsdóttir les. c. Þáttur af séra Jóni Norð- mann á Barði I Fljótum. Björn Dúason les. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21J0 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir lagaflokkinn „Úr Ljóðaljóð- um Salomons" eftir Pál Isólfsson. 22.00 Tónleikar 1768 lagði James Cook skipstjóri upp l þriggja ára vlsinda- og könnunarleið- angur umhverfis jörðina. í ferðinni var m.a. kannað meginland Astrallu I fyrsta sinn. Fremstur vlsindamanna I leiðangrinum var grasa- fræðingurinn og Islandsvin- urinn sir Joseph Banks. Hann safnaði 738 áður ókunnum plöntum sem að- stoöarmenn hans teiknuðu slðan og máluöu af mikilli nákvæmni. Nú að röskum tveimur öldum liðnum hafa þessar myndir loks verið prentaðar I dýrustu og vönd- uðustu útgáfu sem um getur. Um þetta þrennt, leiöangur- inn, jurtasöfnun Banks og út- gáfu blómamynda hans fjall- 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvölds- ins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚ- VAK. 23.15 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar Islands l Háskólabiói 27. aprll sl. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Finnski kvennakórinn „Lyr- an“ syngur. Stjórnandi: Lena von Bonsdorff. a. „Taras Bulba", rapsódla fyrir hljómsveit eftir Leos Janacek. b. Impronto op. 18 fyrir kvennaraddir og hljómsveit eftir Jean Sibelius. c. Þrjú næturljóð eftir Claude ar myndin. Umsjónarmaður Robert Hughes. Þýðandi og þulur Ari Trausti Guð- mundsson. 22.10 Ránið I neðanjarðarlest- inni (The Taking of Pelham One Two Three) Bandarlsk blómynd frá 1974. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðalhlutverk: Walt- er Matthau, Robert Shaw og Martin Balsam. Fjórir harð- svlraröir afbrotamenn ræna neðanjarðarlest I New York og krefjast lausnargjalds fyrir farþegana af borgarstjórn- inni. Atriöi I myndinni geta vakið ótta hjá ungum börn- um. Þýðandi: Björn Bald- ursson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok Debussy. d. „Þrlhyrndi hatturinn", balletttónlist eftir Manuel de Falla. Kynnir: Knútur R. Magnússon. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 20. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnndi: Sigurður Blöndal. 21.00—22.00 Bergmál Stjórnandi: Sigurður Grðn- dal. 22.00—23.00 A svðrtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvakt Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 20. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.