Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 4
4 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Frumvarpsdrög að fískveiðistefnu: Reglugerðin bundin í lög Gildistími 3 ár og færsla milli ára heimil í DRÖGUM að frumvarpí um fisk- veiðustefnu næstu ára, sem sjávarút- vegsráðherra hefur lagt fram, er gert ráð fyrir því, að kvótakerfi verði fest til þriggja ára að minnsta kosti. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að flest það, sem nú er bundið í reglu- gerð, verði fest í lögum. Þá er gert ráð fyrir miilifærslu á afia milli ára innan kvóta einstakra skipa, sé þess óskað. Norræn listahátíð í Lincoln Center í New York: Helgi og Hrafn meðal þátttakenda TVEIR íslendingar, Helgi Tómas- son, balletdansari og Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndagerðarmaður, verða meðal fulltrúa Norðurland- anna á mikilli hátíð í Lincoln Center í New York í lok þessa mánaðar. Á hátíðinni verður minnst framlags Norðurlandanna til lista í 75 ár. Á hátíðinni kynna Helgi og Hrafn kvikmynd, en að öðru leyti verður þarna flutt tónlist af ýmsu tagi og fleira. Meðal kunnra þátt- takenda á hátíðinni auk Helga og Hrafns má nefna Victor Borge, Anne Gjevang, Ralf Gothoni, Aage Hauglund, Sylvia Lindenstrand, Birgit Nilsson, Martti Talveda, Liv Ullmann, Max von Sydow og Ing- mar Bergman. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi drög hefðu verið lögð fram til undirbúnings málsins og í þeim fyrst og fremst verið að gera tilraun til að setja inn í löggjöf margt af þvi, sem nú væri í reglugerðum. Þar með væri meðal annars tekið tillit til þess, að mönnum hefði fundizt allt of mikið vera ákveðið með reglugerð- um undanfarin tvö ár. Hann teldi það vera rétt og eftir að þessi stjórnun hefði verið reynd i tvö ár, væri rétt að setja margt af þessu í lög. Hann legði það til að stjórnunaraðferðirnar yrðu ákveðnar til lengri tíma, ekki styttri en þriggja ára. Hins vegdr þyrfti að sjálfsögðu að ákveða aflamagn hvers árs fyrir sig. Menn virtust ekki átta sig nægilega vel á því að veiðistjórn og aflamagn væri ekki það sama. Hann hefði haidið því fram, að draga myndi úr kvótasölu, væri heimilt að flytja einhvern aflahlut milli ára. Því væri gert ráð fyrir því í þessum drögum að leyft yrði að flytja 5 til 10% milli ára, yrði veiðistjórnunin samþykkt til að minnsta kosti þriggja ára í einu. Þetta væri eitt af því, sem taka þyrfti afstöðu til. Halldór sagði, að ekkert hefði enn verið ákveðið með endanlega gerð frumvarpsins, en í samráði við ráðgjafanefnd um þessi mál hefði verið ákveðið að efna til ráð- stefnu í næstu viku um stjórnun fiskveiða. Morgunblaðid/Gunnlaugur Rögnvaldsson 1. Glæsileg tilþrif Peters Geitel og Errkis Vanhanen á Nissan 240 RS á sérleið í Kópavogsgryfjum gáfu þeim besta aksturstímann á leiðinni. Héldu þeir uppteknum hætti á næstu leiðum og hafa gott forskot. Ljómarallió: Finnarnir í forystu FINNARNIR Peter Geitel og Errki Vanhanen á Nissan 240 RS hafa náð forystu í Ljómarallinu, eftir akstur á sex sérleiðum í gærdag. Náðu þeir forystu strax á fyrstu leið, en landar þeirra Sakari Vierima og Tapio Errtovaara á Opel Manta 2001 eru í öðru sæti. í þriðja sæti eru Bretinn Chris Lord og Birgir Viðar Halldórs- son á Audi Quattro. Dagurinn í gær var í raun sá léttasti í fjögurra daga langri keppninni. I dag verður ekið um lengstu sérleið keppninnar, Kjal- veg. Fremstir íslendinganna í gær voru feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Escort RS, en þeir háðu harða keppni við þá Þorstein Ingason og Sighvat Sig- urðsson um fjórða sætið. Aðeins fjórar sekúndur skilja kappana að. Ásgeir Sigurðsson og Pétur Júlíus- son, sem eru efstir að stigum í íslandsmeistarakeppninni hófu ekki keppni í gær. Staðan í gærkvöldi: Peter Geit- el/Errki Vanhanen Nissan 240 RS, 21.05 mínútur í refsingu, Sakari Vierimaa/Tapio Eirtovaara Opel Manta 2001, 22.25, Chris Lord/ Birgir V. Halldórsson, Audi Qu- attro, 23.05, Jón Ragnarsson/ Rúnar Jónsson, Ford Escort RS, 21.11, Þorsteinn Ingason/Sighvat- ur Sigurðsson, Toyota Corolla, 25.15. Upplýsingasími keppninnar er 39995. Sameining BÚR og ísbjarnarins: Aðild Kirkjusands enn ekki tímabær Morgunblaöiö/Rax Amadeus frumsýndur Kvikmyndin Amadeus var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi. Agóð- inn af frumsýningunni rann óskiptur til styrktar hjartaskurðlækningum á íslandi. — segir í yfirlýsingu frá borgarstjóra Á FUNDI borgarstjórnar í gærkvöldi las Ragnar Júlíusson (S) upp yfilýs- ingu frá Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, sem staddur er erlendis. Yfir- lýsing þessi varðaði þá gagnrýni, sem minnihluti borgarstjórnar hafði sett fram vegna þess að fyrirtækið Kirkjusandur hafði ekki að svo stöddu verið boðin hugsanleg aðild að samningaviðræðum um samein- ingu BÚR og ísbjarnarins. í yfirlýs- ingunni segir meðal annars, að aðild Kirkjusands hf að viðræðunum þjóni ekki tilgangi að svo stöddu, þar eð fyrirtækið reki ekki útgerð og frysti- hús þess, sé fjarri Vesturhöfninni. Björn Bjömsson, hagfræðingur ASÍ, um verðhækkanir: 99 Grundvöllur samninganna hefur verið að hverfa“ Segir kindakjötshækkunina enn eitt skrefið í þá átt Einnig benti borgarstjóri á í yfirlvsingu sinni að bæru viðræður við Isbjörninn árangur, væri rétt að kanna samskiptamöguleika annarra fiskvinnslufyrirtækja í „ÞAÐ ER ekki hægt að segja annað en að grundvöllur samninganna sé að bresta, því hann hefur hægt og sígandi verið að hverfa undan fótum okkar, á síðustu tveimur eða þremur mánuðum og þessi kindakjöts- hækkun er enn eitt skrefið í þá átt,“ sagði Björn Björnsson, hag- fræðingur ASÍ, er hann var spurður hvort ASÍ liti þannig á að kinda- kjötshækkun sú sem ákveðin var f fyrradag, 15%, hefði áhrif á grund- völl gildandi kjarasamninga. Björn sagði að það væri alveg ljóst í dag, að þær áætlanir sem lagðar hefðu verið til grundvallar um framvindu verðlagsmáia myndu ekki standast. „Eins og málin standa í dag, þá stefnum við um 1,5 til 2,5% fram úr þeim við- miðunum sem settar voru um framfærsluvísitölu," sagði Björn, og bætti við að þessi hækkun á búvörum ætti tvimæialaust sinn þátt í þessu. Sagðist hann sér- staklega vilja nefna í því sam- bandi þann fóðurbætisskatt sem ákveðinn var samkvæmt nýju framleiðsluráðslögunum. „Við höfum mótmælt þessum skatti og talið hann mjög óheppilegan," sagði Björn, „reyndar fáránlegan, þegar þarna er um að ræða vöru sem framleitt er of mikið af. Þá er það náttúrlega ekki rétt að hækka vöruna þegar vantar kaupendur að henni.“ Vinsældalisti rásar 2: Wonder og Duffy sækja mikið á ÞEIR Stevie Wonder og Stephen AJ. Duffy sækja nú hratt upp vinsældarlista rásar 2 í Ríkisút- varpinu. Stevie Wonder fer með lag sitt Part Time Lover úr 10. sæti í það 3. og Duffy stekkur úr 22. sæti í það 7. með lag sitt Unkiss that Kiss. Annars er listinn eftirfar- andi. Tölurnar innan sviga tákna sæti það, sem viðkomandi lag var f á listanum í síðustu viku. 1 (1) Dansing in the Street. Mick Jagger og David Bowie. 2(2) Rock me Amadeus. Falco. 3 (10) Part Time Lover. Stevie Wonder. 4 (3) Into the Groove. Ma- donna. 5 (11) You Can Win if You want. Modern Talking. 6 (5) Shake the Disease. Depec- he Mode. 7 (22) Unkiss that Kiss. Step- hen Á.J. Duffy. 8 (4) Tarzan Boy. Baltimora. 9 (6) Peeping Tom. Rockweli. 10 (7) Money for nothing. Dire Straits. Reykjavík, en fyrr væri slíkt ekki raunhæft. Minnihlutinn gagn- rýndi skýrslu þá, er unnin hefur verið og varðar hugsanlega sam- einingu BÚR og ísbjarnarins. Taldi Kristján Benediktsson (F) að meðal annars orðalag skýrsl- unnar ásamt gefnum forsendum í henni, séu þannig að ýtt sé með beinum hætti undir sameiningu fyrirtækjanna. Sigurjón Pétursson (Abl.) sagði, að meirihlutinn hefði þegar tekið ákvörðun, en nú sé einungis verið að réttlæta hana. Sigurður E. Guðmundsson (A) spurði í lok máls síns hvort færa ætti BÚR ísbirninum að gjöf. 1 lok umræðunnar ítrekaði Ragnar Júl- íusson (S) þá hugsanlegu mögu- leika á hagræðingu, sem falizt gætu í sameiningunni, meðal ann- ars betri nýtingu fjárfestingar, auðveldari stjórnun hráefnisöflun- ar ásamt bættri vinnslu og hag- kvæmari stjórnun. Iðja vill bónushækkun VIÐRÆÐUR eru nú hafnar milli Félags íslenzkra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks, um hækkun á bónus félagsmanna. Er þar aðal- lega um að ræða starfsfólk í fataiðn- aði. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Iðja lagt fram kröf- ur um sömu hækkun á bónusi fé- laga sinna og fengizt hefur í fisk- vinnslu. Fyrsti viðræðufundur þessara aðilja var í gærmorgun, en næsti fundur verður næstkom- andi þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.