Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 * > ást er ... áttunnar. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved •1985 Los Angeles Times Syndicate_ Þú Kttir að vita hvað það er flatterandi fyrir þig að vera svona kafrjóð í kinnunum og bullandi sveitt. Með morgunkaffínu Húsið er ekki stórt en glevmdu ekki að kjallarinn er full hæð! HÖGNI HREKKVlSI M) (PH \.owAK s>esrA MAhiNi /uistókst.' „O.J/EJA ... ENG/MN ER FULUCOauNN. " Æ i m „ ENGINlN." Enn um Flokk mannsins og fimm hornsteina hans ÓJ skrifar: Kæri Velvakandi. Það er alveg meiriháttar fyndið að lesa bréf HK þann 10. septem- ber. Þar stingur hann upp á því, þessi fágæti húmoristi, að menn fari nú almennt að skreyta blöðin með áróðursherferð, gegn stórhættu- legri uppákomu samtaka sem nefna sig „Flokk mannsins". HK hefur ekki uppá eigin dáð rannsak- að fyrirbrigðið, heldur gleypt í sig vitneskjuna úr munni einhvers kunningja síns. Þar segir hann að stefna FM sé byggð á „einhverjum" fimm hornsteinum sem eru svo almenns eðlis, að hver og úr hvaða flokki sem er geti fallist á hana án þess að skaða samvisku sína. Nú, HK veit auðsjáanlega ekki hver þessi stefna er svo hvernig fær hann þá útkomu að allra flokka menn geti sameinast um hana? Hann staðhæfir að þessir krakkagemlingar viti lítið um stjórnkerfi okkar íslendinga, en mér kæmi alls ekki á óvart að þeir vissu meira um það en HK veit um „hornsteinana fimm“. Það þarf ekki meira en krakkagemling til að sjá hverjir hafa fingurinn á slagæð íslensks efnahagskerfis og hverjir eru í lykilstöðum þjóðfé- lagsins til þess að dreifa peningum þess í hendur eiginhagsmunahóp- anna sem eru allir undir einu þaki og einu nafni. Já, að krakkarnir hafi verið kurteisir og jákvæðir er vissulega varhugavert, slíkt er svo fátítt. Það er nú eiginlega ekkert meira hægt að segja um þetta gáfulega bréf HK nema kannski þetta: Farðu nú og kynntu þér málið svolítið betur og þegar þú ert búinn að gera þér enn betri grein fyrir hættunni, þá varaðu okkur sakleysingjana við þessum kurteisu og jákvæðu krakkagemlingum. Hver veit, þú gætir verið að bjarga þjóðinni. Eisa í stað ónæmistæringar ÞÆÖ skrifar: Ég hef verið að velta fyrir mér íslensku heiti á sjúkdómnum AIDS, en ekki fundið neitt við- felldið orð, enda fyrirbærið sjálft ógeðfellt. Orðið ónæmistæring er tvíræðr- ar merkingar, auk þess sem það er fimm samstöfur áður en til samsetningar kemur. Mér dettur i hug að líkja eftir skammstöfunar- heitinu enska og nota orðið „eisa“. Orðmyndin er að vísu til nú þegar í íslensku máli en má heita með öllu dauð. Eisa fer vel í öllum Freysteinn A. Jónsson, Reykjavík, skrifar: Ágæti Velvakandi. Ég þakka þér fyrir ágætar grein- ar sem þú hefur birt og sérstaklega gömlu þulurnar. Og nú langar mig til að biðja þig að hjálpa mér til að hafa upp á tveim gömlum þul- um. Önnur byrjar svona: Gætum snyrti- mennsku Trimmari skrifar: Þannig er nú mál með vexti að ég nýt talsverðrar útivist- ar í nágrenni Úlfarsfells. f fyrra sá ég til stráka sem voru að leika sér á ísilagðri tjörn þarna í nágrenninu og voru þeir á bílum að leika sér við að keyra á milli bíldekkja, og höfðu því fullt af þeim til að merkja brautirnar. En blessaðir kallarnir skildu eft- ir dekkin og mig langaði ein- ungis að vekja athygli þeirra á því að nú gætu þeir auðveld- lega nálgast dekkin sín þarna því nú er tjörnin þurr. Vil ég biðja þá að taka dekkin áður en þau fara undir vatn og snjó, auk þess sem af þessu hlytist örlítið meiri snyrtimennska. föllum, auk þess sem þetta er mjög þægilegur orðstofn í mörgum samsetningum sem síðar meir verður mjög líklega þörf fyrir. f almennu máli yrði þá talað um eisuveiki. Samsett skilgreiningarorð um hluti og fyrirbæri fara yfirleitt illa i íslensku máli, en öðru máli gegnir um eiginleg hugtök. Málfræðingar vinna tungunni oft ógagn af einskærri ræktarsemi. Sem sagt: Eisa eða eisuveiki er umhugsunarverður hlutur. Þegar ég kom að Akureyri, ólgaði blóði fjör og líf. Sá ég þar hunangsflugum fleiri fagurhærð rjóð og bláeygð víf. En allt var sem draumur engin mær annarri gekk mér feti nær. Þessi þula er löng, og kann ég glefsur úr henni, ósamstæðar. Hin þulan byrjar svona: Fór ég eitt sinn í ferðalag á Skaga, í fárviðri og vatna aga. Meira man ég ekki. í sumar birtuð þið þulu. Frá þeirri öldnu í Vogum syðra. í hana vantar sex hendingar. Ég lærði hana svona: f fyrra vetur fyrir jólin, fann ég hann Pálma Bjarnason. Þá var mitt í suðri sólin, setti ég á hann mína von. Kaskur var hann kjöt að brytja, kátur bauð hann mér að sitja lítillátur lækkaði hann sig og lagði sessinn undir mig. Upp tók baukinn eiði spanga, og í nefið tók hann sér. Þá fór ég að masa og manga, maðurinn gaf ei parið mér. Síðan var mér sent á diski, selkornið og lúngablað, þind úr sauð og framan af fiski fært var mér það út á hlað. Vélarhnúturinn var að auki velktur upp úr sýru mauki. Fýsti mig út í fjós að róla, full var þar með soði skjóla. Engan hafði ég eysilinn. allan brenndi ég munninn minn og þá fór ég að góla. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Eins og fram hefur komið í fréttum þjáist bandaríski leikarinn Rock Hudson af ónæmistæringu. Bréfrit- ara fínnst orðið „ónæmistæring" óþjált í samsetningu og leggur til að orðið „eisa“ verði notað í staðinn. Þessir hringdu . . . „Stabat mater“ var frumflutt fyrir nokkrum árum Ó.M. hringdi og hafði eftirfar- andiaðsegja: Það sagði í Morgunblaðinu fyrir nokkru að Fílharmoníukórinn ætlaði að „frumflytja“ Stabat mater eftir Antonin Dvorák en mig langar að segja það að það er búið að frumflytja þetta hér á landi. Það var Oratóríukór Dóm- kirkjunnar, undir stjórn Ragnars Björnssonar, sem frumflutti þetta verk á sínum tíma, og ég hugsa að það séu ein tíu ár síðan það var. Ég vildi bara koma þessu á framfæri, þessum misskilningi, því það er alltaf leiðinlegt að sjá farið með eitthvað ranglega. Góð þjónusta í Hagabúðinni Húsmóóir á Högunum hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég er nú ekki búin að búa lengi í vesturbænum og því ekki oft verslað við Hagabúðina við Hjarð- arhaga, en í þau fáu skipti sem ég hef komið þangað inn til að kaupa nauðsynjavöru hefi ég ávallt mætt Upplýsingar vant- ar um tvær þulur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.