Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLADIÐ, FÓSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 ------------------------------- 9 * Nudd- og gufubaðstofa Óla Hamrahlíð 17 Konur — Karlar Athugið að við eigum nokkrum tímum óráðstafað Nú er líka opiö á laugardögum Upplýsingar í síma 22118. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Í a s i Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals j í Valhöll Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10— 12. Er þar tekið á móti hverskyns fyrirspurnum og ^ ábendingum og er öllum borgarbúum boðið aö not- ^ færasérviötalstímaþessa. 1 Laugardaginn 21. sept. verða til viötals Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson for- maður skipulagsnefndar í stjórn launamálanefndar og heilbrigðisráðs og Einar Hákonarson for- maöur Kjarvalsstaöa og Ásmundarsafns og í stjórn skipulagsnefndar. Þessi glæsilegi 22 feta Flugfiskur er til sölu, meö 145 ha díselvél og ýmsum aukahlutum. Verð kr. 650.000.- Upplýsingar í síma 34600 á daginn og 77322 á kvöldin. Herrafrakkar Vorum aö taka upp enska og danska herra rykfrakka meö og án beltis. Mjög hagstætt verö. GEfsiB H Aðskilnaðar- stefnan Fá lönd hafa verið jafn- mikið í fréttum og Suður- Afríka að undanfornu. Að- skilnaðarstefna stjórn- vakfa — stefna sem allir lýðræðissinnar hljóta að fordæma — hefur beðið skipbroL Setning neyðar- laganna laugardaginn 20. júlí síðastliðinn sýnir ógöngur hinnar ómannúð- legu stefnu. í forustugrein Morgunblaðsins vikuna á eftir ægir meðal annars: „Hugmyndafræðin á bak við aðskilnaðarstefnuna er grimmileg og afleiðingar stefnunnar í framkvæmd bera þess glögg merki. Stefnan stangast á við réttlætis- og siðferðiskennd frjálshuga manna." Undir þessi orð ættu flestir fslendingar að geta tekið. Það skýtur því dálít- ið skökku við þegar Þjóð- viljinn spyT síðastliðinn þriðjudag: „Hvenær kemur að því að Morgunblaðið birtir leiðara um málið (ástandið f Suður-Afríku, innsk. Staksteinar), þar sem það þorír að taka af- stöðu, í stað þess að láta sér nægja hálfkveðnar vís- ur? Getur verið, að stjórn- endur blaðsins séu hrædd- ir við, að skoöanir þeirra mæti viötækri andstöðu fs- lendinga." Þjóðviljinn hefur að undanfornu reynt að gera skoðanir Morgunblaðsins á málefnum Suður-Afríku tortryggilegar, eins og tíl- vitnunin bér að ofan ber vitni um. Ilöfundur hennar er rítstjóri Þjóðviljans, Össur Skarphéðinsson, sem í eina tíð var einn forustumanna róttæklinga í Háskóla fslands og for- maður Stúdentaráðs. Öss- ur og félagar hans á Þjóð- viljanum, hafa skipað sjálfa sig í sæti dómara um það hvað er rétt og hvað er rangt þegar fjallað er um Suður-Afríku. Þeir hafa fordæmt Morgunblaðið fyrír að birta viðtal við ís- lending, Hilmar Krist- jánsson, sem befur verið búsettur í Suður-Afriku í tvo áratugi. Astæðan er sú að skoðanir Hilmars eru andstæðar sjónarmiðum Þjóðviljans, sem kennir sig við þjóðfrelsi, sósíalisma og verkalýðshreyfingu. Skoðanir Hilmars eiga að mati hinna sjálfskipuðu dómara ekki rétt á sér og því ber aö banna þær — og menn er hailast að líkura sjónarmiðum eiga ekki rétt á þvi að koma sjónarmið- um sínum á framfæri. Að- eins rétttrúaðir hafa mál- og ritfrelsi, því sumir eru jafnari en aðrir, i augum Þjóðviljamanna. Óæski- legar skoðanir á að hanna. Tvfakinnungur og hræsni Tvfakinnungur og hræsni Þjóðviljans f garð Suður-Afríku er mikili. Þjóðviljinn hefur gengið hvað haröast fram í því að boða viðskiptaþvinganir gegn Suður-Afriku. Með þeim á að fordæma mann- réttindabrot stjórnvalda og reyna að neyöa þau til að láta af kúgun meirihhita landsmanna. Það skal horft fram hjá því að draga má verulega í efa að þvinganir af því tagi sem Þjóðviljinn boðar nái til- gangi sínum, heldur þvert á móti. En vilji Þjóðvilja- menn, sem verður að draga í efa, vcra sjálfum sér sam- kvæmir þá hljóta þeir einn- ig að hvetja til þess að öll lönd, þar sem mannrétt- indabrot eru framin, verði beitt viðskiptaþvingunum. Þjóðviljinn hlýtur því að hvetja til þess að Islend- ingar hætti viðskiptum við Sovétríkin og leppríki þeirra í Evrópu og annars staðar í heiminum. Þjóð- viljinn hlýtur einnig að | hvetja til þess að skorið sé á viðskiptatengsl íslands við flest öll ríki Afríku, og þannig mætti lengi telja. Ef Ossur Skarphéðinsson er ekki tilbúinn til að for- dæma mannréttindabrot hvar sem er í heiminum, óháð því hvaða ríkisstjórnir eiga í hluL hljóta skríf hans að dæmast tvískinn- ungur og hræsni. Svartur listí Fýrir skömmu var reynt að stöðva útsendingu á skemmtiþætti meö Cliff Rkhard í íslenska sjón- varpinu. Söngvarínn hafði unnið það sér til sakar að hafa komið fram á skemmtun í Suður-Afríku og var þess vegna á sér- stökum svörtum lista sem Sameinuðu þjóðimar hafa látið gera yfir listamenn, sem hafa komið fram í Suður-Afríku. Þjóðviljinn reyndi að gera mikið mál úr þessu og vildi banna sýninguna. Þannig er farið að þvi að draga listamenn í dilka, ekki eftir skoðunum, því Cliff Richard hefur for- dæmt aðskilnaðarstefnuna, heldur eftir því hvar þeir kjósa að koma fram. Þjóð- viljinn vill hneppa lista- menn í fjötra og ákveða hvar þeim er heimilt að iðka list sína. En eins og fyrri daginn skiptir máli í hvaða löndum skemmti- kraftar kjósa að koma fram, að minnsta kosti hef- ur Þjóðviljinn ekki séð ástæðu til þess að hvetja til þess að margir þeirra ís- lensku listamanna, sem lagt hafa leið sína til Sov- étríkjanna og annarra kommúnistaríkja, verði fordæmdir og settir á bannlista. Það skyldi þó aldrei vera að það skipti máli hvaða ríki viröa mannréttindi að vettugi? Eða er það skoðun Össurar Skarphéðinssonar að sov- étskipulagið sé lýðræðis- skipulag? I 12. töhiblaði Frétta frá Sovétríkjunum 1976, sem er áróðursrit Sovétstjórnar- innar á íslandi, birtist grein með yfirskriftinni: „Isienskir stúdentar á al- þjóðaþingi". Þar er sagt frá því að tveir íslenskir stúd- entar hafí sótt mót í sumar- búðum í Eistlandi undir kjörorðinu „Stúdentar fyrir fríð og samvinnu, fyrir frelsi og sjálfstæði þjóða". Mótið var haldið að frum- kvæði stúdentaráðs Sovét- ríkjanna. Halldór Árnason og Ossur Skarphéðinsson, núverandi ritstjóri Þjóðvilj- ans, voru falensku full- trúarnir. í fyrrnefndu áróð- ursriti er eftirfarandi haft eftir Ossurí: „Menntakerf- ið í Sovétrikjunum tel ég fullkomnara en það sem er á íslandi. Ferðin um Sov- étríkin hefur víkkað mjög sjóndeildarhring minn ... Það haföi mikil áhrif á mig að koma í verksmiðju og samyrkjubú og ríkisbú í þessu Asíulýöveldi (Úsb- ekistan). Það er aðeins framfarasinnað og lýöræð- islegt skipulag, sem getur hafa skapað (svo) svona víðfeðma möguleika fyrir þjóð, sem var varla læs né (svo) skrifandi fyrir fáein- um áratugum." Þetta er dómur og skoð- un Þjóðviljaritstjórans á stjórnkerfi Sovétríkjanna. Engan skal því furða að hann skuli líta öðrura aug- um á mannréttindabrot Kremlverja en aðskilnað- arstefnuna í Suöur-Afríku. Athugsemd í fréttagrein, er Morgunblaðið flutti í dag, þar sem lýst er veislu, sem starfandi utanríkisráðherra hélt Sihanouk prins frá Kambód- íu, segir m.a. „ ... o g á meðan konungurinn í Thailandi sat á valdastóli tóku þeir Sihanouk stundum saman nokkur jazzlög". Til að fyrirbyggja misskilning vil ég skýra frá eftirfarandi: Thai- land er konungsríki með eigin stjórnarskrá, sem viðurkennir konung sem ríkisleiðtoga. Núver- andi konungur Thailands er Bhumibol Adulayadej og er hann níundi konungur Chakri-konungs- ættarinnar sem setið hefur við völd frá 1782. Bhumibol var krýndur konung- ur 5. maí 1950, en í apríl sama ár kvæntist hann Sirikit drottningu. Eru konungshjónin mjög ástsæl af þjóð sinni og hefur vegur þeirra borist víða um lönd, þar sem þau á ýmsan hátt hafa verið heiðruð og m.a. hefur þeim verið veitt alþjóða viðurkenning fyrir frábær störf. Reykjavík 19. sepL Geir Borg Ræðismaöur Thailands á íslandi. T$Lha.malka<)ulin.n M.M.C LANCER GLX 1984 Brún-sanz, ekinn 22 þ. km. 1500 véi, útvarp, segulband Verð 370 þús. MAZDA 626 GLX 1985 Grásanz, ekinn 18 þ. km. 2000 vél, sjálf- skiptur, vökvastýri, útvarp. vönduð þifreið. Verö 510 þús. Saab 900 GLS 1983 Rauöur, ekinn 19 þ.km. Verö 530 þús. Saab 900 GLE 1982 Grænsanz, ekinn 35 þ.km. Sjáltskiptur, vökvastýri, topplúga. Citroén BX 19 TRD 1984 Rústrauöur, ekinn 13 þ.km. Oiesel, vökva- stýri, útvarp, segulband, snjódekk, sumar- dekk. Verö 550 þús. VW GOLF CL 1985 Hvjtur, 3ja dyra, ekinn 15 þ. km. tallegur bill. Verö 430 þús. SAAB 90 2ja dyra 1985 rauOur, ekinn 10 þ. km. 5 gira, útvarp, segulband. Verö 540 þús. I HONDA PRELUOE 1980 Hvítur, sjálfskiptur, fallegur sportbill m/»ramdrifi. Verö 320 þús. SUZUKI ALTO 1983 rauöur 3ja dyra, ekinn 22 þ. km. Sjálfskípt- ur. snjó- og sumardekk. Verö 225 þús. MAZDA 323 5 dyra 1982 Blár, ekinn aöeins 18 þ. km. Verð 275 þús. Míkil sala Vantar nýlega bíla á staöinn. Gott sýn- ingarsvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.