Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 45
Minning.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985
45
Sigurgeir Guðjónsson
húsasmíðameistari
Fæddur 9. ágúst 1906
Dáinn 9. september 1985
Margir er vér unnum heitt, undan fóru
heim.
Hafa stríð til lykta leitt. Ljúft vér fögn-
um þeim.
Þar er sérhvert þerrað af, þeirra sorg-
artár.
Arf af himnum Guð þeim gaf, gleðjast
allra brár.
(Höf. óþ. Sigríður Halldórsd.)
Okkar ástkæri afi er dáinn.
Hver hefði trúað því í afmælinu
hans að hann yrði farinn eftir
mánuð. Hann var nú ekki að láta á
því bera að hann væri lasinn.
Glaður og ánægður tók hann á
móti okkur á afmælisdaginn.
Alltaf var afi í sama góða skap-
inu, hvort sem hann var heima eða
á mannamótum. Hann hafði mik-
inn áhuga á hvernig öllum gengi á
lífsbrautinni, og vildi öllum vel.
Söknuður er mikill, en við þökkum
Guði fyrir að sjúkdómslega hans
var ekki löng.
Afi var lærður húsasmiður og
vann við það til ársins 1982. Hann
var mjög laginn við sitt fag og var
hann alltaf tilbúinn að veita okkur
hjálparhönd ef með þurfti.
Svona mætti lengi telja upp, en
við teljum að fleiri línur hafi lítið
að segja því erfitt er að lýsa því
með orðum hvað hann var okkur
góður afi, því orð megna svo lítið.
Við þökkum góðum Guði fyrir
samveruna við afa hér á jörð.
Elsku amma þú hefur misst
ástkæran eiginmann og sorgin er
stór, en við huggum okkur við að
nú er hann þar sem hvorki þekkist
þjáning né sorg.
Við vottum þér elsku amma,
okkar dýpstu samúð og biðjum
góðan Guð að gefa þér styrk.
Sá ljósi dagur liöinn er,
líður að næturstund
Ó herra Jesú, hjá oss ver,
hægan gef þú oss blund.
Gleðji oss Guð í himnaríki.
(Páll J. Vídalín)
Barnabörn
Sigurgeir fæddist á Neista-
stöðum í Árnessýslu 9. ágúst 1906.
Hann missti ungur föður sinn og
var honum þá komið í fóstur að
Hvammi í Landsveit. Snemma
vaknaði, áhugi hans á smíðum og
þegar hann hafði aldur til hélt
hann til Reykjavíkur til smíða-
náms. Stundaði hann þá iðn alla
tíð, fyrst sem smiður og síðar
húsasmíðameistari. Var vinnu-
dagurinn oft langur og ekki
þrautalaus, því Sigurgeir þjáðist
af fótameini allt frá barnæsku, og
var oft sárþjáður að kvöldi. Fékk
hann nokkurn bata á þessu er
hann gekkst undir uppskurð á
báðum fótum fyrir um það bil 10
árum. Það lýsir Sigurgeiri hvað
best að strax og hann gat fór hann
til vinnu aftur, þá kominn fast að
sjötugu. Hann vann við smíðar
þar til hann fór að finna fyrir
þeim sjúkdómi er dró hann til
dauða.
Sigurgeir kvæntist árið 1932
Sigurbjörgu Ólafsdóttur ættaðri
úr Landeyjum. Eignuðust þau
fimm mannvænleg börn, sem öll
eru á lífi nema yngsi sonurinn sem
lést skömmu eftir fermingu og var
öllum mikill harmdauði.
Samheldni fjölskyldu þeirra
hjóna er einstök og dreg ég ekki í
efa að það á eftir að verða frú
Sigurbjörgu mikill styrkur. Ég get
ekki lokið þessum fátæklegu orð-
um án þess að þakka þeim hjónum
þá vináttu sem þau hafa sýnt mér
og ekki þá síst aldraðri móður
minni því hún hefur alltaf átt
hauk í horni hjá fjölskyldunni á
hæðinni fyrir ofan. í þau þrjátíu
ár sem hún hefur búið í sambýli
við þau Sigurgeir og Sigurbjörgu
hefur aldrei fallið skuggi á vináttu
þeirra.
Blessuð sé minning Sigurgeirs
og megi Guð gefa frú Sigurbjörgu
styrk í framtíðinni.
Friðrik Hjaltason
Afi fæddist á Neistastöðum í
Villingaholtshreppi, foreldrar
hans voru hjónin Helga Jónsdóttir
og Guðjón Guðbrandsson. Þegar
hann var á öðru aldursári drukkn-
aði faðir hans á vertíð, og varð
móðir hans þá að koma honum og
þrem systkinum hans, Jónínu,
Guðbrandi og Júlíusi, í fóstur. Afi
fór í fóstur að Hvammi í Lands-
sveit til hjónanna Eyjólfs Guð-
mundssonar og Guðbjargar Jóns-
dóttur. Hjá þeim var hann til 19
ára aldurs, en þá fór hann til
Reykjavíkur í smíðanám. Hann
lærði hjá Þorláki ófeigssyni
smíðameistara, og bjó á heimili
hans meðan á námstímanum stóð.
Afi minntist Þorláks og fjölskyldu
hans ævinlega með mikilli virð-
ingu og þakklæti. Hafði hann á
orði að þau hjón hefðu reynst sér
sem aðrir foreldrar. Smíðanámi
sínu lauk afi 1930 en þá var hann
trúlofaður ömmu okkar, Sigur-
björgu Ólafsdóttur. Þau giftu sig
svo 17. október 1931. Hjónaband
þeirra varð afar farsælt og eignuð-
ust þau fimm börn, Guðrúnu ólaf-
íu, Guðjón Viðar, Sigmund, Helgu
og Ólaf Þór. Ólafur dó á fimmt-
ánda aldursári og varð hann allri
fjölskyldunni mikill harmdauði.
Amma og afi voru mjög samhent
hjón og aldrei minnumst við þess
að styggðaryrði félli á milli þeirra.
Þrátt fyrir að afi væri félagslynd-
ur, var hann með afbrigðum
heimakær og hvergi leið honum
betur en á heimili þeirra.
Afi var mikill vinnuþjarkur og
vann að iðju sinni alla tíð. Aldrei
heyrðist hann kvarta undan vinnu-
álagi eða þreytu, þrátt fyrir að
allir vissu að fótamein hans þjak-
aði hann langt fram eftir aldri.
Afi var öllum sinum mjög hjálp-
samur og alltaf reiðubúinn að
rétta hjálparhönd, hversu þreyttur
sem hann var eftir eril dagsins.
Það var því mikil upplyfting fyrir
afa þegar hann gekkst undir að-
gerð á fótum 1974 og fékk hann
þá mikla bót meina sinna. Okkur
var öllum mikil ánægja að sjá
hvað afi fylltist miklum krafti
eftir aðgerðina og honum fannst
hann sem nýr maður. Þá komin á
áttræðisaldur tóku hann og amma
að ferðast tii sólarlanda og veittu
þessar ferðir þeim mikla gleði og
ánægju.
Afi byggði húsið í Grænuhlíð 5
ásamt foreldrum okkar og Hjalta
afa og Ástu ömmu. Heimili afa og
ömmu var æ síðan sem annað
heimili okkar systkinanna.
Alla tíð fylgdist afi vel með því
sem við, og reyndar allir afkom-
endur hans, vorum að gera og
gladdist alltaf yfir velgengni
þeirra, og var styrk stoð ef eitt-
hvað bjátaði á.
Afi tók á móti okkur öllum á
afmæli sínu 9. ágúst síðastliðinn.
Þó afi væri greinilega sárlasinn,
grunaði okkur ekki að hann ætti
svo skammt eftir ólifað. Hálfum
mánuði síðar lagðist hann inn á
sjúkrahús, og dó þar eftir skamma
legu. í okkar huga verður minning-
in um afa ævinlega björt og við
kveðjum hann með þakklæti í huga
fyrir öll þau ár sem við fengum
að njóta með honum.
Og því var svo hljótt við helf regn þína
sem hefði klokkur gígj ustrengur brostið
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
Sem sjálfur drottinn mildum lófa lyki,
um lífsins perlu, í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðm.)
Elsku amma, við biðjum góðan
Guð að styrkja þig í sorg þinni,
og vonum að fögur minning um
ástkæran eiginmann verði þér
huggun.
Sigurbjörg, Sigurgeir, Ásta og
Ólafur Þór.
Því svo elskaði Guð heiminn að
hann gaf son sinn eingetinn til
þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf
(Jóh. 3,16).
í dag kveðjum við afa okkar,
Sigurgeir Guðjónsson húsasmíða-
meistara. Vil ég með þessum lín-
um þakka afa fyrir samverustund-
ir okkar sem eru mér svo mikils
virði. Hann var ekki aðeins góður
afi, heldur og góður smiður og
verkmaður. Ósérhlífinn, iðinn og
vandvirkur. Voru þeir örugglega
fáir dagarnir sem hann lét sig
vanta til vinnu. Ég minnist þeirra
sex ára, sem við unnum saman hjá
Trésmíðaverkstæði Reykjavíkur,
með þakklæti fyrir allt sem ég
lærði af honum. Voru menn sam-
mála um að hann gæfi sér yngri
mönnum ekkert eftir hvað dugnað
og afköst snerti. Ég kveð afa minn
og lærimeistara og bið Guð að
blessa minningu hans.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Sigurgeir Sigmundsson
Kirkjunni hefir verið valinn staður á borginni sunnan í kauptúninu og
þar gnæfir hún hátt og stendur á fallegum stað.
Stykkishólmur:
Kirkjubygg-
ingu miðar vel
Stykkishólmi, U.Heptember.
BYGGINGU nýrrar kirkju miðar
áfram og í sumar hefír verið töluverð-
ur skriður á byggingarframkvæmd-
um og unnið verður í allt haust svo
lengi sem veður leyfa.
Nú er búið að steypa kórinn að
fullu og er það góður áfangi. Fram-
kvæmdir þessar eru unnar af Tré-
smiðju Stykkishólms hf. og undir
verkstjórn Bjarna Lárentsinus-
sonar, byggingarmeistara í Stykk-
ishólmi.
Fjársöfnun hefir jafnan verið
meðal bæjarbúa og hafa margir
lagst á eitt. Það er fyrirsjáanlegt
að þessi bygging verður mikil og
dýr. Því hefir nú verið leitað til
brottfluttra Hólmara og velunn-
ara með fjárframlög og er vonast
eftir að þeir verði með á þessari
framkvæmd.
Árni
+
Eiginmaöur minn
STEINÞÓR CARL ÓLAFSSON
frá Skagaströnd,
Hábergi 14,
andaöist aö heimili sinu aö kvöldi 18. september.
Guörún Halldórsdóttir
Maðurinn minn,
TRYGGVI EINARSSON
frá Miödal,
veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 21. september
kl. 14.00.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Sœunn Halldórsdóttir.
+
Innilegustu þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför
GUÐRÚNAR ANTONSDÓTTUR,
Ásvallagötu 16.
Guöni Guönason,
Sigríóur Gestsdóttir,
Guömundur Gestsson,
Gestrún Gestsdóttir,
Erla Gestsdóttir,
Hilmar Björnsson,
Karolina Halldórsdóttir,
Guóbrandur Ásmundsson,
Viöar Þóröarson.
+
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og vinarhug viö andlát og útför
SIGRÍÐAR EMILÍU BERGSTEINSDÓTTUR,
Hvassaleiti 30.
Þórir Sigurósson, Þuríöur Sigurðardóttir,
Katrfn Siguröardóttir, Jóna Sigrún Siguröardóttir,
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdaföóur og afa,
HELGA B. GUOMUNDSSONAR
skósmiös,
Teigageröi 2.
Gyöa Ásgeirsdóttir
Hrönn Helgadóttir, Hermann Aðalsteinsson,
Helgi Steinar Hermannsson, Heimir Þór Hermannsson.
+
Þökkum auösýnda samúö og hluttekningu við fráfall og jarðarför
MAGNUSAR EINARSSONAR
húsvaröar,
Hverfisgötu 83.
Jón Magnússon, Erla Magnúsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir, Kristján Einarsson,
Magnea Magnúsdóttir, Páll Magnússon,
Eövald Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum hlýhug og samúö vegna fráfalls og eiginmanns mins, fööur,
tengdafööur og afa,
VALDIMARS FINNBOGASONAR
Signður Guöjónsdóttir,
María B. Valdimarsdóttir,
Guðjón Valdimarsson,
Þóra L. Valdimarsdóttir,
Sigríður B. Guöjónsdóttir,
Guömundur H. Hákonarson,
Ingunn Þorsteinsdóttir,
Garðar Einarsson,
Halldóra B. Guömundsdóttir.
Lokað
fyrir hádegi í dag, föstudaginn 20. september, vegna
útfarar ERLINGSSMITH.
Smith & Norland hf.,
Nóatúni 4.