Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 eggin út. Varð dregurinn að að- stoða ungana við að brjóta skurn- ina. Næstu vikur mataði strákur þá með munnvatnsblönduðum fiski og síld og ýmsu sem mávum þykir lostæti en mannfólk leggur sér siður til munns. I allt að 2 klukkustundir á dag lá hann með ungana til að veita þeim hlýju og umhyggju. Þó fór svo að annar unginn dó af ókunnum orsökum eftir nokkurn tíma. Hinn unginn sem gegnir nafninu „Sveppi" er nýorðin fleygur og voru meðfylgj- andi myndir teknar eitt kvöldið er mávurinn gaf sig fram til kvöld- verðar. Hann mun hafa þann sið að mæta heim tvisvar á dag tii hádegis- og kvöldverðar og kemur við Ijósaskipti heim til að sofa í kofa sínum. Þykir víst öruggast að sofa heim hjá „mömmu”. Mávur- inn hefur gert það viðreist í sumar farið reglulega í sumarbústað og farið í langferð norður í Skaga- fjörð með „fjölskyldu sinni". Það var einmitt í Skagafirðinum sem hann tók fyrst flugið. Gerðist það þannig að hundur á bæ einum glefsaði til hans og brá honum svo, að hann tók ósjálfrátt flugið. Þessa dagana vekur Sveppi mikla athygli í Grindavík, því hann á það til að stinga sér niður þar sem krakkar eru að leik þeim til óblandinnar ánægju. Einnig er hann tíður gestur á leikskólanum. Ekki eru allir þó jafn hrifnir. Nokkrum mektarkonum sem voru að svamla í sundlaug staðarins brá óþyrmilega þegar mávurinn hlammaði sér gargandi niður í sundlaugina innan um þær. Varð þar fjaðrafok í fleiri en einum skilningi. Þá hefur Sveppi haft það til siðs að koma við í garði lögregluvarðstjórans í Grindavík og taka tappan úr garðtjörn hans honum til mikillar hrellingar. Við- ast hvar er Sveppi þó aufúsugest- Eggjunum var ungað út i baðgólf- inu. Myndir: SIG. ÁG. Texti: JÓN GRÖNDAL Sá atburður gerðist í Grinda- vík í vor að unglingur ungaði út tveim mávseggjum á bað- herbergisgólfinu. Unglingurinn, Sveinbjörn Sigurðsson, Leynis- braut 7, segir að hann og fleiri hafi verið í gönguferð við Festar- fjall rétt austan við Grindavík í vor og hafi komið auga á nokkur mávshreiður í fjallshliðinni. Hann náði tveim eggjum undan grámávi og hafði með sér heim. Kom hann þeim fyrir í handklæði á baðgólfinu sem er upphitað. Eft- ir rúmlega tvær vikur klöktust Grindavík: „Mamma“ veitir ungunum umhyggju ng hlýju. „Sveppi“ gefur sig fram til kvöld- verðar. ur og þykir Grindvíkingum gaman að uppátækjum hans. Nú er þess beðið með eftirvænt- ingu hvernig sjálfstæðishvöt hans þroskast hvort hann hverfi á braut eða þiggi áfram næturgist- ingu á Leynisbraut í vetur. Reynt hefur verið að fara með hann í burtu en ævinlega hefur hann ver- ið á undan mönnum heim aftur. Ungaði út mávseggj- um í baðherberginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.