Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 48

Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 48
FOSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Forstjórastaðan í Byggðastofnun: Samkomulag Fram- sóknar og Eggerts? STJÓRN Byggdastofnunar mun koma saman til fundar síðdegis í dag og er gert rád fyrir því að þar verði tekin ákvörðun um fjölda forstjóra við stofn- unina og hver hreppi hnossið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var staðan sú í gærkvöldi, að Eggert Haukdal, einn þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, myndi gera samkomulag við full- trúa Framsóknarflokksins um að Bjarni Einarsson, forstöðumaður byggðadeildar Framkvæmdastofn- unar, yrði forstjóri. í staðinn ætluðu Framsóknarmenn að tryggja Egg- ert að Benedikt Bogason, verkfræð- ingur, yrði ráðinn í stöðu aðstoðar- forstjóra. Talið var líklegt að Bjarni Einarsson myndi einnig hljóta at- kvæði fulltrúa Alþýðuflokksins og þannig yrði meirihluti fyrir ráðn- ingu hans í stjórninni. Framsóknarmenn vilja að for- Dómkirkjuklukkan: Rafmagnið tekur brátt við af Ólafi — sem trekkt hefur klukkuna vikulega í 57 ár VIKULEGA í fimmtíu og sjö ár hef ég séð um að trekkja upp með handafli þessi þrjú þungu lóð,“ sagði Olafur Tryggvason úrsmiður, sem sér um að halda klukkunni í turni Dómkirkjunnar gangandi. „Fljótlega eftir að ég kom í læri hjá Magnúsi Benjamínssyni úrsmið árið 1928, fór ég að sjá um klukkuna og trekkja hana upp einu sinni í viku. Þetta er ansi erfitt, eiginlega hrikalegt puð, og því hefur Reykjavíkur- borg, sem á klukkuna, ákveðið að setja rafknúna sveif við verk- ið. Búnaðurinn er ekki fullkomn- Corgunblaðið/Árni Scberg Ólafur Tryggvason úrsmiður við sveifina sem þarf að snúa 90 hringi einu sinni í viku til að trekkja upp þrjú lóð sem eru um 100 kg hvert. ari en svo að ég þarf eftir sem áður að vera viðstaddur þegar klukkan er trekkt upp til/að sjá um að ekkert fari úr skorðum,“ sagði Olafur. Kirkjuklukkuna gaf Ditlev Thomsen Reykjavíkurborg um aldamótin og sá Magnús Benja- mínsson um að ganga frá upp- setningu hennar. Urverkið er þýskt turnúr, samsvarandi þeim úrverkum, sem voru og eru í kirkjuturnum um alla Evrópu og sagði Olafur að þau entust í mannsaldra. Verkið væri af gamla skólanum og minnti helst á vél í gömlu skipi. Nú er svo komið að þessi gömlu fyrirtæki, sem framleiddu turnúrin eru öll að hverfa í kjölfar nýrrar tækni og er því ekki úr vegi að turnúrin taki tæknina í sína þjónustu. stjórarnir verði tveir, en sú tillaga mun samkvæmt heimildum blaðsins aðeins njóta stuðnings Framáoknar- mannanna tveggja og Eggerts. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins, fulltrúi Alþýðubandalagsins og fulltrúi Alþýðuflokksins munu hafa myndað meirihluta um þá tillögu að forstjóri verði aðeins einn. Sjávarútvegssýningin á Spáni: Póllinn selur 60 skipavogir PÓLLINN hf. á ísafirði hefur selt yfir 60 skipavogir á sjávarútvegssýn- ingunni í Vigo á Spáni, að verðmæti 15-20 milljónir kr. að sögn Birgis Úlfssonar, sölustjóra hjá Pólnum á Reykjavíkursvæðinu. Þessi nýjung Pólsins hefur vakið mikla athygli eins og sést á þessu, en sýningin á Spáni hefur aðeins staðið yfir í þrjá daga. Skipavogin var hönnuð frá grunni af starfsmönnum Pólsins og stóð hönnunarvinnan heilt ár. Vogin vegur með allt að 10 gramma nákvæmni um borð í skip- unum sama hvað á gengur, en það hefur verið eitt af vandamálum við vinnslu sjávarafla um borð í skipunum að vogirnar hafa ekki unnið rétt í veltingi og titringi. Fyrsta skipavogin frá Pólnum fór í togarann Sólrúnu frá Bolungar- vík og stóðst vogin fullkomlega þær kröfur sem til hennar voru gerðar. Er talið að þessi vog geti haft miklar breytingar í för með sér fyrir útgerð verksmiðjuskipa, þar sem búist er við að þær hafi í för með sér 5-10% tekjuauka fyrir útgerðina. Morgunbladió/Júlíus Sigurður Ólafsson lyfsali i Reykjavíkurapóteki (annar frá vinstri) rædir vid lyfjafrædinga sína medan slökkvi* liðsmenn eru að störfum. Eldur í Reykjavíkurapóteki: Litlu mátti muna að ekki færi verr — mikið af eldfimum efnum í kjallaranum MIKLAK skemmdir urðu í bruna í kjallara Reykjavíkurapóteks í mið- borg Reykjavíkur laust eftir hádegið í gær. Var öll byggingin, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru m.a. til húsa, rýmd enda fór reykur upp um alla stigaganga og var orðið ólíft á efstu hæðinni. Mjög erfitt var um vik fyrir slökkviliðsmenn vegna mikils hita og reyks - og svo bætti það gráu ofan á svart, að hitavatnsleiðsla í kjallaranum fór í sundur meðan á slökkvistarfinu stóð. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á staðinn laust fyrir klukk- an hálf tvö í gær. Þá barst mikill reykur inn í apótekið og inn í borgarskrifstofurnar. Fjórir reykkafarar voru sendir niður í kjallara hússins, þar sem eldur- inn var laus, og komust þeir fljót- lega að upptökunum en áttu mjög erfitt um vik vegna hita og reyks, að því er Bergsveinn Ármanns- son, varðstjóri í slökkviliðinu, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins. Hann sagði að eldurinn hefði verið í herbergi í kjallaran- um, þar sem geymdar voru ýmsar pappírsvörur og timburskilrúm. „Áður en hægt var að komast endanlega fyrir eldinn varð að flytja mikið magn af ýmsum varningi út úr húsinu og slökkvi- starfinu lauk af þeim sökum ekki fyrr en um klukkan hálf fjögur," sagði hann. Bergsveinn sagði að eldurinn hefði náð að breiðast út í tvö önnur herbergi í kjallaranum og hefði ekki mátt muna miklu að þarna færi miklu verr, enda eru þar geymd ýms mjög eldfim efni - þynnir, aceton og fleira, sem notað er við lyfjagerð eða selt i snyrtivörudeild apóteksins. Eldsupptök eru ókunn. Fjárlagafrumvarpið í ríkisstjóm á þriðjudaginn: Framsókn samþykkti þegar Albert hótaði stjórnarslitum SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins, skýrði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra ráðherrum Framsóknar- flokksins frá því á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn, að ef þeir féllust ekki á fjárlagafrumvarpið eins og þaö þá lá fyrir, myndi hann gera um það tillögu á þingflokksfundi Sjálfstæð- ishokksins um kvöldið, að stjórnarsamstarfinu yrði slitið. Tveir fundir voru í ríkis- stjórninni um fjárlagafrum- varpið á þriðjudaginn, sá fyrri fyrir hádegi en sá seinni klukk- an 16. Ráðherrar Framsóknar- flokksins gerðu á þeim fundi Fargjöld SVR hækka um 13,6% á mánudaginn FARGJÖLD með strætisvögnum Reykjavíkur hækka um 13,6% að meðaltali frá og með 23. september. Hækkunin er sögð til að mæta aukn- um rekstrarkostnaði og er í samræmi við aðrar kostnaðarhækkanir innan- lands. Fargjöld með SVR hækkuðu síðast í júní síðastliðnum og þar áður í desember á síðasta ári. Eftir hækkun munu stað- greiðslugjöld fyrir fullorðna hækka úr 22 krónum í 25 og fyrir börn úr 6 krónum í 7. 26 miða afsláttarspjöld fyrir fullorðna munu kosta eftir hækkun 500 krónur eða 19,23 krónur á miða. Aldraðir fá þessi spjöld á 250 krón- ur. Spjöld með 20 barnamiðum munu kosta 100 krónur hvert eða 5 krónur miðinn. Reiknað er með að meðaltals- hækkun nemi 13,6% að því til- skyldu að skipting milli afsláttar og staðgreiðslu verði áfram sú sama og verið hefur. nokkrar athugasemdir, einkum vildu þeir fá inn í frumvarpið ákvæði um stóreignaskatt. Albert Guðmundsson lýsti því yfir að ekki kæmi til greina að gera breytingar á fjárlaga- frumvarpinu og skýrði ráð- herrum Framsóknarflokksins jafnframt frá því, að ef ekki yrði samkomulag milli flokk- anna á þessum grundvelli, myndi hann leggja til við þing- flokk Sjálfstæðisflokksins á fundi, sem hefjast átti klukkan 21 sama kvöld, að stjórnarsam- starfinu yrði slitið. Ráðherrar Framsóknar- flokksins héldu beint af ríkis- stjórnarfundinum á þing- flokksfund Framsóknarflokks- ins, þar sem fjárlagafrumvarp- ið var samþykkt, eins og frá því var gengið af hálfu fjár- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.