Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 11 Kirkjukór Grandarkirkju (kyrtkrai n hjónin Soffanías Cecilsson og Hulda Vilmundardóttir gifU. mætti takast og taldi sóknarprest- urinn aÖ öll heimili á staðnum hefðu stutt þetta málefni að meira eða minna leyti auk brottfluttra Grundfirðinga. Viðstaddir þessa hátíðlegu athöfn voru margir góðir gestir og var kirkjan þéttsetin. Meðal annarra gesta var fyrrver- andi sóknarprestur hér í Grundar- firði, sr. Magnús Guðmundsson, og kona hans, Áslaug Sigurbjörns- dóttir, sem í mörg ár var organisti hér í sókninni. Prófasturinn, sr. Ingiberg Hannesson á Hvoli í Saurbæ, ávarpaði söfnuðinn við athöfnina og sagði frá því að hann hefði oft átt þess kost að koma í þessa kirkju og væri það ákaflega eftir- tektarvert að með hverju ári sem liði sýndist honum söfnuður og sóknarprestur sífellt færast í aukana um eflingu þessa fagra húss, sem kirkjan hér væri orðin í dag. Tveir ungir tónlistarkennar- ar enskir að ætterni en starfandi ( ólafsvík, önnuðust undirleik og stjórn kórsins og hafði annar þeirra samið lag við 121. Davíðs- sálm og gefið og tileinkað vinum sínum hér í Grundarfirði og var það frumflutt við athöfnina. Athygli vakti að allir m.ðlimir kirkjukórsins skrýddust nú bláum kyrtlum, sem þau hjónin Hulda Vilmundardóttir og Soffanias Cecilsson útgerðarmaður höfðu gefið i tilefni dagsins. Að lokinni athöfn höfðu „hnall- þórur" staðarins borið á borð bakkelsi mikið í félagsheimili kirkjunnar og öllum viðstöddum veittur hinn besti beini. Að lokum skal getið komu kaup- mannssonarins frá Stokkseyri, Hauks Guðlaugssonar, söngmála- stjóra, en hann annaðist forspilið og lék síðar einleik á hið nýja og volduga hljóðfæri. Sannaði hann enn einu sinni snilligáfu sína og lyfti þessari athöfn þegar í upphafi í annað og æðra veldi. - Emii THORN V7SA HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD Verð kr. 12.460.- HF LAUGAVEGI 170 -172 SIMAR 11687 ■ 21240 prýðir húsin Stallað þakstál á aðeins kr. 440 pr. fermetri í brúnu og svörtu PARÐUS t Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.