Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Amnesty mótmællr dauða fanga í Soyétríkjunum London, 19. september. AP. Mannréttindasamtökin Amnesty international hafa krafið Sovétríkin um skýringar á dauða fjögurra and- ófsmanna í vinnubúðum í Sovétríkj- unum á síðustu 16 mánuðum. Amn- esty segist nú leita staðfestingar á dauða Vasyl Stus, 47 ára gamals Ijóðskálds frá Úkraínu og baráttu- manni fyrir mannréttindum. Hann er talinn hafa dáið fyrr í þessum mánuði. Allir fangarnir fjórir voru al- varlega veikir áður en þeir létust, en þrátt fyrir veikindi þeirra neit- uðu sovésk yfirvöld að láta þá lausa. Krefst Amnesty þess að sovésk stjórnvöld sjái til þess að aðrir alvarlega veikir fangar verði látnir lausir. Stus var félagi í hinum óopin- beru Úkraínsku-Helsinki samtök- um, sem fylgdust með því hvernig Sovétríkin framkvæmdu mann- réttindaákvæði Helsinki-sáttmál- Veður víða um heim Akurvyrí S Múd Amttvfdsfit 19 10 •kýiaó Apana 17 32 hutóukfrt ■mculowp 25 ntnWyjto Bfltn 12 24 L-IA.L/—1 ntwtwn BfOmmM 10 24 t IA-L[,« ntitnun CMC90O 20 31 ••fýlad Dubfin 0 1t haiftakfrt Ftntyjsr 24 þokumóóa Frankfurt 12 24 hoéóakfrt Qinl 0 23 haiftakfrt Httoénki S M haiftafcfrt Hoofl Kong 29 29 •kýtoó jttéxtoni 17 28 halftafctrt Kaupmmnah. 11 17 «- -H-L/-1 noioaain Lm Palmos 24 •tokýtaó LsaaatMNt 17 27 ^wi^tailii^l lofwkwi 0 13 htPllilrt Loa Angotoa 10 21 haiðtkirt Lúxtmborg 24 htaiðtkfrt pfatopfi 29 •fcýÞ* »A-U Msnorca 27 hólMkýiaó Mtomi 20 27 rigning Montroai 12 29 •kýMÓ Mookva 0 11 •kVM Now York 12 29 hotookfrt Oaló 4 M rtgnéng ftoría 15 27 •kýiaó Pokinfl W 25 hMóakirt Rtyicjavik 7 ....... . lumryiH Rí6 do Janoiro 1« 32 •kýM* Hómubrnn HomoDorg 14 32 haióakfrt Slokkhótanur 5 19 ■kýlhó SyctaMr 14 21 •kýNI Tókýó 20 20 •kýltað vinaroorg 17 1» •kýMó háitahflln Roronotn S riflning Njósnamálið: Grikkir bera fram formleg mótmæli GRIKKIR hafa borið fram formleg mótmæli við Sovétríkin vegna njósna- málsins, sem kom þar upp í vikunni. Ekki er Ijóst hvort í bígerð er að reka einhverja hina 30 sendiráðsmanna Sovétríkjanna í Grikklandi úr landi og sagði talsmaður stjórnarinnar að ákvörðun yrði tekin þar að lútandi, eftir að dómstólar hefðu fjallað um njósnamálið. um kaup á 40 F-16-orrustuflugvél- um fyrir gríska flugherinn. í síðustu viku lýsti gríska ríkisstjórnin því hins vegar yfir að hún væri tilbúin til að undirrita samning við Banda- ríkjamenn, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að upplýsingar um háþróaðan tæknibúnað lækju út. Talið er að uppljóstranirnar megi rekja til sovésks sendiráðsmanns, sem flúði til Bandaríkjanna í júlí, en hann var aðstoðaryfirmaður njósna í Grikklandi 1982. Talið er að uppljóstranir þessa manns hafi tafið fyrir undirritun samnings milli Grikkja og Bandaríkjamanna Njósnahneykslið í Vestur-Þýskalandi: Gandhi í Punjab AP/Símamynd Muktaar, Indlandi, 19. september. AP Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands er nú í Punjab, þar sem hann hvatti fólk til að neyta atkvæðisréttar síns í komandi kosningum í fylkinu; en þar hefur mikið verið um hryðjuverk undanfarið. Naumann-stofnunin ver landflótta starfsmann Bonn, 18. september. AP. TALSMAÐUR Friedrich Naumann- stofnunarinnar, Karl-Heinz Hense, sagði í dag að ekkert hefði verið óeðlilegt við að Herbert Willner, sem fiúði til Austur-Þýskalands í síðustu viku ásamt konu sinni, Astrid Willner, befði átt samskipti við sovéska sendiráðið í Bonn. Það hefði verið starfi hans hji stofnun- inni að eiga við starfsmenn erlendra sendiráða, þar á meðal sendiráða Sovétmanna og Austur-Þjóðverja. Hense sagði að Willner hefði ætíð gefið skýrslu frá fundum sín- um með erlendum sendiráðs- starfsmönnum. Friedrich Naumann-stofnunin tengist flokki frjálsra demókrata (FDP), sem nú er í stjórn með flokki kristilegra demókrata (CDU). Stjórnarandstöðuflokkur sósí- aldemókrata (SPD) lýsti því yfir í dag að Friedrich Zimmermann yrði kallaður fyrir rannsóknar- nefnd í njósnamálinu, sem sífellt vindur upp á sig, til þess að svara ásökunum um vanrækslu í starfi. Vestur-þýska rannsóknarlög- reglan fann í gær búnað í íbúð ritara Helmuts Kohl, kanslara, og manns hennar, sem gæti hafa verið notaður til njósna. Þá greindi háttsettur embætt- ismaður í Bonn frá því í gær að Friedrich Zimmermann, innan- ríkisráðherra, hefði verið sagt frá grunsamlegri hegðan Herberts Willner í maí og hefði ráðherrann neitað bón um að hlera síma mannsins og skoða póst hans. Helmut Kohl sagði í gær að ekki hefði þótt nauðsyntegt að setja Willner-hjónin undir fullt eftirlit, þar sem sannanir hefði skort til að réttlæta slíkar að- gerðir. í íbúð hjónanna fannst meðal annars stuttbylgjuútvarp sem nota má til að taka á móti send- ingum og hylki ákjósanlegt til að geyma í míkrófilmur og viðkvæm skjöl, sem og háar peningaupp- hæðir, sagði í vestur-þýska dag- blaðinu Die Welt í gær. Karpov heldur forystunni Skák Margeir Pétursson Kasparov telfdi mjöjj varlega í sjöttu skák heimsmeistaraeinvígis- ins í gær. Eftir tvö töp í röð fór hann að öllu með gát með svörtu og tókst um síðir að jafna taflið. Karpov hafði að vísu peði meira er samið var í 27. leik, en öflugur hrókur áskorandans tryggði jafn- vægið. Eftir sigrana tvo um síðustu helgi leiðir Karpov því enn einvíg- ið. Hann hefur hlotið 3Vi vinning, en Kasparov 2Vt. Sá sigrar sem fyrr vinnur sex skákir, eða hlýtur 12'/2 vinning, en verði 12—12 held- ur Karpov heimsmeistaratitlinum. Skákirnar geta ekki orðið fieiri en 24 talsins, þannig að nú er fjórðungi einvígisins lokið. Þó Karpov hafi yfir, er þó full- snemmt að spá nokkru um úrslit, því heimsmeistarinn hefur í næstum öllum einvígjum sínum náð forystunni snemma, en and- stæðingar hans síðan saxað á forskotið. Stórmeistarar í Moskvu töldu sjöttu skákina hafa mótast af því að Kasparov vildi ekki hætta á að tapa þriðju skákinni í röð. Vafalauast má vænta harðari baráttu á laugardaginn þegar sjöunda skákin verður tefid, en þá hefur Kasparov hvítt. Sjötta einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Drottningarbragð 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Be7,4. Rf3 - Rf6, 5. Bg5 - h6, 6. Bxf6 — Bxf6 Þetta er í þriðja sinn sem þessi staða kemur upp í einvíg- inu. í þriðju skákinni hafði Kasparov hvítt og lék hér 7. Db3!? 7. e3 - 0-0, 8. Dd2 í fjórðu skákinni lék Karpov 8. Dc2 og tókst um síðir að kreista vinning út úr örlitlum stöðuyfir- burðum í byrjun. 8. — dxc4, 9. Bxc4 — Rd7 Kasparov stefnir augljóslega aðeins að því að jafna taflið, en ekki að því að fiækja það. 10. 0-0 — c5,11. Hfdl — cxd4,12. Rxd4 — Rb6, 13. Be2 — Bd7, 14. Bf3 — Hb8, 15. Re4 — Bxd4, 16. Dxd4 - Ba4!? Þvingar fram uppskipti á drottningum, en leikurinn felur jafnframt í sér peðsfórn. Eftir 16. - Bc6, 17. Dc5 - Dc7, 18. Rd6 stendur hvítur heldur betur vegna hótunarinnar 19. Rxb7. 17. Dxd8 — Hfxd8, 18. Hxd8+ — Hxd8, 19. Rc5 Nú vinnur Karpov peð, en það hefur kostað hann d-línuna. 19. - Ild2!, 20. b3 - Bc6, 21. Rxb7 — Bxf3, 22. gxf3 — Rd7, 23. Kg2 — g5, 24. b4 — Rb6! Hótar að vinna peðið til baka með 25. — Rd5. 25. Kfl - Rd7 Nú er hótunin 26. — Re5 og Karpov finnur ekki aðra vörn en þráleik. 26. Kg2 - Rb6, 27. Kfl - Rd7 { þessari stöðu þáði Karpov tafntefiisboð andstæðingsins eftir 26 mínútna umhugsun. Er samið var átti Karpov aðeins fimm mínútur eftir fyrir næstu 13 leiki en Kasparov hins vegar 80. GENGI GJALDMIÐLA London, 19. oeptember. AP. Bandaríkjadollari hækkaói 1 dag gagnvart öllum helstu gjald- miAlum, utan sterlingspundinu, eftir sveiflukenndan dag á gjald- eyrismörkuðum. Dollarinn kostaði i Tókýó. 242,53 jen (242,05). I London kostaði sterlings- pundið síödegis í dag 1,3405 dollara (1,33625). Gengi annarra helstu gjald- miðla var annars á þann veg að dollarinn kostaði: 2,8992 vest- ur-þýsk mörk (2,8940), 2,3810 svissneska franka (2,3807), 8,8350 franska franka (8,8275), 3,2715 hollensk gyllini (3,2565), 1.954,00 ítalskar lírur (1.945,00) og 1,37975 kanadíska dollara (1,3770). Vanhæfni lestarstjóra olli slysinu Lousanne, Sviss, 19. sepL AP. VANHÆFI lestarstjóra olli járn- brautarslysinu um helgina þar sem fimm menn fórust og 56 slösuðust að sögn rannsóknarnefndarmanna á miðvikudag. Lestin, sem var á leið til Genf frá Lausanne, rakst á aðra járnbrautarlest á laugardag, vegna þess að lestarstjórinn sinnti ekki stöðvunarmerki. Lestarstjórar beggja lestanna létu lifið ásamt þrem svisneskum farþegum. Að sögn nefndarmanna virðist svo sem lest- arstjóranum hafi skyndilega orðið illt og þess vegna hafi hann ekki get- að brugðist við stöðvunarmerkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.