Morgunblaðið - 20.09.1985, Qupperneq 27
Býður upp á kennslu fyrir fólk á öllum aldri
DANSSKOLI Heidars Astvaidssonar
er að hefja vetrarstarfið og er þetta
29. starfsár skólans, sem er elsti
starfandi dansskólinn hér á landi.
Kennarar við skólann í vetur verða
tæplega 20 og þar á meðal kunnur
danskennari frá Vestur-Þýskalandi,
sem mun kenna jassballett, aerobic,
spaenska dansa og stepp, sem ekki
hefur verið kostur á að nema hér-
lendis í nokkur ár.
„Dansinn er alþjóðlegur. Hann
er eins um alla veröld og alls stað-
ar er verið að kenna sömu sporin,"
sagði Heiðar þegar starfsemi skól-
ans var kynnt. Boðið er upp á
kennslu fyrir fólk á öllum aldri. I
barnaflokkum er börnum frá fjög-
urra ára aldri kennd létt spor úr
samkvæmisdönsum og þeim eldri
gefinn kostur á að æfa flóknari
dansa fyrir brons-, silfur- og gull-
merki Danskennarasambands Is-
lands. I unglingaflokkum er mest
áhersla lögð á diskódans og free—
style og meðal fullorðinna njóta
samkvæmisdansar mestrar hylli. I
þeim flokkum er mest um fólk á
aldrinum frá tvítugu til fertugs,
en það er þó engan veginn einhlítt,
því elstu nemendurnir eru um og
Þan Dagmar Heiða Reynisdóttir, Hreinn Gústafaaon, Vilbelmína Vilhehna-
dóttir og Sveinn Birgisson tóku nokkur spor þegar vetrarstarf Dansskóla
Heiðars Astvaldssonar var kynnt.
Horgunblaðið/Emelia
Nokkrir kennarar við dansskólann í vetur. Frá vinstri: Bettina Welkenbach
frá V-Þýskalandi, Hildur Jóhannesdóttir, Harpa Pálsdóttir, Heiðar Ástvalds-
son og Svanhildur Sigurðardóttir.
yfir sjötugt. Auk kennslu í fyrr-
nefndum dönsum verður boðið upp
á kennslu í sígildum og nýjum
tískudönsum.
Sem dæmi um vinsældir dans-
námskeiðanna má geta þess að
elstu nemendur skólans hafa sótt
námskeið í 25 ár og hyggjast einnig
vera með í vetur. Kennarar skólans
fara reglulega til útlanda til þess
að fylgjast sem best með því sem
þar er að gerast.
Dansskóli Heiðars Astvaldsson-
ar heldur uppi kennslu á um 20
stöðum um allt land og kennt
verður á þremur stöðum í Reykja-
vík. Skólinn er aðili að Danskenn-
arasambandi Islands, en í því eru
flestir lærðir danskennarar lands-
ins. Danskennarasambandið er
aðili að International Council of
Ballroom Dancing, sem er alþjóða-
samband menntaðra danskennara.
______________________MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985
Elsti dansskóli
landsins er tek-
inn til starfa
Stykkishólmur:
Nýtt húsnæöi grunn-
skólans tekið í notkun
Nýja skólabyggingin er mikið hús og bstir úr brýnni þörf, en áður var
kennt á fjórum stöðum.
Stykkishólmi, 12. seplember.
BYGGINGU nýs grunnskóla í Stykk-
ishólmi er nú lokið. Verið er að ganga
frá húsgögnum sem hafa verið að
berast í þessum mánuði. Þetta er
stór og vönduð bygging eins og
myndirnar hér sýna og aðstaða fyrir
hugar- og handmennt og öll þannig
að betra verður um alla kennslu.
Þarna verða allir bekkir grunn-
skólans í Stykkishólmi nema 4
yngstu bekkirnir, þeir verða áfram
í gamla skólanum, sem nú hefir
verið notaður til kennslu í hálfa
öld og oft 'tvísetinn. Þegar sú
bygging var í mótun var aðaldeilan
um hvort í byggingunni ætti að
vera íbúð fyrir skólastjóra eða
ekki og stóð um það mikill styrr,
Högni Bæringsson, verkstjóri hjá
hreppnum.
sem endaði þó með að raunsæið
hafði betur og skólastjórahús var
byggt á lóðinni og stendur enn.
Árið 1946 var svo byggt íþróttahús
sem var veglegt þá en ekki full-
komið á þessa dags mælikvarða.
Það verður notað áfram. Um tíma
var starfrækt heimavist fyrir
aðkomandi nemendur en nú er hún
nýtt sem dvalarheimili aldraðra.
Nemendum hefir fjölgað jafnt
og þétt og áður en nýi skólinn tók
til starfa var kennt á 4 stöðum í
bænum, en þetta batnar nú. Helga-
fellssveit hefir aðgang að skólan-
um í Stykkishólmi. Það hefir geng-
ið vel að fá kennara eftir því sem
ég hefi heyrt og eru kennarar nú
um 20 eða því sem næst. Skóla-
stjóri er Lúðvig Halldórsson, en
yfirkennari Gunnar Svanlaugsson.
ISLENSK
%
Um er aö ræöa þrjú
myndbönd — klukku-
stundarlangt hvert.
LEIKFIMI I
Æfingar ætlaðar fólki
sem þjáist af bakveiki,
vöðvabólgu og/eða
gigt
LEIKFIMI II
Æfingar ætlaðar byrj-
endum og eldra fólki.
LEIKFIMI III
Æfingar ætlaðar
fólki í góðri lík-
amlegri þjálfun.
LEIKFIMI
Á MYNDBÖNDUM
Útsölustaöir í Reykjavík:
Hagkaup Skeifunni 15.
Tekiö á móti pöntunum
eftir kl. 5 á daginn.
Senumd í póstkröfu út á land.
Sími: 18054.
Heilsa
og
sport sf.
27
jNAUTj
« Nauta innanlæri «
i 599 " I
i
■ 499 I' i
lautasnitchel
I
\
autagullasch
Nauta Roast-Beef
KR
•475
a NautamörbrálP J
I667SI
Nauta Fillet
62
■ ■ ■
Nautagrillsteik- I
' 216
Nautabó
| Nauta T-Bonesteik ■
I
Kostakaup
Hafnarfiröi, s. 53100.
Kjötmiðstöðin
Laugalæk 2, s. 686511.