Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Hugleiðing um 108. grein almennra hegningar- laga númer 19 frá 1940 — eftir Þorgeir Þorgeirsson „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeið- andi aðdróttanir við opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða við hann eða um hann út af því skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þannig er orðanna hljóðan í þeirri undarlegu lagagrein, letur- breytingarnar eru vitaskuld frá mér komnar. Ef maður þannig segir til að mynda: „Séra Jón biskup nauðgaði henni ömmu minni bakvið grát- urnar eftir messu á sunnudaginn var“, þá má alveg búast við því að biskupnum þætti að sér dróttað. Sem vonlegt væri. Gæti maður sannað með einhverjum hætti að þetta hefði raunverulega gerst þá fengi maður digra sekt og þungan málskostnað. Væri maður að ljúga þessu öllu saman; amma kanski dáin fyrir mörgum árum og lands- fræg meðan hún lifði fyrir að leggjast sjálfviljug með hverjum vígðum dóna. Þá stæði manni til boða fæði og húsnæði á ríkisins kostnað altað 36 mánuði. Þetta finnst mér ekki vera nógu vinsam- leg afstaða ríkisins til embættis- manna sinna hversu eðlilegt sem það kann að virðast að löggjafinn hossi lygaranum á kostnað sann- leikspostulans barnalega. Eða skil ég kannski ekki lög- fræði? Hvað ef maður hefði nú sagt: „Séra Jón biskup var henni ömmu minni sálugu betri en enginn þarna innanvið gráturnar eftir messuna á sunnudaginn var. Verst hún fær ekkert lengur útúr þessu, hróið. En söm var hans gerðin". Væri sú aðdróttun þá í tilhlýðilegu formi og slyppi við sekt ef hún væri sönn, fengi uppihald á ríkis- ins kostnað ef hún væri lygi? Hver veit? Það er margt álitamálið. Nú vil ég taka það fram að dæmi þetta er vitaskuld gripið alveg úr lausu lofti eingöngu vegna þess að hér er ríkiskirkja og til þess eins að skerpa spurningarnar sem vakna hjá mér við lestur þessarar lagagreinar. Enda var þetta bara formáli. Um þarfanaut hins opinbera Einlægt vill það við brenna að sérstök atvik þurfi til að beina sljóum hug okkar að verðugum viðfangsefnum. Enda skal ég fús- lega játa að þessi skyndilegi áhugi minn á lögfræði sprettur meðal annars af því tilskrifi sem Þórður, frændi minn, Björnsson var að senda heim til mín á dögunum og kallaði áksru fyrir ærumeiðandi aðdróttanir, enda maðurinn sak- sóknari að starfinu til. Það væri rangt af mér að leyna þessu samhengi, ekki síst þar sem ég kemst nú ekki hjá því að minnast á fyrri afrek hans á þessu sviði. Hugrenningatengsl mín (ósjálfráð) varðandi Spegilsmálið fræga verða sem sé að fá að vera kjarninn í þessum vangaveltum, öðruvísi gæti ég hreint ekki tjáð mig um þetta. Fyrst þegar ég las ákæruskjalið frá Þórði hélt ég náttúrlega að maðurinn væri að reyna með þess- um hætti að bæta fyrir tjónið sem hann vann þjóðinni hér um árið þegar honum tókst að sliga alveg gjörsamlega eina gamanblað landsmanna. Maður kemur i manns stað, var ég að hugsa. Síðborin yfirbót er skárri en forherðingin. Því ekki neita ég því nú fremur en áður hversu ósmekklegt mér þótti að sjá hann riðlast á bláfátæku gamanblaðinu f nafni hins níð- þunga húmorleysis. Þá rifjaðist strax upp fyrir mér atvik sem ég einhvernveginn komst ekki hjá því að sjá í barnæsku. Og það var ekkert sérlega fallegt atvik. Rengluleg kvígupísl var leidd undir sveitanautið, fullorðinn og vafalaust ofalinn gamlan tudda sem var hátt í tonn á þyngd. Það hallaði niðraf hlaðvarpanum og var illa sleipt í grasinu, enda glitr- andi rigningaskúr nýgengin yfir. Þegar nautflykkið fór á kvíguna sligaðist þessi aumingi. Veimil- títulegar framlappirnar runnu sín til hvorrar hliðarinnar. Nautinu skrikaði líka fótur í ákafanum, það datt onyfir kvfguna sem böglaðist á granirnar niðrí svörðinn. Lá þarna bara og grét. Fulltrúar ísiensks manndóms við athöfnina, fólkið á bænum: húsbændur, hjú, börn og gamal- menni sátu útá fjósþekju ásamt hundinum í kvöldsólinni og störðu öldungis höggdofa á það sem gerð- ist. Enginn kom dýrinu til hjálpar í því nautið var talið mannýgt og hafði ekki heldur fengið neina fullnægingu af hetjudáð sinni eins og gefur að skilja. Þess vegna kom það i hlut manndómsfólksins á þekjunni að slátra veslings fórnar- dýrinu eftir þessar aðfarir. Með eigin hendi. Þannig hafði enginn svo sem neina virðingu af þessu slysi hversu fróðlegt sem það kann að vera til skilnings á mannlegu samfélagi og kúabúskap þess öll- um. Eins og ég sagði eru þetta full- komlega ósjálfráð hugrenninga- tengsl og fyrirgefast vonandi fyrst engin mynd fylgir með frásögn- inni. Fólkinu á þekjunni er hins- vegar mjög erfitt að fyrirgefa. Ég get það að minstakosti ekki. Og skiptir þá engu máli þó ég sé þar á meðal sjálfur. Spegillinn hefur nú einu sinni það eðli að maður speglast í hon- um. En vitaskuld er Þórður áfram Björnsson og tuddinn bara naut þó báðir væru raunar í opinberri þjónustu lengst af sinna daga. Og þeir eru tveir greinilega aðskildir partar veruleikans svo lengi sem mér er sjálfrátt með hugsun mína. En sjálfræði hugans nær að vísu bara stutt. Því miður. Ivans þáttur Malínovskís Þarna um kvöldið eftir að ég fékk ákærugrínið frá Þórði (og það var raunar líka runnið upp fyrir mér að honum var alveg helblá alvara með þetta, manninum) fór ég suður í Norræna hús að hlýða þar á fyrsta upplestrarkvöldið á fyrstu norrænu ljóðlistarhátíðinni sem nú er einmitt nýlokið. Hátíðin var hin mesta hugmyndaupp- spretta auk þess sem ungir hljóð- færaleikarar spiluðu þarna eins og hver engillinn á fætur öðrum. Það er nú meiri gróskan sem getur verið á því sviði. Músík þeirra lyfti andanum svo áhyggjulaust og létt milli þess sem skáldin lásu. Á Þorgeir Þorgeirsson þessu fyrsta ljóðakvöldi las danska stórskáldið Ivan Malínovskí frá- bæran ljóðabálk (eða hluta úr honum). Þetta er fúga um vindana, þ.e.a.s. vindana sjálfa, þessa sem geysast um himinhvolfin og leika sér í hugum okkar þegar lognveður sljóleikans ekki ráða þar rikjum með fúlu ólofti sínu. í því ljóði var margt gott að finna, meðal annars haganlega innfelda tilvitnun i senbúddísk spekiorð: Það er falin framrétt hönd í hverj- um einasta krepptum hnefa. Standi hugur manns opinn uppá gátt þegar hann mætir skáld- skapnum fer einatt svo að ljóðinu tekst að segja manni eitthvað sem maður raunar alltaf vissi en skildi bara ekki fyrr en þá. Þetta er kallað stund sannleikans og kemur öllum við í sjálfu sér. Enginn þá undanskilinn, ekki heldur sak- sóknari ríkisins. Þó aldrei nema hann viti þetta kanski fyrir úr starfi sínu. En hann var ekki þarna á þessari samkomu né heldur á hinum fimm sem haldnar voru á næstu dögum. Hefur kannski bara sent fulltrúa til eftirlits með text- unum. Það er synd, því svoleiðis menn hlusta illa. Lögreglustjóri kom hinsvegar á föstudagskvöldið. I ferskum meðbyr hugmyndanna Vindarnir hans Malínovskís hafa trúlega enn verið á ferli I huga mér á heimleiðinni gegnum Hljómskálagarðinn á mánudags- kvöldið, undir miðnætti. Fyrr um daginn hafði ég að vísu skynjað ákærubréfið frá Þórði sem eins- konar hnefa í andlitið. En: Það er falin framrétt hönd í hverj- um einasta krepptum hnefa. Vitaskuld. Mér sem aldrei hafa hlotnast meir en 6 mánaða laun í einu frá starfslaunasjóði ritverkafólks (þó bækur mínar færi ríkissjóði margra ára laun um hver jól, sem betur fer), mér bjóðast nú með auðveldum hætti 36 mánuðir uppá kost og lósí hjá ríkinu, ef ég bara makka rétt (því vitaskuld býðst rithöfundi aldrei neitt verulega gott nema hann makki rétt). Að vísu lá þetta ekki nema eins og grunur í dimmunni kringum mig, en draumurinn sem mig svo dreymdi um nóttina skýrði það alltsaman miklu betur. Eiginlega var ég ákveðinn að makka rétt. Þá stundina. Enda fylgdi þessu tilboði Þórðar, og þeirra, langþráð viðfangsefni. Arum saman hef ég verið að reyna að komast inní fangelsi til að geta skrifað um þau. Veröld fangelsis- ins hefur mér einatt fundist með einhverjum hætti líkari tilverunni utan rimlanna en sú tilvera getur nokkurntíma orðið sjálf. Hvernig sem það má nú vera. Ég mundi ekki þurfa annað en taka við ágætlega byrjuðu verki þeirra frú Torlasíusar og Þórðar frænda míns, rífa fleiri atriði úr samhengi sínu í greinunum mínum tveim sem kært hafði verið útaf, brengla öllu svolítið betur og flækja allt brenglið þangað til komin væri hrein morðhótun sem vitaskuld mundi kalla á hámarks „refsingu". Enda víst ætlast til þess að ég taki einhvern þátt í þessu sjálfur. Og möguleikarnir fóru að opnast þarna í hugarvindunum, breiddu úr sér eins og víðerni undir vorsól- arinnar skini: Svo tökum við orða- bók Menningarsjóðs og beitum við hana þessum sömu aðferðum. Mann alveg svimar af möguleikun- um. 1257 blaðsíður úr að moða. Við rífum orðin og röðum þeim saman með hláturinn dillandi langt niðrí koki þangað til úr verð- ur guðlast og klám og þvílíkur texti um Hið Opinbera og starfsmenn þess að höfundur orðabókarinnar, Árni Böðvarsson málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins, fær minnst æfilangan dóm fyrir. Þvílík aðstaða. Ég sit á Litlahrauni á kostnað ríkisins og skrifa um þennan heim allra heima, hef minn eigin mál- farsráðunaut, líka á kostnað ríkis- ins. Hvað sem ég ætti nú við hann að gera. Um það bil sem ég geng norður Fríkirkjuveginn meðfram Tjörn- inni (þarna um mánudagskvöldið) fer heldur betur að færast æsingur í hugarleikinn. Spurningar koma fjúkandi ofanúr Morgunblaðshöll, yfir þinghúsið, svífa löggiltar suðurum Iðnó og smella í gang- stéttinni við tærnar á mér: Hvað heldurðu að Jóhann Hjálmarsson, Helga Kress og Kvennaráðstefnan á Jótlandi segðu um þessar ráðagerðir? Þau frú Torlasíus og Þórður frændi yrðu strax að setjast niður og stefna kvenrithöfundi útí þessa sömu aðstöðu. Vilji þau lífi halda. Hefði þjóðarbúið nein ráð á slíku nú um stundir? Eru skuldir okkar við útlönd kanski ekki nógu þung- bærar? Og hvað þá með heiðurs- launaskáld eins og hann Indriða G? Mundi hann sætta sig við það að kjör hans yrðu einhver neftób- akstyrkur í samanburði við það sem kellingum og anarkistum væri boðið? Þyrfti ekki líka að senda hann austur? Kanski mundi hann þá setja þar upp einkaradíó og einkasjónvarp á kostnað ríkisins. Hver veit? Og landið fer að rísa fyrir al- vöru. Mundi þetta kanski enda með þvi að þjóðin öll sæti í fangelsum sem risin væru þá í hverri sveit svo þegnarnir gætu í ró og næði stundað ritstörf á kostnað ríkis- ins? íslenska ríkið orðið stærsta menningarstofnun í heimi (eins og í túristapésunum og Renesans- bókinni hans Sigurðar A. Magnús- sonar, eða hugum skáldanna frá útlöndum sem gista hér ráðstefnur og hátíðir). Útópía saksóknarans var risin I veldi sínu öllu. Bakslagið kom ekki fyrr en í draumnum um nóttina. Draumurinn Mér þótti ég standa við gluggann í norðurstofunni á Bókhlöðustíg 6B (efri hæð) og horfa niðryfir bæinn eins og svo oft hendir mig bæði í draumi og vöku. Ekki var neitt annarlegt ljós yfir svæðinu framan af draumnum. Húsaskipan í bænum eðlileg nema hvað turn- klukkan á Dómkirkjunni er vísa- laus, eins og margoft hendir i draumi. Bærinn er vita hljóður fyrstistað og mannlaus nema hvað stæðileg kona gengur um svolítið álút og skimar oni jörðina. Þá tek ég eftir því að grunnurinn undir miðbænum er úr prentúðum les- málsdálkum, mikið stækkuðum, letrið eins og dálítið upphleypt, minnti fyrst í stað á svört katta- hræ í reglulegum beinum röðum. Eins og valtari hefði klesst dýrin oní götur, fortóf og tún. Fljótlega sé ég þó að þetta er svona stórt letur og fer að geta lesið setningu og setningu þar sem hús eða bílar hylja ekki letrið. Sé þá undir eins að textinn er úr greininni „Hugum nú að“ sem birst hafði í Morgun- blaðinu 7. desember 1983 og Þórður Sak einmitt hefur stefnt mér fyrir dóm útaf. Konan er nú farin að bisa við það að rífa orð og setningarhluta uppúr götunni og þá sé ég að þetta er frú Svala Torlasíus, lögmaður, búin í silkikjól í fánalitunum með koparnegld leðurbönd um úlnlið- ina. Þetta gerir hana svo sterklega að það örlar blátt áfram ekki fyrir þessari hríslandi tilfinningu sem maður oftast fær ef maður sér kvenmann í draumi. Enda fer henni nú að takast að rífa laus einstök orð, jafnvel heila setning- arhluta, sem hún rogast með inná Menntaskólatúnið. Hún er líka með stúdentshúfu á höfðinu. f hvert sinn sem henni tekst að slíta orð uppúr götunni verður kolsvart gap eftir, en meðan hún rogast burt með orðið skýtur upp fjarska stúrnu lögregluþjónshöfði í gjót- unni, volandi og tárfellandi. Af þessu verður smámsaman ámát- legur harmagrátskór eftir því sem gjótunum fjölgar. Sumir vola í bassa, aðrir í tenór eða jafnvel falsettu. óhugnaðurinn vex og ég tek líka eftir því að setningahlut- arnir breytast í skítahrúgur þegar frúin leggur þá frá sér niðrá Menntaskólatúnið. Styttan hans Ásmundar er flogin burt, stefnir í norður með vængjaslætti og það glampar á hana hátt yfir Esjunni. Frú Torlasíus hamast og skíta- hrúgunum fjölgar. Þá tek ég eftir því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri er við hlið mér þar sem Sensorinn ein- lægt stendur í draumum manns (ef hann þá bara er ekki röddin tóm). Sigurjón er fjarska þungbúinn, ógrátandi þó og stiltur. Segir: — Konan vinnur afar fórnfúst og sóðalegt starf. Ég horfi á Sigurjón lengi vel í draumnum áður en ég svara. Hann er í fjarskalega smörtum einkenn- isbúningi, svörtum, með kaskeyti og merki Eimskipafélagsins á borða um handlegginn, rautt í svörtum hring en merki Sláturfé- lags Suðurlands á kraganum, svart á rauðum grunni. Fríður og tigin- mannlegur með hörkudrætti um munnvikin. — Enginn veit betur en ég hverju hún fórnar, heyri ég sjálfan migsegja. — Þó aldrei nema hún geti þvegið hendur sínar á eftir, segir þá Sensorinn. — Uppúr hlandi nautsins, segi ég og veit ekki alveg hvað ég á við. Lít þá um leið út um gluggann aftur. Það er komin nótt, samt ekki búið að kveikja götuljósin. Tunglið ofanvið Esjuna um það bil þar sem styttan hans Ásmundar hvarf áður sjónum mínum. Aldrei hef ég séð tunglið eins grafalvar- legt. Það hefur svip af Þórði Sak, herpingur um munnvikin. Svona hefur tunglið verið á átj- ándu öldinni, hugsa ég í draumn- um. Það er draugaleg silfurskíma yfir bænum. Grátkór lögreglu- hausanna fjarska ámátlegur í þessu ljósi og skugginn af frúnni ber sig um göturnar í leit að fleiri orðum. Þá vaknaði ég með prestakraga um hálsinn og parruk á höfðinu. Það var á þriðjudagsmorguninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.