Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 20.09.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 23 „Kommúnisminn lélegur brandari“ — segir fyrrum aðstoöarmaður Willis Stoph, forsætisráðherra Austur-Þýskalands Hamborg, 18. september. AP. FYRRUM aðalráðgjafí forsæt- isráðherra Austur-Þýskalands hefur sótt um leyfí til að flytjast til Vesturlanda vegna þess að augu sín hafí opnast fyrir van- köntum stjórnmálakerfís land- sins, að sögn tímaritisins Stern á miðvikudag. Prófessor Hermann von Berg, sem málið snýst um, var fyrrum ráðgjafi austur— þýsku ríkisstjórnarinnar og aðalráðgjafi Willis Stoph forsætisráðherra. Hefur Berg verið rekinn úr prófess- orsembætti sínu við Hum- bolt-háskóla í Austur-Berlín eftir að hann lagði fram umsókn sína um að flytja úr landi. Berg, sem einnig er rit- höfundur, getur ekki lengur fengið verk sín gefin út hjá hinum ríkisreknu útgáfufyr- irtækjum, og hefur verð bannað að ferðast, jafnvel innan austantjaldsríkja. í bréfum sem hann hefur sent vinum sínum á Vesturlöndum hefur Berg kallað Marx— Leninismann, hina opinberu hugmyndafræði Austur— Þýskalands, „lélegan brand- ara“. Þessi stefna getur ekki komið að neinu gagni fyrir fólk, hvorki efnahagslega né pólitískt, sagði Berg, sam- kvæmt Stern. Tímaritið tek- ur ekki fram til hvað lands hann hyggst flytja. Um þriðjungur Breta reykir London, 18. september. AP. AÐEINS um þriðjungur Breta reykir, samkvæmt því sem nýjustu tölur herma, samanborið við tæplega helmingárið 1972. Þetta kemur fram í skýrslu, sem stjórnvöld gáfu út í dag. Þar sagði, að 36% karla og 32% kvenna reyktu nú, samanborið við 52% og 41% 1972, þegar farið var að taka saman skýrslur um reykingavenj- ur landsmanna. Reykingar karla hafa minnkað úr 129 sígarettum á viku á mann 1976, þegar þær voru mestar, niður í 115 stykki nú, að því er segir í skýrslunni. Hjá konum hefur vikuskammt- urinn minnkað úr 102 (1980) í 96 sígarettur á viku. Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra. Geir Hall- grímsson gerdur heið- ursforseti ráðs NATO BrUssel, 19. september. AP. GEIR Hallgrímssyni var í dag veitt embætti heiðursformanns ráðs Atl- antshafsbandalagsins til eins árs. Hann tekur við embættinu af Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands, að því er segir í tilkynningu frá Norður- Atlantshafsbandalaginu í dag. Hér ertim virðingartitil að ræða þar sem Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO, hefur forsæti í ráðinu. Heiðursforsetinn fer með ræður í upphafi beggja aðalfunda ráðsins ídesemberogjúní. Perú: Herinn játar fjöldamorð Líma, Perú, 19. sepi. AP. KÍKISSTJÓKN Alans Gracia, sem rannsakar nú skýrslur um mannrétt- indabrot í Perú, lýsti þvf yfir á mið- vikudag að hernaðaryfirvöld hefðu viðurkennt að hermenn hefðu ný- lega strádrepið hóp 40 bænda á skæruliðasvæði landsins. Tilkynnt hefur verið um að tveir hershöfðingj- ar hafi verið settir af vegna þessa atburðar. Er þetta í fyrsta sinn í fimm ára stríði stjórnvalda við skæruliða- hreyfingu maóista sem annað hvort hernaðaryfirvöld eða ríkis- stjórn Perú hafa viðurkennt ákær- ur mannréttindasamtaka um að herinn tæki saklausa borgara af lífi. Síðasti forseti landsins, Fer- nando B. Terry, sem lét af emb- ætti i júlí sl., bar allar ákærur um mannréttindabrot af hálfu hersins til baka. Brottvikning hers- höfðingjanna og játning hersins á fjöldamorðunum varð í kjölfar rannsóknar sem fyrirskipuð var af Gracia forseta. Rannsókn á mann- réttindabrotum á vegum þingsins, sem flokkur forsetans gengst fyrir, er einnig í undirbúningi. ORION 2A 33.900* ORION 2A er myndbandstæki sem hefur allt sem þú þarft, úrvalsgóða mynd, fullkomna tækni og trausta byggingu. VHS-tæki á aðeins 33.900 krónur. XEN0N4B 39.900 XENON3CN 36.900* XENON 3CN er enn fullkomnara og fjölbreyttara, með sjálfvirkri upptöku fyrir fjórar stöðvar og ólíka dagskrárliði, minni og þráðlausri fjarstýringu, auk venjulegra eiginleika. Glæsilegt tæki á aðeins 36.900 krónur. ORIONVM 47.900 XENON 4B hefur alla sömu eiginleika og 3CN tækið, auk þess, sem það hefur 12 stöðva forval, enn víðtækara móttökusvið og stjórnborð af allra nýjustu gerð. Stórglæsilegt tæki á aðeins 39.900 krónur. ORION VM fjölnota myndbandstækið er hvort tveggja í senn fullkomið heimilismyndbandstæki og ferðatæki með afnotarétti af myndtökuvél til upptöku á eigin myndefni. Bráðsnjöll frambúðarlausn, sem hittir hvar- vetna I mark, á aðeins 47.900 krónur. * Stgr. vrí LAUGAVEG110 . SÍMI27788 /y\

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.