Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 21 Malaríutilfellum fer fjölgandi Genf, 19. september. AP. Malaríutilfellum fer fjölg- andi og sífellt reynist erfiðara að hafa heimil á sjúkdómnum, að sögn Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunar SÞ (WHO) á þriðjudag. Peningaleysi og ófullkomið skipulag kemur í veg fyrir að tekið sé á malaríu- vörnum í hitabeltinu eins og vera ber. 600 þúsund tonn af bandarísku korni til Sovétríkjanna Wmshington, 19. aeptember. AP. SOVÉTRÍKIN hafa keypt 600 þúsund tonn af bandarísku korni — um 23,6 milljónir skeppa — til dreifingar innan- lands á þessu ári, að sögn bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins. Er hér um að ræða fyrstu afhendingu fyrir veturinn 1985—’86 samkvæmt þriggja ára kornsölusamningi ríkjanna. Höftum aflétt Mexíkóborg, 19. september. AP. RÍKISSTJÓRNIN í Mexíkó hefur bannað innflutning 311 tegunda lúxusvöru í þeim til- gangi að spara erlendan gjald- eyri. Vörubannið, sem m.a. nær til víntegunda, ilmvatna, postul- ínsvara og rafmagnstækja, var sett á aðeins viku eftir að ríkis- stjórnin aflétti verslunarhöftum af innfluttum vönim. Argentína — Bretland: Samninga- viðræður að hefjast? Parút, 19. september. AP. Leiðtogi breska verka- mannaflokksins, Neil Kinn- ock, og forseti Argentínu, Ra- oul Alfonsin, áttu fund í Par- ís um framtíð Falklandseyja og voru sammála um þörf á endurupptöku stjórnmál- asambands og viðskipta milli ríkjanna. Er þetta í fyrsta sinn sem valdamikill breskur stjórnmálamaður hittir arg- entínskan leiðtoga siðan í Falklandseyjastríðinu i apríl 1982. Honecker á fundi med Willy Brandt A-Berlín, 19. september. AP. Leiðtogi kommúnista- flokksins í Austur-Þýska- landi Erich Honecker átti fund með Willy Brandt, fyrr- um kanslara Vestur-Þýska- lands á þriðjudag, og ræddu þeir samskipti austurs og vesturs og öryggi Evrópu. Mubarak í opinberri heimsókn á Spáni Madrid, 19. september. AP. Hosni Mubarak, forseti Eg- yptalands, kom í opinbera heimsókn til Spánar á þriðju- dag. Hann verður gestur Jó- hann Karls II og mun heim- sóknin standa i þrjá daga. Jozef Glemp á ferðalagi um Bandaríkin New York, 19. aeptember. AP. Pólski kardínálinn Jozef Glemp er i átta daga ferð um Bandaríkin. Hann hefur fengið hlýlegar móttökur hjá pólskum ameríkumönnum og kaþólikkum. Glemp hefur heimsótt helga staði og nefndi frelsisbjölluna tákn um það frelsi sem klingja skylda öllum þjóðum. Fundur Thatchers og Husseins Jórdaníukonungs: Samið um hergögn fyrir 270 millj. punda Amman, Jórdaníu, 19. sept AP. Forsætisráðherra Bretlands, Margrét Thatcher, kom til fundar við Hussein Jórdaníukonung á þriðjudag og fylgdist með undirskrift samnings um að Bretar útvegi Jórdaníumönnum hergögn að andvirði 270 milljóna punda. Ríkisútvarpið í Jórdaníu greindi ekki frá umræðum á hádegisverðarfundi konungs með breska leiðtoganum, sem kvöldið áður hafði borið lof á friðar- umleitanir Husseins og heitið að veita hjálp til að koma á friði. Thatcher hafði átt fund með forsætisráðherranum, Zaid Rifai, daginn áður, og lagði Rifai á það áherslu á fundinum að stofnað yrði til alþjóðlegrar ráðstefnu um átökin í Mið-Austurlöndum, að sögn útvarpsins. Thatcher hefur enn ekki gengist inn á hugmyndir Husseins Jórdaníukonungs um Suður-Afrfka: Játar stuðning við skæruliða í Mósambik Angóla leitar til SÞ vegna innrásarinnar Jóhannesarborg, 19. sept AP. R.W. BOTHA, utanríkisráð- herra Suður-Afríku, átti fund með mósambískum embættis- mönnum í dag, en Botha viður- kenndi í gær að stjórn Suður- Afríku hefði brotið friðarsamn- ing við Mósambík með því að styðja and-marxíska skæruliða, að því er talsmaður suður- afríska utanríkisráðuneytisins tilkynnti í dag. Samora Machel mun innan skamms eiga fund með Reagan, Bandaríkjaforseta, en Banda- ríkjastjórn lofaði friðarsamning ríkjanna, sem undirritaður var í mars 1984, sem áfanga að friði í þessum hluta Afríku. Varnarher Suður-Afríku hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar um innrásina í Angóla, sem hófst fyrir fjórum dögum. En yfirvöld í Angóla hafa lýst því yfir, að Suður-Afrikumenn hafi ráðist inn i landið til þess að veita að- þrengdum and-marxískum skæruliðum i Angóla aðstoð, og árásin á namibísku skæruliða- samtökin SWAPO, sem hafa bækistöðvar í Angóla, sé aðeins yfirskyn. Yfirvöld í Angóla hafa farið fram á skyndifund hjá Samein- uðu þjóðunum til þess að leysa úr innrás Suður-Afríkumanna í landið. Ákvörðun um beiðnina verður tekin í kvöld. f nokkrum byggðarlögum Suður-Afríku kom til mótmæla- óeirða gegn aðskilnaðarstefn- unni, en manntjón var ekkert. Breska útvarpsstöðin BBC og dagblaðið The Mirror greindu frá því í dag að breska rafeindafyr- irtækið Plessers hefði selt loft- varnakerfi til Suður-Afríku í trássi við vopnasölubann Samein- uðu þjóðanna. Sagði að kerfið væri augljóslega hannað til að hafa uppi á „flugvélum óvinarins i þeim tilgangi að skjóta þær niður“, og var vitnað í skjöl frá fyrirtækinu. friðarráðstefnu með þátttöku fastafulltrúanna fimm í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna ásamt Israelsmönnum og hinum arabísku fjandþjóðum þeirra. „Tilgangur minn með förinni til Egyptalands og Jórdaníu er að sýna hversu ákveðin breska ríkis- stjórnin er í að styðja friðarsamn- inga milli ísraels og arabaríkj- anna,“ sagði Thatcher í samtali við stjórnendur Baqa’a flótta- mannabúðanna. Tilraunir Bandaríkjanna til að koma á friðarviðræðum milli araba og fsraelsmanna standa í járnum þrátt fyrir að góður vilji virðist vera fyrir hendi hjá báðum aðilum, sagði talsmaður Banda- ríkjastjórnar á miðvikudag. „Við reynum allt til að leysa vandann en engin frekari hreyfing hefur komist á málin ennþá,“ sagði hann. Hann sagði að Reagan myndi innan skamms leyfa fyrirhugaða vopnasölu til Jórdaníu. Varnarmálaráðherra ísrael sagði á mánudag, að fjölflokka- stjórn fsraels gæti liðast i sundur áður en langt um liði ef einstakar stjórnardeildir héldu áfram að koma 1 veg fyrir viðleitni í friðar- átt. AP/Símamynd Forsætisráðherra Bretlands, Margrét Thatcher, ræðir við Hussein Jórd- aníukonung í anddyri Nadwa-konungshallarinnar í Amman. BROGA skór fyrir siglingamenn Verd: 1.987 Stærðir: 38—47V2 Litir: hvítt blátt brún Efniö og munstriö í sólanum eru bylting í framleiðslu á sigl- ingaskóm. Skórnir þola salt og bleytu, vegna sérstakrar meöhöndlunar leöursins. unttn Ananaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.