Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 15

Morgunblaðið - 20.09.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 15 Ráðningin Draumar mínir eru flestir auð- skýrðir og barnalegir. Eins er með þennan. Frú Svaía Torlasíus er lögmaður félags lögreglumanna og stendur fyrir því að krefjast ákær- unnar sem Þórður Björnsson hefur nú loks látið tilleiðast að senda mér. Athafnir frúarinnar í draumnum eru varla einu sinni táknrænar því einmitt þetta er verksvið hennar í sambandi við ákæruna: að rífa texta minn sund- ur og setja hann saman á ný þannig að út úr því orðasafni megi lesa eitthvað sem ég aldrei hefði þorað að skrifa, þ.e.a.s. þær skoð- anir sem lögreglan telur að ég muni hafa á störfum hennar. Skoðanir sem eru vitaskuld sak- næmar. Þessa ályktun dreg ég m.a. af því að mér stendur enginn beygur af frúnni í draumnum. Enda hlið- stæð tilvik algeng í draumum mínum. Fólk sem vinnur bara sín daglegu störf en hegðar sér á engan hátt táknrænt eða furðan- lega. Það eina sem þyrfti kannski skýringar við er nærvist Sigurjóns lögreglustjóra í þessum draumi og sá ruglandi kvíði sem hann veldur dreymandanum. Það á sér þá skýr- ingu að dreymandinn vissi að vel- meinandi aðilar í stjórn ljóðahá- tíðarinnar höfðu komist að sann- leikanum varðandi ákæru Þórðar og voru með hugmyndir um stuðn- ingsyfirlýsingu í því máli. Ég var á hinn bóginn hræddur um að slíkt mundi valda deilum í stjórn hátíð- arinnar þar sem Árni Sigurjóns- son sat, en hann er einmitt sonur lögreglustj órans. Það eru nú einu sinni þessi atriði sem gera hverslags stuðning við innlent fólk svo örðugan. Kurteisi verður að hafa í hávegum umfram hvern mun. Þess vegna er líka auðveldara að styðja fólk í öðrum löndum. Ótti minn reyndist svo ástæðu- laus því ljóðaþingið sendi einungis frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna Tarkovskíhjónanna og réttinda þeirra til að munnhöggvast sjálf við börnin sín eins og annað fólk yfirleitt fær að gera. Sjálfsagt mál. Og ljóðaþingið slapp altént við það rifrildið sem orðið hefði ef málefni íslensku lögreglunnar hefði borið þar á góma. Hélt samt góðu og manneskjulegu andliti sínu hreinu eins og vera bar. Enda skoðun mín sú að málfrelsi sé eðli sínu samkvæmt svo einstaklings- bundinn réttur að fyrir því verði menn að berjast einir til persónu- legs sigurs eða lúta í gras fyrir nátttröllum ella. Ef sigur vinnst geta félög og klúbbar, þing og há- tíðar síðan skreytt sig með því að senda stuðningsyfirlýsingar — eða veðjað á kraft og mildi gleymsk- unnaref illafer. Enda fá málin yfirleitt að ganga þannigfyrir sig. Hlægilegt alvörumál Margir halda að lög og laga- greinar komi fólki lítið við og tengist ekki daglegu lífi nema á vinnustofum lögmanna. Hitt er sanni nær að lagagreinar eru daglega að hafa áhrif á skemmt- analíf, listskilning, kvöldgöngur, veðurfarsskyn, heimilislíf, drauma, matarlyst, hugsjónir, vináttu, félagsskap og lundarfar manna eins og framangreind dæmi sanna vonandi þeim sem nent hafa að lesa. Enda ráða lagagreinar menningarstigi þjóða fyrst þær líka eru spegilmynd stjórnend- anna. Þannig er það með 108. greinina í hegningarlögunum okkar frá 1940. Það mundi geta hækkað menningarstig þessarar þjóðar i framtíðinni að nema þá grein úr gildi, ekki síst ef með henni fykju systur hennar sumar af sömu hugarfarsrótum. A námsárum mínum austan- tjalds kringum 1960 lá eins og dauð hönd yfir menningarlífi tékka (og fleiri þjóða austur þar), enda þótt merkjanleg væru ýmis teikn um þá miklu leysingu sem braust fram á árunum milli 63 og 68 þangað til Herrann í austri kom og setti vísa söguklukkunnar aftur í kyrrstöðu. Þá (og síðan oft) var ég mikið að hugsa um hvað það væri sem þjakaði allan kraft úr menningarfólki landanna þarna, vænu fólki, fullu af hæfileikum með allan vilja til frjálsrar og lifandi hugsunar. Niðurstaða mín var sú að lögin sem þetta fólk varð að hlíta á seinnihluta tuttugustu aldar og dómstólarnir sem fram- kvæmdu þau voru beinlínis í anda sem önnur lönd Evrópu hættu smámsaman að taka mark á eftir 1789. Vitaskuld hafði það tekið þjóðríki Evrópu mislangan tíma að venja sig á málfrelsi til að mynda. En það var með einhverj- um hætti afgreitt mál og tilheyrði fortíðinni. Þurfti ekki lengur að spyrja þeirrar spurningar. Enginn má taka orð mín svo að framvinda sé í þessu efni fremur en öðrum nein gefin framför. Þvert á móti hafði svokallaður nútími sem við tók þegar spurningin um málfrels- ið var leyst fært mönnum nýjar flóknar hömlur í tjáningu sem örðugt reyndist víða að skilgreina hvað þá að leysa. Sannleikurinn er sá að þessi nýju viðfangsefni þau eru fyllilega nóg flestum í daglegar áhyggjur þó búið sé að leysa málefni gærdagsins. Það er svipað með þetta og til dæmis uppvaskið í eldhúsinu sem mönn- um þykir ærið verkefni á hverjum degi þó ekki hafi gieymst að vaska upp í gær. En vitaskuld yrði málið þá fyrst lamandi ef enginn hefði nennt að vaska upp á heimilinu síðan árið 1789. Úr þvílíku hús- haldi væri aldrei að vænta stórra afreka. Enn verra hlyti þó að vera fyrir sálarjafnvægið þegar vaskað hefði verið upp á hverjum degi í hálfa öld en dularfullt ósýnilegt lögmál hlæði skítnum jafnharðan á diskana aftur. En þannig er ástandið í nútímamenningu þjóða sem gleymt hafa að tryggja sér einstaklingsréttindi á meðar. þau stóðu til boða. Því hver hlutur hefur sinn tíma. Austantjalds er vandamál lista- fólks og menningarstarfsmanna einkum þetta: öllu hefur verið kippt afturfyrir aldamótin 1800 hvað varðar einstaklingsfrelsið. öll ný vandamál nútímans hafa líka helst yfir þetta fólk. Vanda- mál sem ein og sér væru því ekki ofviða, né væri það heldur ofviða því útaf fyrir sig að berjast fyrir einstaklingsréttindum eins og málfrelsi til að mynda, ef tímar einstaklingshyggjunnar sem vita- skuld voru forsendan fyrir allri slíkri baráttu væru ekki liðnir. Beinfrosin kyrrstaðan í menning- arlífi austantjaldsþjóðanna stafar mikið til af því að verkefni átjándu og nítjándu aldar verða andskoti torleyst á þeirri tuttugustu og skapa endanlega lömun og mátt- leysi þegar óleyst vandamál tutt- ugustu aldar bætast ofaná. Þess vegna er menningarlíf þjóðanna austan járntjalds eins og hægfara heilablæðing samfé- lagsins og lögreglan orðin forystu- afl andlegra mála í þessum löndum.. Framfaramaðurinn verður í þess- um kringumstæðum líka að hlægi- Iegu fífli því hann er stöðugt að fást við að leysa vandamál síðan fyrir 1789. Stöðugt að skrapa kol- harða drulluna af leirtaui gær- dagsins. Stöðugt að berjast fyrir verðmætum sem þurfa helst að vera til á lager áður en velferð nútimafólks kemur einu sinni til tals. Þannig verður lífspursmál að brandara, vítahringurinn að sjón- deildarhring, kyrrstaðan að lög- máli, brosið að grettu, framtíðin að martröð og lögreglustöðin að kirkju. Ástandið að hlægilegu alvöru- máli. Einkennilegasta reynsla æfi minnar var er og verður heimkom- an að austan árið 1962 (og tímabil- ið síðan að nokkru leyti, því aldrei hættir ljós þessarar undrunar að skína yfir þá fáu og fátæklegu atburði sem fyrir augun ber hér á þessari stasjón „skrínlagðrar heimsku og skrautklæddrar smán- ar“ eins og Steinn sálugi orðaði það). Sá sem heim er kominn austanum járntjald eftir að hafa virt fyrir sér ástandið þar með sæmilega opnum augum nokkur ár veit nefnilega ekki nema farmið- inn hafi verið falsaður. Heimferðin aldrei farin. Hér er allt með svo líkum hætti og þar, ef frá er talin hárgreiðsla ungdómsins um tíma, að furðu sætir og meira en það. Enginn þorir að tala upphátt nema vera búinn að kaupa sér tryggingu og þeir sem hafa keypt sér trygg- ingu ræða uppfrá því lltið annað en málefni viðkomandi trygging- arfélags. Þögnin um mikilsverð- ustu málefni samtímans situr í hásæti eins og sturluð tröllkona og lítur hvast á þegna sína hvenær sem einhver ræskir sig opinber- lega. Málefni dagsins ferðast af- skræmd í hvíslingum frá eyra til eyra gegnum drykkjuselskapi, saumaklúbba, klíkubræðrafundi og kaffistofur. Segi einhver meiningu sína opin- berlega er einfaldlega beðið eftir því að það renni af honum. Og það er stöðugt að renna af íslendingum. En ég var að tala um hundruð- ustu og áttundu greinina og hafði birt hana orðrétt við upphaf þess- ara skrifa. Til hvers höfum við Þjóðminjasafn ef þvílíkum laga- greinum er ekki komið þar fyrir, annað hvort bókstaflega eða með því að dómskerfið hætti að ansa kvabbi útaf svonalagaðri tíma- skekkju? Góð var svona grein til verndar fámenni forréttindastétt kóngsins böðla og dómara sem ástunduðu ranglæti í nafni kóngs- ins og þoldu enga umræðu í dags- ljósi. Hvað eiga tugþúsundir skrif- stofumanna, símaþjóna, kennara, gangavarða, bílstjóra, sendisveina, ritara, hjúkrunarfólks, lækna, Nidurlag greinarinnar er í bls. 35. VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA VIÐ FRAMLEIÐENDUR STÓRKOSTLEG . VERÐLÆKKUN HJA NISSAN MICRA ákr. 317.000.- Aöeins þessi eina sending. Tökum flesta notaöa bíla upp í nýja. Muniö okkar landsfrægu kjör. Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14—17. JT II INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.