Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
s
Afkomendur AÖalheiÖar Kristjánsdóttur og
Oddgeirs Johannssonarfrá Hlööum, Grenivík
vilja þakka heimafólki kœrlega fyrir veiting-
ar og móttökur dagana 9.-11. ágúst í sumar.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem
glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum, blómum
og heillaskeytum á áttrœöisafmœli mínu,
þann 23. september sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Þorsteinn Loftsson, Haukholtum.
Haust-
fagnaður
Haustfagnaöuraö Hótel
Loftleiöum laugardaginn 5.
október nk. kl. 20.00. Martin
Berkovski leikur einleik á píanó.
Stuölatríó leikur fyrir dansi.
Sérstakurmaöseöill kvöldsins.
Sendiherra Bandaríkjanna og frú
Ruwe taka á móti Haustfagnað-
argestum kl. 18 til 19.30.
Alþýðuflokkurinn á niðurleið
Alþýöuflokkurinn, er aftur á niöurleiö eftir aö formanni
flokksins, Jóni Baldvin Hannibalssyni, tókst í vetur og vor er
leiö aö rífa flokkinn úr mikilli ládeyöu. i skoöanakönnun
Hagvangs í júlí sl. kom fram aö ALþýöuflokkurinn er aö
missa fótanna og nýleg könnun DV bendir einnig til þess. Þá
virðist sem Sjálfstæöisflokkurinn sé í sókn samkvæmt báö-
um þessum könnunum. Um þetta er fjallaö í Staksteinum í
dag, en jafnframt er vitnað í leiöara Vesturlands er fjallar um
landbúnað á Vestfjöröum, en höfundur hans er Einar K.
Guöfinnsson.
Alþýðuflokk-
urinn miss-
ir móðinn
AlþýðuHokkurinn hefur
misst móðinn og Jón Bald-
vin Ilannibalsson hekkar
flugið óðum, en margir
spáðu því stuttu eftir að
hann hlaut sögulega kosn-
ingu, sem formaður flokks-
ins, að hann hefði lítið út-
hald. Svo virðist sem þessir
spádómar séu nú að ræt-
asL í skoðanakönnun Hag-
vangs er birtist í Morgun-
blaðinu 17. júlí síðastliðinn
tapaði Alþýðuflokkurinn
hundraðsstigum.
I'lokkurinn hafði fylgi 16%
aðspurðra, en í máimánuði
á þessu ári var fylgi hans
21.3%. Og skoðanakönnun,
sem DV birti síðastiiðinn
mánudag staðfestir að Al-
þýðuflokkurinn á nú á
brattan að sækja og fylgi
hans fyrr á árínu var sýnd
veiði en ekki gefin.
f könnun DV kemur
fram að fylgi Alþýðuflokks-
ins hefur minnkað veru-
lega, er nú 14.5% í stað
19% i júní er leið og eru þá
aðeins teknir þeir sem af-
stöðu tóku, sem er innan
við hclmingur aðspurðra.
Þrátt fyrir að meirihlutinn
taki ekki afstöðu eða neiti
að svara gefur könnunin
nokkra vísbendingu um
þróun á fylgi flokkanna
undangengna mánuði.
Því verður ekki neitað
að Jón Baldvin Hannibals-
son fór geyst í upphafi
formannsferils síns, ef til
vill of geyst Það kann að
vera að kjósendur hafi gert
sér grein fyrír því að orð og
stóyrtar yfirlýsingar for-
mannsins eru innihaldslítil
og upp á raunhæfa valkosti
hefur hann ekki haft að
bjóða.
Ekki hægt að
fagna sigri
Aðeins tveir stjórnmála-
flokkanna bæta við sig
fylgi samkvæmt skoðana-
könnuninni, Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubanda-
lag. Kramsóknarflokkur-
inn, Bandalag jafnaðar-
manna og Samtök um
kvcnnalista tapa stuðningi
kjósenda í skoðanakönnun
DV miðað við könnun
blaðsins í júní síðastliðn-
um. Tveir fyrstnefndu
dokkarnir ættu þó ekki að
fagna sigri. Olíkt Alþýðu-
flokknum, sem tapar veru-
legu fylgi hvort sem miðað
er eingöngu við þá sem af-
stöðu tóku eða úrtakið i
heild. í fyrra tilfellinu fékk
Alþýðuflokkurinn 14,5% á
móti 19% en í því síðara
7% á móti 10,8% í júní-
könnuninni.
Ef litið er á stöðu Sjálf-
Ktæöisflokksins þá tapar
flokkurinn fylgi; 128 að-
spurðra sögðust styðja
flokkinn af 600 manna úr-
taki, eða 21,3% í júní, mið-
að við sömu forsendur,
studdu 23,3% Sjálfstæðis-
flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn
hagnast hins vegar á því
hversu margir taka ekki af-
stöðu eða neita aö svara en
þeir eru 51,8% Þannig
virðlst flokkurinn vera f
sókn, bætir við sig 3,4 af
hundraði. Við þetta bætist
eins og dæmin sanna að
Sjálfstæðisflokkurinn fær
alltaf betri útkomu í skoð-
anakönnunum, en í kosn-
ingum.
Mjög svipaða sögu er að
segja af Alþýðubandalag-
inu og Sjálfstæðisflokkn-
um. Alþýðubandalagið
bætir við sig 0,8 af hundr-
aði, þegar iitið er á úrtakiö
í heild. 1‘essi fylgisaukning
verður ekki talin mikil, sér-
staklega þegar litið er á
hversu stórt óvissubilið í
könnuninni er.
Skoðanakönnun DV
varpar ekki nýju Ijósi á
stöðu íslenskra stjórnmála-
flokka meðal kjósenda,
síður en svo. Hitt er stjórn-
málamönnum hollt að
huga að hvers vegna svo
margir kjósendur og raun
ber vitni, eru óákveðnir, ef
| marka má könnun DV.
Landbúnaður
á Vestfjörðum
Einar K. Guðfínnsson,
segir meðal annars f for-
ustugrein Vesturlands:
„Landbúnaður er og hefur
verið ein af undirstöðum
byggðar á Vestfjörðum. Til
þess að byggð verði hér
áfram blómleg, er nauð-
synlegt að efla landbúnað-
inn í kjördæminu, jafnt á
sviði hinna hefðbundnu
búgreina sem og hinna
nýrri.
Framangreindar staö-
haTtngar. hljóma vísast
ankannalega f eyrum
þeirra fjölmörgu, sem lagt
hafa hhistir við þeim síend-
urteknu staðhæfingum, að
landbúnaður og það er
honum tengisL sé hemill á
framfarir í landinu. I>essar
fullyrðingar þykja því varla
merkilegur pappír á þeim
bæjunum, þar sem land-
búnaður er úthrópaður.
daginn út og daginn inn.
— En fyrir Vestfirðinga
hvort sem þeir búa upp til
sveita, eða við sjavarsfð-
una, er mikilvægt að gera
sér þetta IjósL
Á því leikur enginn vafi
að íslenskur landbúnaður
á við mikil og margvísleg
vandamál að stríða. Neysla
kindakjöls hefur dregist
saman, jafnframt því sem
að menn hafa komist að
þeirrí niðurstöðu að nauö-
synlegt sé að draga úr út-
flutningi sauðfjárafurða á
næstu árum.
Líku er fyrir að fara með
mjólkurafuröir. — Þrátt
fyrír miklar stjórnvalds-
hömlur, blasir nú við, að
mjólkurframleiðslan fer
langt fram úr því sem áætl-
að hafði verið suður á
skrifstofum bændasamtak-
anna.
Þetta tvennt má draga
saman á þann hátt, að í
framleiöslu á hefðbundn-
um búfjárafurðum sé að
vænta samdráttar á na-stu
árum, til viðbótar við þá
framleiðsluskerðingu sem
átt hefur sér stað.“
Nokkru síöar segir:
„Eins og allir vita hafa
Vestfirðingar orðið að
flytja að mikið af mjólkur-
vörum. Þaö eru þvi ekki
Vestfirðingar sem bera
ábyrgð á olTramleiðslu
mjólkur og mjólkurvara.
Nær sönnu er vilaskuld að
á Vestfjörðum þyrfti að
efla mjólkurframleiðslu til
þess að sinna þeim þörfum
sem hér eru fyrir hendi."
f lok lciðarans kemst
Einar K. Guðfinnsson svo
að orði: „Landbúnaður
þarf eins og aðrar atvinnu-
greinar að taka mið af
þörfum markaðarins. Það
er hvorki í þágu neytenda
né framlciðanda að neita
svo augljósum sannindum.
Vestfirskur landbúnaður
hefur all mikla sérstöðu,
eins og þegar hefur verið
dregið fram. I>eirri sér-
stöðu má ekki gleyma, við
mótun framtiðarstefnunn-
ar. Það er ekki bara
byggöaleg nauösyn hér
vestra. Heldur hníga líka
að því efnisleg rök, svo
sem þegar hefur verið sýnt
fram á.“
Miöasala aö Hótel Loftleiðum
fimmtudaginn 3. október og
föstudaginn 4. október kl.
16—18.30.
Íslenzk-Ámeríska félagið
Þú svalar lestrarþörf dagsins
* göum Moggans!
Malbikun á Eskifirði
Eskiflrdi, 30. september.
f sumar hefur verið unnið allmikið við að leggja bundið slitlag á götur bæjarins, bæði olíumöl og malbik. Önnur
lcngsta gata bæjarins, Bleiksárhlíðin, var lögð olíumöl og nú er unnið við að malbika hafnarsvæðið. Einnig hafa
gangstéttir verið steyptar. Meðfylgjandi mynd er af malbikun hafnarsvæðisins.
Ævar