Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 21 Afmæliskveöja: Jón G. Sólnes fv. alþingismaður Það má ekki minna vera en að ég sendi félaga mínum og „fjand- vini“ nokkur orð á þessum tíma- mótum í lífi hans, þótt ekki væri nema til að gera nokkra bragarbót fyrir gömul skrif um Kröflu, en einmitt í tengslum við það mikla ævintýr, sem reyndar virðist nú allt geta snúizt Jóni í hag, hófust kynni okkar. Það er reyndar merkilegt íhug- unarefni — að minnsta kosti fyrir sjálfan mig — að við þá menn hef ég hundizt beztu vináttuböndum, sem ég hóf viðskipti við með erj- um og illindum. Þeirra á meðal er Jón G. Sólnes. Það er ekki ætlun mín að gera hér grein fyrir lífsstarfi þessa lit- ríka manns, svo löngu kunnur sem hann er alþjóð þegar, enda nýbú- inn að gefa út ævisögu sína, sem vakti mikla athygli og umtal. Ég hef reyndar haldið því fram, að í þeirri sögu sé dregin alltof einlit mynd af honum, því eins og títt er um sterka persónuleika þá á hann til margar hliðar. Það verð ég að segja eins og er, að fáum mönnum hef ég kynnzt, sem mér hefur þótt eins mikill fengur í að kynnast og kalla vini mína, því að svo gersamlega er Jón laus við hræsni og yfir- drepsskap, að hann getur aldrei þess vegna orðið leiðinlegur. Það er dálítið einkennilegt fyrir nútímann, hvað menn verða marg- ir eins og steyptir í sama mót og þora ekki að vera þeir sjálfir. Við þessa kvilla nútímans er Jón Sól- nes laus með öllu, því að nú hálf- áttræður er hann engum manni líkur með það, hve afdráttarlausar skoðanir hann hefur og er fljótur að átta sig á aðalatriðum máls. Mættu margir ungir menn taka sér hann til fyrirmyndar hvað það snertir. Ég held, að þegar litið verði yfir ævi Jóns og saga hans öll metin í réttu ljósi, þá verði ekki stjórn- málaafskipti hans það, sem hæst gnæfir, jafnvel ekki þótt Krafla verði með tímanum gróðafyrir- tæki fyrir land og lýð — heldur stjórn hans á útibúi Landsbank- ans á Akureyri, sem er slíkt risa- veldi í viðskiptum norðan heiða að engu er til að jafna. Jón var sjálfstæður bankastjóri og á eng- an er hallað, þótt því sé haldið fram, að hann hafi verið áhrifa- mestur þeirra manna, sem þátt áttu í uppgangi bæjarins frá því um 1950 og fram undir 1980. Enda er það svo, að margir hugsa með söknuði nú til þess tíma, þegar „Jón Sólnes og Jakob Frímanns- son stjórnuðu Akureyri". Jón G. Sólnes er mikill gæfu- maður. Það má segja um hann eins og Egill Skalla-Grímsson sagði um sjálfan sig, þegar hann gerir upp reikninga við guð sinn, að forlögin hafa gefið honum „það geð er ég gerði mér vísa fjendur af vélöndum ... “ Menn verða ýmist að vera með slíkum manni eða á móti — engin hálfvelgja er til — est aut non est... Jón Sólnes er vel giftur maður. Það er fátítt að sjá hjón, sem búið hafa saman eins lengi og Inga og hann, eins fallega skotin hvort í öðru. Ég vil að lokum árna þeim hjónum alls hins bezta og þakka þeim fyrir hönd okkar hjóna skemmtileg og góð kynni. Bárður Halldórsson 19. Rxg6! — hxg6 19. - fxg6, 20. De5 - Hg8, 21. Dxe6+ var ennþá verra, svo svart- ur lætur skiptamuninn af hendi möglunarlaust. 20. Dxh8 — Rd7, 21. Bf4 — Da3, 22. d5! — exd5, 23. Hel+ — Kd8, 24. Bg5+. og svartur hafði nú fengið nóg og gafst upp. Vaganjan eyddi aðeins 39 mínútum á þessa skák. Vafalaust hefur mestallur sá tími farið í að ganga til og frá boðinu, því hann virðist yfirleitt gefa skák- um annarra keppenda meiri gaum en sinni eign og væri áreið- aniega ósigrandi ef hann yrði járnaður við borðið. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1985 121 þátttakandi er á mótinu, þar af 21 í unglingaflokki. Teflt er í sex flokkum og er raðað í flokkana eftir styrkleika, í A-flokki tefla 12 stigahæstu skákmennirnir, næstu 12 í B-flokki o.s.frv. Þátttakendur í A-flokki nú eru flestir ungir og upprennandi skákmenn. Stiga- hæstur þar er Þröstur Þórhalls- son með 2295 stig, og næstir Björgvin Jónsson (2280) og Ró- bert Harðarson (2270). Staðan eftir fjórar umferðir á mótinu er þannig: A-flokkur: 1. Davíð Ólafsson 3%v. 2. Andri ,Áss Grétarsson 3 v. og biðskák. 3. Benedikt Jónsson 2 v. og bið- skák. 4. Árni Á. Árnason 2 v. B-flokkur: 1. Jóhannes Ágústsson 3% v. 2. -3. Tómas Björnsson og Jón Árni Halldórsson 2V4 v. og bið- skák. 4.-5. Þröstur Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson 2'/i v. C-flokkur: 1.-2. Hjalti Bjarnason og Eiríkur Björnsson 3V4 v. 3. Ágúst Ingimundarson 2% v. D-ílokkur: 1. Sigurður D. Sigfússon 3% v. 2. Gunnar Björnsson 3 v. og bið- skák. 3. -4. Héðinn Steingrímsson og Einar Þorgrímsson 2% v. og biðskák. E-flokkur (Opinn): 1. Sigurður F. Jónatansson 4v. 2. -3. Kristófer Svavarsson og Arnór V. Arnórsson 3 v. og bið- skák. Unglingaflokkur: (Eftir 3 um- ferðir) 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Árnason 3v. FARIÐI KJÓL OG HVIT7 herra GARÐURINN AÐAlSrFÆTI9 S 12234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.