Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Vestur-Þýskaland: Mótmælendur hvattír til að beita vopnum Frankfurt, Vestur-ÞýskaUndi, 1. október. AP. Fyrirhuguð ganga, sem fara átti um götur í Frankfurt til að mótmæla flokksfundi nýnasista, var í dag bönnuó eftir að hvatt haföi verið til þess í útsendingum leynilegrar útvarpsstöðvar, að gripið yrði til vopna gegn lög- reglunni. Borgarstjórnin í Frankfurt, Walter Wallmann, leyfði fólki að safnast saman til mótmælafundar í miðborginni en skipaði hins vegar óeirðarlögreglunni að koma í veg fyrir að fundarmenn gengju um götur borgarinnar. Gerði hann það eftir að skorað hafði verið á mót- mælendur í útsendingum leyni- legrar útvarpsstöðvar og í dreifi- miðum að grípa til vopna gegn lögreglunni. Upphaflega efndu jafnaðar- menn og græningjar til mótmæla gegn flokksfundi nýnasista en þeir drógu sig í hlé þegar að dreif fólk, sem skýldi sér á bak við grímur, sem er bannað í Vestur-Þýska- landi. Síðan hafa verið óeirðir í mörgum borgum, t.d. Frankfurt, Hamborg, Berlín, Hannover, Gött- ingen, Braunschweig og Ulzen, 60 verið handteknir og einn maður lést þegar hann varð fyrir lög- reglubíl. I blaðinu, sem gefið er út í Frankfurt, „Abendpost" segir, að lögreglan hafi komist yfir flugrit í mörgum vestur-þýskum borgum þar sem hvatt er til ofbeldisverka og er það haft eftir lögregluyfir- völdum, að ofbeldishneigðir vinstri öfgamenn hafi nú séð sér leik á borði. Drífa þessir menn jafnan að af öllu landinu þegar einhvers staðar kemur til ókyrrðar, margir svartklæddir með hettu á höfði. Flutningaverkamenn með bótakröfum námumanna Kinnock bíður stórhnekki á flokksþinginu: Bournemouth, 1. október. AP. ÞRÁTT FYRIR harða andstöðu Neil Kinnock, leiðtoga brezka Verkamanna- flokksins, hafa samtök flutningaverkamanna, sem er eitt stærsta launaþega- félag á Bretlandseyjum, lýst fylgi við kröfur námamanna um að þegar Verkamannaflokkurinn komist í stjórn bæti hún námamönnum tjón, sem þeir urðu fyrir í misheppnuðu verkfalli, er stóð í ár og lauk í vor. Er þetta meiriháttar áfall fyrir Kinnock. Kinnock segir að kröfur af þessu tagi geti skipt flokksmönnum í tvær fylkingar og dregið úr sigur- líkum flokksins í næstu kosning- um. Krafa námamanna er um- deildasta málið á flokksþinginu, sem nú stendur yfir. Krefjast þeir að flokkurinn skuldbindi sig til að greiða námamönnum eina milljón sterlingspunda í bætur, um 60 milljónir íslenzkra króna, vegna sekta, sem samtök þeirra urðu að greiða í verkfallinu og vegna þess. Kinnock segir nær útilokað að forsætisráðherra gæti tekið upp á sllkum bótagreiðslum. Kinnock reynir nú sem mest hann má að vinna stefnu hófsemd- ar og skynsemi innan flokksins í þeirri von að geta keppt um fylgi kjósenda við bandalag Frjáls- lyndaflokksins og Jaf naðarmanna- flokksins. Gera leiðtogar Verka- mannaflokksins sér vonir um að með gagnrýni á stefnu og aðgerðir stjórnar íhaldsflokksins í efna- hagsmálum megi flokknum takast að velta stjórn Margaret Thatcher úr sessi í næstu kosningum. í gærkvöldi tilkynntu samtök flutningaverkamanna hinsvegar að þau styddu kröfur námamanna og varð það til þess að beina at- hyglinni frá Thatcher að átökum og deilum í Verkamannaflokknum. Með þessu er nær öruggt talið að krafa námamanna verður sam- þykkt á flokksþinginu er hún kemur til afgreiðslu á morgun, miðvikudag. Afstaða flutninga- verkamanna er meiriháttar áfall fyrir Kinnock og tilraunir hans til að breyta ímynd flokksins, sem róttæklingaflokki. Kinnock, sem er sonur velsks námumanns, telur það muni skaða flokkinn að tengja hann námuverkfallinu með þess- um hætti. Mál, sem samþykkt eru með a.m.k. 2/3 atkvæða á flokks- þinginu, verður að taka upp í stefnuskrá flokksins við kosning- ar. Heimsókn Gorbachevs til Frakklands hefst í dag París, 1. október. AP. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Frakklands á morgun, miðvikudag. Gorbachev mun dveljast fjóra daga í Frakklandi og halda þrjá fundi með Francois Mitterrand forseta. Talið er, að Gorbachev muni leggja á það höfuðáherzlu að fá Mitterrand til liðs við sig í baráttu Sovétmanna gegn geimvarnaáætl- un Bandaríkjamanna og sýna Reagan forseta, að bandalagsríki Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu standi ekki einhuga að baki Banda- rikjamönnum í þessu efni. Gorbac- hev mun eiga fund með Reagan í Genf í næsta mánuði og þar verður geimvarnaáætlunin eitt helzta rhálið á dagskrá. Þrátt fyrir það að Mitterand forseti telji sig vera vinstri sinna, er hann meðal þeirra vestrænu leiðtoga, sem hvað harðast hafa gagnrýnt Sovétríkin á undanförn- um árum, ekki sízt fyrir brot á mannréttindum. Telja má víst, að Frökkum sé mjög umhugað um að fá nánari vitneskju um tillögur Sovétmanna í afvopnunarviðræðunum í Genf. Allt sem vitað er um þessar tillög- ur til þessa er, að Sovétstjórnin hefur sagt, að hún muni fallast á gagnkvæma 50% minnkun á kjarnorkuvopnabirgðum ef Banda- ríkjamenn geri einhverjar tilslak- anir varðandi geimvarnaáætlun sfna. Yasser Arafat í viðtali: Spáir „Yalta-samkomu- lagi" um Miðausturlönd Kabat, Marokkó, 1. október. AP. f VIÐTALI, sem birt var í dag við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, spáir hann því að Reagan, Bandaríkjaforseti, og Gorbachev, Sovétleiðtogi, muni komast að samkomulagi um skipan mála í Miðausturlöndum á fundi þeirra í Genf á næstunni. Það muni hins vegar verða á kostnað palestínsku þjóðarinnar. Viðtalið við Arafat var haft í gær, eftir fund hans með Hassan, Marokkókonungi, og í því segir hann að líkja megi fundi þeirra Reagans og Gorbachevs við „aðra Yalta-ráðstefnu“. Átti hann þá við fund þeirra Stalíns, Roose- velts og Churchills á Yalta á Krím í striðslok þar sem samið var um Evrópu eftirstríðs- áranna. Að viðtalinu loknu fór Arafat til höfuðstöðva PLO í Túnis en á þær gerðu ísraelar loftárás í dag. Talið er þó, að Arafat hafi sloppið lífs. f viðtalinu, sem birtist í dag- blaði í Rabat, segir Arafat að arabaþjóðirnar séu svo sundrað- ar, að þær fái ekki lengur reist rönd við bandalagi fsraela og Bandaríkjamanna. „Við araba- þjóðunum blasir skelfilegur óf- arnaður og að sjálfsögðu munu Palestínumenn verða fyrstir til að finna fyrir því,“ sagði Arafat og spáði því, að samkomulag Reagans og Gorbachevs ylli því, að spilin yrðu ekki aðeins stokk- uð upp í Miðausturlöndum, held- ur um allan heim. 25 --- 1 ^ HHIfll/IHHM ■ ir»r>r> 9U LU UUtJ cV*A MintLeaves 200 gr SíaGull Kakó 1 Ibs Appelsínu- marmelaði 400 grðwr lO^ 4? & Lísukex Matarkex Holtabót LENI Eldhúsrúllur Jnrúllurí pk. Jarðaber 850 gr Ctjohnson uiax híbylailmur Rauðkál 720 gr ..vöruverö í lágmarki itSOtoeOÐÍW »5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.