Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Opið bréf til menntamálaráðherra Menntamálaráðuneytið dragbítur á hagsæld þjóðarinnar — eftir Gísla Jón Kristjánsson, Jó- hönnu Guðmunds- dóttur og Magnús Guðmundsson Frú Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra! Skilningsleysi menntamála- ráðuneytisins á þörfum sjávarút- vegsins og fiskvinnslunnar hefur kallað mikla ógæfu yfir okkar helsta útflutningsiðnað. Stað- reyndirnar blasa við augum okkar ef við aðeins þorum að opna þau. Við sjáum: — fjársvelti Fiskvinnslu- og Stýrimannaskólans og lítils- virðingu þeirra laga sem um þessa sérskóla fjalla sbr. lög nr. 55/1971 um fiskvinnslu- skóla með breytingum frá 1981. — skort á þjálfuðum sjómönnum með full réttindi. — skort á verkstjórum og öðrum stjórnendum með sérmenntun á sviði fiskiðnaðar eins og úr Fiskvinnsluskólanum. — skort á almennu starfsfólki með sérþjálfun og sérmenntun í fiskiðnaði. — skort á tæknimenntuðum mönnum (t.d. fisktæknum) sem gætu útfært hugmyndir stjórn- enda um bætt framleiðslu- skipulag. — undanþágur gefnar í stórum stíl til ábyrgðarstarfa i sjávar- útvegi og fiskvinnslu. Algert áhugaleysi menntamála- ráðuneytisins á málefnum þessara skóla er þjóðarskömm. Ætla má að þau séu ófá milljónahundruðin eða milljarðarnir sem þetta ráðu- neyti hefur haft af þjóðinni með barnaskap sínum og vonandi stafar það af þekkingarleysi á högum þessara skóla frekar en viljaleysi til úrbóta. Það er ekki að ástæðulausu að við flytjum inn fjölda útlendinga sem vinnuafl í fiskiðnað okkar. Framleiðum í ódýrustu pakkning- ar eða seljum hráefnið úr landi vegna skorts á fólki og vegna skorts á þjálfuðu og hæfu fólki. Fiskvinnsluskólinn Fjármagn til sérskóla í sjávarút- vegi og fiskvinnslu endurspeglar ekki mikilvægi þessara atvinnu- greina fyrir þjóðfélagið. Fisk- vinnsluskólinn og Stýrimanna- skólinn fá svo dæmi sé tekið innan við helmingi minna rekstrarfé en bændaskólarnir sem tilheyra land- búnaðarráðuneyti. Hér er ekki minnst á húsnæðismál Fisk- vinnsluskólans sem orðin eru landskunn. Það virðist þvl ekki lengur vera sæmd þessarar þjóðar að eiga sægarpa eða fagmenn I fiskiðnaði er skapi þjóðarauðinn. Heldur þykir meira virði að þjóðin sé söngelsk eins og sést er frumvörp til fjárlaga líta dagsins ljós. Sem dæmi má taka fjárlagafrumvarp fyrir árið 1983 þá var Fiskvinnslu- skólanum og Stýrimannaskólan- um einungis ætluð 23% af þeirri upphæð sem fara átti til tónlistar- fræðslu. Á sama ári sem þótti slæmt í sjávarútvegi reyndust útflutnings- verðmæti sjávarafurða 12.667 millj. kr. eða 68% alls verðmætis útflutningsafurðanna. Enginn veit hver þessi tala hefði getað orðið ef fólk í þeim atvinnugreinum er verðmætin skapa hefði fengið við- eigandi fræðslu um verkun og vinnslu sjávarafla. Ef háttvirtur menntamálaráð- herra og aðrir starfsmenn menntamálaráðuneytisins vita það ekki þá skulu þeir upplýstir „Fjármagn til sérskóla í sjávarútvegi og fisk- vinnslu endurspeglar ekki mikilvægi þessara atvinnugreina fyrir þjóð- félagið. Fiskvinnsluskól- inn og Stýrimannaskól- inn fá svo dæmi sé tekið innan við helmingi minna rekstrarfé en bændaskólarnir ...“ um það að útflutningstekjurnar eru hinar raunverulegu tekjur þjóðarbúsins. Allur pappir í bréfs- efni ráðuneytisins, Islendingasög- unum og öðrum bókum lands- manna er keyptur fyrir útflutn- ingsverðmætin. Þá er þeim einnig varið í jafn einskisverða hluti og skip, flugvélar, bíla, tölvur, útvörp, myndsegulbönd, barnavagna, leik- föng, fatnað, þvottavélar, sykur, lyf, lækningatæki svo og ýmsa aðra hluti sem margir halda að keyptir verði fyrir þá peninga er vaxa á trjám þeim er prýða land vort milli fjalls og fjöru. Lög nr. 55/1971 og nr. 18/1981 Samkvæmt lögum um Fisk- vinnsluskóla á útskrifaður nem- andi af lokastigi skólans að geta tekið að sér eftirtalin verk: — geta annast almenna verk- stjórn — geta annast gæðaflokkun — geta annast stjóm fiskvinnslu- véla — geta annast eftirlitsstörf — geta annast verkþjálfun — geta annast einfalda vinnuhag- ræðingu — geta annast stjórnun — geta annast tiltekin rann- sókna- og skipulagsstörf — geta sýnt alhliða þekkingu á meðferð og mati afurðanna. Helstu bóklegar greinar skv. lögunum skulu vera: — fiskvinnslufræði — vél-og teiknifræði — vinnuhagræðing — framleiðslufræði — verkstjórn — gæðaeftirlit — tölfræði — markaðsfræði — rekstrarbókhald — lög og reglur um fiskvinnslu og fiskmat — haflíffræði — efnafræði — lífefnafræði — gerlafræði — hreinlæti — eðlisfræði — stærðfræði — íslenska — rannsóknarstofustörf Skólanefnd getur bætt við náms- greinum ef hún telur ástæðu til. Helstu verklegar greinar skulu vera: — meðferðánýjumfiski — ísun — flökun — frysting — söltun — síldarsöltun — hersla — reyking — niðursuða — framleiðsla fiskrétta — lifrarbræðsla — fiskimjölsframleiðsla — hvalvinnsla — fiskmat — vinnuhagræðing — meðferð og notkun fiskvinnslu- véla Skólanefnd getur bætt við náms- greinum. Athugasemdir við framkvæmd laganna Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins telur lögin um Fiskvinnsluskólann í meginatriðum góða smíð. Félagið telur einnig að lög þessi séu þver- brotin og að ástæðan sé algert skilningsleysi menntamálaráðu- neytisins á þörfum fiskiðnaðarins fyrir sérmenntun þess fólks er þar starfar. Sést þetta best á fjár- magnsstreymi til skólans og áhuga ráðamanna á því að skólinn komist í eigið húsnæði. Það er lýsandi dæmi um þetta skilningsleysi að ríkið kostar menntun þeirra er hafa þann starfa að snyrta kjöt þ.e. kjötiðn- aðarmenn, þeirra sem snyrta hár þ.e. hárskera, þeirra sem snyrta fólk þ.e. snyrtisérfræðinga og varla verður langt að bíða sér- kennslu í snyrtingu hunda og katta. Þá kostar ríkið menntun þeirra er baka brauð, mála hús o.s.frv. en ekki þeirra er snyrta matvælin fisk ásamt flokkun og frágangi á þessu fjöreggi þjóðarinnar. Haldir þú lesandi góður að hið síðast talda starf krefjist minni þekkingar og sérfærni en hin störfin skalt þú fá þér vinnu í frystihúsi. Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, telur að 2. gr., 13. gr. og 14. gr. laganna um fiskvinnsluskóla sé brotin því nemendur Fiskvinnslu- skólans fái óviðunandi eða enga kennslu í eftirtöldum námsgrein- um: Bóklegar greinar: — vélfræði — vinnuhagræðingu — framleiðslufræði — verkstjórn — markaðsfræði — rekstrarbókhaldi Verklegar greinar: — reyking — niðursuða — framleiðsla fiskrétta — lifrarbræðsla — fiskimjölsframleiðsla — vinnuhagræðing — meðferð og notkun fiskvinnslu- véla Þá sé 3. gr. laganna vanrækt svo vítavert sé að mati Fiskiðnar en hún hljóðar svo: „Skólinn skai halda námskeið fyrir starfsfólk í hinum ýmsu greinum fiskiðnaðarins, sem miði að því að veita þeim starfs- mönnum fiskiðnaðar, er vinna að móttöku og verkun sjávar- afla, hagnýta fræðslu um með- ferð og vinnslu aflans. Námskeið þessi skulu haldin í verstöðvum landsins eftir því sem við verður komið." Vanræksla þessa þáttar hefur valdið því að mati Fiskiðnar, að fiskvinnslunni hefur ekki tekist að laða til sín nægt fólk. Hún hefur ekki getað gefið starfsmönnum tækifæri til sérmenntunar sem hefði í för með sér aukna starfs- ánægju og færni sem skilaði sér svo I framleiðni fyrirtækjanna. Sjávarútvegsráðuneytið gat greinilega ekki horft upp á sinnu- leysi Menntamálaráðuneytisins er haft hefur nú þegar mjög neikvæð- ar afleiðingar. Sem nauðvörn komu þeir af stað námskeiðum fyrir almennt starfsfólk í fiskiðn- aðinum. Það framtak ber að lofa. Þáttur hagsmunaaðila í sjávarútvegi Menntamálaráðuneytið á hér ekki eina sök því mikil er sam- keppnin um krónur þær er það fær til skiptanna. Segja verður eins og er að hagsmunaaðilar hafa ekki séð ástæðu til að hafa hátt um þá meðhöndlun sem okkar sérskólar í sjávarútvegi og fiskvinnslu hafa fengið. Þeir þegja nú sem fyrr þunnu hljóði um menntunarmál enda sjónsvið þeirra þröngt og helst bundið skammtímaráðstöf- unum eins og fiskverðsákvörðun, kjarasamningum og kvótaskipt- ingu ársins en gleyma sameigin- legum hagsmunum útgerðar og fiskvinnslu sem er færni og þar með menntun þess fólks sem í þessum greinum vinnur. Því rækta þeir ekki sinn eigin garð en eru duglegir við að kvarta undan skorti á hæfu starfsfólki þegar landburður er af fiski. Þessir sömu hagsmunaaðilar vita að menntunarþörfinni er sinnt að mestu með bráðaþjónustu þ.e. vikunámskeiðum svo að útflutn- ingsaðilar fái menn til að skrifa undir mats- og útflutningsvottorð- in. Háttvirtur mennta- málaráöherra Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins vill undirstrika að gagnrýni fé- lagsins er ekki beint að mennta- málaráðherra persónulega, heldur beinist hún að menntamálaráðu- neyti sem slíku. Þá er það trú okkar að ill meðferð á málefnum Fiskvinnsluskólans eigi rætur að rekja til þekkingarskorts á mikil- vægi slíks sérskóla fyrir þjóðfélag- ið. Það eru því tilmæli okkar að Fiskvinnsluskólinn verði ekki heftur lengur með fjársvelti og að öflug kennsla í framleiðslugrein- um, markáðsgreinum, stjórnunar- greinum, rekstrargreinum, vinnu- hagræðingargreinum, meðferð og notkun fiskvinnsluvéla og nám- skeiðahald skv. 3. gr. laganna verði tekin upp strax og nýjustu tækni eins og tölvum beitt við kennsluna og sérfræðingar á hverju sviði séu látnir um hana. Þá verði þessar og núverandi kennslugreinar efld- ar með tilkomu hjálpartækja eins og viðunandi húsnæðis, gerðar námsgagna og vélakosts en eins og alkunna er þá á skólinn ekki einu sinni flökunarvél. Við lifum ekki á fiski einum saman en án hans deyjum við örugglega. Höfuadar skipa stjórn FiskiAnar, fagfélags fiskiðnaðarins. fíSK FAGFÉLAG FISKIÐNAÐAFtlNS Fjárlagafrumvarp 1983 Stýrimanna- og Bændaskólar Fiskvinnsluskólinn Laun 10.478 þús. kr. 5.301 þús.kr. Önnurrek.gjöld 5.895 þús. kr. 1.165þús.kr. Viöhald 2.287 þús.kr. 121 þús. kr. Samtals 18.660 þús kr. 6.587 þús kr. 100% 35% Garöyrkju- Fiskvinnslu- Vélskóli Hótel- og skóli ríkisins skólinn Fóstruskólinn íslands veitinqask. Laun 3.343 þ.kr. 1.697 þ.kr. 4.287 þ.kr. 8.543 þ.kr. 1.459 þ.kr. Önnurrek.gjöld 1.391 þ.kr. 935þ.kr. 350þ.kr. 650þ.kr. 720 þ.kr. Viöhald 350þ.kr. 36þ.kr. 300þ.kr. 40þ.kr. Samtals 5.084 þ.kr. 2.668 þ.kr. 4.937 þ.kr. 9.193 þ.kr. 2.219 þ.kr. 191% 100% 185% 345% 83% Útflutningsverðmæti 1983(raunv.) Sjávarafuröir 12.667 millj.kr. 68% Landbúnaðarafurðir 227 millj. kr. 1% lönaðarafurðir 5.458 millj.kr. 29% Annað 271 millj. kr. 2% Samtals 18.623 millj. kr. 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.