Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Minning: Halldór Jens Óskarsson Fæddur 27. marz 1949 Dáinn 22. september 1985 Elskulegur frændi minn og vin- ur, Halldór Jens Óskarsson, and- aðist aðfaranótt sunnudagsins 22. september sl. og fer jarðarför hans fram i dag, miðvikudaginn 2. október, frá Fossvogskapellu kl. 13.30. Það er alltaf erfitt að þurfa að sjá á bak ungum og glæsilegum mönnum á bezta aldri. Halldór Jens var næstelstur 6 systkina. Foreldrar hans eru hjón- in Helga Jensdóttir og óskar Halldórsson húsgagnabólstrari og síðar forstjóri húsgagnaverzlun- arinnar Dúna haf. Systkini hans eru Hrafnhildur viðskiptafræð- ingur, gift Jens Þórissyni lækni; Hafdís starfsmaður hjá sölu- skrifstofu Flugleiða í Kaupmannahöfn, gift Khalil Semlali hjúkrunarmanni, Helena sjúkraliði, Helga sem er við hag- fræðinám í Arhus og Valdimar sem enn er í foreldrahúsum. Hall- dór Jens heitir eftir báðum öfum sínum, en þeir eru nú látnir. Föð- urafa sinum kynntist hann aldrei en hann lést löngu áður en Hall- dór Jens fæddist. Fyrstu árin bjuggu foreldrar hans hjá afa hans og ömmu í Köldukinn 7 Hafnarfirði, þeim Björgu Einarsdóttur og Jens Run- ólfssyni, og myndaðist þá mjög náið og innilegt samband milli fjölskyldanna sem hefur haldist æ síðan. Halldór átti líka því láni að fagna að samband þeirra systkin- anna var ávallt mjög innilegt. Á þessari sorglegu stundu sækja á hugann margar minn- ingar um Halldór sem lítinn dreng. Hann var að mörgu leyti sérstakt barn, alltaf mjög kátur og fjörmikill en ávallt reiðubúinn að standa með þeim, sem urðu fyrir stríðni og áreitni annarra og er mér sá eiginleiki hans einna minnisstæðastur. Einu sinni fékk hann að gjöf mjög fallegt kúrekabelti með stórri og glæsilegri sylgju. Dag einn er hann kom heim úr sund- lauginni, var hann beltislaus en buxurnar voru bundnar að honum með snæri. Beltið hafði hann þá gefið strák sem aðrir strákar höfðu verið að stríða. Þetta atvik frá bernskuárunum lýsir Halldóri mjög vel. Afi Halldórs, Jens, hafði mikið dálæti á honum og ekki sak- aði að þeir voru nafnar. Tók afi hann oft með í veiðitúra að Hlíð- arvatni og Kleifarvatni, í göngu- túra eða út í hesthús að gefa hest- unum. Halldór átti mjög auðvelt með að læra og i barnaskóla var hann alltaf meðal þeirra efstu. Síðan fór hann í Flensborgarskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi með ágætum árangri. I Flensborg var mikið félagslíf og tók Halldór þátt í því og hefur það sennilega komið niður á náminu. 3 ár var Halldór í námi í fiðluleik hjá Einari G. Sveinbjörnssyni fiðluleikara og þó að fyrstu æfingatónarnir hafi ekki alltaf verið fallegir eða þægilegir, þá fór honum vel fram og lék a.m.k. einu sinni á nemendahljóm- leikum. En Halldór var dugmikill og fjörugur strákur og var ekki alltaf með hugann við það sem hann átti að gera. Nokkrum sinn- um þurfti Hrafnhildur systir hans að finna fyrir hann fiðluna, þegar hann gleymdi henni í strætó og einu sinni kom hann í fiðlutíma með fiðlukassann en fiðlan hafði gleymst heima. Þessum æskuárum Halldórs frænda míns eru flestar þær minningar tengdar sem nú sækja á hugann, enda voru tengslin þá nánust. Halldór lærði síðan húsgagna- smíði og tók sveinspróf 1972. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Emmu Holm, 20. júní 1970. Foreldrar Emmu eru hjónin Þór- dís J. Holm og Hans Holm en hann er látinn. Halldór og Emma eignuðust 3 myndarleg börn. Þór- unn Hanna er 14 ára, Óskar 11 ára og Emil Holm 4 ára. Eftir að Halldór lauk sveins- prófi vann hann fyrst við hús- gagna- og húsasmíði þar til hann hóf störf hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, en þar starfaði hann um 4 ár, og stjórnaði við- haldi og endurnýjun á húsum og húsbúnaði. Síðan rak hann ásamt eiginkonu sinni Emmu Gullfiska- búðina í Fischersundi eða frá 1982 til 1985. Síðastliðinn vetur hóf hann störf hjá Cosmos, dótturfyr- irtæki Hafskips hf., og vann hann þar til dauðadags. Halldór hafði ýmis áhugamál. Hann hafði t.d. mjög gaman af að matreiða og gerði það ekki ósjaldan. Síðustu árin stundaði hann einnig mikið siglingar og átti þá ágætis bát sem hann notaði mikið til siglinga og veiða. Hann var þá óspar á að gefa ættingjum og vin- um fisk í soðið. Það er mikil eftirsjá í þessum góða dreng sem farinn er yfir móðuna miklu, langt fyrir aldur fram. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég konu hans og börnum, foreldrum, systkinum og aldraðri ömmu. Rafn Jensson Það er með ólíkindum, hve lífið getur oft komið manni undarlega á óvart. Maður stendur þá högg- dofa og veit ekki, hvaðan á mann stendur veðrið. Þetta voru við- brögð okkar starfsmanna Cosmos-flutningamiðlunarinnar og Hafskips hf., jafnt heima sem erlendis, er okkur barst andláts- frétt Halldórs Óskarssonar, fram- kvæmdastjóra Cosmos-skrifstof- unnar í Reykjavík, 22. september sl. Halldór hvarf úr þessu lífi án fyrirvara, langt um aldur fram, og er andlát hans okkur samherj- um hans mikill harmdauði. Það er ekki langt liðið frá því Halldór kom til starfa hjá Cosmos í Reykjavík, þar sem hann tók við markaðsfulltrúastörfum og enn styttra síðan hann tók við rekstri skrifstofunnar hér af Sigtryggi Jónssyni, sem fluttur var til ábyrgðastarfa hjá félaginu í New York. Halldór sýndi strax þann hæfileika að geta auðveldlega sirtnt þörfum mikils fjölda flytj- enda hér og erlendis með lipurð og festu. Flutningsmiðlun er oftast flókin og erfið, en Halldóri tókst að leysa flestan vanda fljótt og vel. Starfsmenn Cosmos og Haf- skips á skrifstofum erlendis, sem eru nú tólf, voru einnig ánægðir með hversu gott samband þeir áttu við Halldór eftir tiltölulega stutt- an starfstíma á þessu sviði. Ég held að hér sé óhætt að full- yrða, að Halldór var þannig af guði gerður, að það var honum kappsmál að leysa vandamál ann- arra, hversu mikið sem það kostaði hann sjálfan í vinnu eða óþægind- um. Hann var þægilegur vinnufé- lagi, auðveldur í allri umgengni og hvers manns hugljúfi í sam- skiptum. Þegar litið er um öxl kemur í ljós, að hann bar eigin vandamál í hljóði og vildi ekki íþyngja mönnum með þeim. Eng- inn er skapaður fullkominn og víst er að Halldór hefði liðið betur, ef hann hefði leyft vinum og félögum að taka þátt í vandamálum dags- ins. Okkur er öllum ætlað að ganga um dimman dal í leit að ljósi og sannleika. Það er því von okkar allra, að Halldór sé nú kominn í Fæddur 11. nóvember 1982 Dáinn 26. september 1985 í dag kveðjum við litla frænda okkar, Agnar Mar Jónsson. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 1982. Hann var sonur hjónanna Þórdís- ar Erlendsdóttur og Jons Valgeirs- sonar. Strax eftir fæðingu kom í ljós að Agnar litli var með alvarlegan hjartagalla. Það var mikið áfall fyrir hina ungu foreldra. 16. september sl. fóru Dísa og Jonni með Agnar til London þar sem hann gekkst undir miklar hjartaaðgerðir, en litli drengurinn átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð. Hann andaðist 26. september sl. Það var erfitt að sætta sig við þetta, þar sem svo miklar vonir voru bundnar við þessar aðgerðir. Einnig er erfitt að svara spurning- um litlu frændsystkinanna, þegar þau spyrja: af hverju kemur Ágnar ekki? Hvar er hann? En við erum alveg viss um að honum er ætlað annað og stærra hlutverk á æðri stöðum. birtuna, sem bíður allra góðra manna að leiðarlokum. Við samherjar og samstarfs- menn sendum ungum börnum hins látna, Þórunni Hönnu, óskari og Emil Hólm, eiginkonunni, Emmu Hólm, móðurinni, Helgu I. Jens- dóttur, og föður, Óskari Halldórs- syni, og systkinum, okkar innileg- ustu samúðar- og vinarkveðjur á sorgarstundu. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá Cosmos og Hafskip á íslandi og erlendis. Jón Hákon Magnússon. f dag er kvaddur hinstu kveðju frá Fossvogskapellu, vinur minn og félagi, Halldór Jens óskarsson, Nesbala 104, Seltjarnarnesi. Þegar hið fagra sumar er að kveðja og rökkur haustsins að færast yfir verður fátt til svara við þeim örlagavef er þessum vini mínum var ætlaður. Við skyndilegt fráfall ungs athafnamanns setur mann hljóðan. Harmi sleginn vit- um við engin svör en vonum að tíminn græði þau sár sem nánustu ættingjar búa nú við. Halldór var fæddur í Hafnarfirði 27. mars 1949. Sonur hjónanna óskars Halldórssonar og Helgu Jensdótt- ur. Hann var næstelstur systkina sinna, en þau eru Hrafnhildur, búsett í Reykjavík, Hafdís, búsett í Danmörku, Helena býr í foreldra- húsum, Helga við nám í Danmörku og Valdimar einnig í foreldrahús- um. Halldór ólst upp í Hafnarfirði en fluttist í Garðabæ á unglingsár- um. 20. júní 1970 gekk Halldór að eiga eftirlifandi konu sína, Emmu Holm, og eignuðust þau þrjú börn, Þórunni Hönnu, fædd 1971, Óskar, fæddur 1974, og Emil Holm, fædd- ur 1981. Halldór og Emma stofn- uðu sitt fyrsta heimili í Hafnar- firði en það voru alltaf sterk bönd er tengdu hann við bernskuslóðir og oft minntist hann þeirra tíma með hlýhug og virðingu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast þessum vini mínum árið 1975. En þá unnum við saman við virkj- unarframkvæmdir á hálendi landsins og aftur lágu leiðir saman er báðir hófum störf á Keflavíkur- flugvelli 1977, en þar starfaði Halldór um nokkurra ára skeið. Það var meira en starfið sem batt okkur þessum vináttuböndum. Halldór átti sér mörg áhugamál og eitt var þó öðru framar og það voru siglingar. Ég mun minnast þeirra stunda er við fórum í góðu veðri til fiskjar, spegilsléttan haf- flötinn og sól að setjast. Hve djúpt snortinn hann var og naut þeirrar fegurðar og kyrrðar sem þar var að finna. Halldór var athafnamaður í verki, áhugasamur og áræðinn við Elsku Dísa og Jonni, við biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Einnig biðjum við hann að styrkja aðra ástvini. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Föðursystkini og fjölskyldur þeirra. í dag kveðjum við litla sonarson okkar, hann Agnar Mar, sem varð ekki margra lífdaga auðið. Frá fæðingu átti Agnar við vanheilsu að stríða en var þó ávallt sterkur og glaður drengur, sem veitti foreldrum sínum og okkur öllum margar ánægjustundir. Beðið var eftir að hann yrði nógu sterkur líkamlega svo hægt yrði að fara með hann utan til lækn- inga. Sá tími kom og Dísa og Jonni fóru til London með litla drenginn sinn. Bjartsýn og trúuð á að allt færi vel og að heim kæmu þau með Agnar heilan heilsu. Svo fór Kópavogskaupstaður Deiliskipulag Auglýst er deiliskipulag í suöurhlíö Digraness í sam- ræmi viö grein 4.4. í skipulagsreglugerð frá 1. ágúst 1985. Teikningar ásamt greinargerð, skilmálum og leiösöguteikningum fyrir Reit merktan A, liggja frammi á skrifstofu bæjarverkfræöings Kópavogs, Fannborg 2, 3ju hæö, frá og meö 2. október til 2. nóvember 1985. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrifleg- ar og berast bæjarverkfræðingi fyrir 5. nóvember nk. Bæjarverkfræðingur Agnar Mar Jóns- son — Minning þau störf er honum voru falinn. Árið 1982 keyptu þau hjón Gull- fiskabúðina í Reykjavík en síðasta ár starfaði hann sem deildarstjóri flutningsmiðlunar Cosmos í Reykjavík og var vel liðinn af samstarfsfólki og viðskiptavinum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vin minn. Minningin um góðan dreng lifir og dregur úr sársauka. Ég votta eiginkonu og börnum, foreldrum og systkinum mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Aldrei er svo bjart yfiröðlingsmanni, aðeigigetisyrt einssviplegaognú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matth. Jochumsson.) Sigurður Ben. Jóhannsson í dag, miðvikudaginn 2. október, er til moldar borinn Halldór Jens óskarsson. Halldór fæddist í Hafnarfirði 27. mars 1949 og var því aðeins 36 ára að aldri, er and- lát hans bar að 22. september sl. Við tókum upp á því fyrir tæpum tveimur áratugum, nokkrir félag- ar, að eyða fé okkar sem þá var oft af skornum skammti í ferðalög á kaffihús borgarinnar, þar sem við skemmtum okkur oft ótæpilega við rjómatertuát, sögur hver um annan og kappdrykkju á ýmiss konar veigum, sem teljast ekki kjarnmiklar hjá nokkrum hluta þjóðarinnar. Þessar kaffiferðir strjáluðust að vísu með árunum en alltaf hélt þessi kunningjahóp- ur saman og af kaffihúsunum fylgdumst við hver með högum hins og sáum okkur gildna og fjöl- skyldurnar vaxa. Nú er komið að þáttaskilum á meðal þessa hóps, einn okkar, Halldór Jens Óskarsson, er ekki lengur á meðal okkar. En þó er hann samt í hópnum, því að minn- ingarnar og sögurnar um góðan félaga lifa áfram og hann verður áfram eitt af umræðuefnunum á kaffikvöldunum á sama hátt og þeir, sem eru fjarstaddir hverju sinni. Með þessum fáu línum viíj- um við votta þessum félaga okkar þakkir fyrir skemmtilega sam- fylgd um leið og við vottum eigin- konu hans, Emmu Holm, börnum þeirra þremur og ættingjum okkar innilegustu samúð. Megi minning- in um góðan og glaðværan dreng, sem rétti hverjum samferðamanni hjálparhönd, veita þeim styrk í raunum þeirra. Kaffifélagar þó ekki og Agnar Mar dó þ. 26. september eftir 3 erfiðar skurðað- gerðir. Elsku Jonni og Dísa, við biðjum Guð að veita ykkur sinn styrk og trú á að hjá honum sé hann vel geymdur og bíði ykkar þar. Megi minning um lítinn og ljúf- an dreng veita ykkur birtu og yl í ykkar miklu sorg. Nú syng ég glaður sönginn minn því senn ég grænni haga finn. Ogennþá betri blómagrund í björtum Paradísarlund. (HÓ-SS) Afi og amma í Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.